Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1998 Kvartaði við löggu yfjr - amfetamíni Maður um fertugt var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sprautað sig með amfetamíni og hlaut af mikla vanlíðan. Hann kvartaði sáran við lögreglu yflr því að efnið sem hann hefði sprautað sig með væri lélegt. Hann kvaðst hafa keypt það á veitingastað i borginni og var greinilega ekki ánægður með gæðin. Maðurinn sem um ræðir er fikill. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu eru fjölmörg dæmi þess að fíkniefnaneytendur kaupi efni sem eru blönduð öðrum efnum. Þessar •í’ blöndur geta valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða þeirra sem taka þetta inn. -RR Yfir hafiö á hraðbát í Helgarblaði DV að þessu sinni er viðtal við garpinn Hafstein Jó- hannsson sem nýlega vann það af- rek að fara frá Noregi til íslands á litlum hraðbáti. Hann lýsir ferðinni og sambandi sínu við sjóinn, auk þess sem hann segir frá því hvemig öfundsýki flæmdi hann frá íslandi til Noregs. Hið glæsilega skemmtiferðarskip Queen Elizabeth If er heimsótt og andrúmsloftið rannsakað. Rætt er við Eddu Björgu Eyjólfs- dóttur og Halldór Gylfason sem hafa slegið í gegn sem Jan og Roger í Grease. I innlendu fréttaljósi er fjallað um Hágöngumiðlun og deildar meining- ar um ágæti þess að sökkva landi < sem hefur að geyma náttúruperlur. -sm/fin Sjúkrabílar voru kallaðir að skemmtiferðaskipinu Queen Elisabeth 2 þegar það kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Tveir farþegar höfðu veikst um borð og var farið með þá á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þetta glæsilega skemmtiferðaskip staldraði við í höfuðborginni i gær á siglingu sinni um norðurhöf. DV-mynd S Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki drýgir tekjur sínar: Rekur bílaleigu á lögreglustööinni - sér ekkert athugavert og hefur leyfi sýslumanns Það væri ekki skrýtið þótt þeim sem hringja í útibú Bílaleigu Akur- eyrar á Sauðárkróki þessa daganna brygði í brún þegar svarað er hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ástæð- an er ekki vitlaust númer eins og menn kynnu að ætla heldur sú að Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, er með umboð fyrir bílaleigu Akureyrar á Sauðár- króki. Bflaleiga Akureyrar gaf upp símanúmer lögreglunnar á Sauðár- króki þegar spurst var fyrir um símanúmer útibús hennar á Sauðár- króki í gær. Þar svaraði Björn Mikaelsson í símann en hann hefur ásamt fjölskyldu sinni verið með umboð fyrir bflaleiguna á Sauðár- króki í átta eða níu ár. Misjafnlega margir bUar eru tU útleigu hverju sinni á Sauðárkróki og í gær voru þeir engir. DV hafði sambandi við Björn og spurði hann hvort honum þætti það fara saman að vera yfirlögreglu- þjónn og með umboð fyrir bUaleigu: „Því ekki það. Ég og fjölskylda mín erum með þetta.“ Að eigin sögn fékk Bjöm leyfl fyr- ir þessari starfsemi á sínum tíma frá sýslumanninum á Sauðárkróki en hann er yfirvald lögreglunncir á staðnum. Aðspurður um starfssvið sitt sagðist Björn sjá um daglega yf- irstjóm mála í lögreglunni, meðal annars umferðarstjórn, hraðaeftirlit og eftirlit með því hvort farið er með bUa í skoðun. -kjart Nágranni kom upp um innbrotsþjófa Innbrotsþjófar fóra inn á mann- laust heimUi í Grafarvogi á þriðju- dagsmorgun. Þjófamir stálu miklum verðmæt- um úr húsinu. hljómflutnings- og myndbandstæki, auk peninga og ann- arra verðmæta. íbúi í næsta húsi var vel á verði og tUkynnti lögreglu um gransamlegar Veðrið á morgun: Hlýjast austanlands Á morgun verður hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað verður að mestu suðaustanlands en úr- komulítið, annars skýjað með köflum og þurrt að kaUa. Hiti verður á bUinu 7 tU 16 stig, hlýj- ast í innsveitum austanlands. Veðrið í dag er á bls. 29. ferðir þriggja manna. Nágranninn var mjög eftirtektarsamur og tók niður bUnúmer þjófanna. Lögregla komst á sporið vegna góðra upplýsinga nágrannans. í fyrra- dag var maður handtekinn í húsi í austurborginni. í fyrrakvöld handtók lögregla síðan annan mann í tengsl- um við málið. Lögregla gerði kröfu um gæslu- varðhald yfir báðum mönnunum. Héraðsdómur varð við því og úr- skurðaði annan manninn í gæslu- varðhald tU 5. ágúst og hinn tU 10. september. Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur leiddu síðan handtöku þriðja aðUans síðdegis í gær. RR Slökkviliðið hafði mikinn viðbúnað. DV-mynd S Eldur í rannsókn- arstofu TugmUljónatjón varð þegar eld- ur kom upp í rannsóknarstofu í húsnæði verkfræði- og raunvís- indadeUdar Háskólans um hádeg- isbUið í gær. í rannsóknarstofunni, sem er á 2. hæð hússins, var mikið af eld- fimum efnum og gastegundum. MikUl reykur var í stofunni þegar slökkvilið kom á staðinn. Stórt svæði var lokað af vegna hættu á sprengingum og slökkvilið við- hafði mikla varúð vegna hættu- legra efna innandyra. Slökkvistarf gekk vel og mikU mUdi þykir að engin sprenging varð. Miklar skemmdir urðu á rannsóknarstof- unni og tækjum vegna elds og vatns. í öðrum stofum húsnæðis- ins urðu nokkrar skemmdir vegna vatns og reyks. -RR ------...../--- Pantið i' 7 . dagar í Þjóðfjátí9 FLUGFÉLAG ÍSLANDS Pantariir i sím a 750 3030 iS ag !DS g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.