Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 9 UTILJOS 2x9W sparperur 4.950.- 4.850.- RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 Utlönd Málshöfðun Bills Clintons hefst formlega í dag: Rannsókn á að liúka fyrir áramót Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandarlkjaþings kemur saman í dag til að hefja formlega rannsókn á því hvort höfða beri mál á hendur Biil Clinton forseta til embættis- missis vegna sambands hans við Monicu Lewinsky. Formaður nefhd- arinnar, repúblikaninn Henry Hyde, segist vona að rannsókninni verði lokið fyrir áramót. Hyde sagði í viðtali við banda- ríska sjónvarpsstöð í gær að hraði rannsóknarinnar ylti á sam- starfsvilja samflokksmanna forset- ans í Demókrataflokknum. „Miðað við það sem á undan er gengið eru ekki miklar líkur til þess,“ sagði Hyde; Búist er við að fuUtrúadeildin í heild sinni ákveði síðar í vikunni að hefja rannsókn á hneykslinu. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð síðan réttað var yflr Ric- hard Nixon vegna Watergate- hneykslisins árið 1974. Leiðtogar repúblikana tóku frem- ur fálega í tillögur Geralds Fords, repúblikana og fyrrum forseta Bandaríkjanna, um að þingið kall- aði Clinton fyrir sig og veitti honum opinberlega ákúrur í stað þess að rétta yfir honum. Leon Panetta, fyrrum starfs- mannastjóri í Hvíta húsinu, fagnaði hins vegar tillögu Fords. Italía: Stjórnarkreppa í uppsiglingu Kommúnistar á Ítalíu sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta í gær að hafna fjárlagafrum- varpi stjórnar Romanos Prodis og hætta stuðningi við sljórnina. Miklar líkur eru því á því að stjórnin falli. Ákvörðun kommúnista varö til þess að ríkisstjómin missti meiri- hluta sinn á þingi. Svo kann að fara að Prodi forsætisráðherra muni biðjast lausnar þegar í þess- ari viku. Þegar niðurstaða komm- únista lá fyrir fór Prodi fram á fund með Scalfaro forseta og hitt- ust þeir í morgun til að ræða stöð- una sem upp er komin. ■ ■ Búist við frekari skakkaföllum á Evrópumörkuðum Búist er við frekara verðfalli á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þar sem fjármálaráðherrar G7 ríkjanna svokölluðu urðu ekki ásáttir um aðgerðir til að stemma stigu við ólgu í efnahagslífi heims- ins. „Hlutabréfamarkaðir horfa fram af hengifluginu og þá svimar mjög,“ sagði fjármálasérfræðingurinn Dav- id Brown í Lundúnum í gær. Hann spáði þriggja prósenta lækkun á FT- SE 100 vísitölunni í Lundúnum og fjögurra til fimm prósenta lækkun á þýsku DAX-vísitölunni og þeirri frönsku CAC við upphaf viðskipta í morgun. Fjármálasérfræðingar sögðu að vaxtalækkanir væru lykillinn aö því að markaðimir næðu sér aftur á strik. Á fjármálamörkuðunum von- ast menn eftir frekari vaxtalækkun- um í Bandaríkjunum á næstu vik- um, svo og í Bretlandi. „Markaðimir þurfa vísbendingar um að Vesturlönd ætli að koma í veg fyrir að vandinn í Asíu breiði úr sér,“ sagði hagfræðingurinn Ger- ard Lyons viö DKB Intemational. James Wolfensohn, aðalbanka- stjóri Alþjóðabankans, gerði litið úr því að samráð yrði haft um lækkun vaxta. Bæði Þjóðverjar og Frakkar em lítt hrifnir af því aö lækka vexti svona rétt áður en efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins tekur til starfa í janúarmánuði næstkomandi. ítalski tískuhönnuðurinn Chiara Boni leggur áherslu á að konur séu bæði hávaxnar og sexí eins og glögglega má sjá hér. IZl “ ^VUNOf- Hyundai Accent er mjög fallegur og vel búinn bíll; spameytinn og á mun lægra verði en sambærilegir bílar. kr, Komdu og prófaðu Hyundai Accent! a man. Hyundai Accent 1.3 Hyundai Accent 1.5 JilHliia í;995.000 1.129.000 •Meðalgreiðsla á mánuði m. kostnaði og vöxtum m.v.: Verð 995.000 kr„ innborgun: 25%, 248.750 kr„ t.d. billinn þinn. Lán i 84 mán. Lokaverð 1.271.418 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.