Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Hringiðan Nýr skemmtistaður var kynntur til sögunnar í Borgarleikhúsinu á laug- ardaginn. Hann verður þó ekki þar til húsa heldur í gamla Egils Jacobsens- húsinu í Austursræti. Leikstjórinn, Magnús Geir, og Bryndís Björk kynntu sér staðinn sem hefur fengið nafnið Rex. Myndlistarkonan Erla Axelsdóttir opnaði á laugar- daginn sýningu á verkum sínum í sýningarsal Nor- ræna hússins. Listakonan er hér á milli feðginanna Ingibjargar og Valgeirs Ástráðssonar. Eva G. Sigurðar- dóttir myndlistar- kona opnaði sýn- ingu á verkum sín- um í Gallerí Horn- inu á laugardaginn. Eva ræðir hér við Sigtrygg Bjarna Bald- ursson og dóttur hans, Hallbjörgu Emblu. Haldin var heljarinnar hausthátíð við Breiðholtsskóla á laugardaginn. Á staðn- um var allt það sem prýðir góða útihátfð: löggan, sökkviliðið, pylsur og kók. Frænkurnar Berta Þorbjörnsdóttir og Karlotta Helgadóttir skemmtu sér vel í blíðunni. Hljómsveitin Bellatrix var með Iftið teiti á Café Frank á laugardaginn. Tilefnið var útgáfa smáskífunnar Silverlight. Bíbí, Sigrún, Anna Magga, Elísa og Kalli hétu einu sinni Kol- rassa krókríðandi en heita nú Bellatrix, allavega þegar þau eru fyrir utan landsins steina. DV-myndir Hari Gamla Þórskaffi hefur nú verið opnað á ný eftir nokkurra ára hlé. Eitthvað virðast árin hafa farið skringilega í Þór gamla þar sem samkomuhúsið er nú orð- inn staður fyrir erótíska dansa. íslensku dansgyðjurnar Svandís og Clara urðu á vegi Ijósmyndar- ans f kynningarteiti staðarins nú á föstudaginn. Lokahóf Knatt- spyrnusambands íslands var hald- ið á skemmti- staðnum Broad- way á laugar- dagskvöldið. Þóra Helgadóttir úr Breiðabliki var valin efnilegasti leikmað- urinn í kvennaboltan- um. Hún er hér á milli ÍA-stúiknanna Bertu Ell- ertsdóttur og Helgu Lindar Björgvinsdóttur. Þrjár sýningar voru opnaðar f Gerðarsafni á laugar- daginn. Magdalena Margrét Kjartansdóttir er með einn sal, þá er Myndlistarskóli Kópavogs með afmælissýn- ingu og Ólöf Einarsdóttir, sem hér er á mynd, opnaði sýningu á þráðlist. sM° Listamaðurinn Harald- ur Jónsson opnaði sýningu á verkum sín- um f Galleríi Sævars Karls á laugardaginn. Listamaðurinn ræðir hér við Einar Örn Benediktsson, tónlist- armann og tölvugúrú, við opnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.