Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Afmæli r Friðrik J. Jónsson Friðrik Júlíus Jónsson, fyrrv. deildarstjóri, BoðagerJi 13, Kópa- skeri, er áttræður í dag. Starfsferill Friðrik fæddist í Sandfellshaga í Öxarfirði og ólst þar upp. Hann gekk í bamaskólann að Lundi í Öx- arfírði og stundaði síðan nám við Héraðsskólann að Laugarvatni 1938-40. Að námi loknu vann Friðrik al- menn landbúnaðar- og verkamanna- störf, m.a. hjá hemmámsliði Breta 1942, en réðst síðan til Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri 1944. Þar var hann bílstjóri fyrstu árin, stundaði síðan bíla- og dráttar- vélaviðgerðir og loks verslunar- störf. Friðrik varð deildarstjóri ný- stofnaðrar véla- og varahlutaversl- unar Kaupfélags Norður-Þingeyinga 1962 og gegndi því starfl í þrjátíu ár. Ásamt sínu aðalstarfi stundaði Friðrik ökukennslu um margra ára skeið. Friðrik hefur tekið virkan átt í fé- lagsmálum og hefur gegnt fjölda fé- lags- og trúnaðarstarfa í héraðinu. Hann lét m.a. umferðar- og öryggismál mikið til sin taka og var formaður klúbbsins Ör- uggur akstur um árabil. Hann starfaði í kirkjukór Snartarstaðarsóknar frá 1945, var formaður sókn- arnefndar um margra ára skeið og safnaðarfulltrúi nú síðustu árin. Þá átti hann sæti í hreppsnefnd Presthólahrepps frá 1968 og var oddviti hreppsins 1974-78. Friðrik hefur setið í mörgum skólanefndum í héraðinu, nú síðast i skólanefnd Öxarfjarðarhéraðs. Þá hefur hann starfað mikið að mál- efnum aldraðra í héraðinu nú síð- ari árin. Fjölskylda Friðrik kvæntist 9.7. 1949 Önnu Guðnýju Ólafsdóttur, f. 5.12. 1930, verkakonu. Hún er dóttir Ólafs Jónssonar, f. 21.11. 1881 á Fjöllum, Kelduhverfi, d. 19.5. 1953, bónda á Fjöllum, og Friðnýjar Sigurjónsdóttur, f. 31.8. 1898 á Grashóli, húsmóð- ur, Fjöllum í Keldu- hverfi. Böm Friðriks og Önnu Guðnýjar eru Ámi Viðar Friðriksson, f. 20.11. 1949 raftæknir á Akureyri, kvæntur Gerði Jónsdótt- ur, f. 18.11. 1950, leiðbein- anda, og eiga þau þrjú böm; Ólafur Friðriksson f. 5.6. 1953, rekstrarhag- fræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Freyju Tryggvadóttur, f. 4.3. 1957, sölumanni, og eiga þau þrjú börn; Kristín Helga Friðriks- dóttir, f. 26.4. 1962, bankastarfsmað- ur á Kópaskeri, gift Guðmundi Baldurssyni, f. 22.2.1960, verkstjóra, og eiga þau þrjú börn. Böm Áma Viðars og Gerðar eru Jón Heiðar Ámason, f. 4.8.1967, raf- magnsverkfræðingur á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Þorbjörgu Þórð- ardóttur, f. 29.11. 1966, og eru böm þeirra Gerður Jónsdóttir, f. 2.2. 1991, Óttar Jónsson, f. 9.4. 1992, og Þórdís Jónsdóttir, f. 19.3.1997; Anna Kolbrún Árnadóttir, f. 16.4. 1970, sjúkraliði í Danmörku; Katrín Árnadóttir, f. 22.4. 1980, nemi. Börn Ólafs og Freyju eru Friðrik Ingi Ólafsson, f. 30.4. 1977, flugnemi; Anna Guðný Ólafsdóttir, f. 16.12. 1980, nemi; íris Ösp Ólafsdóttir, f. 6.5. 1989. Böm Kristínar Helgu og Guð- mundar eru Baldur Guðmundsson, f. 6.4. 1983; Lilja Guðmundsdóttir, f. 20.4. 1985; Andri Guðmundsson f. 22.6. 1991. Systkini Friðriks: Árni Jónsson, fyrrv. landnámsstjóri; Hrefna Jóns- dóttir, fyrrv. skrifstofumaður; Sig- urður Jónsson, fyrrv. bankamaður; Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrv. mat- ráðskona; Stefán Ólafur Jónsson, fyrrv. deildarstjóri; Guðmunda Her- borg Jónsdóttir, nú látin, var búsett i Danmörku. Foreldrar Friðriks vora Jón Sig- urðsson, f. 17.12 1884, d. 1.2. 1971, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, og k.h., Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 11.8. 1981, d. 2.4. 1970, húsfreyja í Sandfellshaga. Friðrik Júlíus Jónsson. Fréttir Sjúkrahús Reykjavíkur sakaö um að fylgja ekki fyrirmælum Tölvunefndar: Til hamingju með afmælið 5. október 85 ára Hulda Einarsdóttir, Eyrarlandi I, Eyjafjarðarsveit. Óskar Jónsson, Brún, Laugarvatni. 80 ára Hulda Bjarnadottir, Laugateigi 31, Reykjavík. Ragna Grönvold, Grandavegi 47, Reykjavík. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Hagatúni 9. Höfn. 75 ára Guörún Hjartardóttir, Köldukinn, Dalabyggö. Björn J. Guðmundsson, Karfavogi 25, Reykjavík. Jóna G. Aðalbjömsdóttir, Engimýri 11, Akureyri. Tómas Ámi Jónasson, Grandavegi 43, Reykjavik. Þorbjörg Danielsdóttir, Suðurgötu 14, Keflavik. 70 ára Elínborg Þorsteinsdóttir, Strandgötu 87A, Eskiftröi. Hún er að heiman. Hörður Rögnvaldsson, Úthlíð 7, Hafnarfirði. Jónas Pétursson, Syðri-Hóli, Hvolsvelli. Sigtryggur Þorláksson, Svalbaröi, Þórshöfn. Opnum ekki upplýsingar um sjúklinga upp á gátt - segir Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur „Ég verð nú að andmæla þessu. Við höfum farið að settum reglum í þessu á allan hátt. Ég skil nú ekki hvað frúin meinar með því að Lífs- vog hafi unnið fullnaðarsigur hjá Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hólaberg 14, þingl. eig. Hjalti Þór Ragn- arsson og Kristrún Hauksdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 9. október 1998 kl. 14.30. Hraunbær 68, 3. hæð t.v., þingl. eig. Gunnar Steinn Þórsson og Guðbjörg Kristín Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og Tollstjóraskrif- stofa, föstudaginn 9. október 1998 kl. 14.00. Laufengi 25, 50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.h. m.m., þingl. eig. Ólafur Jón Jónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, föstudaginn 9. október 1998 kl. 15.30. Tölvunefnd. Úrskurðurinn var gjör- samlega samkvæmt okkar meiningu í þessu máli. Þetta eru helber ósann- indi að við fylgjum ekki settum regl- um,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, Úlfarsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf. og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 9. október 1998 kl. 15.00. Laufrimi 5, 75,6 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð, þriðja t.v. m.m. íbúðinni fylgir 4 m lóðarblettur við suðurvegg, þingl. eig. Pálmi Gunnarsson og Angela E. Gunn- arsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Harpa hf., Kreditkort hf. og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 9. októ- ber 1998 kl. 16.00. Skeljatangi 18, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ólafur Hauksson, gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki fslands hf., Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Mosfellsbær og Vátryggingafélag íslands hf., föstu- daginn 9. október 1998 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavikur, í samtali við DV í gær. Samtökin Lífsvog, neytendsamtökin gegn læknamistökum, halda því fram að yfirmenn spítalans fari ekki eftir úrskurði Tölvunefndar. Læknaskrár séu lokaðar samtökunum. Þetta kem- ur fram í bréfi á lesendasíðu blaðsins í dag. Jóhannes segir að starfsmenn Sjúkrahússins hafi óskað eftir því við Lífsvog að fyrir liggi vottfest beiðni sjúklingsins áður en afrit af upplýsingum um hann séu afhentar yfir borðið eins og óskað var eftir. „Um þetta snerist málið þegar ég leit- aði til Tölvunefndar og hafnaði sam- tökum um aðgang að upplýsingum um sjúklinga. Það væri náttúrlega þvílík meðferð á heilsufarsupplýsing- um ef maður opnaði allt upp á gátt fyrir einhverjum samtökum, jafnvel þótt þau heiti Lífsvog," sagði Jóhann- es. „Auðvitað eru óhjákvæmilega gerð einhver mistök hjá starfsgreinum í heilbrigðisgeiranum og fólk sem berst gegn læknamistökum hefur ef- laust farið illa út úr sjúkdómum. En ég veit ekkert hvort læknamistök teljast mikil eða lítil hér eða hvort þau eru meiri hér en í öðrum lönd- um. Ég held að orðið læknamistök sé misnotað. Óæskileg niðurstaða með- ferðar er kannski nær sanni. Viss áhætta fylgir öllum aðgerðum. Þegar ekki næst árangur eru það mistök að mati þessa fólks. Kannski má kalla þetta lækningaslys," sagði Jóhannes Gunnarsson. Hann sagði að um sam- tök eins og Lífsvog væri ekkert ann- að en gott að segja. En auðvitað yrði fólk ævinlega að tala á skynsemisnót- um. -JBP www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR UPPBOÐ Laufengi 48, 4ra herb. íbúð, merkt 0103, 101,89 fm m.m., þingl. eig. Álfheiður Hús og húsbúnaður Miðvikudaginn 14. október mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meöal efnis: Nýjasta tíska í húsgögnum og gluggatjöldum, lýsing, erföagripir, bólstrun, barnahúsgögn, antik, gólfefni, heimilistæki, innréttingar o.fl. Umsjón efnis: Eva Magnúsdóttir, sími 566 8759. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson, sími 550 5731. Kristinn Pálsson, sími 550 5722. Auglýsendur, athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga erfimmtudagurínn 8. október. DV 60 ára Ármann Sigurjónsson, Laugarbrekku 17, Húsavik. Bára Jónsdóttir, Engjahlíð 3B, Hafnarfiröi. Björn Jónsson, Esjubraut 4, Akranesi. Guðni Stefánsson, Birkigrund 58, Kópavogi. Jón Sigurður Helgason, Laugatúni 4, Sauðárkróki. Pálmar Ólason, Klettahrauni 10, Hafnarfirði. 50 ára Antonía Gutés Turu, Háaleitisbraut 28, Reykjavík. Guðbjartur Björgvinsson, Smárarima 88, Reykjavik. Guðmundur R. Ólafsson, Kirkjuteigi 16, Reykjavík. Hjálmfríður Valgarðsdóttir, Viðilundi 18C, Akureyri. Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Víghólastíg 11A, Kópavogi. Ingunn Ólafsdóttir, Kirkjubraut 61, Höfn. Jóna G. Guðmundsdóttir, Kviholti 6, Hafharfiröi. Páll Þorsteinn Jóhannsson, Reykhúsum 3, Eyjafjarðarsv. Sigríður Jóhannsdóttir, Lindarflöt 32, Garöabæ. Sölvi Stefánsson, Heiðarbóii 59, Keflavík. 40 ára Ársæll Kristjánsson, Lindarsmára 6, Kópavogi. Berglind Anna Káradóttir, Álfhólsvegi 59, Kópavogi. Daniel Olsen, Lindasmára 11, Kópavogi. Gísli Sigurðsson, Íshússtíg 9, Kefiavik. Guðbjörg Ámadóttir, Brúarási 15, Reykjavik. Guðrún A. Kjartansdóttir, Bólstaðarhlíð 8, Reykjavik. Gunnar Már Jóhannsson, Engjaseli 67, Reykjavík. Gunnar Ólafsson, Melalind 6, Kópavogi. Gunnar Sigurgeirsson, Gullsmára 10, Kópavogi. Hólmfríður B. Pétursdóttir, Stóra-Holti, Fljótum. Kristjana Jónasdóttir, Hlíðarvegi 15, ísafirði. Lára Þórðardóttir, Hjallabrekku, Ólafsvík. Margrét Ásgeirsdóttir, Jörfabakka 14, Reykjavík. Margrét G. Kristjánsdóttir, Brekastíg 25, Vestm.eyjum. Margrét Jóna Gísladóttir, Kjarrmóum 3, Garöabæ. Meyvant Einarsson, Litluvöllum 7, Grindavík. Ólafur Friðrik Ægisson, Sigtúni 59, Reykjavík. Valdemar G. Valdemarsson, Hlíöarhjalla 41, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.