Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Rannsókn á suðurskautinu: Hitastig getur hækkað snögglega Rannsókn á sýnum úr ískjörnum frá Suðurskautslandi virðist benda til að hækkun hitastigs, sem batt enda á ísöld fyrir 12.500 árum, hafi átt sér stað á örfáum áratugum. Þetta eykur áhyggjur vísinda- manna af þvi að sú hækkun hita- stigs sem á sér stað um þessar mundir geti leitt af sér jafnalvarleg- ar breytingar á næstu áratugum. Rannsóknir á ískjörnum frá Grænlandi höfðu áður leitt í ljós miklar hitabreytingar á norður- hjara veraldar. Niðurstöðumar frá Suðurskautinu benda til að þróun hitastigs hafi verið sú sama þar, þó svo breytingin virðist ekki hafa verið jafnhröð fyrir sunnan. „Það sem við fundum á suður- skautinu er mjög líkt því sem áður hafði komið í ljós á Grænlandi," segir James White frá Coloradohá- skóla sem stýrði rannsókninni. „Okkur hafði grunað að sumar þessara miklu hitasveiflna hefðu aðeins orðið á afmörkuðum svæð- um. En fyrst sama hitabreyting hef- ur átt sér stað á báðum pólum jarð- ar á sama tíma er mjög líklegt að hitastig hafi hækkað á þennan hátt á jörðinni allri.“ Ljóst þykir að ef jafnmikil aukn- ing yrði á hitastigi nú og varð fyrir 12.500 árum þá væri mannkynið í miklum vanda. Frá 1980 hafa mælst 15 heitustu ár síðan mælingar á hitastigi hófust fyrir um 120 árum og líkur eru á að árið 1998 verði Vísindamenn sem rannsökuðu sýni frá suðurskautinu komust að niðurstöðum sem valda nokkrum ugg. heitasta ár sem nokkurn tímann næstu árum reyna að fmna út breytingum og urðu þegar síðasta hefur mælst. Vísindamenn munu á hvort von sé á jafnafdrifaríkum ísöld endaði. Kaldar kveðjur utan úr geimnum: Bylgja gammageisla skellur á jörðinni - koma frá stjörnu í 20.000 Ijósára fjarlægð Fyrir nokkrum vikum skall bylgja af gammageislum frá Qarlægri stjörnu á jörðinni. Vísindamenn hafa hins vegar tilkynnt að plánetan og íbúar hennar hafi aldrei verið í neinni hættu af völdum geislunar- innar. Visindamenn höfðu orðið hræringa varir á plánetunni fyrr á árinu en gátu ekki sagt til um hvað hefði verið að gerast áður en geisl- arnir náðu til jarðar. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir að geislunin hafi skoll- ið á gufuhvolfmu þann 27. ágúst eft- ir 20.000 ljósára ferðalag. Upptökin voru í stjömuþyrpingunni Erninum, nánar tiltekið á stjörnunni SGR 1900+14. Stjarna þessi er af nýupp- götvaðri tegund stjarna sem eru geysilega segulmagnaðar og senda reglulega frá sér bylgjur af sterkri geislun. Orkan sem leystist úr læðingi þeg- ar umrædd bylgja sleit sig frá stjörn- unni er ótrúlega mikil. Á einungis fimm mínútum varð til um það bil jafn mikil orka og sól okkar jarðar- búa mun senda frá sér á næstu 300 árum. „Ef við gætum einhvern veginn virkjað alla þessa orku hér á jörðu niðri myndum við eiga nægar birgðir til að sjá mannkyn- inu fyrir allri raf- magnsþörf sem það mun nokkurn tím- ann þurfa,“ segir Kevin Hurley, stj arneðlisfræðing- ur við Berkeley-há- skóla í Kaliforníu. „En við myndum samt ekki vilja búa nálægt þessu fyrir- bæri, því við mynd- um ekki eiga náð- uga daga.“ Segull stjörnunn- ar væri nógu sterk- ur til að þurrka út allar upplýsingar af greiðslukortum í heiminum og kippa lyklum upp úr vös- um fólks þó svo hún væri mitt á milli tunglsins og jarðarinnar. Gífurleg orka býr í geimnum og megum við þakka fyrir að búa ekki nálægt stjörnunni SGR 1900+14. Saga fjölfrumunga lengist um helming: Ormar skriðu fyrir milljarði ára Vísindamenn við Yale-háskólann segjast hafa fundið á Indlandi steingerð ummerki um að lífverur, líkar ormum, hafi skriðið um jörð- ina fyrir meira en milljarði ára. Fyrir þennan fund voru elstu stein- gervingar fjölfrumunga „einungis" um 580 milljón ára gamlir. Þessi fundur bendir því til að þróun líf- vera hafi hafist mun fyrr en áður var talið. Það er þó ekki svo gott að vís- indamennirnir hafi fundið ormana sjálfa, heldur er þarna um að ræða steingerð ummerki þeirra. Með öðrum orðum fundu vísindamenn- imir eitthvað sem gæti verið göng eftir ormana, grafin í jarðveg áður en hann varð að grjóti fyrir 1,1 milljaröi ára. Steingerð ummerki um lífverur eru hins vegar ekki full sönnun fyrir að lífveran hafi verið til, því vísindamenn geta ekki meö fullri vissu útilokað að ummerkin hafi verið orsökuð af einhverju öðru en lífvemm. Til dæmis er alltaf mögu- leiki að holumar hafi orðið til vegna einhverra jarðfræðilegra fyr- irbæra sem hafa ekkert með lífver- ur að gera. Hópurinn frá Yale seg- ist hafa íhugað þennan möguleika vandlega og síðan komist að þeirri niðurstöðu að mestar líkur séu á að þarna hafi ormar verið á ferð. 39 námskeið hefst 7. okt. wiinm.imtú.m.iB #Kenntárútu,vörubílog leigubíl # Kennt á vörubíl með tengivagni #Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi) # Kennt samkveemt námsskrá #Sérmenntaðirkennarar # Fagleg kennsla - bókleg og verkleg ® Fullkomin kennsluaðstaða # Góðir kennslubílar # IMámsgögn verða eign nemenda # Góður námsárangur staðfestir metnað skólans GERIÐ VERÐSAMANBURÐ e ÖKU /fjN5KOMNN kií /1 MJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík. UPPLÝSINGAR/BQKANIR I SIMA 567-0-300 Réttindi árútu, vörnbíl og leigubíl Nœsta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.