Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 7 Fréttir Efnahagsástandið í Noregi: Öttast samdrátt og atvinnuleysi í vetur - segir ísleifur Guðjónsson smiður DV, Ósló: „Framtíðin hér er ekki eins björt og hún var, spennan á byggingar- markaðnum er minni og samdráttar- ins er þegar farið að gæta í Ósló og hér í nágrenninu,” segir ísleifur Guð- jónsson, trésmiður í Drammen í Nor- egi, í samtali við DV. Dekkri horfur eru nú í byggingar- vinnu i Noregi en verið hefur síðustu ár. Sérfróðir menn spá því að um 20% manna i greininni verði sagt upp í vetur og gætir samdráttarins mest í Ósló en því er spáð að sam- dráttarins gæti um allan austanverð- an Noreg á næsta ári. „Það er enn nóg að gera hjá okkur í Drammen en við vitum að nú fara smiðir frá Ósló að sækja hingað og þá byija undirboðin og það dregur fyrst úr yfírvinnunni,” segir ísleifur. Undanfarin ár hefur Noregur verið gósenland fyrir iðnaðarmenn frá ná- grannalöndunum. Fjölmargir íslend- ingar hafa nýtt sér þetta og þó í mest- um mæli Svíar sem hafa búið við at- vinnuleysi í mörg ár. Ástæðan fyrir að saman dregur í greininni nú er einkum að stórum og mannfrekum verkefnum er að ljúka. Það eru bygging nýju flugstöðvarinn- ar við Gardermoen og nýs ríkis- sjúkrahúss í Ósló. Önnur stærri verk koma ekki í stað þessa. Þá er offram- boð af skrifstofuhúsnæði og minna að gera á því sviði líka. Einnig hefur það sitt að segja að vextir hafa hækkað mikið undanfar- ið og nú eru boðaðar skattahækkan- ir. Allt þetta dregur úr eftirspurn eft- ir húsnæði. Sænskir iðnaðarmenn eru þegar byrjaðir að pakka saman og eru á heimleið en ekki hefur frést af íslendingum í sömu sporum. „Helsta vonin er að vextirnir lækki aftur og þá verður eftirspurn eftir íbúðum meiri. Það gæti fengið hjólin til að snúast á ný,” sagði ísleif- ur. -GK Sumarið norðan heiða hefur oft verið betra en nú. Fallegir haustdagar bæta þó úr iíkt og þessi á Ólafsfirði á dögunum. DV-mynd HJ Greitt úr vegasjóði til Spalar? Ekkert á móti því - segir Gísli Gíslason, stjórnarformaðnr Spalar DV, Akranesi: Nýyerið gaf einn af stjómarmönn- um FÍB út þá yfirlýsingu að á þingi FÍB í haust yrði tekin fyrir tillaga þess efnis að hætt yrði gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum en þess í stað yrði innheimt sérstakt gjald úr ríkis- sjóði á hvern bil. „í sjátfu sér hef ég ekkert á móti því að greitt verði úr vegasjóði til Hvalfjarðarganga ef ákvörðun verður um það tekin. Verkefni Spalar næstu árin verður að greiöa þau lán sem Gullberg VE: Vísitölufjölskylda Keikós í hafið „Þetta voru kálfur og ung kýr sem við greiddum úr netinu og hentum aftur í hafið. Það kom upp sú hug- mynd að setja sjó í forlestina og fara með dýrin heim til Eyja í faðm Keikós. Síðan þótti okkur einsýnt að kýrin væri svo ung aö það myndi skaða orðstír Keikós færi hún í búrið til hans. Hann gæti jafnvel fengið á sig bamaníðingsstimpil," segir Pálmi Magnússon, yfirstýrimaður á síldar- bátnum Gullbergi frá Vestmannaeyj- um. Hann vísar þarna til þess að tveir háhymingar af ættbálki Keikós flæktu sig í nótina nýlega. Áhöfhin átti ekki annars úrkosti en að taka skepnurnar inn fyrir og greiða þær þar úr nótinni. Sveitungar Keikós slepptu síðan dýrunum og segir Pálmi að svo hafi virst sem þau hafi sloppið óskööuð frá hremmingunum. -rt voru tekin vegna stofnkostnaðar. Vegasjóður er hins vegar bara hluti af ríkissjóði og þess vegna ber að minnast þess að áður en farið var af stað með Hvalfjarðargöng töldu ansi margir að ekki kæmi til greina að ríkissjóður greiddi fyrir þetta verk. Hagsmunir okkar á Akranesi eins og annarra era að göngin verði sem fyrst greidd upp eða veggjaldið lækki og ef FÍB tekst að útvega fjármagn til greiðslu ganganna á annan hátt en um hefur verið samið þá er það gott mál,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi og formaður Spalar, við DV -DVÓ Bílskúrshurðaopnari Sesam 200. \|t,RSi4 BYGGINGAVORUTILBOÐ MANAÐARINS Október Verkfærakistur, ZAG magnum 18”, 21” og 24’ afsláttur á verð pr. Im. Sólbekkir og borðplötur, allar geröir. Borðplötur, breidd 62,5 cm. Sólbekkir, breidd 30 cm. 7.900 Kuldagalli, Wenaas loðfóðraður, fjórar stæröir. BYKO innimálning, 4 Itr. Allir litir og stofn 2. Einnig er 20% afsláttur af stofnum. Salerni, Gustavsberg. S og P stútur. Mottur, á parket 60x110, 116x172 og 165x234 cm, Virkir dagar Laugard. Sunnud. Breiddin - Verslun Sími: 515 4001 Breiddin - Timbursala Slmi: 515 4100 (Lokaö 12-13) Breiddin - Hólf &Gólf Simi: 515 4030 Hringbraut Sími: 562 9400 Hafnarfjöröur Sími: 555 4411 Suöurnes Simi: 421 7000 Akureyri Simi: 461 2780 10-16 10-13 10-16 10-16 10-14 Glæsilegt úrval af Herholz huröum Afgreiöslutími í BYKO HÓIf & GÓIf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.