Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Síða 16
* * le 0enning "4g MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 JLlV Umsjón Táknmyndir tilfinn- inga og lífsreynslu Fingrafimi með ólíkindum Harmoníkan hefur í gegnum tíðina skipað stóran sess í menningarlífí okkar íslendinga og í huga margra sjálfsagt stórt samasemmerki milli hennar og gömlu dansanna. Lítið hef- ur þó farið fyrir harmoníkunni sem konserthljóðfæri hér en bót var gerð á því í Gerðubergi sl. laugardag og fjöl- menntu ungir sem aldnir harmoníku- unnendur á tónleika harmoníkusnill- ingsins Tatu Kantoma. Tatu, sem er ættaður frá Finnlandi hefur haldið tónleika víða um heim frá 11 ára aldri m.a. í Bandaríkjunum, Finnlandi, Jap- an og Rússlandi en verið búsettur hér á landi síðan 1996 og starfar hér sem harmoníkukennari og spilar í hljóm- sveitinni Rússíbönum. Á efnisskrá tónleikanna á laugar- Tónlist Amdís Björk Ásgeirsdótdr Tatu daginn voru lög úr ýmsum áttum sem hafa verið umskrifuð fyrir harmoníkuna. Tónleikarnir hófust á rússnesku þjóðlagi og varð mönnum ljóst strax í byrjun að hér var enginn aukvisi á ferð. Tatu lék á hljóð- færið eins og sá sem valdið hefur og leiddi áheyrendur inn í undraheim þess. Lögin, eða umskrifanimar á þeim öllu heldur, voru hins vegar sumar ekki dýrt kveðnar, líkt og Tilbrigði við rússneskt þjóðlag eftir Rudolf Wúrter sem hljómuðu frekar eins og erfið tækniæfmg. Valse triste eftir Sibelius Kantoma harmoníkuleikari lék í Gerðubergi á laugardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti. naut sín þó vel og var afar fallega flutt og sama má segja um Oblivion eftir tangósnill- inginn Astor Piazolla sem var hreint frá- bærlega leikið og vantaði bara rauðvíns- glasið og reykmettað andrúmsloft til að auka áhrifin. Eins stóð Umoresca Danilos Erricos, i útsetningu Mika Huusari, fylli- lega undir nafni og fékk Tatu áheyrendur til þess að skella upp úr eða að minnsta kosti brosa út í annað. Sveiflan réð ríkjum á efnisskránni eftir hlé og mátti maður hafa sig allan við að sitja kyrr í sæt- inu. Það hreirdega neistaði af leik Tatus í Ein fliegend- er Schotte eftir Schútz og Pustan rakkautta eftir Ge- orge de Godzinsky. Með líf- legri og skemmtilegri sviðs- framkomu hafði hann áheyrendur í hendi sér og var greinilegt að hann naut þess ekki síður en þeir. Brússeler spitzen eftir Al- bert Vossen, polka í d moll eftir Helmut Ritter, Hungaria eftir Viljo Vesterlinen ( sem virtist vera einhvers konar „the best of ‘ ungversk rapsódía nr. 2 eftir Liszt ) sem og annað á síðari hluta efnis- skrárinnar var eins og hrist fram úr erminni áreynslu- laust, enda býr Tatu Kantoma yfir frábærri tækni og fingrafimi hans með ólikindum. Þetta voru hinir skemmtilegustu tónleikar og góð upp- hitun fyrir kvöldið. Ég held að við verðum að teljast ákaflega heppin að hafa fengið svona góða viðbót við blómlegt tónlistarlíf okkar eins og Tatu Kantoma er, en eins og áður sagði þá leikur hann í hljómsveitinni Rússíbönum og þess vonandi ekki langt að bíða að við fáum tækifæri til þess að taka nokkur létt spor við undirleik hans. Skúlptúrar Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur í Hafnarborg. DV-myndir E.ÓI. ir“, en veðrun trés og steina, sem og notk- un ryðgaðs jáms, veitir þessari sýningu öllu miðaldalegri blæ. „Opnun“ og „Bókin þín“ eru bæði góð dæmi um slíkt. Orð eins og grafreitur og drúídar koma síðan upp í hugann þegar „Sorg jarðarinnar" er skoð- uð, en þessi samsetning máðra marmara- blokka og graníts í umgjörð daufrar birtu og léreftstjalda minnti mig óneitanlega á Stonehenge. Ekki er þó fortíöin allsráðandi því öllu nútímalegri blær er yfir samspili glers og steins sem veitir verkum eins og „Örlaga- þræðir" og „Sá ykkar sem syndlaus er...“ brothætt jafnvægi sem nýtur sín sérlega vel. „Kærleikur" sker sig einna mest úr. Fágað jámið og beinar línurnar hefur það i for með sér að verkið skortir samhljóm með hinum skúlptúrunum. Það nær hvorki að kalla fram þann formstyrk né foma hljóm sem annars einkennir verkin. Val hráefnis og uppsetning verka býr þeim heimili innan dyra, en „Sorg jarðar- innar“ er ein um að brjóta þessi höft. Skúlptúramir taka sig hins vegar vel út innan sýningarsalarins. Lýsingin er þeim hagstæð og ná verkin oft að skapa tengsl við tilfinningar áhorfandans. Til að mynda fer varla fram hjá neinum sú dep- urð sem hvílir yfir „Sorg jarðarinnar". -í sýningunni í Gerðarsafni var myndefni Önnu Sigríðar maðurinn og dýrin. Fór þó lítið fyrir einstaklingssvipmóti, heldur öllu fremur um táknmyndir að ræða líkt og heiti eins og „Veiðidýr" og „Steinaldar- dýr“ gefa til kynna. í Hafnarborg heldur hún áfram á svipuðum nótum. Túlkun verkanna er huglæg en í staðinn fyrir að vera táknmyndir manna og dýra eru þau’ nú frekar táknmyndir tilfinninga og lífs- reynslu. Má þar nefna að í „Bókinni þinni" getur áhorfandinn skoðað marg- breytileika þeirrar persónu sem hann hef- ur að geyma á meðan „Örlagaþræðir" minna á fallvaltleika gæfunnar. Líkt og sagt var í upphafi þá eru tengsl „lífshlaups mankynsins" við ,jörð og um- heim“ frekar óskýr og á einna helst við verkin „Svif‘ og „Sorg jarðarinnar". Slíkt spillir þó ekki fyrir sýningunni. Tengslin sem verkin ná að mynda við áhorfandann, ásamt skemmtilegri efnisnotkun og form- styrk, gerir skúlptúrunum fullkleift að standa án slíkra íhugana. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir sýnir í Hafn- arborg. Sýningu lýkur í dag. ísland með augum útlendings Háskólaútgáfan hefur sent frá sér bókina Ring of Seasons eftir Terry G. Lacy. Útgáfa bókarinnar er tmnin í samvinnu við bókaútgáfu Michigan-há- skóla. í bókinni fléttar höfundurinn saman frásögn af daglegu lífi í íslensku samfélagi og yfirgripsmikilli lýsingu á jarð- fræði, sögu, trúarlífi, stjórnmálum og menningu þjóðarinnar frá upp- hafi byggðar. Höfúndi tekst einnig að flétta saman sjónar- homi á mannlíf á íslandi séð með augum útlendings og þess sem hér þekkir vel til og veita þannig dýpri innsýn í líf og tilveru íslendinga en gengur og gerist. Frásögn Terry G. Lacy er tilvalið rit fyrir alla þá sem hyggjast heimsækja ísland, kynna sér það úr fjarlægð eða þá íslendinga sem vilja skoða landið sitt frá nýju sjónarhorni. Höfúndurinn, Terry G. Lacy, er frá Bandarikj- unum, en hún hefur verið búsett hér á landi um árabil. Smásagnasafn fyrir framhaldsskóla Út er komin hjá Máli og menningu bókin Stjömumar í Konstantínópel sem geymir fimmt- án smásögur eftir íslenska höfunda. Þessum sög- um er ætlað að varpa ljósi á þróvrn íslenskra bók- mennta í 150 ár, frá 1847 til 1997, og vera fulltrúar helstu bókmenntastefna þess tíma. Halla Kjart- ansdóttir framhaldsskólakennari valdi sögumar og fylgir þeim úr hlaði með stuttri um- fjöllun um hvern höfúnd, auk þess að skrifa formála fyrir safninu. Elsta sagan er fyrsta íslenska smá- sagan, Grasaferð eftir Jónas Hall grímsson. Saga þessi hefur hin síð ari ár verið vinsælt umræðuefni bókmenntafræðinga og gott dæmi um hversu margir íslendingar em viðkvæmir fyrir því þegar hróflað er við þjóðskáldinu Jónasi. Þetta kom vel í Ijós þegar Helga Kress skrifaði djarfa femíníska grein- ingu á sögunni í Skírni og særði með því jónasinn í mörgum. Engum blöðum er þó um að fletta aö þessi saga á fúllt erindi til ungs fólks, sama hvern- ig hún er skilin. Aðrar sígildar sögur í safninu má nefna í hvaða vagni eftir Ástu Sigurðardóttur og Kona með spegil eftir Svövu Jakobsdóttur og má segja að ekkert smásagnasafn eða kennslubók sé fullkomn- uð nema þessar sögur eigi þar sess. Samtíðarhöf- undar auk Svövu sem eiga sögu í safninu eru Sjón, Gyrðir Elíasson, Guðbergur Bergsson, Þór- arinn Eldjám, Einar Kárason og Kristín Ómars- dóttir. Unglingasaga eftir Mats Wahl Nýlega hefúr komiö út hjá Máli og menningu unglingabók sem ber nafnið í loftbelg yfir hafið. Bókin er eftir Mats Wahl og kemur út í íslenskri þýðingu Hilmars Hilmarssonar. Sagan íjallar um tólf ára gamla stráka og sumarævintýri þefrra. Strákarnir njóta sumarsins, synda í sjónum og glettast við stelpurnar, en margt breytist á þessum aldri og dag nokkurn taka málin óvænta stefnu. Áður hafa komið út þrjár eftir Mats Wahl á íslensku, allar þýddar Hilmari Hilmarssyni. Ameríka eftir Kafka Út er komin hjá Máli og menningu bókin Am- eríka eftir Franz Kafka. Bókina þýddu þeir feðgar Ástráöur Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, en þeir hafa unnið aö Kafka-þýðingum svo lengi sem elstu menn muna. Þetta er sagan af unglingspiltinum Karli Rossmann, sem foreldrarnir senda yfir hafið eftir að hann hefur bamað þjónustustúlkuna. Hann er ákveðinn í því að standa sig í nýja heiminum, en líkt og aðrar persón- ur Kafka leiðir undarlegt sambland af bláeygðu sakleysi og öfga- kenndri samviskusemi hann út í ófyrirséð ævintýri. Eins og aðrar skáldsögur Kafka kom Ameríka fyrst út eftir dauða hans og auðnaðist honum aldrei að leggja á hana lokahönd. Sem frægt er oröið bað Kafka vin sinn Max Brod að sjá til þess að öll handrit yrðu brennd eftir dauða sinn, en blessunarlega virti Brod þá ósk að vettugi. Heildarsvipur sýningar Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur í Hafnarborg er sjónrænn og vel úthugsuð uppröðun verkanna virk- ar sterkt á augað og gerir heimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir áhorfandann. í sýningarskrá segir Anna Sigríður að hún sé að velta fyrir sér „spurningunni um það hvar við stöndum gagnvart jörðinni og umheiminum; hvort viö verðum ekki að gefa okkur tíma, staldra við og líta yfir lífshlaup mannkynsins sem er einungis örstuttur tími í sögu jarðarinnar." Bein tengsl verkanna við „lífshlaup mannkyns- ins“ í tengslum við , jörð og umheim" eru e.t.v. örlítið á reiki en slíkt dregur þó eng- an veginn úr áhrifamætti verkanna, sem eru flest hver fullfær um að halda athygli áhorfandans án frekari skýringa. Myndlist Anna Sigríður Einarsdnttír Formkennd verkanna er góð og aug- ljóst er að Anna Sigríður býr að mikilli verklegri hæfni og hefur gott vald á þeim miðlum sem hún hefur valið sér. Þegar hún hélt sína fyrstu einkasýningu hér heima í Gerðarsafni fyrir u.þ.b. fjórum árum léði notkun jáms og steins verkum hennar fornan blæ. Anda steinaldar má enn sjá í verkum eins og „Hringur" og „Þræð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.