Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 44
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 TIV Frumsýning i Regnboganum 16. október. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Ibridge Minningarmót um Einar Þorfinnsson: Ásmundur og Jakob sigruðu naumiega Hið árlega minningarmót um Einar Þorfmnsson var spilað á Sel- fossi um síðustu helgi. Góð verð- laun voru í boði og hörð keppni um verðlaunasætin. Fulltrúar heimamanna, Kristján M. Gunnars- son og Helgi G. Helgason, tóku for- ystu í siðustu umferðunum en Ás- mundur Pálsson og Jakob Kristins- son fylgdu fast á eftir. Þegar upp var staðið höfðu Ásmundur og Jakob skorað 4 stigum meira og þar með sigrað. Umsjón Stefán x-1 sen Röð og stig efstu para var eftirfar- andi: 1. Ásmundur Pálsson og Jakob Kristinsson 103 2. Kristján M. Gunnarsson og Helgi G. Helgason 99 3. Aðalsteinn Jörgensen og Sig- urður Sverrisson 90 4. Jón Þorvarðarson og Sverrir Kristinsson 78 5. Kristján Blöndal og Rúnar Magnússon 60 6. Guðmundur Páll Amarson og Stefán Guðjohnsen 55 7. Svala Pálsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir 55 Eins og er virðist Ásmundur vera í áskrift með fyrsta sætið, því hann vann einnig í fyrra, þá með Sigurði Sverrissyni. Strax í fyrsta spili lögðu Ásmund- ur og Jakob grunninn að sigrinum, en í því fengu þeir algjöran „guil- topp“. N/0 * G72 * 9763 * ÁD862 * D8 * KG9843 * K42 9 103 Með Jakob og Ásmund í a-v gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 1 * 2» 2 * 3 •* 4 * Ailir pass Suður gat orðið söguhetja spilsins ef hann hefði trompað út, en hver trompar út frá drottningunni og það í tvímenningi! Norður leiddi hins vegar asnann inn í herbúðimar með þriggja hjarta sögn sinni, þrír tíglar hefðu heppnast betur. Suður átti sér einskis ills von og lagði af stað með hjartafjarka. Jak- ob fékk því fyrsta slaginn á hjartasjö. Hann opnaði strax fyrir samgönguleið með því að spila tígulgosa. Norður drap slaginn, trompaði út, en það var allt of seint. Jakob drap á ás, trompaði hjarta, trompaði tígul, trompaði hjarta og trompaði tígul. Tók síðan spaða- kóng og svínaði laufi. Norður fékk á kónginn, en það var síðasti slagur varnarinnar. Fimm unnir og algjör toppur. Ásmundur Pálsson er með fyrsta sætið í áskrift. í helgarblaði Dags Hverjir eru þessir Konnarar? Kristján Jó og öll fjölskyldan í helgarblaði Dags. Askríftarsfminn er 800-7080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.