Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Side 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Hringiðan
Finnsku sendi-
herrahjónin
Kakja og Tom
Söderman voru
við opnunina á
sýningu Alvars
Aaltos og ann-
arra finnskra arki-
tekta í Norræna
húsinu á laugar-
daginn.
Finnski arkitektinn Maija Kairamo stendur bak við
sýninguna með Alvar Aalto sem var opnuð í Nor-
ræna húsinu á laugardaginn. Hér ræðir hún við þau
Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur og Guðmund Gunn-
arsson, formann Arkitektafélagsins.
Sæjararnir tveir, listamennirn-
ir Egill Sæbjörnsson og Jón
Sæmundur Auðarson, fylgd-
W ust með því sem fram fór á lág-
Y menningarkvöldinu sem haldið
var á veitingahúsinu „22“ á föstu-
daginn.
Það að spila bridds er ekki einungis fyrir fólk yfir fertugt og það hafa
krakkarnir í Háteigsskóla sýnt og sannað með því að taka þátt í fyrsta
briddsmóti fyrir börn á grunnskólaaldri. Tryggvi Sigurðsson, Guð-
mundur Helgi Jónsson, Viktor Davíð Jónsson og Guðmundur Kristján
Jónsson kunna vel að meta spileríið.
Sýrupolkasveitin
Hringir, ásamt söngkon-^ -----
unni Möggu Stínu, skemmtu gestum
í Kaffileikhúsí Hlaðvarpans á laugardaginn. Einbeiting
in leynir sér ekki í svipnum.
Guðrún Margrét Jóhann-
esdóttir, nemandi í Mynd-
lista- og handfðaskólan-
um, opnaði sýningu á
verkum sínum í nem-
endagalleríinu Gailerf
Nema hvað á föstudaginn.
Hönnunargallerfið Gallerí
Mót stóð fyrir tískusýningu
frá 10 íslenskum hönnuðum
f Iðnó á laugardaginn. Þar
mátti sjá að íslenskir hönn-
uðir eru hvergi nærri á
flæðiskeri staddir.
DV-myndir Hari
Hallgrímur Helgason
bæði las og rappaði upp
úr nýju bókinni sinni
ijóðmæli fyrir gesti á lág-
menningarkvöldi. Auk
hans las Mikael Torfa-
son upp, hjómsveitin
Ensími spilaði, þá spil-
uðu Hassbræður Skíta-
móralslög og Jón Atli
Jónasson las úrtopp 10-
iistanum.
■ A laugardaginn var f fyrsta sinn á
I íslandi haldið briddsmót fyrir börn
f á grunnskólaaldri. Þátttakendur á
mótinu voru börn í Háteigsskóla á
aldrinum 10-12 ára. Hildur Kára-
dóttir og Guðrún Marfa Þorbjörns-
dóttir skemmtu sér vel í briddsinu.