Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Síða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Afmæli
Vigfús Friðjónsson
Vigfús Friðjónsson útgerðarmað-
ur, Sléttuvegi 11, Reykjavík, er átt-
ræður í dag.
Starfsferill
Vigfús fæddist í Langhúsum í
Fljótum og ólst þar upp til tólf ára
aldurs. Þá flutti hann með foreldr-
um sínum til Siglufjarðar. Hann
lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði
1935 og verslunarprófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík 1938.
Vigfús starfaði á skrifstofu Síldar-
útvegsnefndar 1938-41 og var kaup-
maður, útgerðarmaður og síldarsalt-
andi á Siglufirði á árunum 1941-70.
Hann starfrækti sildarsöltunarstöð
í Grimsey og víðar frá 1957, var
stofnandi og aðaleigandi íslensks
fisks hf. á Siglufirði, byggði síldar-
söltunarstöðina Berg hf. á Reyðar-
firði, ásamt öðrum, og starfrækti
hana um árabil.
Eftir að sildarsöltun
lauk stjómaði Vigfús
síldarleiðangri við
strendur Labrador í
Kanada sumrin 1973-74 á
vegum National Sea Cor-
poration í Halifax, sá um
uppsetningu síldarverk-
unarstöðva á Nýfundna-
landi og Nova Scotia
sumarið 1975, á vegum
Canadian Saltfish Cor-
poration í St. John’s og
hafði umsjón með og
stýrði síldarverkun við
Lawrence-flóann vestanverðan á
vegum rikisstjórnarinnar í Quebec-
fylki í Kanada.
Vigfús var fyrsti formaður
íþróttabandalags Siglufjarðar. Hann
hefur átt sæti í stjórnum Skíðasam-
bands Islands, Skíðafélags Siglu-
fjarðar, skátafélagsins Fylkis, skiða-
félagsins Skíðaborgar,
Taflfélags Siglufjarðar og
Alþýðuflokksfélags Siglu-
fjarðar og fleiri félaga.
Vigfús var bæjarfulltrúi á
Siglufirði fyrir Alþýðu-
bandalagið 1958-62, sat í
stjórn Sparisjóðs Siglu-
fjaröar og í hafnarnefhd
Sigluíjarðar 1958-62.
Hann var fyrsti umboðs-
maður Toyota-bifreiða á
íslandi.
Fjölskylda
Vigfús kvæntist 16.10. 1946 Huldu
Sigurhjartardóttur, f. 28.1.1920, hús-
móður. Hún er dóttir Sigurhjartar
Bergssonar, rafstöðvarstjóra á
Siglufirði, og Sigríðar Sigurðardótt-
ur húsmóður.
Börn Vigfúsar og Huldu eru Guð-
brandur Orri, f. 10.7.1942, viðskipta-
fræðingur, kvæntur Unni Kristins-
dóttur og eru börn þeirra Vigfús og
Hulda en unnusta Vigfúsar er Björg
Rós Guðjónsdóttir; Friðjón Óli, f.
12.1. 1946, verslunarfræðingur en
sambýliskona hans er Unnur Öl-
versdóttir kennari og er sonur Frið-
jóns Óla Pétur, kvæntur Þórhildi
Ingadóttur bankastarfsmanni og em
börn þeirra Óli Arnar, Ingi og
Helga; Sigríður Margrét, f. 2.5. 1954,
BA í heimspeki og stjómmálafræði
en sambýlismaður hennar er Guðni
Hjörleifsson og er dóttir Sigríðar
Margrétar Oddný Eva.
Systkini Vigfúsar vora sex talsins
og eru þrjú þeirra á lífi.
Foreldrar Vigfúsar voru Friðjón
Vigfússon, bóndi í Langhúsum í
Fljótum og siðar verkamaður á
Siglufirði, og k.h., Ólína Margrét
Jónsdóttir húsfreyja.
Vigfús Friöjónsson.
St.
Kristinn Hugason
Kristinn Hugason, hrossaræktar-
ráðunautur Bændasamtaka íslands,
Löngumýri 7, Garðabæ, er fertugur
í dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist á Akueyri og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1978, búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1979,
lauk búfræðikandidatsprófi frá Bú-
vísindadeildinni á Hvanneyri 1983,
M.Sc.-prófi í búfjárkynbótafræði frá
Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í
Uppsölum 1986 og hefur sótt fjölda
endurmenntunarnámskeiða innan-
lands og erlendis.
Kristinn var kennari við Bænda-
skólann á Hólum 1983-84, ráðunaut-
ur Búnaðarfélags íslands um kyn-
bætur hrossa 1986-89, hrossaræktar-
ráðunautur Búnaðarsambands
Eyjafjaröar, framkvæmdastjóri
Hrossaræktarsambands Eyfirðinga
og Þingeyinga, stundakennari í
hrossarækt við Bændaskólann á
Hólum og á Hvanneyri, hrossabóndi
og tamningamaður og er hrossa-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
Islands (nú Bændasamtaka íslands)
frá 1989.
Kristinn hefur á starfstíma sínum
lagt áherslu á endurskipulagningu
dómsaðferða, tölvuvæðingu skýrslu-
halds og útgáfumál. Hann hefur
skrifað fjölda greina um hrossarækt
sem birst hafa í innlendum og er-
lendum tímaritum, hefur tekið sam-
an og ritstýrt ársritinu Hrossarækt-
in og bókunum Kynbótadómar og
sýningar og Um kynbætur hrossa.
Þá hefur hann beitt sér fyrir gerð og
útgáfu tölvuforrita um hrossarækt,
nú síðast Islands-Feng.
Kristinn hefur setið i ýmsum
nefndum á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins og umhverfisráðu-
neytisins, t.d. um endursamningu
laga um útflutning hrossa, og hefur
setið í útflutnings- og markaðsnefnd
hrossa frá stofnun hennar 1995.
Hann hefur setið í stjóm hesta-
mannafélagsins Léttis á Akureyri, í
stjóm Félags búvisindamanna og er
formaður þess, hefur um árabil ver-
ið virkur félagi í FÍN, félagi ís-
lenskra náttúrafræðinga, hefur set-
ið i kjararáði félagsins og veitt for-
stöðu samninganefnd landráðu-
nauta. Hann er félagi í
Rotaryklúbbnum Görðum frá 1997,
situr í stjórn sjálfstæðisfélags
Garðabæjar, situr í blaðstjórn
Garða og er í kjördæmisráði Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist 2.5. 1993 Guð-
laugu Hreinsdóttur, f. 8.9. 1960, full-
trúa í tölvudeild Bændasamtaka ís-
lands. Hún er dóttir Hreins Haralds-
sonar sem er látinn,
lengst af kennari við Vél-
skóla íslands, og Ástu
Jónsdóttur, húsmóður og
matráðskonu.
Dóttir Kristins og Guð-
laugar er Rósa, f. 26.7.
1993.
Börn Guðlaugar og
stjúpbörn Kristins eru
Hjalti Hreinn Sigmars-
son, f. 4.10. 1980; Ásta
María Sigmarsdóttir, f.
16.5. 1983; Sigrún Marta
Sigmarsdóttir, f. 21.6. 1985.
Systkini Kristins era Anna Guð-
rún Hugadóttir, f. 20.10. 1947, náms-
ráðgjafi í Garðabæ, gift Guðmundi
Hallgrímssyni, f. 9.8.1939, lyfjafræð-
ingi og eiga þau fjögur börn; dr.
Hjalti Hugason, f. 4.2. 1952, prófess-
or í kirkjusögu við HÍ, kvæntur
Ragnheiði Sverrisdóttur, f. 19.1.
1954, djákna og fræðslufulltrúa á
Biskupsstofu, og eiga þau tvö böm.
Foreldrar Kristins eru Hugi
Kristinsson, f. 24.6. 1924, hrossa-
ræktandi og fyrrv. verslunarmaður,
og Rósa Hjaltadóttir, f. 21.2. 1923,
húsmóðir og fyrrv. verslunarmað-
ur.
Ætt
Hugi er sonur Kristins, b. á
Strjúgsá og síðar að Ytra-Dalsgerði í
Eyjafiröi, Jónssonar og Guðrúnar
Guðmundsdóttur frá Þor-
móðsstöðum í Sölvadal í
Eyjafirði, af Hvassafells-
ætt.
Rósa er dóttir Hjalta,
húsgagnasmíðameistara
á Akureyri, Sigurðsson-
ar, b. á Merkigili í Eyja-
firði, Sigurðssonar, b. á
Sauðadalsá á Vatnsnesi í
Vestur-Húnavatnssýslu,
Sigurðssonar, af Kata-
dalsætt. Móðir Sigurðar á
Merkigili var Magðalena
Tómasdóttir, Sigurðssonar. Móðir
Hjalta var Guðrún Rósa Pálsdóttir,
b. á Kjartansstöðum í Skagafirði,
Pálssonar og Guðbjargar Björns-
dóttur.
Móðir Rósu var Anna Jónatans-
dóttir, b. á Litla-Hamri í Eyjafirði,
Guðmundssonar, b. á Uppsölum,
Jónatanssonar. Móðir Önnu var
Rósa Júlíana Jónsdóttir, b. á Kot-
unsstöðum í Fnjóskadal, af Drafla-
staðaætt.
I tilefni afmælisins og vegna þess
að Kristinn lætur brátt af starfi
hrossaræktarráðunautar Bænda-
samtaka íslands bjóða þau Kristinn
og Guðlaug ættingjum, vinum og
samstarfsfólki til móttöku í veislu-
sal Háskóla íslands í húsnæði
Reykjavíkurapóteks, Austurstræti
16, á fimmtu hæð, á afmælisdaginn
8.12. kl. 17.00-19.00.
Kristinn Hugason.
Ágústa Jóhannsdóttir
Ágústa Jóhannsdóttir
húsmóðir, nú vistmaður
á dvalarheimili aldraðra
I Borgarnesi, Borgar-
braut 65, Borgarnesi,
varð áttræð á laugardag-
inn.
Starfsferill
Ágústa fæddist á Fag-
urhóli I Ólafsvík. Hún
var í bamaskóla í Ólafs-
vik frá tíu ára og til fjórt-
án ára aldurs.
Ágústa og eiginmaður
hennar hófu búskap sinn í Borgar-
nesi 1941. Hún var matráðskona á
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
á áranum 1976-81.
Fjölskylda
Ágústa giftist 26.12. 1942 Skarp-
héðni Kristni Guðmunds-
syni, f. að Hamri í Hraun-
hreppi 17.1. 1921, d. 25.6.
1976, bifreiðarstjóra.
Dóttir Ágústu er Hanna
Sigríður Olgeirsdóttir, f.
5.3. 1939, gift Friðjóni
Jónssyni, f. 26.10.1931, og
eiga þau fimm böm.
Synir Ágústu og Skarp-
héðins Kristins era
Ágúst Skarphéðinsson, f.
30.6.1942, búsettur i Borg-
amesi, kvæntur Erlu
Jónsdóttur, f. 18.11. 1946,
en fyrri kona Ágústs er Jónína Guð-
rún Nóadóttir, f. 11.10. 1944, og eiga
þau fjögur börn; Jóhann Mar Skarp-
héðinsson, f. 17.6. 1952, búsettur í
Borgarnesi og á hann fimm börn.
Böm Hönnu Sigríðar og Friðjóns
eru María Lóa, f. 21.6. 1960, búsett á
Sauðárkróki en maður hennar er
Sveinbjörn Ragnarsson, f. 15.10.
1958, og eru böm þeirra Hákon Ingi,
f. 30.10.1979, íris Ösp, f. 29.6.1981, og
Davíð Hannes, f. 28.3.1990; Jón Unn-
ar, f. 15.1. 1964, búsettur í Svíþjóð,
en sambýliskona hans er Hulda Vil-
hjálmsdóttir, f. 23.12. 1966, og eru
böm þeirra Andrea Lind, f. 30.4.
1994, og Alexandra Dögg, f. 11.6.
1998; Heiða Björg, f. 15.6.1967; Linda
Kristín, f. 17.11. 1975, búsett á Sauð-
árkróki, en sambýlismaður hennar
er Sveinn Brynjar Pálmason og er
dóttir þeirra Iðunn Lilja, f. 11.6.
1998; Linda Elínborg, f. 17.11. 1975,
búsett á Sauðárkróki, en sambýlis-
maður hennar er Viktor Pétursson
Börn Ágústs og Jónínu Guðrúnar
Nóadóttur eru Svandís Lóa, f. 16.9.
1965, búsett í Búðardal, en maður
hennar er Þórarinn Steingrímsson,
f. 25.3.1964, og eru börn þeirra Guð-
rún Rakel, f. 12.8. 1982, nemi, Ellen
Ósk, f. 8.4. 1985, Karen Ýr, f. 5.1.
1991, Telma Björg, f. 9.3. 1992, og
Arnar Ingi, f. 22.9. 1997; Jóhann Pét-
ur, f. 2.8.1967, en kona hans er Hall-
dóra Ragnarsdóttir, f. 9.4. 1965, og
era synir þeirra Markús Ingi, f. 31.8.
1990, og Ragnar Skarphéðinn, f. 2.10.
1993, d. 20.5. 1997; Ágústa Kristín, f.
24.7. 1974, búsett í Kópvogi, en sam-
býlismaður hennar er Hilmar Guð-
mundsson, f. 18.1. 1967, og er sonur
þeirra Guðmundur Högni, f. 28.10.
1996;Jónína Kristín, f. 30.1. 1983,
nemi I Reykjavík.
Böm Jóhanns Mar eru Bjarki
Már, f. 5.9.1973, búsettur á Húsavík,
en sambýliskona hans er Erla Dögg;
íris Heiður, f. 13.8. 1976, búsett á
Höfn; Gauti, f. 13.4. 1981; Sindri, f.
31.5. 1990; Elísa, f. 23.3. 1992.
Systkini Ágústu vora átta talsins
en hún á nú tvær systur á lífi. Þær
era Inga Jóhannsdóttir, búsett í
Borgarnesi; Þórunn Jóhannsdóttir,
búsett í Ólafsvík.
Foreldrar Ágústu vora Jóhann
Pétur Ágústsson, f. 14.7. 1892, og
María Kristborg Magnúsdóttir, f.
17.6. 1894.
Ágústa
Jóhannsdóttir.
DV
Til hamingju
með afmælið
8. desember
80 ára
Valgerður Árnadóttir,
Lönguhlíð 3, Reykjavík.
75 ára
Guðmunda Ámadóttir,
Aðalstræti 9, Reykjavík,
varð sjötíu og fimm ára í
gær. Hún dvelur um þessar
mundir hjá dóttur sinni og
tengdasyni í Kaliforníu.
Guðjón Þ. Tómasson,
Hringbraut 89, Reykjavík.
Einar H. Eiriksson,
Reynigrund 3, Kópavogi.
Jónas Jónasson,
Munkaþverárstræti 44,
Akureyri.
Sigurður Hannesson,
Víðilundi 5, Akureyri.
70 ára
Brynhildur Jensdóttir,
Álftamýri 4, Reykjavík.
Guðjón Ottósson,
Gullsmára 5, Kópavogi.
Katrín Þómý Jensdóttir,
Laugarvegi 37, Siglufirði.
Kristinn G. Karlsson,
Hátúni 11, Eskifirði.
Hann er að heiman.
60 ára
Pálína Guðný
Þorvarðardóttir,
Höfðagötu 19, Stykkishólmi.
Kristján Vilmundarson,
Marbakka 2, Neskaupstað.
Svandis Unnur
Siguiðardóttir,
Strembugötu 25,
Vestmannaeyjum.
50 ára
Jón S. Thoroddsen,
Gnoðarvogi 38, Reykjavík.
Ragnar Halldór Hall,
Grandarlandi 2, Reykjavík.
Ásta G. Sigurðardóttir,
Akraseli 12, Reykjavík.
María Ögmundsdóttir,
Holtsgötu 4, Njarðvík.
Björg Sigriður
Guðmundsdóttir,
Skólastíg 24, Bolungarvík.
Friðrik Steinsson,
Hafranesi, Fáskrúðsfiröi.
40 ára
Sigurður Stefán Jónsson,
Njálsgötu 83, Reykjavík.
Valur Arnórsson,
Ofanleiti 17, Reykjavík.
Guðrún Þorvaldsdóttir,
Rekagranda 1, Reykjavík.
Þórarinn Jón Þórarinsson,
Safamýri 15, Reykjavík.
Gunnar Skagfjörð
Gunnarsson,
Viðarási 65, Reykjavík.
Þorsteinn Kristinn
Adamsson,
Hrafnhólum 6, Reykjavík.
Anna Elín Bjarkadóttir,
Melabraut 20, Seltjax-namesi.
Efemia Guðbjörg
Bjömsdóttir,
Freyjugötu 3, Sauðárkróki.
Hrafn Sigurðsson,
Möðruvallastræti 5, Akureyri.
Hólmfríður I. Eiríksdóttir,
Fosshóli, Ljósavatnshreppi.
Svavar Gíslason,
Oddabraut 13, Þorlákshöfn.
Smá dtt miltí himin. auglýsingar
550 5000