Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Fréttir
Kalkúnninn fylltur
af góðgæti
Kalkúnn er að verða algeng
jólasteik á borðrnn landsmanna en
ekki vita allir hvernig meðhöndla
á fuglinn.
Nauðsynlegt er að steikja fugl-
inn við 140" C í 40-45 mínútur fyr-
ir hvert kíló. Penslið fuglinn vel
með smjöri reglulega hæði fyrir og
á meðan hann er steiktur. Einnig
er hægt að dýfa litlu stykki ofan í
brætt smjör og leggja yfir bring-
una á fuglinum sem er tekin af I
lokin. Hækkið þá hitann í 200-225"
C og látið fuglinn steikjast áfram
við þann hita í 15 mínútur.
Einnig er nauðsynlegt að hafa
góða fyllingu inni í kalkúninum.
Gott er að hafa tvær gerðir af fyll-
ingu í sama fuglinum. Þá er önnur
sett í kviðarhol fuglsins og hin
undir hálsskinnið.
Hér á eftir fylgja tvær uppskrift-
ir af fyllingum og leiðbeiningar
um hvernig á að fylla kalkúninn.
Fylling 1
3 gul epli
1/2 rauð paprika
1 laukur
1 gulrót
1 sellerístilkur
250 g sveppir
6 sneiðar beikon
2 dl pekanhnetur
8 ristaðar franskbrauðssneiðar
1 msk. salvía
1 egg
100 g smjör til steikingar
salt og pipar.
Aðferð:
Saxið laukinn og skerið sveppina,
paprikuna, selleríið og gulrótina í
teninga og steikið allt saman í
smjöri á stórri pönnu. Skerið
beikonið í litla bita og léttsteikið
með grænmetinu. Takið pönnuna af
heitu hellunni. Afhýðið eplin, kjarn-
hreinsið og skerið í litla bita. Gróf-
Ármúla 26 • sími 588 5000
Hafðu samband!
Þegar stór fugl eins og kalkúnn er
fylltur er oft notuð tvenns konar fyll-
ing. Önnur er sett í kviðarholið en
hin undir hálsskinnið.
hakkið hnetumar og
skerið brauðsneiöarn-
ar í teninga, ekki nota
skorpuna. Bætið öllu á
pönnuna og kryddið
með salti, pipar og
salvíu. I lokin er eggið
hrært létt og því bætt
saman við.
Fylling 2
150 g smjör
356 g sveppir
200 g saxaður laukur
1 stilkur sellerí, smátt
saxaður
1/2 búnt steinselja,
smátt söxuð eða 2
msk. þurrkuð stein-
selja
1 msk. salvía
300 g skinka, smátt
söxuð
100 g heslihnetur, af-
hýddar, ristaðar og
saxaðar
Aðferð
Bræðið smjörið í stórum potti og
látið grænmetið ásamt salvíunni og
skinkunni krauma í smjörinu í 10
mínútur eða þar til grænmetið er
orðið mjúkt. Bætið heslihnetunum
og brauðteningunum í pottinn og
látið fyllinguna aðeins kólna. Hrær-
ið síðan eggjunum og rjómanum
saman við og kryddið með salti og
pipar. Þessa fyllingu má útbúa dag-
inn áður en fyllið fuglinn ekki fyrr
en rétt áður en hann er steiktur.
Leiðbeiningar við fyllingu
1) Þerrið fuglinn vel að innan og
fjarlægiö stélstykkið.
2) Fjarlægið óskabeinið því það
hindrar að hægt sé að skera bring-
una í snyrtilegar sneiðar. Flettið
hálsskinninu frá og skerið óska-
beinið burt með beittum hnifsoddi.
Fjarlægiö alla fitu.
3) Setjið fyllinguna inn í fuglinn
með skeið.
4) Saumið fyrir opið með gami
eða lokið með kjötprjóni.
5) Togið hálsskinnið til baka og
komið fyllungunni fyrir undir þvl.
6) Stingið vængjunum undir fugl-
inn fyrir steikingu og látið brjóstið
snúa upp við steikinguna.
7) Ljúkið saumaskapnum með ör-
uggum hnút. -GLM
150 g brauðteningar,
heilhveiti- eða hveiti-
brauð
2 stór egg
2 dl rjómi
1/2 tsk. salt
1 tsk. ferskmalaður
pipar.
Engan dónaskap
Félagslifið í Álverinu við Straums-
vík er með miklum ágætum. Öflugt
starfsmannafélag þar fagnaði á árinu
þeim tímamótum að 25 ár eru frá
stofnun þess. Ákveðið
var að halda mikla
veislu með tilheyr-
andi hoppi og híi og
leitað til Rannveig-
ar Rist forstjóra um
salarkynni innan ál-
versins. Rannveig
tók, að því er heim-
ildir innanhúss
herma, erindi starfsmanna vel og
lofaði salnum en þó gegn skilyrðum:
Ekki yrði veitt sterkt vín og alls ekki
yrði „neðanbeltishúmor viöhafður". Á
þetta var fallist með trega og veislan
haldin en nú herma sagnir að starfs-
mannafélagið, sem er nokkuð stönd-
ugt, leiti að veislusal utan álvers til
kaups...
Bólfær eður ei
Sú þekkta gæðakona Laufey Jak-
obsdóttir, sem kölluð hefur verið
amman í Grjótaþorpinu, mætti um
helgina í 50 ára afmæli Helgu Magn-
úsdóttur, dóttur sinn-
ar. Laufey, sem er á 87.
aldursári, hélt ræðu
dótturinni til heiðurs
og sló í gegn. Þama
lýsti hún því aö hún
ætti að baki vist á
þremur elliheimil-
um. Af því fyrsta
var hún rekin. Af
næsta heimili
strauk hún og nú segist hún vera á
undanþágu á því þriðja og hafi vistun
fram í febrúar. Hvað ástarlíf varðar
lýsti amman í Grjótaþorpinu því að
„drengur" á hennar aldri heiði borið
upp bónorð. Hún sagðist þá spyrja hlið-
stæðra spurninga og þegar hún keypti
gamlan bíl sem vafi léki á að væri öku-
fær. „Er maðurinn bólfær?“...
Svæfður
Formaður læknafélagsins, Guð-
mundur Björnsson, hefur verið mjög
andsnúinn gagnagrunnsfrumvarpinu
og mikiö haft sig í frammi vegna þess
eins og alþjóð veit.
Hins vegar heyrðist
ekki mikið í Guð-
mundi, frekar en
reyndar fleiri and-
stæðingum utan
þings, rétt fyrir sam-
þykkt þess. En Guð-
mundur var löglega
afsakaður, hafði
farið í botlanga-
skurð. Segja menn því að hann hafi
verið svæfður í málinu og til að forðast
frekari átök hafi ónefndir fylgismenn
frumvarpsins helst viljað halda honum
sofandi fram yfir samþykkt laganna ...
Gunnlaugs raunir
Gunnlaugur M. Sigmundsson, al-
þingismaður Framsóknarflokksins á
Vestfjörðum og forstjóri Kögunar hf.,
kom nokkuð á óvart með því að bjóð-
ast til að víkja fyrir vel
menntuðum einstak-
lingi um þrítugt. Ungi
maðurinn sem Gunn-
laugur hafði verið að
skóla til í fræðunum
situr nú eftir með
sárt ennið í málm-
smiðju vestur á ísa-
firði. Sá ágæti pil
heitir samkvæmt heimildum sand-
korna Sigurður Jónsson, skipa-
tæknifræðingm- og framkvæmdastjóri
Skipasmíðastöðvarinnar á ísafirði þar
til í haust, er hann stóð upp úr þeim
stól, væntanlega til að setjast í stól
Gunnlaugs. Ekki er talið að Gunnlaug-
ur geti hugsað sér að leyfa Kristni H.
Gunnarssyni, hinum nýja en víðfórla
framsóknarþingmanni Vestflrðinga,
að leiða hstann en litlir möguleikar
eru á því að Framsóknarflokknum
takist að bæta við sig manni á Vest-
fjörðum. Stefnir því i það, eins og staö-
an er í dag, að allt verði óbreytt á
Vestfjörðum og Gunnlaugur verði
þingmaður áfram en Kristinn úti...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is