Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Utlönd
9
Framkvæmdastjórn ESB:
Sökuð um
milljónasvindl
Tuttugu og sjö starfsmenn fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins, ESB, eru grunaðir um misferli.
Meöal hinna grunuðu er Edith
Cresson, fyrrverandi forsætisráð-
herra Frakklands, sem réð náinn
vin sinn sem fylgdarsvein á ferða-
lögum. Vinurinn, sem er tannlækn-
ir á eftirlaunum, fékk sem svarar
um 730 þúsund íslenskar krónur á
mánuði í um það bil ár fyrir að
fylgja Cresson á ferðum hennar.
Cresson útvegaði einnig syni tann-
læknisins starf hjá ESB.
Þingmenn Evrópuþingsins íhuga
nú að lýsa yfir vantrausti á fram-
kvæmdastjórn ESB. „Það er komið
nóg af svindli. Það þarf að reka alla
framkvæmdastjórnina," segir þing-
maðurinn Per Gahrton í viðtali við
sænska blaðið Aftonbladet. „Núna
hverfa 10 prósent af fjárlögum Evr-
ópusambandsins. Framkvæmda-
stjórnin neitar að gera grein fyrir
því í hvað peningarnir fara,“ segir
Gahrton.
Ibréfi til Evrópuþingsins segir
einn af endurskoðendum ESB að
framkvæmdastjómin hvorki geti né
vilji taka á svindlinu. Samkvæmt
upplýsingum endurskoðandans hef-
ur framkvæmdastjórnin kerfisbund-
ið leynt upplýsingum og neitað að
greina frá innri rannsókn á svindli.
Ásakanir þýska tímaritsins Fokus
ganga lengra. Samkvæmt tímaritinu
hafa belgískur kaupsýslumaður og
blaðaútgefandi verið beittir ofbeldi
eftir að hafa sakað framkvæmda-
stjórn ESB og nokkur ráðgjafarfyrir-
Edith Cresson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakklands, borgaði vini
sínum milljónir úr sjóði ESB fyrir að
fylgja henni á ferðaiögum.
Símamynd Reuter
tæki um spillingu. Samkvæmt frá-
sögn Fokus fékk kaupsýslumaðurinn
hótanir símleiðis. Ókunnir menn
munu hafa ráðist á hann og slegið úr
honum tennumar með kylfu. Grímu-
klæddir og vopnaðir menn eru sagð-
ir hafa ráðist á blaðaútgefandann á
heimili hans.
Aftonbladet greinir frá því að einn
af starfsmönnum framkvæmda-
stjórnar ESB hafi verið látinn víkja i
haust vegna spillingar. Hann hafði
krafist þess að ráðgjafarfyrirtæki,
sem ESB skipti við, réði eiginkonu
hans til starfa. Konan fékk há laun
en þurfti ekkert að starfa.
Toppunnn
...á heita súkkulaðið
hátíðareftirréttinn,
heitu eplabökuna,
eappuecino-kaffið
og annað sem þér
dettur í hug.
Alltaf tilbúinn
Alltaf þeyttur.
HAGKAUP
heima í stofu
HAGKAUP
Þá er lausnin hér.
Þú ferð inn á www.visir.is og
velur að versla í netverslun
Hagkaups, skoðar úrvalið,
pantar það sem hugurinn
girnist og færð vörurnar
sendar heim.
Gerðu innkaupin á einfaldan
og skjótan hátt.
Þú færð úrval bóka,
geisladiska, myndbanda
spila og tölvuleikja á
Hagkaupsverði.
Meira úrva
betra verð
H AGK AUP @ V í S Í r. i S