Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 21 Iþróttir Iþróttir Ólafur Gottskálksson var mjög ör- uggur í marki Hibemian þegar liðiö vann Clydebank, 3-0, í skosku B- deildinni í knattspymu um helgina. Hann lagði enn fremur upp fyrsta mark Hibs þegar hann „hreinsaði" hressilega langt fram á völlinn eftir sendingu frá vamarmanni. Hiberni- an er með 44 stig á toppi deildarinn- ar, Falkirk er með 38 og Ayr er með 37 stig. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee United vegna meiðsla þegar lið hans tapaði, 2-0, fyrir Kilmamock i skosku A-deildinni á sunnudag. Dundee United er næstneðst í deild- inni. Helgi Kolviðsson og félagar í Mainz unnu Wattenscheid, 2-0, i þýsku B- deildinni í knattspymu á sunnudag. Helgi lék allan leikinn í vörn Mainz. Lið hans er í 9. sæti með 26 stig en efst eru Ulm og Greuter Ftirth með 37 stig og Unterhaching og Bielefeld meö 36. Spcenska knattspyrnufélagið Tene- rife rak i gær þjálfara sinn, Juan Manuel Lillo. Liðið hefur ekki unn- ið leik á heimavelli sínum á Kanarí- eyjum 1 vetur og er næstneðst í spænsku A-deildinni. Tveir kunnir kappar, John Toshack og Osvaldo Ardiles, hafa verið orðaðir við þjálf- arastöðuna. Tveir leikmenn bœttust í hóp 2. deildar liðs Tindastóls í knattspyrnu í gær. Það voru þeir Eysteinn Lárus- son, sem leikið hefur með Hvöt á Blöndusósi, og Unnar Sigurðsson, sem lék með Skallagrími á síðustu leiktíð og hefur einnig leikiö með Víði í Garði og Keflavík, sem gengu í raðir Sauðárkróksliðsins. Tindastóls- menn hafa tekið stefnuna á 1. deildar sæti en á dögunum var Sigurður Halldórsson, fyrrum þjálfari Skalla- gríms og Breiðabliks, ráöinn þjálfari hjá félaginu. -VS/GH Róbert og Héöinn atkvæðamiklir Róbert Sighvatsson og Héðinn Gilsson komu mikið við sögu þeg- ar Dormagen vann HGErlangen, 28-23, í þýsku B-deildinni í hand- knattleik á sunnudaginn. Róbert skoraði 7 mörk í leiknum og var annar markahæsti leikmað- ur Dormagen. Héðinn var meiddur á fæti en harkaði af sér og var í hópnum. Snemma í síðari hálfleik kom hann síðan inn á og það skipti sköpum í leiknum. Héðinn skoraði tvö mikilvæg mörk og átti síðan linusendingu á Róbert sem gerði þýðingarmikið mark, kom Dormagen í 25-21, og þar með voru úrslitin nánast ráðin. Daöi Haíþórsson kom líka við sögu hjá Dormagen og skoraöi eitt mark. Dormagen og Willstátt eru áfram jöfn og efst á toppi suðurrið- ils deildarinnar, eru með 30 stig, en Solingen og Leutershausen koma næst með 26 stig. Gústaf Bjamason missti af sínum öðrum leik í röð með Willstatt vegna meiðsla en lið hans vann öruggan útisigur á CSG Erlangen á sunnu- daginn, 30-23. Rúnar Sigtryggsson og félagar í Göppingen töpuðu fyrir Mels- ungen á útivelli, 24-19, og eru í 6. sæti með 23 stig. Haraldur Þor- varðarson og félagar í Dússeldorf unnu Múlheim úti, 27-24, og eru í 16. sæti af 18 liðum með 8 stig. Alfreð Gíslason er áfram með lið sitt, Hameln, í toppsæti norðurrið- ils B-deildarinnar eftir sigur á FSV Magdeburg á útivelli, 21-16. Ham- eln er með eins stigs forskot á Nordhom. -VS Úrvalsdeildarlið Keflavíkur: Taplaust á árinu - á heimavelli sínum í Keflavík Kvennaknattspyrna: „Ekki rætt viö Ásthildi“ Eyjamenn segja að ekki standi til að reyna að fá Ásthildi Helgadóttur til liðs við knattspyrnulið ÍBV fyrir næsta tímabil, eins og sagt var í DV í gær. „Við höfum ekki rætt við Ásthildi og það er ekki á dagskrá hjá okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, við DV. Ásthildur segir að hún hafi ekki heyrt frá ÍBV og líklegast sé að hún verði um kyrrt hjá KR. -VS Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta náði afar glæsilegum árangri þegar það lagði Snæfell að velli, 117-90, í Keflavik síðastliðið fimmtudagskvöld. Þetta var 17. og síðasti heimaleikur liðsins í öllum keppnum á vegum KKÍ á árinu og jafnframt 17. sigurleikur liðsins en það vann alla heimaleiki sína árið 1998, í deild (10), úrslitakeppni (3), bikarkeppni (2) og deildabikar(2). Keflavík vann 12 af 20 útileikjum sínum á þessu ári en árangur liðsins á heimavelli undanfarin Qögur ár er annars eftirtalinn: 1998 .............. 17 sigrar - 0 töp 1997 ............. 15 sigrar - 4 töp 1996 ........... 20 sigrar - 3 töp 1995 ............. 17 sigrar - 3 töp 1995-98 ......... 69 sigrar - 10 töp Alls 79 leikir og 87,3 % sigurhlutfall. Það er því ljóst að lið sækja ekki svo auðveldlega stig til toppliðs úrvalsdeildar sem hefur annars unnið 10 deildarleiki í röð og 12 heimaleiki í röð í deildinni. -ÓÓJ Tilboð komið í Arnar Amar Grétarsson og félagar hans í AEK unnu góðan útisigur á Pira- eus, 1-4, í grísku A-deildinni í knattpyrnu í gær. Arnar lék allan tímann en náði ekki að skora. AEK er í öðru sæti tveimur stigum á eftir Olymp- iakos. Nafn Arnars hefur mikið verið í fjölmiðlum í Grikklandi að undan- fomu vegna hugsanlegra félagaskipta hans en mörg lið hafa verið bera víumar Arnar á síðustu vikum. Eitt þeirra liða er enska A-deildar liðið Southampton. „Eftir því sem blaðamenn hér í Grikklandi segja þá hefur AEK fengið tilboð frá Southampton í mig eða fær það innan nokkurra daga. Mér er sagt að tilboðið hljóði upp á 180-200 milljónir króna en ég vonast til að heyra frá forráðamönnum AEK um þessi mál í vikunni," sagði Arnar í samtali við DV í gærkvöld. -GH íþróttama Nafn íþróttamanns L. 2. 3- 4- 5.. Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaöur ársins DV - Þverholti 11. 105 Reykjavík Körfuknattleikur: Guðmundi upp hjá Grindavík - Einar Einarsson tekur við liðinu á næstu dögum þessa ákvörðun og ég verð að taka Om Magnússon, framkvæmdastjóri HSI, við dráttinn á Hótel Cabin í gær. Alengdar standa þeir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, og Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ. DV-mynd E.ÓI. Daniel Stephan: Handbolta- maður ársins í Þýskalandi Daniel Stephan, leikmaður Lemgo og þýska landsliðsins, hefur verið út- nefndur handboltamaður ársins í Þýskalandi 1998. Þessi útnefning kom ekki á óvart því Stephan hefur leikið stórvel á árinu og átti frábæran leiki með landsliðinu í úrslitakeppni Evr- ópumótsins á Ítalíu fyrr á árinu þar sem Þjóðverjar unnu bronsverölaun. Stephan, sem er 25 ára gamall, hefur verið iðinn við kolann í vetur og er annar markahæsti leikmaðurinn i A-deildinni. -JKS Bikarkeppnin í handknattleik: Nokkrir tvísýnir leikir í 8-liða úrslitunum Dregið var í 8-liða úrslitum í bik- arkeppni karla- og kvenna í hand- knattleik í gær. í karlaflokki leika Fram-Valur B, Völsungur fær FH í heimsókn til Húsavíkur, Aftureld- ing mætir ÍBV í Mosfellsbænum og Grótta/KR leikur gegn KA á Sel- tjarnamesi. Valur B fær leikinn gegn Fram að Hlíðarenda. í kvennaflokki drógust saman Stjarnan og Haukar og fer leikurinn fram í Garðabæ. Fram fékk heima- leik gegn Gróttu/KR, ÍBV leikur í Eyjum gegn KA og FH leikur í Kaplakrika gegn Víkingi. Allir leikimir fara fram á tíma- bilinu 8 - 10. janúar. -JKS Daniel Stephan í kunnuglegri stellingu í leik með Lemgo fyrir skömmu. Svissneski handboltinn: Gunnar skoraði níu - dugöi skammt því Amicitia steinlá Gunnar Andr- ésson átti stór- leik og skoraði 9 mörk fyrir lið sitt, Amicitia, í svissnesku A- deildinni í handknattleik um helgina. Það dugði þó skammt því Amicitia stein- lá fyrir Suhr, 18-27. Tapið kom samt ekki að sök, Amicitia hélt 8. sætinu og komst í átta liða úrslita- keppnina um svissneska meistaratitilinn sem hefst eftir áramötin. Júlíus með tvö í sigurleik Júlíus Jónasson skoraði 2 mörk fyrir St.Otmar sem vann Wacker Thun, 30-25, á útivelli. St.Otmar hafnaði í 3. sæti meö 23 stig en Winterthur fékk 24 stig og Kadetten Schaffhausen 23. Winterthur fer með 3 bónusstig í úr- slitakeppnina, Schaffhausen með 2 og St.Otmar með 1 stig. Önnur lið sem komust áfram voru Suhr, Wacker Thun, Grasshoppers, Endingen og Amicitia. -VS Grænlenska kvennalandsliöiö i heimsókn: „Kærkomin æfing" - segir Theodór Guðfmnsson landsliðsþjálfari Grænlenska kvennalandsliðið í handknattleik kemur til íslands á annan dag jóla og leikur hér við u- 18 ára liðið, 2004-liðið svonefnda og A-landsliðið. Leikurinn við A- landsliðið verður jafnframt fyrsti A-landsleikur Grænlendinga, en þeir öðluðust nýlega rétt til aö keppa undir fána sínum sem full- gild IHF-þjóð. Þeir lögðu mikla áherslu á að fyrsti leikur kvenna- liðsins yrði á móti íslandi. „Þetta verður kækomin æfing fyrir undankeppni heimsmeistara- mótsins," sagði Theodór Guðfinns- son, landsliðsþjálfari í gær. Hann tilkynnti liðið sem mætir Græn- landi og er það þannig skipað: Ágústa Edda Björnsdóttir, Gróttu/KR, Svava Sigurðardóttir, Víkingi, Hrafnhildur Skúladóttir, Bryne, Gerður Beta Jóhannsdóttir, Val, Herdís Sigurbergsdóttir, Stjömunni, Judit Esztergal, Hauk- um, Inga Fríða Tryggvadóttir, Stjömunni, Brynja Steinsen, Minden, Eivor Pála Blöndal, Val, Harpa Melsteð, Haukum, Ragn- heiður Stephensen, Stjörununni, Björk Ægisdóttir, FH, og Thelma Björk Ámadóttir, Haukum. Fanney gaf ekki kost á sér Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes, gaf ekki kost á sér vegna anna hjá norska liðinu. Halla María Helga- dóttir, Víkingi, er meidd, -JKS JOLAMOT FJARÐAHVIDEO tSNÓKER vei'ðui' lialilið 26, (l<‘s (2. í jóliiin) — 27 <lcs Ul. I 0.00 á liilliai'dslofii llainarl'jai'ðai', Tt'öiiiilii'alini 10. Foi'gjalái'iiiót—Képpt í i'iðluin. l.verðl. utaiilaiHlsferð að eigin vali, ciniiig vci-ðlaiin fyrir 8 ci’stu sa-ti+lucsta skor. I'altlokiicjalil kr. 1.500. Skráning fyrir 28. dcs kl. 23.80 á Billanlstoiu Hafnarfjarðar, s. 565 1277. Tveir titlar til Zidane Franski knattspymumaðurinn Zinedine Zidane fékk í gær tvo titla fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum á árinu. Hann var útnefndur íþróttamaður ársins í heiminum af fréttastofu Reuters. Zidane skoraði tvö mörk þegar Frakkar unnu Brasiliumenn, 3-0, í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar i sumar. Zidane fékk 128 stig í kjörinu en næstur kom austurríski skíðamaðurinn Her- mann Maier með 76 og siðan bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones með 74 stig. Rúmlega 60 íþróttafréttamenn frá 35 lönd- um skipuðu dómnefnd Reuters. Þá var Frakkinn snjalli útnefndur knattspymumaður ársins í Evrópu í árlegri kosningu hjá franska knattspymutímaritinu, France Football. Zidane hafði mikla yfirburði í kjörinu og nú er bara spumingin hvort hann bætir þriðja titlinum í safnið en hann er einn þriggja knattspyrnumanna sem em tilnefndir af FIFA í kjör knattspymumanns ársins. -VS/GH Bestir í Evrópu Listi þeirra bestu í kjöri knattspyrnumanns Evrópu sem France Football birti í gær: Zinedine Zidane, Juventus...244 Davor Suker, Real Madrid.....68 Ronaldo, Inter Milano........66 Michael Owen, Liverpool......51 Rivaldo, Barcelona ..........45 Gabriel Batitstuta, Fiorentina.43 Liliam Thuram, Parma.........36 Denis Bergkamp, Arsenal .....28 Edgar Davids, Juventus.......28 Marcel Desailly, Chelsea.....19 -GH ENGLAND Bjarnólfur Lárusson átti mjög góð- an leik á miðjunni hjá Walsídl þegar liðið sigraði Stoke, 1-0, í toppleik C- deildarinnar um helgina. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn í vöm Stoke. Þorvaldur Örlygsson er enn frá vegna meiðsla hjá Oldham, sem gerði jafntefli, 1-1, við Reading og er nú næstneðst í C-deildinni með 18 stig. Fulham er komið í efsta sæti C-deild- ar með 45 stig en Walsall, sem hefur komið allra liða mest á óvart, er líka með 45. Síðan kemur Stoke með 44 stig og þessi þrjú lið hafa nú stungið önnur af. Jóhann B. Guðmundsson lék síðari hálfleikinn með Watford þegar liðið tapaði, 2-1, fyrir Grimsby i B-deild- inni á laugardaginn. Þetta var fyrsta tap Watford í 11 leikjum. Hermann Hreiðarsson og félagar í Brentford komust í 2. sæti D-deildar með 1-0 sigri á Cambridge. Hermann bjargaði á marklínu á lokamínútu leiksins og tryggði liði sínu dýrmæt stig. Cardiff er með 43 stig á toppnum en Brentford er með 39 stig og á tvo leiki til góða. Síðan koma Mansfield og Halifax með 37 stig. Birkir Kristinsson landsliðsmark- vörður var ekki i leikmannahópi Bolton þó hann hefði gert 3ja mánaða samning við félagið á föstudag. Bolton var með þrjá varamenn gegn Portsmouth, sem allir voru útispil- arar. Birkir mun berjast við Finnann Jussi Jaaskelainen um stöðuna. Flest bendir nú til þess að Bolton kaupi varnarmennina Paul War- hurst frá Crystal Palace og Jon Newsome frá Sheffleld Wednesday. Þeir hafa verið í láni hjá félaginu og staðið sig mjög vel. Þetta kann að þýða að Guðni Bergsson lendi í vandræðum með að tryggja sér sæti i liðinu á ný en hann hefur verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur mikinn hug á að kaupa norður-irska miðju- manninn Neil Lennon frá Leicester. Lennon kostar 600 milljónir króna og Brian Kidd hefur líka mikinn áhuga á að fá hann til Blackbum. Úrval-Útsýn verður með hópferð á leik Arsenal og Chelsea helgina 29.-31. janúar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 569 9300. Tveimur leikmönnum enska knatt- spymufélagsins West Ham var stung- ið í fangelsi í fyrrinótt og þeir sluppu ekki þaðan fyrr en i morgim. Þeir Neil Ruddock og Trevor Sinclair skemmdu bifreið fyrir utan nætur- klúbb í London en þar var haldinn jólafagnaður West Ham. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í dag, og Harry Red- knapp, framkvæmdastjóri West Ham, segir að þeir eigi líka yfir höfði sér þungar refsingar af hálfu félags- ins. Aston Villa náði að nýju þriggja stiga forskoti á toppi ensku A- deildarinnar i knattspyrnu þegar liðiö vann útisigur á Charlton, 0-1. Sigurmarkið var sjálfsmark varnarmannsins Richard Rufus strax á 4. mínútu. Toppliðið haíði heppnina með sér því heimamenn vom óheppnir aö skora ekki og í tvígang fór boltinn í tréverk Aston Villa marksins. -VS/GH A fundi stjórnar körfuknattleiks- deildar Grindavíkur í gær var ákveðið að leysa Guðmund Braga- son þjálfara frá störfum hans fyrir deildina. Helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun eru annars vegar slakara gengi liðsins en vænta mátti í upphafi leik- tíðar og hins vegar ákveðnir sam- starfsörðugleikar milli stjómar deildarinnar og Guðmundar. Stjómin harmar þessi málalok, óumflýjanlegt að taka þessa ákvörð- un nú. Þegar hafa verið gerðar ráðstaf- anir varðandi þjálfun meistara- flokks félagsins. Einar Einarsson, sem á dögunum var látinn taka pokann sinn sem þjálfari úrvals- deildarliðs Hauka, mun taka við starfinu á næstu dögum. DV náði sambandi við Guðmund Bragason í gærkvöld og spurði um viðbrögð hans. Kemur til greina að klára tímabilið með öðru liði „Ég harma að þetta skyldi gerast og er náttúrlega ekki sáttur við þessa uppsögn. Það hefur gengið á ýmsu í haust, bæði innan vallar og utan, en mér hefur fundist liðið vera á uppleið að undanfomu. Ég vil lítið tjá mig um einstök atriði þessa máls. Stjórnin hefur tekið því. Eg hef þegar haft samband við umboðsmanninn minn í Þýskalandi Log beðið hann að : kanna hvaða mögu- leikar gætu verið þar 'fyrir mig. Þá kemur líka fyllilega til greina að klára leiktímabilið imeð öðru ís- I lensku liði. Ég í er ekkert hætt- ur í körfubolta þrátt fyrir þetta áfaU,“ sagði Guð- mundur Bragason. -bb Guðmundur Bragason er hættur þjálfun Grindvíkurliðs- ins. ToiAGfÖF . Fr amakans I Hlutabréf í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. eru tilvalin jólagjöf fyrir alla Velunnara félagsins. Bréfin veita rétttil skattaafsláttar. Grei&a má me6 fc>o&- e&a ra&grei&slusamningum VISA og Eurocard. Einnig veitir Landsbanki Islands, A/íúlaútibú, Jdn til kaupa á hlutabréfunum. Sölua&iJar hlutabréfanna eru Kaupþing hf. og Ver&bréfastofan fcif. Avísun d hlutabréf eru tiJ afgrei&sJu hjá söJua&iJum. Fram óskar Jandsmönnum öllum glebilegra jóla og farsœls komandi ársl Fór boltAfÍLAG REyk/AvíkuR hy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.