Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Utlönd Stuttar fréttir Clinton heldur sínu striki Bill Clinton, forseti Bandarikj- anna, heldur sínu striki og sinnir hefðbundnum störfum þessa dag- ana þrátt fyrir aö þingið hafi sam- þykkt að ákæra hann fyrir emb- ættisbrot. Forsetinn heldur sig við hefð- bundna dagskrá þessa dagana og i gær aðstoöaöi hann ásamt konu sinni Hill- ary viö matar- gerð fyrir heim- ilislausa í Was- hington. Þá var forsetinn við- staddur minn- ingarathöfn vegna þess að tíu ár eru liðin frá Lockerbie-slysinu en þá létust 270 manns í sprengjutil- ræði í Qugvél Pan-Am félagsins yf- ir Skotlandi. I dag mun forsetinn lesa jólasögur fyrir böm í Hvíta húsinu. Það vakti athygli í gær þegar tveir fyrrverandi forsetar sendu forsetanum stuðningsyfirlýsingu vegna ákærunnar. Þetta voru repúblikaninn Gerald Ford og demókratinn Jimmy Carter. Það er sameiginleg skoðun forsetanna fyrrverandi að Clinton skuli víttur en falla beri frá áformum um að víkja honum úr embætti. Reuter Israel: Rjúfa þing og boða til kosninga í vor Eftir að ljóst var að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra- els, hefði mistekist að tryggja stuðn- ing meirihluta þingsins við frestun á framkvæmd Wie-friðarsamkomu- lagsins samþykkti ísraelska þingið í gær að rjúfa þing og efna til kosn- inga í vor. Það voru þingmenn Verkamanna- flokksins sem báru fram tillöguna sem var m.a. studd af mörgum þing- manna stjórnarflokksins Likud. AJls greiddi 81 af 120 þingmönnum atkæði með tillögunni. „Stjómin riðar til falls. Hún hef- ur glatað trausti almennings og þingsins," sagði Haim Ramon, þing- maður stjómarandstöðunnar, í gær. Stjóm Netanyahus hefur staðið veikt síðustu mánuði, aðallega vegna þess að harðlínumenn sem eiga aðild að stjóminni em á móti samningum við Palestínumenn. Með því að samþykkja að rjúfa þing Ræða Netanyahus á ísraelska þinginu í gær þótti bera vott um að kosningar væru í nánd. Vinningshafar í teiknimyndakeppni 1. sæti: Vinningshafar eru: Sigurjón G. Arnarson 14 ára Smáratúni 37 230 Keflavík 2. sæti: Elfa Dís Gunnarsdóttir 10 ára Krummahólum 4 111 Reykjavík 3. sæti: Silja Elvarsdóttir 7 ára Nesbakka 17 740 Neskaupstað DV þakkar öllum sem sendu inn myndir kærlega fyrir frábæra þátttöku. 1 /í/SBft v kom Netanyahu í veg fyrir að borin yrði fram vantrauststillaga á hann. Skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær óskaði Netanyahu þó eftir því við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Ehud Barak, að gert yrði 72 stunda hlé á þingfundi á meðan kannaðir yrðu möguleikar á stofnun þjóð- stjórnar. Barak hafnaði málaleitan forsætisráðherrans og sagði að í þessari stöðu væm kosningar væn- legasti kosturinn. Önnur og þriðja umferð atkvæða- greiðslunnar um væntanlegar kosn- ingar verða líklega í næstu viku en Netanyahu hefur óskað eftir því að þær fari fram fyrir apríllok. Netanyahu mun starfa sem forsætisráðherra til bráðabrigða fram að kosningum. Búist er við harðvítugri kosningabaráttu og þótti ræða Netanyahus á þinginu í gær bera vott um það. Reuter Attburarnir í öndunarvél Sjö áttburanna, sem fæddust á sunnudaginn í Texas 10 vikum fyrir tímann, eru í öndunarvél og berjast fyrir lífi sínu. Einn áttbur- anna þjófstartaði og kom í heim- inn 8. desember síðastliðinn. Fæð- ingin var stöðvuð og hinir sjö vom teknir með keisaraskurði tveimur vikum seinna. Móðirin, sem er 27 ára, hafði gengist undir frjósemisaðgerð. Hjálparstarfs- menn til íraks Um 100 hjálparstarfsmenn Sam- einuðu þjóðanna lögðu af stað í morgun landleiðina frá Jórdaníu til íraks. Hjálparstarfsmennirnir höfðu farið frá Bagdad síðastlið- inn föstudag vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta á írak. Hjálparstarfsmenn hafa haft eftirlit með dreifingu matvæla og lyfia. Óliklegt er talið að vopnaeft- irlitsmönnum verði hleypt inn í írak verði ekki gerðar breytingar á liði þeirra. Viðurkenna morð Samtök múslíma, sem em ósátt við endurbótastefnu Khatamis íransforseta, hafa lýst yfir ábyrgð á morðum á rithöfundum og stjómarandstæðingum í íran að undanfórnu. Misbeiting valds Ríkisendurskoðun Rússlands sakaði í skýrslu í gær Borís Jeltsin forseta og stjórnir hans um misbeitingu valds á árunum 1995-1997. í skýrslunni eru orkufyrirtæki sökuð um að hafa lagt fé í kosningasjóð Jeltsíns gegn því að fá skattaívilnanir. Fallið frá morðákæru Fallið hefur verið frá ákæru á hendur aðstoöarstúlku á Pleje- boheimilinu fyrir aldraða í Kaup- mannahöfn vegna meintra morða á 22 vistmönnum. Læknir stofn- unarinnar er hins vegar gagn- rýndur fyrir að gefa vistmönnum sterk lyf. Andófsmenn dæmdir Þrír andófsmenn i Kína hafa verið dæmdir í 11, 12 og 13 ára fangelsi fyrir að hafa reynt að skipuleggja lýðræðislegan stjóm- arandstöðuflokk. Stal af sjúklingum Breska hjúkmnarkonan sem var dæmd meösek um morð á samstarfskonu í Sádi-Arabíu en náðuð hefur nú verið dæmd í Skotlandi fyrir að hafa stolið fé frá sjúklingum og falsað meðmæli er hún sótti um starf áöur en hún fór til Sádi-Arabíu. í kínverskri lofthelgi Loftbelgsfararnir Richard Branson, Steve Fossett og Per Lindstrand flugu inn í kínverska lofthelgi síðastliðna nótt. Ekki er vitað hvemig kínversk yfirvöld bregðast við en þau höfðu neitað loftbelgsforanum um leyfi til að fljúga yfir Kína. Vindar blésu hins vegar þannig að annað hefði verið ómögulegt. Mandelson í vandræðum Peter Mandelsen, viðskiptaráð- herra Bretlands, neyddist í gær til að staðfesta að hafa fengiö lán ár- ið 1996 hjá milljónamæringnum Geoffrey Robinson til að kaupa hús án þess að gera grein fyrir láninu. Robinson er nú aðstoðar- ráðherra í fjármálaráðuneytinu. Þessi myndarlegi göltur, sem vegur 312 kíló, er meöal vinninga í vinsælu happdrætti í San Sebastian ó Spáni fyrir jólin. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.