Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 11 r>v_________________________________________________Fréttir Mosfellsbær: Ríkið þar sem lyfja- búð var forðum - ÁTVR vill semja við lyfsalann um leigu á húsnæði fyrir vínbúð ríkisins Ert þú aflögufær?* Gíróseðtar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkaó fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Vínbúð Mosfellinga mun að öll- um líkindum verða til húsa þar sem bæjarbúar og nærsveitamenn sóttu lyfin sín áður. Mosfellsapó- tek var til húsa í Þverholti 3 þar til fyrir réttu ári síðan að hún fluttist yfir götuna í nýtt verslunarhús og varð deild í Hagkaupi. Eins og blaðið hefur greint frá hafa stjóm- endur ÁTVR fallið frá einkavæð- Ný skattalög eftir áramót: Skattfrjáls líf- eyrissparnaður Breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, sem lúta að skattfríðind- um af fé sem varið er til lífeyris- sparnaðar, taka gildi um áramótin. Þá verður heimilt að draga frá skattskyldum tekjum allt að 2% af launatekjum umfram þau 10% sem áður mátti taka frá til lífeyrissöfn- unar og verja fénu til sérstaks líf- eyrisspamaðar, t.d. í séreignarsjóði. Jafnframt verður launagreiðanda heimilt frá og með áramótum að draga allt að 0,2% frá gjaldstofni tryggingargjalds til viðbótar þeim 2% sem skylt er að greiða. Við þetta lækkar gjaldstofn tryggingargjalds- ins en talið er að þjóðhagslegur ávinningur aukins spamaðar vegi upp á móti því. Að sögn Hrafns Magnússonar, formanns Sambands almennra líf- eyrissjóða og stjómarmanns í hin- um nýju samtökum lífeyrissjóða, hefur fjármálaráðherra óskað eftir samstarfi við þá sem taka munu við þessum sérstaka frjálsa lífeyris- sparnaði um að kynna hið nýja fyr- irkomulag fyrir almenningi. Verið sé að undirbúa þetta kynningarátak og þess vænst að það hefjist upp úr áramótum. Hrafn kvaðst reikna með nokkurri samkeppni um það sparifé sem með þessum lagabreyt- ingum kemst í umferð því að auk lífeyrissjóðanna geta nú líftrygg- ingafélög, verðbréfafyrirtæki, bank- ar og sparisjóðir annast frjálsan líf- eyrisspamað. -SÁ Sigríður, Björk, Eygló og Ingveldur Arina léku á blokkflautur. DV-mynd Njörður Ljúfir jólatónar í Mýrdal DV.Vík: Jólatónleikar Tónskóla Mýrdæl- inga vom haldnir í Leikskálum í Vík 15. desember. Þar léku nemend- ur skólans jólalög fyrir áheyrendur sem vom hinir ánægðustu. Nokkrir nemenda léku einleik og einnig saman. í lokin lék svo Lúðrasveit' Tónskólanns undir stjóm Zoltáns Szklenár. í haust hafa 64 nemendur stundað nám við Tónskólann. Skóla- stjóri Tónskóla Mýrdælinga er Krystina Szklenár. -NH Lífeyrissjóðir í ein samtök Á fóstudag voru stofnuð hags- munasamtök lífeyrissjóðanna. Samtökin taka til starfa á nýju ári. Samtímis verða Samband al- mennra lífeyrissjóða og Landssam- band lífeyrissjóða lögð niður. Nýju samtökin ná til allra lífeyrissjóða í landinu. Að sögn Hrafns Magnús- sonar, formanns Sambands al- mennra lífeyrissjóða, var þátttaka í stofnun nýju samtakanna tæp- lega 97% ef miðað er við heildar- eign sjóðanna. Hrafn segir að stofnun hinna nýju samtaka sé merkilegur áfangi. Nýju samtökin munu gæta. hagsmuna almennra sjóðfélaga og verða opinber talsmaður sjóðanna út á við, ekki síst gagnvart stjóm- völdum. Samtökin munu hins veg- ar ekki hafa afskipti af rekstri sjóðanna hvers um sig að öðru leyti en því að hvetja til sjálfstæð- is þeirra og áframhaldandi sjálf- stæðrar fjárfestingarstefnu. Á stofnfundinum var kjörin átta manna stjórn sem mun skipta með sér verkum. -SÁ ingarstefnu sinni og ætla að reka sjálfir vínbúðir, svo fremi að á þjónustusvæðinu séu fleiri en 3.500 manns. Mosfellsbær mun því eignast sitt Riki. Stjórn ÁTVR hefur ákveðið að ganga til samninga við Ingolf Jóns Petersen, apótekara hjá Hagkaupi, en fyrirtæki hans, Mosfellsapótek ehf., er eigandi húsnæðisins í Þverholti. Húsnæðið, 270 fermetr- ar, hefur staðið autt í ár. Tvívegis var auglýst vegna áfengisútsölunnar. Síðastliðið sumar var óskað eftir tilboðum í rekstur vínbúðar í anda frjálsra viðskiptahátta hjá ríkisfyrirtæk- inu. Þrír sóttu um, Mosfellsapótek, Álftárós, eigandi verslunarmið- stöðvarinnar, og Kaupás hf., rekstraraðili 11-11, sem var lægst- bjóðandi. Ríkiskaup fundu fyrir- tækinu allt til foráttu, meðal ann- ars að tilboð þess væri grunsam- lega lágt! Illa gekk að finna lausn en 2. nóvember urðu söguleg sinnaskipti í stjórn ÁTVR sem hvarf aftur til fyrri hátta, reksturs Ríkisbúða. í kjölfarið var auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir vínbúð. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að viðræður hefiist senn við Ingolf lyfsala. Hann sagði að ekki væri hægt að greina frá því hvemig tilboðið hljóðaði en húsnæði sem bauðst, hjá sömu umsækjendum og á síðasta sumri, hafi verið í afar mismunandi ástandi fyrir rekstur vínbúðar. Samanburður á fermetraverði yrði því mjög villandi. Ingolf Petersen vildi heldur ekki greina frá tölum um leigu á húsnæðinu. -JBP Sokkabuxur g o i b o n J Hjálparstarf kirkjunnar beinir Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Ert þú aflögufær? • tit bágstaddra íslendinga • tit fólks sem býr við örbirgð í þriðja heiminum • á átaka- og hamfarasvæði um atlan heim Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.