Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 18
BLACK CYAN MAGENTA 18 -t ÓKOMNIR DAGAR. ÞRIÐJUDAGUR 22 i t i : i ► í ! l í Guðni Bergsson og Elín Konráðsddttir halda jólin á Englandi: Nágrannarnir alltaf jafnhissa á flugefdasýningunni England hefur verið heimili þeirra Guðna Bergssonar knattspymumanns og Elínar Konráðsdóttur síðustu níu árin. Allan þann tíma hafa þau ver- ið bundin í báða skó yfir jólin vegna knattspyrnuleikja á annan í jólum. „Þetta er komið upp í vana hjá okkur og við höldum alltaf íslensk jól eins og framast er kostur. Við borðum til dæmis klukkan sex á að- fangadag og hlustum á íslenska út- varpsmessu að heiman. Síðan tök- um við upp gjafimar og njótum kvöldsins eins og lög gera ráð fyrir. Bretar hafa allt annan hátt á og að- fangadagskvöldið er mikið veislu- kvöld og partí á hverju horni. Ég hef aldrei getað hugsað mér að taka upp þann sið og flnnst reyndar hálf- skrýtið að drekka sig fullan á þessu kvöldi," segir Elín um jólahald þeirra hjóna. íslensk jól á erlendri grundu kosta nokkra fyrirhöfn og segir Elín það koma í hlut ættingjanna að senda þeim nauðsynleg aðfong eins og hangikjöt, malt og appelsín, og Nóa-konfektið. „Þetta eru hlutir sem erfitt er að vera án á jólunum. Það hefur aldrei verið vinsælt hjá fjölskyldunni heima að drösla malt- inu og appelsíninu á pósthúsið enda frekar þungt og fyrirferðarmikið." Einn enskan sið hafa Guðni og Elín þó tekið upp en það er að snæða kalkún á jólunum. Hjá þeim er hann á borðum á aðfangadags- kvöld en hangikjötið geymt tíl jóla- dags. „Ég elda kalkúninn allt öðra vísi en fólk hér. Englendingar kunna til dæmis lítt að búa til góða rjómasósu. Hangikjötið ber ég hins vegar fram eins og gert er heima. Guðni gerir alltaf undantekningu á jóladag og fær sér að borða með okkur. Þessi matur er hins vegar dálítið þungur daginn fyrir leik en hann lætur það ekki á sig fá.“ Að lokum er Elín innt eftir hefð- inni á gamlárskvöld. „Við emm frekar óhefðbundin í þeim efnum en erum oftast heima við. Guðni bregst þó aldrei skyldu sinni sem sannur íslendingur. Hann kaupir mikið af flugeldum og nágrannamir verða alltaf jafnhissa á ljósadýrðinni úr garðinum okkar. Þeir koma meira að segja út á götu til þess að horfa á Guðna verða barn á ný,“ segir Elín Konráðsdóttir. -aþ Guðni og Elín ásamt syninum Bergi en þau eiga einnig níu mánaða dóttur, Páldísi Björk. Þau ætla að halda jólin hátíðleg á heimiii sínu á Englandi. DV-mynd BG Jólasiðirnir Þótt margir íslend- | | 3 1*3 IH fif |*| H II ugar búi í útlöndum ® B " %Muu^^u u H ■ mM ■ ■ ■ er ekki þar með sagt að þeir láti góða íslenska jólasiði lönd og leið. Tilveran sló á þráðinn og kannaði hvaða íslensku jólasiðir eru hafðir í heiðri á þremur íslenskum heimilum. Jakob Frímann og Bryndís sem er 11 ára. „íslendingar halda gjarnan i gömlu íslensku jólasiðina hvar sem þeir eru staddir í heiminum." Jólasiðirnir einhvers virði Hjónin og tónlistarmennirnir Jakob Frímann Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir hafa haft islenska jólasiði í heiðri en þau hafa verið fjarri heimahögunum á jólunum frá því þau fluttu til Englands fyrir sjö ámm. I ár munu þau hins vegar halda jólin hátíðleg á íslandi vegna verkefna þeirra hér á landi. „Hversu gamaldags og jafnvel óþarfir sem þessir jólasiðir kunna að vera þá finnst mér þeir samt einhvers virði,“ segir Jakob. „íslendingar halda gjaman í gömlu íslensku jólasiðina hvar sem þeir em staddir í heiminum." Þrátt fyrir að hafa verið undan- farin ár i heimsborginni London um jólin segir Jakob hátíðleika og til- stand í kringum jólahaldið þar al- mennt minna en á íslandi. „Við höf- um haft þann háttinn á að koma svo til íslands á milli jóla og áramóta en þá dveljum við gjarnan með vinum okkar á Hótel Borg.“ Á matarborði fiölskyldunnar í London er að öllu jööiu grænmetis- eða fiskréttir. Þau breyta til á að- fangadagskvöld en þá em rjúpur á borðum sem þau fá sendar að heiman. „Þær era jafiian listilega útfærðar með frönskum áhrifum. í rauninni em þær sambland af hefðbundinni framreiðslu og nýtískulegum spuna.“ Fjölskyldan hlustar á íslenska messu á aðfangadagskvöld sem þau fá á snældu. Á annan í jólum fara þau í is- lenska messu og þar syngur kór sem Jakob segir jafnast á við bestu kirkjukóra íslendinga. Englaraddir sem syngja Heims um ból og f Betle-hem ætti að geta fært íslendingunum i London ekta islenska jólastemningu. -SJ Með heimþrárkast úti á svölum Kristinn R. með kunnuglegan karl fyrir aftan sig. íslending- urinn í Madríd fer út á svalir á aðfangadagskvöld til að hlusta á messuna í Dómkirkjunni í beinni. DV-mynd GVA Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisút- varpsins í Madríd, hefur búið á Spáni í tæp 25 ár. Hann er jafnframt þýðandi og rithöfundur auk þess sem hann starfar stund- um sem fararstjóri. Hann býr í Madríd ásamt eiginkonu sinni, Sol Alvarez, og 15 ára dóttur sem heitir Alda. Kristinn fær sjaldan heim- þrá en segist þó fá eitt heim- þrárkast á ári. Það gerist á aðfangadagskvöld. „Þá fer ég með útvarpstækið út á svalir og reyni að hlusta á messuna í Dómkirkjunni í beinni út- sendingu. Hún heyrist oft voðalega illa en það er indælt að heyra Heims um ból og klukknahljóminn í Dómkirkj- unni.“ Kristinn segir að sér fínnist aldrei aegilega jólalegt á Spáni. „Ég býst við að það vanti hátíðleikann." íslend- ingurinn í Madríd hefur inn- leitt þann íslenska sið á sínu heimili að skiptast á gjöfum á aðfangadagskvöld og er það eini íslenski jólasiðurinn sem hann heldur á lofti. Spánverj- ar gefa hins vegar hver öðr- um gjafir 6. janúar. Þótt borð- aður sé jólamatur á aðfangadags- kvöld - sem heitir Noche buena eða kvöldið góða - klæðir fiölskyldan sig ekki upp á. „Maður er kannski ekki í skítagallanum en ég fer ekki í kjól og hvitt. Ég er svoddan leppalúði. Mér er til dæmis illa við að ganga með bindi.“ Aðfangadagskvöld hefst ekki á vissum tíma á Spáni eins og hér. Spánverjar eru vanir að borða kvöldmatinn seint og jólamáltíðin hefst um kl. 21.30-22.00. Sömu sögu er að segja um matinn á gamlárskvöld. Kristinn segist ekki sakna þess að sjá flugeldum skotið á loft. „Ég sakna þess ekkert að sjá ekki flugelda en ég sem mig að siðum lands- manna.“ Ólíklegt er að það verði hvít jól í Ma- dríd. „Hann reytir stundum úr sér snjóflyksum," segir þó þýðandinn og rithöfundurinn. Snjóinn tekur oftast strax upp. Það get- ur þó verið kaldara á morgnana í Ma- dríd en í Reykjavík. Kuldaboli ætti að geta minnt íslend- inginn á æskujólin heima á íslandi. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.