Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Unnið 19 „Þetta var öðruvísi en ég hafði vanist og skemmdi náttúrlega jólin en það var gaman að prófa þetta,“ segir Hafdís Albertsdóttir lögreglunemi. DV-mynd E. Ól. Það eru ekki allir sem eiga þess kost að dvelja ífaðmi fjölskyldu yfir jólin. Víða í fyrirtækjum er nauðsynlegt að halda úti vöktum allan sólarhringinn. Tilveran hitti að máli þrjár konur sem eru á vakt á jólunum. yfirjólin Laganna verðir alltaf á vakt: Gaman að prófa þetta afdís Albertsdóttir lögreglu- nemi var á vakt á aðfanga- dagskvöld i fyrra. Hún bjó þá í foreldrahúsum og þetta var í fyrsta skipti sem hún gat ekki verið í faðmi fjölskyldunnar allt kvöldið sem flest- um finnst hátíðlegasta kvöld ársins. „Vaktin hófst klukkan átta um kvöld- ið þannig að ég þurfti að drifa mig í að borða og opna pakkana. Þetta var öðruvísi en ég hafði vanist og skemmdi náttúrlega jólin en það var gaman að prófa þetta. Ég saknaði þess þó að vera ekki heima allt kvöld- ið.“ Það var rólegt á vaktinni sem lauk klukkan sex á jóladagsmorgun. Fjöl- skyldufólk fékk frí á aðfangadags- kvöld og það voru því einstæðir lög- reglumenn sem komu saman niðri á stöð. Þeir horfðu á sjónvarpið, fóru eftirlitsferðir og borðuðu jólasmákök- ur og brauðtertu á miðnætti. Á stöð- inni logaði á nokkrum kertum. Starfsmenn sjúkrahúsa og sjúklingar í jólaskapi: Jólin eru þarna líka Anna Ingigerður Amarsdóttir hefur starfað sem hjúknmar- fræðingur í iúm fimm ár. Hún hefur einu sinni unnið á aðfangadags- kvöld en það var í hittifyrra. Hjúkrun- arfræðingamir setjast niður í desem- ber og ákveða sín á milli hvaða vakt þeir vilja taka. Sumir kjósa að vinna á jólunum en aðrir á gamlárskvöld. „Ég er meiri jólamanneskja og vil frekar vera heima á jólunum." í ár verður Anna heima um jólin en hún vinnur hins vegar á gamlárskvöld. „Þegar ég vann á aðfangadagskvöld í hittifyrra mætti ég kl. 19.30 þar sem við vorum tvær sem skiptum með okkur vakt. Ég gat þess vegna borðað kvöldmatinn. Það var leiðinlegt að yf- irgefa alla þótt ég sé ekki með böm. Ég naut þess heldur ekki að borða því ég þurfti að gleypa matinn í mig. Ég held að ef é g eft- Konurnar hjá 118 fagna jólunum í vinnunni: Mætum alltaf í sparifötunum Hafdís var líka á vakt annan i jól- um og á nýársnótt. Þá nótt var meira að gera en á jólanótt. Hafdís verður heima yfir hátiðimar að þessu sinni. Það sama er ekki hægt að segja um kærasta hennar sem er líka vörður laganna. Amor skaut á þessu ári nokkrum örvum innan veggja lög- reglustöðvarinnar. -SJ hátíðarskapi - bæði starfsfólk og sjúk- lingar. „Maður var náttúrlega með öðra starfsfólki sem var í sömu að- stöðu og það reyndu allir að gera gott úr þessu. Þetta getur náttúrlega verið erfitt ef deildin er þung og mikið að gera en þá verður ekki eins hátíð- legt.“ Um jólin er deildin skreytt og starfsfólk finna en venjulega. „Starfsfólk og sjúklingar fá jólamat og svo er boðið upp á eitthvað gott með kaffinu. Þótt sjúklingamir séu mjög veikir þá era þeir yfir- leitt í hátíðarskapi. Það er meiri ró yfir öllu. Það er þessi jóla- andi sem svífúr yfir og allir reyna að njóta þess að það era jól. Jólin era þarna líka.“ -SJ átíðisdagar era líka vinnudagar hjá starfsstúlkunum hjá 118. Þegar Tilver- an leit inn i höfuðstöðvunum í Ár- múla á dögunum var orðið jólalegt um að lit- ast og búið að koma fallegu jólatrénu fyrir í miðjum salnum. Þær Soffia Sveinsdóttir varð- stjóri og Kristbjörg Jóhannsdóttir byrjuðu að vinna hjá Símanum árið 1958 og hafa því margoft unnið yfir jólin. „Við erum orðnar ustu stundu með þetta og við reynum að aðstoða eftir megni,“ segir Kristbjörg. Að- fangadagskvöld og jóladagur era hins vegar róleg- asti tími ársins og fáir sem þurfa á hjálp 118 að halda. Spurt um pitsurog leigubfla Sofffa og Kristbjörg taka gjarna með sér smákökur og annað góðgæti að heiman þegar þær vinna yfir jólin. DV-mynd E.ÓI. vanar að eyða jólunum í vinnunni og mætum til dæmis alltaf í sparifótunum og kveikjum á mörgum kertum tU gera huggulegt í kringum okkur. Síðan brögðum við á smákökum að heiman og öðru góðgæti," segir Soffia. Aðfangadagur er að sögn þeirra Soffiu og Kristbjargar erilsamur og talsvert um erfiðar fyrirspumir. „Fólk er oft að leita að eigend- um efnalauga eða verslana. Margir era á síð- Gamlárs- kvöld er að mörgu leyti svipað og að- fangadagskvöld. Aftur mæta þær prúðbúnar, fá gott að borða og reyna að njóta kvöldsins þrátt fyrir að þær séu í vinnu. Eins og þjóðin öll segjast þær fylgjast með Skaupinu enda afar fátítt að fólk noti símann á meðan. En þetta er að- eins lognið á undan storminum. „Það verður sprenging á miðnætti og síminn stoppar ekki hérna fyrr en á nýársmorgni. í fyrstu era margir að leita að númerum hjá vintun og ættingj- um. Um þrjúleytið virðist hungrið fara að hrjá marga og þá er mikið spurt um pitsastaði og þegar komið er fram undir morgun era það leigubílamir sem mest er spurt um. Þetta er mynstur sem við eram famar að þekkja vel. Það er hins vegar alltaf gaman að vinna á nýársnótt þvi að við- skiptavinimir era undantekningarlaust í mjög góðu skapi," segir Soffia Sveinsdóttir. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.