Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
15
Einingartákn
þjóðarinnar
„Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. - Fráleitt að hann hafi farið
út fyrir verksvið sitt með því að sporna við þvf að umræðan falli í of
þröngan flokkspólitískan farveg, segir greinarhöfundur m.a.
Upp á síðkastið hefur
Mbl. haldið uppi um-
ræðu um embætti for-
seta íslands og fram-
kvæmd núverandi for-
seta á því (sjá Mbl.
26.11., 28. 11. og 13. 12.).
Að mati þeirra Morgun-
blaðsmanna hefur herra
Ólafur Ragnar Gríms-
son um of tjáð sig um
þau álitamál sem deilur
hafa staðið um á síðustu
mánuðum. Hafa þeir
skilgreint hlutverk for-
seta mjög þröngt og ein-
skorðað embættið við
að vera einingartákn
þjóðarinnar og að því er
virðist einhvers konar
markaðsfulltrúi fyrir ís-
lenskt atvinnu- og viðskiptalíf.
Gildismat og réttindi gagn-
vart stjórnvöldum
Áhorfsmál er hvort hér gætir
ekki þeirrar tilhneigingar að gera
of mörg stórmál að pólitískum og
jafhvel flokkspólitískum átakamál-
um sem engir megi tjá sig um á op-
inberum vettvangi nema atvinnu-
menn í stjórnmálum. Mergurinn
málsins er að þau mál sem helst
hafa verið til umræðu í íslensku
samfélagi síðustu misserin eru
þess eðlis að mjög orkar tvímælis
að láta stjómmálamönnum eftir úr-
lausn þeirra án ytra aðhalds.
Dæmi um slíkt eru
gagnagrunnsmálið
og hálendisumræð-
an. Bæði snúast um
gildismat og réttindi
almennings gagn-
vart stjórnvöldum.
Þau eru því fremur
siðferðislegs eðlis
en stjórnmálalegs.
Nú orðið má líka
segja að umræðan
um stjórnun fisk-
veiða stefni hrað-
byri i sömu átt. Það
er fráleitt að forseti
lýðveldisins hafi
farið út fyrir verk-
svið sitt með því að
sporna við því að
umræða um málefni
af þessu tagi falli í of þröngan
flokkspólitískan farveg.
Tilefni þessara þanka voru þó
ekki áhyggjur þeirra Moggamanna
af hlutverki forsetans heldur
halakleppur í lok leiðara blaðsins
26. 11. Þar segir að forsetinn gegni
veigamiklu hlut-
verki sem sam-
einingartákn og
að biskupinn yfir
íslandi geri það
einnig að nokkru
leyti. Er það
nokkuð umhugs-
imarefni að hlut-
verk biskups
skuli að ástæðu-
lausu dregið inn í
karp um forseta-
embættið.
í raun er það gleðiefni ef almenn-
ingur samsamar sig þeim boðskap
sem biskup flytur út frá forsendum
kirkju og trúar einum saman. Þá
þjónar biskupinn sem raunverulegt
sameiningartákn.
Merki tilvitnuð orð leiðarans
aftur á móti að biskupi lcmdsins
beri að haga orðum sínum eða
rækja embætti sitt á þann hátt að
hann sé samnefnari þjóðarinnar
eða málpípa meirihluta hennar er
Morgunblaðið að opinbera vænt-
ingar sem enginn biskup má
nokkru sinni láta móta embættis-
rekstur sinn. Þá breytir litlu þótt
veraldlegir valdhafar hail beint
líkum kröfum að biskupum allt frá
dögum Konstantinusar mikla á 4.
öld. Að guðfræðilegum skilningi
ber biskupum aðeins að vera ein-
ingartákn þeirrar kirkju sem þeir
þjóna með því að standa vörð um
kenningu hennar og trúariðkun.
Ætli þeir að byggja upp víðtækari
sameiningu á veraldlegum eða
borgaralegum gnmni eru þeir á
hálum brautum.
Óvenju sameinuð þjóð
í raun er það svo að við íslend-
ingar erum óvenju sameinuð þjóð.
Tunga okkar, menning og sameigin-
leg saga í 1100 ár eru nægileg trygg-
ing fyrir einingu okkar. Við erum
því í brýnni þörf fyrir ýmislegt ann-
að en sameiningartákn til að draga
fram við hátíðleg tækifæri. Til dæm-
is skortir mikið á að meðal okkar
ríki það félagslega réttlæti og sá
efhahagslegi jöfnuður sem æskilegt
væri. Það stendur raunar mun nær
kirkjulegu hlutverki biskups að
standa vörð mn slík gildi en þjóð-
lega eða menningarlega einingu sem
er engin hætta búin meðal okkar.
Hjalti Hugason
Kjallarinn
Hjalti Hugason
prófessor
„Mergurinn málsíns er að þau
mál sem helst hafa verið til um-
ræðu í íslensku samfélagi síð-
ustu misserin eru þess eðlis að
mjög orkar tvímælis að láta
stjórnmálamönnum eftir úrlausn
þeirra án ytra aðhalds
Urður, Verðandi og
erlendar skuldir
Frá þjóðveldisöld gerðist ekkert
sérstakt á íslandi þangað til hillti
undir heimastjóm. Þjóðin tórði á
sauðakjöti og útróðri á meðan al-
þýða manna svalt hungurdauða og
embættismenn sváfu áfengis-
dauða. Einhvem veginn datt ekki
nokknun einasta manni í hug að
gera neitt sérstakt í einar sex ald-
ir nema að Jörundur hundadaga-
konungur fór hringferð um landið
og steig dans í Klúbbnum í Reykja-
vík. Síðar flaug stundin hratt og
íslendingar em hættir að selja
rauðhærð börn i hákarlaskip og
hvíta hauka úr landi og hafa snú-
ið sér að álbræðslu og aflakvóta.
í sumar upplýsti Kári Stefáns-
son að þjóðin heföi ámm saman
sótt vatnið yfir lækinn í atvinnu-
málum og auðlindir þjóðarinnar
lægju því hvorki í stóriðju eða
Smugunni. Þjóðarauðurinn hefur
öldum saman legið og rykfallið.
Bókvitið í meðalaglös
Ekki eru það ný sannindi að önn-
ur verðmæti en skóbætur leynist í
íslendingasögum
og menn hafa
glímt við það
lengi að láta bók-
vitið í askana en
ekki dreymt fyrr
um meöalaglös i
því sambandi.
Frá landnámi
hafa menn grúsk-
að í ættmn og
slekti og punktað
hjá sér nótur um
náungann. Að
vísu varð helm-
ingur þjóðarinnar jafnan munaðar-
laus í vondu ári og hinn helmingur-
inn rangt feðraður þegar betur
áraði. Nokkur slagsíða er því á
manntalinu en kemur vonandi ekki
að sök því íslendingar eru hvort sem
er allir frændsystkin í fimmta hð.
Landlæg forvitnin er nú að bera
„Að láta gjald fyrir gagnagrunna
renna óskert I ríkissjóð er óðs
manns æði og ávísun á stærri
gjafakvóta, hærri niðurgreiðslur,
aukið fískeldi og meiri minkarækt
ásamt þeirri fjölskyldu allri sam-
an. í ríkissjóði kveikir gjaldið
fíeiri elda en það slekkur.“
ávöxt og punktamir
sem hnýsnir menn
settu á bókfeh á sínum
tíma heita ekki lengur
annálar eða kirkju-
bækur heldur gagna-
grunnar. í dag þykir
fint að vera kominn af
forvitnum.
Rauður loginn
brann
Viðbúið er að erfða-
greiningar og gagna-
gnnrnar geti gefið is-
lensku þjóðfélagi
hundruð milljarða
króna í aðra hönd ef
rétt er á spilum haldið.
Þá vaknar spumingin:
Hvemig á að skipta
þessmn auðæfum?
Að láta gjald fyrir gagnagrunna
renna óskert í ríkissjóð er óðs
manns æði og ávísun á stærri
gjafakvóta, hærri niðurgreiðslur,
aukið fiskeldi og meiri minkarækt
ásamt þeirri fjölskyldu allri sam-
an. í ríkissjóði kveikir gjaldið
fleiri elda en það slekkur. Þar
rauður loginn brann. - Aðeins ein
leið er fær og hún bæði léttir byrð-
ar jafiit af öhum landsmönnum og
Kjallarinn
forðar næstu kyn-
slóðum frá þungum
skuldaklafa.
Borgum erlend-
ar skuldir
Sanngjamt afnota-
gjald fyrir afiar
mögulegar upplýs-
ingar og önnur gögn
og gæði sem þarf til
að ná viðunandi ár-
angri er því hæfilega
áætlað 120 miUjarð-
ar króna. Gjaldið er
sama upphæð og ís-
lenska ríkið skuldar
í öðrum löndum og
er leigugjald i um-
saminn tima en ekki
til eilífðamóns. Þeir
sem hreppa hnossiö
fyrir þennan pening geta ýmist
setið einir að upplýsingunum eða
skipt þeim á miUi þeirra sem vUja
hafa. Ekki má gleyma frumkvöðl-
inum Kára Stefánssyni og sjálfsagt
að hann fái 5 prósent af upphæð-
inni í sinn hlut. - Að láta gjaldið
renna í ríkissjóð yrði skammgóð-
ur vermir fyrir fáa og ævUöng
byrði fyrir hina.
Ásgeir Hannes Eiríksson
Asgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaður
Með og
á móti
A ungt fólk samleið með
framboði A-flokkanna?
Ungt fólk
gefur tóninn
„Já, alveg hik-
laust. Aðalástæð-
an fyrir lágu
fylgi í síðustu
skoðanakönnun
er sú að enn ligg-
ur ekki endan-
lega fyrir hvem-
ig hið sameigin-
lega framboð
muni líta út,
Björgvin G Sigurös-
son, Grósku og Al-
þýöubandalaginu.
Sigmundur Sigur-
geirsson, formaöur
utanríkismála-
ncfndar SUS.
bæði hvað varðar fóUc og stefnu.
Þetta er í fyrsta sinn sem félags-
hyggjukanturinn býður sameinaður
fram og því trúlega óskýr kostur í
hugum ungs fólks sem er að byrja að
hugsa um stjórnmál. Auk þess bíður
það eflaust eftir því að sjá hvert vægi
ungs fólks verður á framboðslistum
samfylkingarinnar. í því ljósi má
benda á þann tón sem Austurland
gaf, en þar er ung kona í þriðja sæti
listans. Þegar stefha og framboðslist-
ar liggja fyrir mun þessi staða ömgg-
lega breytast enda margt ungt fólk
sem hyggur á framboð i vor og mál-
efni sem snerta ungt fólk í öndvegi
hjá framboðinu, svo sem menntamál
og umhverfismál. Þegar litiö er til
gengis félagshyggjufólks í Háskólan-
um er staöan allt önnur. Þar hefur
Röskva verið í meirihluta i tæpan
árátug og sannkölluð vinstribylgja
rikt á meðal nemenda. Sú bylgja
mun skila sér til sameiginlega fram-
boðsins þegar línur skýrast og nær
dregur kosningum ef kjördæmin
hafa ungt fólk í öndvegi á framboðs-
hstum sínum.“
Hættuleg stefna
„Ekki frekar
en aðrir. Og ungt
fólk á svo sannar-
lega ekki samleið
með þreyttum
þingmönnum
vinstri flokkanna
sem núna eru að
gera
sjálfa sig og
flokksfélögin að
áthlægi. Vilji
ungt fólk taka þátt í samsuðu án mál-
efna og í raun án möguleika, þá er
sjálfsagt best að fylgja fólki eins og
Sighvati Björgvinssyni, sem skráður
verður á spjöld sögunnar sem maður-
inn sem eyðilagði Alþýðuflokkinn,
eða Margréti Frímannsdóttur sem
sagði eftir einhverja skoðanakönnun-
ina að ungt fólk hefði ekki áhuga á
pólitík. Hið sanna er auðvitað að
ungt fólk hefur ekki áhuga á hennar
pólitík. Ungt fólk hefur skilning á þvi
hversu mikilvægt er fyrir það aö
njóta þess stöðugleika og uppbygg-
ingar sem átt hefur sér stað undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fjöl-
breytni og fjölgun atvinnutækifæra
hér á landi hefur einmitt snúið við
þeirri þrðun sem var í upphafi ára-
tugarins þegar ungt og fjölhæft fólk
leitaði til útlanda í von um að finna
örugga og vel launaða vinnu. Undir
lok síðasta áratugar og í byrjun þessa
ríkti hér glundroði og örvænting
hvort sem var til sjávar eða sveita.
Þær stefnur og straumar sem vinstri
flokkamir boðuðu þá voru hættuleg-
ir og í andstöðu við frelsishugsjónir
ungs fólks. Þá má vel vera að leiðtog-
ar vinstri aflanna séu nú hver á fæt-
ur öðrum að reyna að fela gömlu sós-
íalistagrímuna á bak við mærðarorð
um frelsi markaðarins og fijálsa
hugsun en málatilbúnaður þeirra er
eins og úlfur i sauðargæru. Ein vit-
leysan á eftir annarri þar sem helst
er reynt að ala á öfund og réttlætis-
hugtakinu misbeitt í þaula til að
blekkja fólk. Ungt fólk veit eins og
flestir að komist þessi flokksbrot til
valda muni þau vinna hvert á móti
öðru, innan þings sem utan. Kafað
verður eftir gömlum vinstri gildum
svo sem hækkun útgjalda rikisins,
auknum skattaálögum, miðstýringu
og reglugerðarfargani. Þetta vill eng-
inn og allra síst ungt fólk.“