Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 16
16 ienmng ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Eldhuginn Árni Magnúson Heimsþekktir kennarar Þegar Halldór Laxness samdi sitt mikla verk um sautjándu og átjándu öld- ina og íslenskt sjálfstæði valdi hann Áma Magnús- son sem fyrirmynd einnar aðalpersónunnar fulltrúa vísinda og siðmenningar, manninn sem bjargaði ís- landi í handritum þess og keypti ísland fyrir eigið líf. Yfir nafni Árna hefur löngum verið nokkur ljómi í sögxmni en aldrei sem í þessari sögu Nóbels- skáldsins. Sagnfræðingurinn Már Jónsson tekst eðlilega á við þessa mögnuðu mynd í Ævisögu Áma Magnús- sonar. Sú mynd sem hann dregur upp af Árna er önnur, Árni er maðurinn ---------- sem helgar líf sitt fræðunum og fjarri kvennamanninum sem lýst er í íslands- klukkunni. Sá Ámi sem Már lýsir er ekki hinn fullkomni vísindamaður þó að á undan sinni samtíð væri og ekki er yfir honum sama glys og tvífara hans í sögu Laxness. Hér er á ferð sagn- fræðileg ævisaga þar sem megináherslan er að draga fram þann Árna sem varðveittar sam- tímaheimildir lýsa, hvorki hetjusaga né árás á Áma Magnússon sem virðist standa allvel und- ir því áliti sem hann hef- ur löngum notið. Sagn- fræðilegar ævisögur eru enn nokkuð fágæti á ís- landi. Ámasaga Más er vandað verk sem byggir á margra ára rannsókn- um og mun ótvírætt lengi vera grund- vallarævisaga hins mikla fomfræðings. Árni hafði á ævi sinni mörg járn í eldinum, vasaðist í stjómmálum og stóð fyrir skráningu íslensku þjóðar- innar. Við þetta naut hann stuðnings margra, ekki síst Mette konu sinnar sem hér fær nokkra uppreisn æru eftir íslandsklukkuna. Ekki telur Már þó að hann hafi verið i tygjum við Þórdísi í Bræðratungu þó að hann noti söguna af MÁR JÖNSSON Bókmenntir Ármann Jakobsson þeim skandal slns tíma til að varpa nokkru ljósi á skaphita og kappsemi Áma. Aðalhlutverkið í þessari sögu leika aftur á móti þau handrit sem Árni safhaði og helgaði líf sitt. Ævisaga Áma er ekki síst mikilvæg fyrir sögu íslensku hand- ritanna enda eyðir Már miklu púðri í starf Áma með handritin og kannski er mestur fengur í riti hans þess vegna. Einnig dregur hann upp athyglisverða mynd af hlutskipti embættismanns í Kaup- mannahöfn á þessum tíma, þegar at- burðir þar skiptu Islendinga ekki síður máli en það sem gerðist á íslandi. Ævisögur stórmenna eru ekki lengur það sem fræðigreinin sagnfræði snýst um. Rannsóknir Más Jónssonar á Árna Magnússyni sýna hins vegar kosti þess að metnaðargjamir sagnfræðingar láti frá sér vönduð rit af þessu tagi. Már Jónsson: Árni Magnússon. Ævisaga. Mál og menning 1998. Pistilinn skrifaði... Segja má að í greina- safni Guðmundar Andra Thorssonar, Ég vildi að ég kynni að dansa, mætist tvær tegundir ritgerða, lengri esseyjur, oft um bók- menntir og bókmennta- sögu, og stuttir pistlar sem geta verið um hvað sem er, vanafestu afa Guðmundar, íslendinga í útlöndum eða fordóma sömu þjóðar gegn þorskáti. Einfaldur sleggjudómur um þetta safn gæti hljóðað þannig að greinarnar í því væm þeim mun betri sem þær væm styttri. Guð- mundur Andri leggur oft- ast upp með eina skýra hugmynd sem síðan er leidd til lykta í lokin. í lengstu greinunum verður maður að bíða lengur eftir þessum lokahnykk en í þeim styttri og það er sjaldnast jafngaman eða vekj- andi. Guðmundur Andri er nefnilega frá- bær pistlahöfundur, hið knappa form sem ákveðinn fjöldi dálksentímetra í dagblöðum eða mínútur í útvarpi hafa tamið honum er beinskeytt og meitlað. Það kallar á samþjöppun í efni og til- hneigingu til alhæfinga sem oft treysta ■ meira á snjalla framsetn- ingu en langar og ítarleg- ar rökfærslur. Það er nokkuð dæmi- gert fyrir greinar Guð- mundar Andra þegar hann í greininni „Ráð- húsið - hús skáldsins“ byrjar á því að agnúast út í túlkanir húsa og túlkendur yfirleitt en eyðir svo meirihluta greinarinnar í að setja fram aldeilis frábæra túlkim á húsinu sem hann fellir að einni af uppáhaldskenningum sínum inn samviskubit Reykvíkinga yfir að vera ekki sveitamenn. Ólíkindalæti af þessu tagi eru eitt megineinkennið á greinum Guðmundar Andra, hann lætur lesand- ann halda að hann sé bara að fíflast og haldi ekki fram neinni ákveðinni skoöun en kemur svo aftan að honum með óvæntu sjónarhomi eða túlkun. Og Guð- mundur Andri er alltaf að túlka, þótt hann hreyti ónotmn í „hlutverk Túlkandans". Fas íslendinganna í út- löndum verður táknmynd fyrir einstak- lingshyggju landans, hann les í fas og út- lit Marlene Dietrich í pistli sem heitir „Mein Blondes Baby“ og táknmál fótbolt- ans og ást karlmanna á honum í öðram sem nefnist einfaldlega „Fótbolti“. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson En túlkun er Guðmundi ekki bara árátta og ekki innantómur leikur fremur en önnur menningarrýni. Að baki henni býr leit sem mætti kenna við sjálfsmynd- arleit fyrir hópa, spumingin er alltaf hver við erum sem íslendingar, Reykvík- ingar, Akureyringar, karlar, konur, menntamenn á ofanverðri tuttugustu öld, kattaeigendur og svo framvegis og svo framvegis. Samferða þessari leit er gagnrýni á vanafestu, hjarðmennsku og viðteknar skoðanir. Sú gagnrýni er alltaf jafnþörf og er kjaminn í hlutverki pistla- höfundarins sem „ráðgjafa lýðsins": að minna okkur á það sem liggur ekki í aug- um uppi. Guðmundur Andri Thorsson: Ég vildi að ég kynni að dansa. Mál og menning 1998. Dagar mínir eru skip Það hefur orðið þrettán ára bil milli ljóðabóka Hjart- ar Pálssonar. Haust í Heið- mörk kom út 1985 og nú kemur Úr Þegjandadal. Freistandi er að geta sér þess til að bókarheitið vísi til þessarar löngu þagnar. Þó ber þess að geta að Hjörtur hefur síður en svo setið auð- um höndum, hann hefur ver- ið afkastamikill og vand- virkur þýðandi, þýtt til að mynda sögur nóbelsverð- launahöfundarins I.B. Sin- ger og ljóð Danans, Henriks Nordbrandt, Norömannsins Rolfs Jacobsens og Eistlend- ingsins Jaans Kaplinski. Er ekki örgannt um að áhrifa þess síðastnefnda gæti í styttri ljóðum þessarar bókar. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Úr Þegjandadal er i senn eðlilegt fram- hald og kærkomin viðbót á skáldferli Hjartar Pálssonar. Yrkisefnin og efnis- tökin em um margt kunnugleg. Hjörtur hefur ætið verið vandvirkt skáld og á því er engin breyting. Og enn gætir róman- H I O H l U R P A I. S S 0 N ÚR M-GJANDADAj tískrar þjóðemiskennd- ar, dálitið íhaldssamrar, þar sem fyrri tíð og gengnir li&iaðarhættir em lofaðir og tregaðir á kostnað samtímans. Þessi hneigð hefur ein- kennt Ijóð margra norð- lenskra skálda, einkum þeirra sem tengjast á einn eða annan hátt Ak- ureyri. Mig grunar að þar gæti beinna eða óbeinna áhrifa Davíðs Stefánssonar og síðari ljóða hans. Einna skýr- ast birtist þetta viðhorf í alllöngu ljóði, Fardög- um, sem lýsir vistaskiptum - tvenns kon- ar vistaskiptum - og lýkur þannig: fleytti þeim inn í nýja veröld þar sem gamlar vofur eru enn á sveimi i Ijósaskiptunum. Þriöja kynslóóin - pítsubörn tölvuleikjanna - veit ekki hvaó erjjallafála og hefur risaeðlur fyrir gœludýr. Tortryggnin gagnvart samtíðinni kemur einnig fram í nokkram ljóðum um miðbik bókarinnar, til dæmis í Nýjustu fréttum: Hálfkveönar vísur síödegisblaóanna fjúka inn í portin stíga dans kringum sorptunnurnar. En þó skáldinu líki ekki allt í samtíð- inni er hann enginn byltingarmaður eins og hann sér best sjálfur: „ég meinhægð- armaðurinn / með penna í hendi“ . Og ádeilan er ekki sá strengur sem stríðast er sleginn í ljóðum Hjartar. Mest áber- andi era haust - og vetrarstemningar þar sem árstíðaminnin era tengd á hefðbund- inn hátt æviskeiðinu, tregaðir liðnir dag- ar og siglt inn í sólarlagið. Þessu tengjast síðan ýmsar spumingar tilvistarlegs eðl- is, skáldið spyr sig hvers það leiti á leið sinni inn í þögn og myrkur en þó að falli „hver í sinni drangey / frá kulnuðum eldi“ þá opnast aö lokum unaðsdalir, „blárri en allt sem er blátt“. Á þeim vonarorðum lýkur ljóðabók Hjartar Pálssonar. Ljóðabók sem ber þess vitni að enn á skáldið fullt erindi og vonandi þarf ekki að bíöa næstu ljóðabókar þess í þrettán ár. Hjörtur Pálsson: Úr Þegjandadal. löunn 1998. Hjónin Almita og Roland Vamos, prófessorar við Oberlin- háskólann í Ohio, koma til landsins í byrjun janúar og halda námskeið fyrir strengjaleikara. Þetta eru heimsþekktir kennarar og íslend- ingiun að góðu kunnir; hafa þrisvar áður sótt landið heim. Þau halda masterclass 4.-6. janúar í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 10-17 alla dagana. 8. janúar verða þau með námskeið í boði Tónlistarskólans á Akureyri, en 7. janúar koma þau fram á tónleikum í hinu nýja Tónlist- arhúsi Kópavogs. Það er Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari sem stendur fyrir komu hjónanna til landsins. Ljóðasafn Hannesar Péturssonar Skammt er stórra högga á milli hjá bókaútgáfúnni Iöunni. í síðustu viku kom út Ritsafn Þorsteins frá Hamri eins og sagt frá frá hér á síðunni í gær; í þessari viku kemur svo Ljóðasafn Hannesar Péturssonar, ný heildarútgáfa á ljóðum hans. Hannes Pétursson (f. 1931) er eitt helsta skáld íslendinga á þessari öld og hefur verið í farar- broddi skálda sem staðið hafa að endurnýjun ljóðhefðar og ljóðmáls. Hann kom fram sem fullmótað skáld strax með sinni fyrstu bók, Kvæðabók, 1955, og hefur löngum þótt undur að svo ungur maður skyldi yrkja jafn- þroskuð ljóð og þar eru. Meðal Ijóða í þeirri bók sem hafa runniö inn í æðar þjóðarinn- ar er ljóðaflokkurinn Menn sá ek þá... sem I á ljóðinu „Jón Austmann riður frá Reynisstaöabræðrum".' Alls eru ljóðabækur Hannesar orðnar níu og fyrir þá síö- ustu, Eldhyl (1993), hlaut hann íslensku bókmenntaverðlaun- in. Njörðm- P. Njarðvík ritar formála að ljóðasafninu en Hauk- ur Hannesson sá um útgáfuna. Borgin við Sundið Kaupmannahöfn var höfuðborg íslands um margra alda skeið og allmargir landar hafa spreytt sig á að skrifa um hana. Nú hefur Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri bæst í hópinn, en hann bjó i Kaupmannahöfn um árabil og þekkir borgina, sögu hennar og þátt henn- ar í íslandssögunni út og inn. Þetta er handhæg leiðsögubók, sérstaklega snið- in að íslenskum þörfum. Stærsti hluti bókarinnar geymir alla helstu staði borgarinnar í stafrófsröð þar sem lesa má í stuttu máli upplýsingar um þá og sögu þeirra. Lýst er nokkrum gönguleiðum í borgiimi og liggm- ein sérstaklega um íslend- ingaslóðir; fjallaö er um veitingahús og skemmt- anir og sagt frá dagleiðum frá borginni. Loks eru upplýs- ingar fyrir ferðamenn sem lenda í einhverjum vanda. Mál og menning gefur bókina út. Ennþá, eitt andartak Tilvistarvandinn brennur á Ólafi Stefánssyni í annarri ljóðabók hans, Ennþá, eitt andartak. hverfulleiki timans og mannlífsins. Æska og elli tengjast, renna jafnvel saman, eins og í Ijóðinu „Lítil hugsun": Lítil hugsun hefur skotist í hugann, hugsun sem iöar af gleöi og ég hleyp undir stigann ogfel mig enfinn mig aftur, sitjandi í sama stólnum. Litil hendi hefur teygt sig meö eftirvœntingu um sólríkt voriö, en ég dreg aö mér hendina og horfi á hana, ómjúka og þykka. i % Litlir fœtur hafa hlaupiö um gólfiö, sporaó út stofu og eldhús, en égfinn mig aftur, í stofunni minni, sitjandi í sama stólnum. Stór sólin hefur risiö meö morgunroöa og ég horfi upp í himininn, - en augu mín eru enn lítil. Ólafur yrkir um muninn á því sem við látum okkur dreyma um og því sem við raunverulega höfum þörf fyrir - innst inni, segir í ljóðinu „Eign“, „áttu aðeins einfalda þrá“. Fyrir ljóðið „12. febrúar" úr fyrri bók Ólafs var hann til- nefndur sem alþjóðlegt skáld ársins af The National Library of Poetry 1997. Ólafur gefur bók sína út sjálfur. Bubbi á Borginni Aðdáendur Bubba Morthens láta sig ekki vanta á Hótel Borg annað kvöld. Þar verða aö venju Þor- láksmessutónleikar hans og hefjast kl. 22. Með hon- um leika Gunnlaugur Guðmundsson og Gunnlaug- ur Briem. Forsala miða er í Skífubúðunum. Umsjón SiljaAðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.