Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Afmæli_________________ Lárus Zophoníasson Lárus Zophoníasson, bókbindari og fyrrv. amtsbókavörður á Akur- eyri, Hrísalundi 4d, Akureyri, er sjötugur í dag. Starfsferill Lárus fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1944, stundaði nám við Iðnskólann á Ak- ureyri og bókbandsnám í Vélabók- bandinu hf. á Akureyri frá 1944, lauk sveinsprófi 1948 og sótti nám- skeið í bókbandi hjá S.R. Biige í Handíðaskólanum 1951. Lárus var bókbindari í Vélabók- bandinu á Akureyri 1948—63, var bókavörður við Amtsbókasafnið á Akureyri frá 1963, deildarstjóri út- lánsdeildar þar 1968-71, lestrar- salsvörður 1971-73, var settur amts- bókavörður á Akureyri 1970-72 og 1973 og skipaður amtsbókavörður frá 1973-96. Hann starfar nú á eigin verkstæði ásamt konu sinni. Lárus var trúnaðarmaður í Véla- bókbandinu 1955-63, sat í prófnefnd í bókbandsiðn á Akureyri frá 1955 og var formaður hennar frá 1975 og þar til nefndin var lögð niður, hefur verið félagi í Lúðrasveit Akureyrar frá 1948, var formaður sveitarinnar 1981-83, var varaforseti Rotary- klúbbs Akureyrar frá 1987 og forseti klúbbsins 1988-89. Meðal ritverka Lárusar má nefna Um upphaf byggðar á Oddeyri, Súlur 1977; Þættir úr Sögu Amtsbókasafnsins á Ak- ureyri, í Árbók Lands- bókasafns íslands 1977; Glerárþorp, 100 ára byggð, Súlur 1980; Um horna- flokka á Akureyri 1893-1992, Skært lúðrar hljóma, ísafold 1984; Um tónlistarlíf á Akureyri á 19. öld, Heima er best 1992; Þar var yndi hans sem bækurnar voru, um bókasafnarann Davíð Stef- ánsson, Súlur 1995; Amts- bókasafnið, í ritinu Sál aldanna, 1997. Fjölskylda Lárus kvæntist 4.2. 1950 Júlíu Garðarsdóttur, f. 8.1. 1932, bóka- verði. Hún er dóttir Garðars Júlíus- sonar, f. 20.7. 1901, d. 20.2. 1986, sjó- manns og verkamanns í Felli í Gler- árþorpi á Akureyri, og k.h., Sigur- veigar Jónsdóttur, f. 15.9. 1901, d. 19.6. 1989, húsmóður. Synir Lárusar og Júlíu eru Garð- ar, f. 26.7. 1950, líffræðingur og áfangastjóri við VMA á Akureyri; Karl Óli, f. 2.7.1952, deildarstjóri hjá KS á Sauðárkróki, kvæntur Þórdísi Þorkelsdóttur verslunar- manni; Þráinn, f. 15.4. 1962, matreiðslumaður í Noregi en kona hans er Þyrí Bára Birgisdóttir háskólanemi. Hálfbróðir Lárusar, sam- feðra, er Davíð, f. 25.2. 1934, rafvirki í Hafnar- flrði. Foreldrar Lárusar voru Zophonías Árnason, f. 8.8. 1897, d. 16.9. 1978, yf- irtollvörður á Akureyri, og Sigrún Jónsdóttir, f. 5.12. 1902, d. 5.4. 1988, húsmóðir sem síðar gift- ist Elíasi Tómassyni frá Hrauni, bankagjaldkera á Akureyri. Ætt Zophonías er sonur Árna, b. á Skáldalæk I Svarfaðardal, Friðriks- sonar, b. í Brekkukoti, Jónssonar. Móðir Árna var Guðrún Björnsdótt- ir, b. á Jarðbrú, Pálssonar. Móðir Björns var Arnþrúður Arngríms- dóttir, b. í Ytra-Garðshorni, Sig- urðssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Guðrúnar, ömmu Páls búnaðarmálastjóra og Péturs ættfræðings Zophoníassonar og Tryggva Sveinbjörnssonar skálds. Margrét var dóttir Björns, b. í Ytra- Garðshorni, Arngrímssonar, bróður Arnþrúðar. Móðir Zophoníasar var Ingigerður Zophoníasdóttir, skip- stjóra á Bakka, Jónssonar og k.h.„ Soffiu Björnsdóttur, b. á Grund, Björnssonar, bróður Margrétar á Jarðbrú. Sigrún er dóttir Jóns, b. á Bólum í Borgarfirði eystra, Jónssonar, b. í Brúnavík, Sveinssonar, b. á Set- bergi, Jónssonar, b. á Hvannstóði, Hjörleifssonar, b. í Gröf í Vopna- firði, Jónssonar, b. á Hróaldsstöð- um, Hjörleifssonar, b. í Krossavík- urhjálegu, Ólafssonar, pr. á Refstað, Sigfússonar. Móðir Jóns á Bólum var Anna Árnadóttir, b. á Hóla- landi, Jónssonar, b. á Hólalandi, Ög- mundssonar, b. í Breiðuvík í Borg- arfirði, Oddssonar, b. á Nesi, Guð- mundssonar, ættföður Galdra- Imbuættarinnar. Móðir Odds var Þuríður Árnadóttir, pr. á Hofi á Skagaströnd, Jónssonar og Ingi- bjargar Jónsdóttur, Galdra-Imbu. Móðir Sigrúnar var Áslaug Steins- dóttir, b. á Borg í Njarðvík, Sigurðs- sonar, b. í Njarðvík, ættföður Njarð- víkurættarinnar yngri. Sigurður var sonur Jóns, pr. á Eiðum, Brynj- ólfssonar og k.h., Ingibjargar Sig- urðardóttur, b. á Surtsstöðum, Eyj- ólfssonar. Móðir Ingibjargar var Bó- el Jensdóttir, sýslumanns á Skriðuklaustri, Wium. Móðir Ás- laugar var Guðný Ámadóttir, systir Önnu í Brúnavík. Lárus Zophoníasson. Rebekka Helga Guðmann Barnaskólanum á Ak- ureyri, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri, stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Akur- eyri og stundaði nám í fatahönnun við Köben- havn tilskærer aka- demi. Jafnframt húsmóður- störfum var Rebekka Helga ráðskona við Hót- el Varðberg 1953-56, starfaði sem fatahönn- uður og hefur verið rit- ari við Glerárskóla á Akureyri frá 1975-98. Fjölskylda Eiginmaður Rebekku Helgu er Hermann Sigtryggsson, f. 15.1. 1931, fyrrv. íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar. Hann er sonur Sigtryggs Sigurðssonar skipasmiðs og Önnu Lýðsdóttur kennara. Dætur Rebekku Helgu og Her- manns eru Anna Rebekka Her- mannsdóttir, f. 16.8. 1954, kennari á Akureyri en maður hennar er Björgvin Steindórsson, f. 25.12. 1954 og era böm þeirra Birkir Hermann og Mar- ía Björk; Edda Her- mannsdóttir, f. 28.9. 1960, íþróttakennari I Cardiff í Wales en mað- ur hennar er Andrew Kerr, f. 17.3. 1959. Bræður Rebekku Helgu eru ísak J. Guðmann, f. 16.12. 1927, fyrrv. gjald- keri á Akureyri; Gísli J. Guðmann, f. 16.12. 1927, d. 9.6. 1980. Fósturbræður Rebekku Helgu eru Kristján ísak Valdemarsson, f. 3.5. 1936, búsettur á Akureyri; Elvar Þór Valdemarsson, f. 17.3.1941, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Rebekku Helgu voru Jón G. Guðmann, f. 14.11. 1896, d. 3.9. 1958, bóndi og síðar kaupmaður á Akureyri, og Guðlaug ísaksdóttir, f. 9.3. 1899, d. 2.11. 1968, húsmóðir. Rebekka Helga Guðmann. Hvergi meira úrval af gjafavöru fýrir veiðimenn. ©Landsins mesta úrval af áhöldum til fluguhnýtinga. ©Fluguhnýtingasett á verði við allra hæfi. © Gjafabréf á fluguhnýtinganámskeið. Opið alla daga til jóla til kl. 22.00. Sendum samdægurs um allt land. Rebekka Helga Guðmann skóla ritari, Víðimýri 1, Akureyri, er sjö tug í dag. Starfsferill Rebekka Helga fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hún var í Krakkar ! í gær kom til byggða Gluggagæir JAPISS MuCÁn VEIÐIHORNÍÐ Verzlun veiðimannsins, Hafnarstræti 5 - Reykjavík Sími 551 6760 í morgun kom tii byggða Gáttaþefur JAPISS MuCán Til hamingju með afmælið 22. desember 90 ára____________________ Kristín Einarsdóttir, Aðalbraut 57, Raufarhöfn. 85 ára Þórarinn Pálsson, Seljalandi, Kirkjubæjarklaustri. 80 ára Hafsteinn Björnsson, Laufvangi 9, Hafnarfirði. 75 ára Sveinbjörn Bjarnason, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Efstalandi 8, Reykjavík. 70 ára Ingunn G. Kristjánsdóttir húsmóðir, Lindasíðu 2, Akureyri. Eiginmaður hennar var Jóhannes R. Kristjánsson framkvæmdastjóri sem lést 1981. Ingunn er að heiman. Erla Þorsteinsdóttir, Laugarnesvegi 42, Reykjavík. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Víðihlíð 31, Reykjavík. Jón Kristinn Björnsson, Hellulandi, Sauðárkróki. 60 ára Guðjón Erlendsson verkamaður, Teigaseli 1, Reykjavík. Hann verður staddur á Eiðis- torgi 15, Ibúð 402, á afmælis- daginn, frá kl. 18.00. Þuríður Lára Ottósdóttir, Bæjarholti 1, Hafnarfirði. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jörvabyggð 6, Akureyri. Svava Halldórsdóttir, Áshlið 14, Akureyri. 50 ára Geir Hafsteinn Sigurgeirsson, Bauganesi la, Reykjavík. Örn Steinar Sigurðsson, Hálsaseli 4, Reykjavík. Indriði Valdimarsson, Furugrund 46, Akranesi. Helga Björnsdóttir, Múlakoti 2, Skaftárhreppi. 40 ára Sveinn Agnarsson, Hagamel 43, Reykjavík. Sigríður Þórhallsdóttir, Sogavegi 218, Reykjavík. Birgitta Lára Matthíasdóttir, Vegghömrum 22, Reykjavík. Guðrún Erla Ingvadóttir, Vættaborgum 125, Reykjavík. Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir, Fjallalind 2, Kópavogi. Dagný Jeremíasdóttir, Fellasneið 18, Grundarfirði. Leifur Sigurvin Helgason, Tungu, Gaulverjabæjarhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.