Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Kvikmyndir
DV
T§M 1§
í Bandaríkjunum
- aösókn dagana 18. - 20. des. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur
Tom Hanks og Meg
Ryan vinsælli en
Móses
Tom Hanks og Meg Ryan veröa aftur
ástfangin í You've Got a Mail, en eins
og flestir muna uröu þau einnig mjög
ástfangin í Sleepless in Seattle. Og þessi ást færöi þau auöveldlega í
efsta sæti listans og átti Móses í The Prince of Egypth ekki nokkra mögu-
leika þrátt fyrir aö vera sýnd í fleiri kvikmyndasölum. Þeir hjá Drauma-
smiöjunni sem gerir The Prince of Egypt hafa sjálfsagt gert sér vonir um
meiri aösókn. Þaö er þó fastlega búist viö að hún haldi sínu yfir hátíöirn-
ar, en hvort hún nær upp í hinn mikla kostnað er óljóst. Nýjasta Star Trek
myndin sem var í efsta sæti í síöustu viku hrapaöi á Ijóshraöa, er í fjóröa
sæti en aösóknin minnkaöi um 61% milli helga. Þaö kom I raun engum
á óvart aö You've Got Mail skyldi hreppa efsta sætið. Tom Hanks og Meg
Ryan eru mjög vinsælir leikarar og ná einstaklega vel saman og hafa
margar rómantískar sálir beöiö spenntar eftir aö þau lékju saman aftur.
-HK
Tekjur Helldartekjur
l.(-) You've Got Mail 18.426 18.426
2. (-) The Prince of Egypt 14.542 14.542
3. (2) A Bug's Life 9.987 96.342
4. (1) Star Trek: Insurrection 8.310 35.647
5.(3) Jack Frost 5.106 13.705
6. (4) Enemy of the State 4.786 79.142
7.(6) The Waterboy 3.140 140.940
8. (5) The Rugrats Movie 2.859 76.828
9. (7) Psycho 1.928 18.427
10. (10) Elizabeth 0.931 13.180
11. (9) Meet Joe Black 0.683 42.589
12. (14) Life Is Beautiful 0.616 8.043
13. (8) Babe: Pig in the City 0.579 14.546
14. (-) Practical Magic 0.525 45.702
15. (12) 1 Still Know What You ... 0.511 37.921
16. (-) Antz 0.487 87.016
17. (18) Walking Ned Divane 0.432 1.900
18. (-) A Simple Plan 0.406 0.960
19. (11) Very Bad Things 0.404 9.327
20. (20) Tll Be Home for Christmas 0.379 11.287
EES
Laugarásbíó — The Odd Couple II
Ekki sami glansinn
★^ Þegar Walter Matthau og Jack
Lemmon léku þá Felix og Oscar í The
Odd Couple fyrir þrjátiu árum voru
þeir báðir á mikilli uppleið sem leikar-
ar og áttu eftir að standa á hátindinum
eftir frumsýningu myndarinnar. Áttu
þeir mörg góð ár saman og hvor í sínu
lagi í framhaldi af því. Voru þeir fersk-
ir og sniðugir og höfðu greinilega mjög
gaman af því sem þeir voru að gera. Þá
var einnig leikskáldið Neil Simon nýtt
og ferskt og komið í hóp eftirsóttustu
leikskálda á Broadway. The Odd
Couple bar það með sér að þama var
eitthvað á ferðinni sem ekki yrði auö-
velt að endurtaka enda var það ekki
reynt nema í sjónvarpi. Jack Lemmon
og Walter Matthau léku saman í fleiri
myndum og hefur samleikur þeirra
verið ákveðið vörumerki fyrir góðar
gamanmyndir. Það hefur samt komið í
ljós í síðustu kvikmyndum þeirra,
Grumpier Old Men og Out to Sea, að
viss þreytumerki eru farin að koma í
samleikinn og því miður ágerast þessi
þreytumerki í The Odd Couple n sem
hefði átt aö hafa alla burði tú að verða
skemmtileg gamanmynd, ekki bara
vegna þess að þeir Lemmon og Matt-
hau eru að fara aftur i hlutverk per-
sóna sem þeir gerðu ódauðlegar heldur
skrifar Neil Simon sjálfur handritiö.
Það vantar því ekki gæðastimplana á
The Odd Couple II en því miður reyn-
ast gæðin aðeins vera á yfirborðinu
því eftir ágætan upphafskafla verður
myndin að nokkrum vel þekktum
flmmaurabröndurum sem þeir félagar
ná allt of sjaldan að gera sér mat úr.
1 myndinni eru Oscar og Felix orðn-
ir lífeyrisþegar og hafa engan áhuga á
að hitta hvor annan þótt sautján ár séu
liöin frá því þeir hittust. Þeir eru þó
tilneyddir til að
fara saman í
ferð til Kalifom-
íu þar sem son-
ur Oscars er aö
fara að giftast
dóttur Felix í
smábæ einum
sem þeim er
ómögulegt aö
muna nafnið á.
Sú staðreynd
verður til þess
að þeir villast af
leið, missa bíl
sinn út af, lenda
í slagtogi með it-
urvöxnmn kon-
um og eru
þrisvar teknir til
fanga af sama lögreglustjóranum sem á
endanum borgar flugfar fyrir þá til að
losna viö þá. Eins og nærri má geta er
samkomulagið á milli þeirra ekki upp
á marga fiska í öllum þessum uppá-
komum.
Handrit Neils Simons er óvenju
þunnt þegar miöað er viö hverjuhann
hefúr skilað frá sér og það verður til
þess að Jack Lemmon og Walter Matt-
hau virðast vera í hálfgerðri skyldu-
vinnu. Enginn efast um hæfileikana en
það þarf að hafa viljann til að beita
þeim og hann er ekki fyrir hendi í The
Odd Couople II.
Leikstjóri: Howard Deutch. Handrit:
Neil Simon. Kvikmyndataka: Jamie
Anderson. Tónlist: Alan Silvestri.
Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Walt-
er Matthau, Christine Baranski,
Jean Smart og Jonathan Silverm-
an. Hilmar Karlsson
Háskólabíó - Hana-bi
Blóm og blóð
★★★ Mér skilst að leikstjór-
inn Takeshi Kitano sé einn af
þeim sem Tarantino sækir inn-
blástur til, enda er hér á ferðinni
sú stílfærsla á ofbeldi sem Tar-
antino hrífst svo mjög af. Og ekki
bara hann, ég var afskaplega
hrifin af þessari hægu mynd um
yakuza, löggur og dauðvona eig-
inkonu.
Sama dag og lögreglumaöur-
inn Nishi fréttir að kona hans er
að deyja verða félagar hans fyrir
skotárás, einn deyr og annar
lamast fyrir neðan mitti. Nishi
hættir í lögreglunni til að helga
sig eiginkonu sinni en heiður
sins vegna vill hana einnig
hjálpa ekkju hins látna og lömuð-
um og þunglyndum vini sínum.
Hann tekur til sinna ráða og út-
vegar nægt fé til að gera vinum
sinum lífið léttara og fara með
eiginkonunni í ferðalag um Jap-
an, mjög svo táknræna siðustu
ferð, þar sem svo virðist sem
hjónin séu að kynnast í fyrsta
sinn. Inn i málið blandast svo
glæpamenn sem eru að reyna að
innheimta útistandandi skuldir
hjá Nishi en hann slátrar þeim
svellkalt einum af öðrum, með
tilheyrandi ýktu blóðbaði, sem er
í sterkri andstöðu við það við-
kvæmnislega samband sem hann
er að mynda við eiginkonuna.
Myndin er að mestu orðlaus
og áherslan er lögð á myndmál
og stíl og var þetta ákaflega
þakklátt þar sem sænski textinn
var fremur furðulegt innlegg í
harða japönskuna, eina vanda-
mál mitt er að ég er orðin svo
skilyrt af amrískum hasar að
mér fannst myndin í hægara
lagi.
Hana-bi byggir mikið upp á
sterku myndmáli, þar sem skipt-
ast á og blandast saman blóm og
blóð en myndmálið tekur á sig
skemmtilega bókstaflega mynd í
málverkum lamaða lögreglu-
mannsins sem kallast á við ferða-
lag hjónanna. Kitano heldur jafn-
vægi milli þess að skapa fínlega
listræna stemningu og kröftugan
hasar, hægt og hægt er byggö
upp spenna og þrátt fyrir að
endirinn sé fljótlega ljós var
hann bæöi sterkur og viðeigandi.
Leikstjórn og handrit:
Takeshi Kitano. Aðalhlut-
verk: Takeshi Kitano,
Kayoko Kishimoto, Ren Os-
ugi, Susumu Terajima,
Tetsu Watanabe.
Úlfhildur Dagsdóttir
S ilfurhringar
Fallegir silfurhringar með steinum.
Islensk smíði á okkar verkstæði.
Verð frá 3.200 til 4.500.
^utt
<3%öUin
Laugavegi 49, símar 551 -7742 og 561-7740
Gullkrossar
Fallegir handsmíðaðir gullkrossar
með eða án steina
Verð frá kr. 4.000,- til 9.000,
með double—festi.
^utl
(dfyöltin
Armbönd mJ plötu fyrir
stráka og herra
Mjög falleg armbönd m/ plötu til að grafa.
Silfur og gyllt, margar gerðir.
Verð frá 1.600 til 7.000.
Einnig til úr 9 k og 14 k gulli.
Vinsæl jólagjöf fyrir dömur og herra.
Laugavegi 49, símar 551 -7742 og 561-7740 Laugavegi 49, súnar 551 -7742 og 561-7740
27*
'fíjvc^
Hense
bouillon
Fiske
bouillon
Bouillon
til Pasta
Klar bouillon
Sveppa-
kraftur
Alltaf uppi á
feuisignum!
-kemur
með góða
bragðið!