Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 TVX7~ jLestin er að leggja af stað „Lestin er að leggja af stað og Kvennalistinn verð- , ur að gera það upp við sig hvort hann ætlar að hoppa um borð og vera með eða ekki.“ Margrét Frímanns- dóttir, form. Al- þýðubandalagsins, Degi. Við finnum okkur farveg „Ég hef meiri áhyggjur af því að samfylkingin renni út í sand- inn en hinu hvað tekur við hjá okkur kvennalistakonum. Við erum vanar að finna okkur far- veg.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Kvennalistanum, í DV. Rétt nýbyrjaður „Ég tel mig rétt aö byrja í stjórnmálum. Ein- ' hvem tímann sagði ég að ég vildi ekki vera í stjórnmál- um lengur en til sextugs en eiga þá eftir tíma fyrir mig og mína efl almættið og heilsan leyfa og geta þá gert það sem ég hef áhuga á, eins og að skrifa.“ Davíð Oddsson forsætisráð- herra, i DV. Hálfur geisladiskur „Það er vægast sagt undarlegt að diskurinn með Kristjáni Jó- hannssyni skuli hafa verið seld- ur á uppsprengdu verði því það ; eru ekki nema 35 mínútur af tón- list á honum. Getur hann því ekki talist annaö en smáskífa." Jónas Sen tónlistargagnrýnandi, ÍDV. Ágæt ritvél sem heitir tölva „Þegar ég fékk þessa ágætu rit- vél, sem heitir tölva, sögðu allir að ekki þýddi annað en að semja beint inn á hana. Til þess að æfa mig ákvað ég að skrifa eitthvað 1 annað en kallað er hátiðlegu nafni, fræði. Mér væri þá meira sama þó að ég eyðilegði allt saman með einhverjum áslætti." Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor, um tilurð endurminninga sinna, í DV. Hávaðalaus list „Ljóðiö er ekki hávaði. Ef út- gefandi gæfi út hundabók, bilabók og ljóðabók þá myndi hann aug- lýsa hunda- og bílabókina stift en ekki einu sinni hugsa um að aug- lýsa ljóðabókina á sama hátt.“ Árni Larsson Ijóðskáld, í Degi. ■ J' ’ # " Sveinn Aðalsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins: Ræktar sjálfur sitt grænmeti DV, Hverageiði; Nýlega var dr. Sveinn Aðalsteins- son skipaður skólastjóri Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi frá 1. janúar 1999. Hann tekur við af Grét- ari Unnsteinssyni sem hefur verið skólastjóri í yfir 30 ár. Sveinn er fædd- ur og uppalinn í Hveragerði, en flutti til Reykjavíkur 16 ára að aldri þegar hann hóf nám í menntaskóla og síðar i háskólanum í líffræði. Sveinn er kvæntur Helgu Pálmadóttur sérkenn- ara og eiga þau tvö böm. Þau hafa búið i Lundi í Svíþjóð síðan 1984 og þar tók Sveinn doktorspróf í plöntulíf- eðlisfræði. í Lundi vann hann m.a. sem aðstoðarprófessor í garðyrkjuvís- indastofnun sænska landbúnaðarhá- skólans. Sveirm er tiltölulega nýkom- inn aftur til íslands (1997) og hefur unnið við garðyrkjuskólann síðan, fyrst sem fagdeildarstjóri og frá því í janúar 1998 sem tilraunastjóri. Garð- yrkjuskóli ríkisins hefur ekki aðeins það hlutverk að útskrifa garðyrkju- fræðinga og er líkur háskólum að því leyti, að stundaðar em ýmsar rann- sóknir og tilraunir við skólann. „Sem skólastjóri mun ég m.a. beita mér fyrir því, að gróðurhús i eigu skólans verði í auknum mæli notuð fyrir verklega kennslu." Aðrar helstu breytingar fram undan segir Sveinn að sé að koma á fót garðyrkjumiðstöð, þar sem allir sérfræðingar í garð- yrkju og ýmis hagsmunasamtök garð- yrkjunnar yrðu undir sama þaki. „Markmiðið er að skapa öfluga mið- stöð sem fýsilegt væri fyrir stéttina og almenning að leita til með ýmis verkefni og einnig mundi miðstöðin auka samstarf meðal sérfræðinga í greininni, m.a. við þekkingaröflun og -rniðlun." Á lóð garðyrkjuskólans eru m.a. margir tilraunareitir, þar sem fram fara rannsóknir á mismunandi rækt- un sömu plantna. M.a. eru athuguð vaxtaskilyrði við mismunandi vökv- un, áburð og hita (jarðhita). í sumum tilraunagarðanna má glöggt greina Maður dagsins mun á stærð og þroska garðplantna og grænmetis miðað við mismunandi aðstæður. Sveinn segir niðurstöður á þessum rannsóknum vera birtar í Garðyrkjufréttum, fréttabréfi skól- ans. Litlir, margs konar garðar eru auk þess á lóðinni. Til dæmis eru sýnishornagarðar (“mini“), skrúðgarðar, lystigarðar, jap- anskir garðar o.s.frv. En öll þessi dýrð er ekki auglýst né kynnt al- menningi. „Það stafar einfald- lega af því, að ekki er nóg af starfsfólki til þess að taka við ferðamönnum. Þó koma hér alloft hópferðabílar og þá tökum við á móti þeim og leiðbeinum þeim um svæðið. Það er þó öll- um opið, svo framarlega sem menn umgangist svæðið af virðingu.“ segir Sveinn. Hvað um bú setu hér, flytja aftur á heima- slóðir í ljósi þessa nýja starfs? „Skólastjórabústað- urinn er upptekinn þar til miðs árs 2002 þannig að ég bý væntanlega áfram í Reykjavík, enda sé ég ekkert að því að stunda vinnu hér og keyra á milli,“ svarar Sveinn. „Annað kem- ur þá í ljós síðar. En eftir að hafa búið á Skáni í 13 ár, þar sem allt er flatt, finnst mér umhverfið alveg brjálæðislega fallegt og þetta er tví- mælalaust einn fegursti staður á landinu,“ segir Sveinn og bendir út um gluggann á fjallgarðana. Heima hjá sér segist Sveinn alltof sjaldan sjá um vökvun plantna inni en úti, á um 1000 fermetra lóð, ræktar hann sjálfur grænmeti á lífrænan hátt, gulrætur, kartöflur, broccoli o.fl. „Þetta er auð- vitað eitt af mín- um aðaláhuga- málum og tengist starfl mínu. Annars á ég önnur áhugamál, t.d. mótorhjól og átti eitt í Sví- þjóð. Það næsta ætla ég mér að fá í sex- tugsafmælis- gjöf.“ Hugvekja um fyrir- hugaðar virkjunar- framkvæmdir Um þessar mundir stend- ur hópur stúdenta fyrir hug- vekju um fyrirhugaðar virkj- unarframkvæmdir á hálend- inu. Fyrst og fremst er mark- miðið að skapa málefnalega umræðu, miöla upplýsingum og draga fram í dagsljósið sem flestar hliðar á málinu - gera umræðuna ijölbreyttari en hún hefur hingað til ver- ið og hvetja fólk til að kynna sér mál- staðinn og meta á eigin forsendum. Um- ræðumar hafa farið fram í stofu 101 í Odda þar sem flutt hafa verið fjölmörg er- indi. Þar hafa tekið til máls vísindamenn, rithöfundar, heimspekingar, stúdentar og aörir sem láta sig málið varða. I kvöld fer fram síðasta umræðukvöldið í Odda og þeir sem taka til máls eru Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, Ámi Finnsson heim- spekingur og Össur Skarp- héðinsson þingmaður. Fyrir- lestramir hefjast kl. 20. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands efnir til áramótaferðar í Þórsmörk 30.12. Brottför er frá BSÍ, austanmegin kl. 8.00 um morguninn. Þeir sem áhuga hafa á ferðinni geta pantað miða hjá Ferðafélaginu í Mörk- inni. Á vegum Ferðafélags- ins verður einnig blysfór frá Mörkinni 6 í Elliðaárdal kl. 18. Hjálparsveit skáta verður með flugeldasýningu í lokin. Samkomur Myndgátan Umhirðing Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Elva Ósk Ólafs- dóttir leikur Noru, eittaf stóru hlut- verkum leikbók- mennt- anna. Brúðu- heimili Jólafrumsýning Þjóðleikhúss- ins er fastur liður í hátíðarhaldi landsmanna og er jólaleikritið nú sem oftar sótt i smiðju sígildra verka. Brúðuheimili er eitt þekktasta verk Henriks Ibsens og var leikritið á sínum tíma gífur- lega umdeilt. Þótt verkið vekji ef til vill ekki jafnsterk viðbrögð á nú á dögum á þessi sígilda perla engu að síður fúllt erindi til okk- ar og kemur enn á óvart. Leikhús Leikendur em: Elva Ósk Ólafs- dóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Bjömsdóttir og Margrét I Guðmundsdóttir. Þýðandi er Sveinn Einarsson. Höfundur leik- myndar er Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir, höfundar búninga Margrét Sigurðardóttir og Þórunn Sigrfður, lýsingu hannar Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Bridge Það fylgir því ávallt sældartilfinn- ing að endaspila andstæðingcma, en sjaldgæft að það takist mörgum sinn- um í sama spilinu. Það er því auð- velt að gera sér f hugarlund hve ánægður sagnhafi var með sjálfan sig að loknu þessu spili. Það kom fyr- ir í spilaklúbbi í Óðinsvéum í Dan- mörku á þessu ári. Sagnir tók fljótt j af og útspilið var hjarta frá vestri: 4 D84 * D6 ( * ÁK1072 * D102 * G1073 * K97432 4 8 * G8 4 Á6 10 4 G9543 * K9743 4 K952 * ÁG85 * D6 * Á65 Suður Vestur Norður Austur 1 grand pass 3 grönd p/h Hjartadrottning í blindum átti fyrsta slaginn og sagnhafi tók vel eftir tíunni frá austri. Næst var tígli spilað á drottningu, tígli að heiman og ljóst að sagnhafi þurfti að hafa fyrir samningnum. Drepið var á kóng í blindum og hjarta síðan spil- að á áttuna. Vestiu- var endaspilað- ur og ákvað að reyna spaðagosann. Honum var hleypt heim á kóngiim og sagnhafi spilaði síðan spaða á áttuna í blindum. Nú var komið að austri að vera endaspilaður og hann reyndi að spila laufi til baka. Lítið lauf var sett heima og gosi vesturs drepinn á drottningu. I blindum var nú eftir spaða- drottning, Á107 í tígli og 102 í laufi. Austur átti eftir G95 í tígli og K97 1 laufi. Sagn- hafi átti heima 95 í spaða, ÁG í hjarta og Á6 í laufl. Spaða- drottningin þvingaði austur í láglit- unum. Ef hann hendir tigli, er tígulásnum spilað og síðan meiri tígli og lauftían verður innkoma í blindan á fríslaginn i tígli. Austur valdi að henda laufi, en þá kom lauf á ásinn, hjartaásinn tekinn með tígulafkasti í blindum og laufi spil- að. Austur var endaspilaður og varð að spila upp í Á10 í tígli. Það er ekki oft sem hægt er að ná þvingun og þremur endaspilunum í sama spil- inu. ísak Örn Sigurðsson ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ■ (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.