Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Fréttir Svavar Gestsson hættir í pólitík: „Sólarhringsvakt í pólitík í þrjátíu ár“ „Það má segja að ég hafi verið á sólarhringsvakt í pólitík í 30 ár,“ sagði Svavar Gestsson alþingismað- ur í gær. Hann er á leið út úr póli- tík eftir langa og oft stranga tíð og segir sárt að sjá hvemig hans gamli flokkur hefur verið leikinn undan- farið misseri. Hann tilkynnti frétta- mönnum ákvörðun sína klukkan 17 i gær með lágværan klukknaklið Dómkirkjunnar í bakgrunni. Hann sagði að tímabært væri að menn orðaðir við framboð tilkynntu hvað þeir hygðust fyrir. Sjálfur væri hann kominn að niðurstöðu - hann ætlaði ekki í framboð. Ekki vildi Svavar rekja í smáatriðum hvers vegna hann hættir. Svavar tekur þó skýrt fram að hann sé ekki að hætta vegna ágrein- ings, hvorki innan síns flokks né heldur við samfylkinguna. Hann segir engan vafa leika á að hann hefði tekið forystusæti þess lista í vor ef hann hefði óskað eftir því. Mikið hefði verið þrýst á sig að fara fram af samstarfsmönnum, meðal annars Margréti Frímannsdóttur, formanni Alþýðubandalagsins. Greinilegt væri að ýmsir sæju eftir sér, alþýðubandalagsfólk um allt land en einnig fólk úr öllum sam- fylkingarflokkunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að okkar menn færu að tala saman aft- ur daginn eftir kjördag, að morgni 9. maí í vor,“ sagði Svavar þegar rætt var um sundrunguna innan Alþýðu- bandalagsins. Svavar er bjartsýnn á Símtöl vestur um haf: 26% lækkun á stuttum tíma Símtal til Ameríku, sem til skamms tima kostaði 54 krónur mínútan, kostar 40 krónur frá og með nýársdegi. Með aukinni samkeppni á símamarkaöi hrað- lækka símgjöld við útlönd og er mínútugjaldiö orðið það lágt að fólk hikar ekki við að grípa sím- ann og hringja til vina og kunn- ingja í fjarlægum löndum. Landsími íslands hf. lækkar um áramótin símgjöld til Banda- ríKjanna, Kanada, Jómfrúreyja og Púertóríkó. Mínútugjald fyrir sjálfvirkt símtal á dagtaxta lækk- ar úr 47 krónum i 40 en sé hringt að kvöldi eða nóttu þá kostar mínútan 34 krónur en er fram á nýársdag 40,50 krónur. Síöasta lækkun í 3. flokki, vestur um haf, var í september. Lækkunin á fjórum mánuðum á þessu svæði er um 26%. Lands- síminn segir að lækkanir náist með hægstæðari samningum við símafélög vestra. Unnið sé áfram að samningum við erlend síma- fyrirtæki og hagnýtingu nýjustu tækni til að tryggja að viðskipta- vinir njóti verðlækkana á alþjóð- legum símamarkaði. Hálftímasimtal á dagtaxta inn- anlands kostar í dag 50 krónur en jafnlangt símtal til Bandaríkj- anna kostar eftir lækkunina 1.200 krónur. -JBP/SJ Landsvirkjun kaupir Landsvirkjun mun kaupa raf- orku af Hitaveitu Suðumesja en fyrirtækin sömdu um grundvöll að samrekstrarsamningi fyrir helgi. Forstjóri Hitaveitu Suöurnesja telur samninginn stórt skref í rétta átt fyrir fyrirtækið. -KJA að flokkur hans nái vopnum aftur og að brotthlaupnir liðsmenn komi aft- ur til starfa. Hann segir það mikil- vægt fyrir samfylkinguna að hefja til forystu sem flesta einstaklinga sem hafa hugsjónir og markmið Al- þýðubandalagsins að leiðarljósi. Um helgina var unnið við að skipa um 300 tonnum af frystum hausuðum þorski upp úr norsku flutningaskipi á Isafirði. Athygli vekur hversu smár þorskurinn er sem þarna var skipað á land. Mikið af þorskinum er ekki annað en „þorskkóð", langt undir þeim undir- málsmörkum sem íslenskum fiski- skipum er gert að miða sína veiði við. Þama mátti sjá mikið af 20-25 cm flski og talsvert var af enn smærri fiski í sendingunni, að sögn löndunarkarla. Reyndar er fáheyrt að slíkum smáþorski sé skipað upp Skrifar stjórnmálasögu Eins og títt er var Svavar spurð- ur um framtíðina, hvort hann gerðist sendiherra eða hefði eitt- hvað annað í bakhöndinni. Ljóst er að þingmaðurinn er fjarri því að setjast í helgan stein. Hann kvaðst úr íslenskum fiskiskipum nú til dags. Farmurinn fer til frekari vinnslu hjá íshúsfélagi ísfirðinga hf. sem tals- vert hefur tekið af Rússaþorski úr Barentshafi til áframvinnslu á undan- fórnum mánuðum. Að sögn reynds sjómanns, sem blaðamaður talaði við á kajanum á ísafirði, eru meiri líkur á að honum hefði verið mokað beint í sjóinn aftur ef hann hefði komið inn á dekk á íslensku skipi. Starfsmaður íshúsfélagsins, sem þarna var við að taka á móti send- ingunni, sagðist hálfskammast sín eiga fyrir höndum þingmennsku fram á vor. Þá tækju við biðlaun, en það verkefni sem hann sinnir í frístundum er stjómmálasaga, sem spannar hátt í fjóra áratugi, allt frá því að Svavar gekk Æskulýðsfylk- ingunni á hönd 16 ára gamall. Sú saga mun verða prentuð síðar á þessu ári. DV hefur góðar heimild- ir fyrir því að Svavar eigi kost á ágætum starfa innan Norrænu ráð- herranefndarinnar en sendiherra- embætti em uppurin í bili. Svavar kvaðst að sumu leyti feg- inn því að losna úr ýmsu þvargi sem þingstörfum og pólitík fylgja en að sumu leyti mundi hann ef- laust sakna þess. „Það er alveg augljóst að pólitíska bakterían grassérar í mér áfram,“ sagði Svavar. Margir hætta Fjórir stjómmálamenn úr öfl- ugri kantinum hafa látið af þing- mennsku á þessu kjörtímabili og margir til viðbótar sitja fram á vor. Hættir eru Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibals- son, Friðrik Sophusson og Guð- mundur Bjamason. í vor hætta Svavar Gestsson, Þorsteinn Páls- son, Egill Jónsson, Kristín Hall- dórsdóttir, Ragnar Amalds, Stefán Guðmundsson auk nokkurra sem eflaust fá ekki endurkjör ef að lík- um lætur. Það er því ljóst að mikil endumýjun á sér stað á Alþingi ís- lendinga þessa stundina. -JBP fyrir að þurfa að vinna þessi kvik- indi og sumir fiskarnir væru varla nógu stórir til að hægt væri að vélflaka þá. „Ef svona smár fiskur hefði verið á fiskveiðisvæðum okkar Islendinga hefðum við lokað þeim svæðum. Það gilda aðrar reglur um stærð fiska hjá Norðmönnum og enn aðrar hjá Rúss- um,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, í samtali við DV í gær. „Ég býst við því að þetta sé því lög- legt þar sem fiskurinn er ekki veidd- ur hérna hjá okkur.“ -HKr./hb Mikiö af þorskinum sem landaö var á ísafgiröi um helgina er ekki annaö en „þorskkóö", langt undir þeim undirmáls- mörkum sem íslenskum fiskiskipum er gert aö miða sína veiði viö. DV-mynd H. Kr. Smáþorski landað til vinnslu á ísafirði: Ekki annað en þorskkóð Stuttar fréttir dv Umhverfismat útilokað Friðrik Sophusson segir að um- hverfismat sé úti- lokað ætli menn að freista þess að ná samningum um byggingu stóriðjuvers á Reyðarftrði. Hann segir einnig að Alþingi verði að ákveða hvort Fljótsdals- virkjun eigi að fara í umhverfismat. RÚV greindi frá. Landsvirkjun kaupir Landsvirkjun mun kaupa raforku af Hitaveitu Suðumesja en fyrirtæk- in sömdu um grundvöll að sam- rekstrarsamningi fyrir helgi. For- stjóri Hitaveitu Suðurnesja telur samninginn stórt skref í rétta átt fyrir fyrirtækið. Mbl greindi frá þessu. Nýtt tóniistarhús Tilkynnt verður um smíði tónlist- arhúss á næstu dögum og er talið líklegast að byggð verði sameiginleg tónlistar- og ráðstefnumiðstöð. Lagt verður til að byggja hana við Hótel Sögu eða við Faxaskálasvæðið í miðbænum. Stöð 2 greindi frá. Breytingar Talsverðar breytingar urðu á fé- lagslega íbúðakerfinu um áramót þegar íbúðalánasjóður tók við af Húsnæðisstofnun. Ein breytinganna er sú að vaxtabætur taka héðan í frá mið af eignahlut fólks í húsnæði sinu. RÚV sagði frá þessu. Sjálfstæðismenn stilla upp Sjálfstæðismenn fara ekki í próf- kjör heldur munu þeir láta uppstill- ingarnefhd velja hverjir eigi að skipa framboðs- lista þeirra. Ástæðan er sögð vera ánægja for- ystumanna með núverandi ástand mála í flokknum. Stöð 2 greindi frá þessu. Reykjavíkurapótek hættir Reykjavíkurapótek verður lagt niður í mars. Apótekiö rekur sögu sína allt aftur til ársins 1760. Hörð samkeppni á lyfsölumarkaðnum er ástæða lokunarinnar. Stöð 2 sagði frá. Útvegsmenn andvígir íslenskir útvegsmenn eru andvíg- ir áformum þjóða sem stunda veiðar á kolmunna og makríl um að kom- ast að samkomulagi um heildar- kvóta á veiðum stofnanna. Þeir vilja bíða með það þangað til íslendingar hafa öðlast meiri veiðireynslu sem myndi færa þeim aukinn kvóta. Sjónvarpið greindi frá þessu. Búið í skútu Bandarísk fimm manna fjöl- skylda hefur vetursetu í skútu í höfninni á Akureyri. Bömin sækja skóla á Akureyri og hyggst fjöl- skyldan halda af landi brott þegar skólanum lýkur í vor. Stöð 2 greindi frá þessu. Frestun mótmælt Skipstjóra- og stýrmannafélagið Verðandi mótmælir harðlega frest- un gildistöku reglugerðar um björg- unar- og öryggisbúnað fiskiskipa. Þetta er í sjötta sinn sem samgöngu- ráðherra frestar gildistökunni. Ólæti í Garðabæ íbúar i Garðabæ hafa fengið sig fullsadda á ólátum unglinga í mið- bæ Garðabæjar um helgar. Þeir kreíjast því aukinnar löggæslu á svæðinu. Stöð 2 sagði frá þessu. Heimir Már fram Heimir Már Pétursson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2 og fram- kvæmdastjóri Al- þýðubandalags- ins, gefur kost á sér í prófkjöri sem A-flokkarnir stefna að í kring- um næstu mán- aðamót í Reykjavík. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.