Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Page 4
4
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999
Fréttir
Pólitískar stöðu-
veitingar í hámarki
Ekkert lát varð á pólitískum stöðu-
veitingum á árinu sem nú er nýliðið.
Þær voru líklega jafnmargar og undan-
farin ár ef ekki fleiri. Smiðshöggið var
rekið með skipan Þorsteins Pálssonar
í stöðu sendiherra íslands í London í
lok ársins. Hann var ekki eini ráðherr-
ann sem fór úr stjómmálum í stöðu
innan hins opinbera - en hugsanlega
sá síðasti á kjörtímabilinu. Margir
vilja meina að það sé skylda að bjóða
stjórmálamönnum bitlinga þegar þeir
láta sig hverfa úr stjórmálunum. Þeir
eigi það skOið og það gefi fordæmi um
að fleiri þori að fara í stjómmál vit-
andi að þeir eigi greiða leið að þægi-
legri stöðu að pólitísku starfi loknu.
Aðrir segja að í stöður hins opinbera
eigi að ráða fólk sem hefur menntun í
viðkomandi fagi og fólk sem hefur
reynslu i þeim geira en ekki þreytta
stjórnmálamenn. Þeir eigi að finna sér
vinnu sjálfir, kjósi þeir að hætta.
Halldór Jónatansson, fyrrv. forstjóri Landsvirkjunar, afhendir Friðriki
Sophussyni lykla að skrifstofu forstjóra Landsvirkjunar. DV-mynd HH
lenskri pólitík. Hann hefur verið
formaður Sjálfstæðisflokksins, for-
sætisráðherra og ráðherra í alls 10
ár. Hann er orðinn leiður og ákvað
nú í lok ársins að ganga tfi liðs við
Friðrik Sophusson og Guðmund
Bjamason og láta skipa sig pólitískt
í sendiherrastöðu í London. Þeir
stjómmálamenn em teljandi á
fingrum annarrar handar sem
fmna sér starf hjá einkafyrirtækj-
um. Þar em gerðar kröfur um að
æðstu stjórnendur fyrirtækja séu
menntaðir í viðkomandi fagi og
hafi reynslu af slíkum störfum. Rík-
ið gerir ekki slíkar kröfur. Markús
Öm Antonsson, fyrrv. borgarstjóri,
fór þó tO starfa hjá einkafyrirtæki
eftir að hann lét af störfum sem
borgarstjóri. Þar var Markús í
nokkra mánuði þangað tO hann var
pólitísk skipaður Útvarpsstjóri Rík-
isútvarpsins.
Þorsteinn Pálsson
verður sendiherra í
London.
Ólafur G. Einars-
son, formaður
bankaráðs Seðla-
bankans.
Friðrik Sophus-
son, forstjóri
Landsvirkjunar.
Guðmundur
Bjarnason, for-
stjóri íbúðalána-
sjóðs.
Jón Baldvin Hanni-
balsson, sendi-
herra í Was-
hington.
Steingrímur Her-
mannsson, fyrrv.
seðlabankastjóri.
Markús Örn Ant-
onsson útvarps-
stjóri.
Þreyttir ráðherrar
Á árinu lýstu tveir ráðherrar,
Friðrik Sophusson og Guðmundur
Bjamason, því yfir að þeir létu af
störfum sem ráðherrar. Þeir fengu
báðir stöður innan hins opinbera
sem þeir vom pólitísk skipaðir í.
Friðrik sem forstjóri Landsvirkjunar
og Guðmundur sem forstjóri nýstofn-
aðs íbúðalánasjóðs. Þeir hafa báðir
setið á þingi í um tuttugu ár og
breyttu nú til og létu skipa sig í þægi-
legar og virðulegar stöður innan hins
opinbera. Það sama gerði Jón Bald-
vin Hannibalsson, fyrrv. formaður
Alþýðuflokksins og nú sendiherra í
Washington. Hann var orðinn leiður
og sagði íjölmiðlum, aðspurður um
aðdraganda ráðningarinnar, að hann
hefði verið „þó nokkuð langur“. Jón
Baldvin benti m.ö.o. á að stjómmála-
menn eru famir að skipuleggja það
með jafnvel tveggja til þriggja ára
fyrirvara hvert þeir fara að loknu
pólitísku starfi. Þaö hlýtur að vera
verulegt áhyggju-
efni fyrir kjósend-
ur þegar stjóm-
málamenn láta
sem ekkert sé en
eru löngu búnir að
ákveða næstu
leiki í pólitísku
lífi sínu.
Forseti Alþing-
is, Ólafur G. Ein-
arsson, hættir nú í pólitík. En það er
erfitt að hætta. Þess vegna þurfti að
skipa Ólaf pólitískt sem formann
bankaráðs Seðlabankans. Það átti
ekki að skipa hagfræðing eða ein-
hvern sem hefur reynslu og þekk-
ingu á bankakerfinu heldur gamlan
stjómmálamann. Sama var upp á
teningnum þegar Steingrimur Her-
mannsson, fyrrv. forsætisráðherra,
varð seðlabankastjóri í tvö ár. Hann
varð að enda feril-
inn með pólitískri
skipun i þægilega
stöðu. Athygli vek-
ur að það lítur út
eins og engin sér-
stök þörf hafi verið
á því að hafa Stein-
grím í Seðlabank-
anum þar sem enn
hefur ekki verið
skipaður bankastjóri í hans stað.
Kannski er verið að bíða eftir að
næsti ráðherra láti af störfum.
Sendiherrann í London
Þorsteinn Pálsson hefur gegnt
mörgum virðingarstöðum í ís-
Sátt um skipanirnar?
DV benti á það um miðjan nóvem-
ber á síðasta ári fyrst allra fjölmiöla
að Þorsteinn væri á leið til London
og DV var sömuleiðis á undan öðrum
að segja frá því að Friðrik Sophusson
yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar.
Fjölmiðlar eru farnir að skynja
hvenær stjórnmálamenn leggjast í
helgan stein og gera þá sjálfkrafa ráð
fyrir pólitískri stöðuveitingu og fara
að skoða hvar em lausar stöður. Öðr-
um stjórnmálamönnum virðist
standa á sama þegar kollegar þeirra
eru skipaðir í þægilegar stöður.
Stjómarandstaðan segir ekki neitt og
auðvitað ekki flokksfélagar hinna
pólitískt skipuðu. Almenningur get-
ur heldur ekkert sagt ef stjómmála-
menn segja ekki neitt. Því er af öllu
þessu ljóst að á nýju ári mun pólitísk-
um stöðuveitingum ekki linna.
Fréttaljós
jr
Island er landið
fyrirmyndarland. Gera landið og kerfiö og kvót-
ann og miðlæga gagnagranninn að útflutnings-
vöru og selja landið og stjómviskuna og ráð-
herrana. Þetta er bráðsnjöll hugmynd.
íslenskt þjóðfélag er senn að verða svo fullkom-
ið að ekki verður frekar að gert hjá okkar
fremstu mönnum og fer þess vegna vel á því að
þessir afreksmenn okkar verði lánaðir og jafnvel
seldir úr landi til að boða þær aðferðir og kynna
þá stjómvisku sem hefur borið okkur fram til
þeirrar fullkomnunar sem nú blasir við.
Er það svo sannarlega verðugt verkefni hjá for-
sætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkistjórnar-
innar að markaðsvæða íslenska undrið með er-
lendum vísindamönnum, sem ganga á þeirra
fund, til eftirbreytni fyrir aðrar þjóðir sem eru
svo ólánsamar að hafa ekki íslenska ráðherra,
ekki kvóta og ekki kennitölur og ekki Kára til að
skapa arð og réttláta tekjuskiptingu og gera sér
mat úr sjúkrasögum þjóðar sinnar.
Hér er mikið verk að vinna og marga fundi að
halda til að selja íslenska fyrirmyndarríkið til út-
landa en heil öld er fram undan og framtíðin
blasir við. Hið fullkomna ísland, það lengi lifi,
húrra, húrra, húrra. Og húrra fyrir forsætisráð-
herra sem hefur leitt okkur til fyrirheitna lands-
ins og húrra fyrir útlensku visindamönnunum
sem bentu honum á þetta. Hvorki hann né aðrir
landsmenn höfðu hugmynd um hvað við erum
orðin fullkomin.
Dagfari
Um áramót gera
menn upp gamla árið
og það er gert með við-
tölum við helstu ráða-
menn þjóðarinnar sem
segja frá því sem þeim
finnst um árið. Og þeg-
ar maður hefur heyrt i
forsætisráðherra og
lesið greinar eftir for-
sætisráðherra og heyrt
fjallað um störf forsæt-
isráðherra fer það ekki
á milli mála að þetta
hefur verið gott ár. Það
er satt að segja ekkert
sem er að. Nema þá
þetta fólk, þessir póli-
tísku pótintátar, sem
sífellt era að nöldra og
leita uppi rifrildismál,
án þess þó að leggja
nokkuð til málanna
sjálfir. Sem betur fer
ráða þeir engu.
Enda hefur þjóðin
bragöist rétt viö. Hún hefur selt kennitölur sínar
til að einkavæða ríkisbankana, hún hefur stutt
þá viðleitni alþingis og ríkisvalds að styrkja und-
irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, með þvi að gefa
kvótann og með miðlæga gagnagranninum höf-
um við skapað nýja auðlind úr sjúkrasögum þjóð-
arinnar. Samkvæmt því sem forsætisráðherra
hefur sagt okkur dreifist þjóðarauðurinn með
réttlátari hætti til íslendinga heldur en í nokkra
öðra landi og nú er svo komið að útlenskir vís-
inda- og viðskiptafræðingar era famir að ganga á
fund forsætisráðherra til að fá aö selja ísland sem
Stuttar fréttir i>v
Beltin bjarga
Nýleg rannsókn sýnir fram á að
alvarlegum
augnsköðum í
umferðarslysum
hefur fækkað
um 2/3 eftir hert
lög um bílbelta-
notkun. Dagur
segir frá.
Sundlöggur
Á nýársdag syntu fjórir lögreglu-
menn nýárssund í Nauthólsvík.
Með þessu vora þeir að endurvekja
hefð sem ríkti hérlendis frá 1910 til
þriðja áratugarins. Mbl greindi frá
þessu.
Metár í verðbréfum
Á síðasta ári numu heildarvið-
skipti á Verðbréfaþingi íslands
rúmum 301 milljarði króna. Þetta
eru mestu viðskipti með verðbréf á
einu ári í sögu þingsins. Aukning-
in frá árinu 1997 er nærri því 60%.
Morgunblaðið sagði frá þessu.
Lifandi draugar
Sagnfræðingafélag fslands stend-
ur fyrir hádegisfundi í Þjóöarbók-
hlöðunni á þriðjudag. Yfirskrift
fundarins er „Lifandi draugar of-
sækja dauða Vestur-íslendinga" en
það er Vigfús Geirdal sem mun
tala um rannsóknir sínar á Vestur-
íslendingum.
Sala fsl. aðalverktaka
Aðeins seldist mn 251 milljónar
hlutafé í útboði á hlutabréfum ís-
lenskra aðalverktaka í eigu ríkis-
ins en samtals hafði 350 milljóna
hlutafé veriö boðið til kaups. Út-
boðinu lauk í síðustu viku. Mbl.
greindi frá þessu.
Nýr upplýsingavefur
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra opnaði
skömmu fyrir
áramót upplýs-
ingavef ríkis-
skattstjóra á Net-
inu. Þar má
finna allar
helstu upplýsing-
ar um skattamál. Mbl. sagði frá.
Virk samkeppni
Frá og með 15. janúar næstkom-
andi geta símnotendur hringt til
útlanda með því að nota númerið
1010, sem er forvalsnúmer Tals, í
stað 00, sem er forvalsnúmer
Landssímans. Landssíminn mun
þó innheimta símtölin fyrir Tal.
Með þessu segja talsmenn Tals að
sé hafin virk samkeppni í útlanda-
símtölum.
Drykkjarfontakeppni
Vatnsveita Reykjavíkur mun
efna til hugmyndasamkeppni um
gerð drykkjarfonta í Reykjavík.
Mun fontunum verða komið fyrir á
fjölförnum stööum í Reykjavík.
Morgunblaðið greindi frá þessu.
Úthlutað úr sjóði
Fyrir skömmu fór fram árleg út-
hlutun úr minningarsjóði Karls J.
Sighvatssonar orgelleikara. Það
var Agnar Már Magnússon sem
hlaut námsstyrkinn. Styrkupphæð-
in er 250.000 krónur. Morgunblaöið
sagði ft-á.
Grísabær stofnaður
Nýtt hlutafélag var stofnað fyrir
áramót um rekstur svinaslátur-
húss og sölu á svínakjöti. Hluthaf-
ar eru Grísaból sf. og Þríhymingur
hf. og skiptist hlutafé jafnt á milli
aðila. Nýja hlutafélagið heitir
Grísabær ehf. og er þaö til húsa í
Eirhöfða 12 í Reykjavík.
•uiiumiu opjUliai
Jóhanna Sigurðardóttir r:
við forystu-
menn Alþýðu-
flokks, Alþýðu-
bandalags og
Kvennalista
áður en hún
svarar tilboði
Alþýðuflokksins
í Reykjavík um að taka þátt í j
kjöri undir merkjum flokksin:
óháðra. Dagur greindi frá. -I