Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 23 Fréttir Þú getur þakkaö fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Body Pump Fitubrennsla Fyrirlestur einu sinni í mánuði Kickbox Tae Kwon Do TíLBOg Spinning Eróbikk Tækjasalur Einkaþjálfun Fitubrennsla Kynntu þér einkaþjálfunarnám frá Suðurlandsbraut 6 (bakhús) * Sími 588 8383 f NYTT > Átakskeppni GYM 80 Vegleg verðlaun í V boði. > International sproTtfsclénce assosiation Viðskiptablaðið, Vísir.is og TölvuMyndir með viðskiptavef á Vísi.is: •• Oflug upplysingaveita Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri TölvuMynda, l.t.v., Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Viðskiptablaðsins, og Þorvaldur Jacobsen, fram- kvæmdastjóri Vísir.is, handsala samkomulag um myndun öflugs upplýs- ingavefs um viðskipti og atvinnulíf á Vísi.is Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparísjóðum og á pósthúsum. ^ fyrir atvinnulífið „Samstarf þessara þriggja fyrir- tækja skapar grundvöll til þess að byggja upp framúrskarandi þjón- ustu við íslenskt atvinnulíf og alla þá sem vilja fylgjast með í hröðum heimi viðskipta," sagði Örn Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Við- skiptablaðsins, eftir að Viðskipta- blaðið, Vísir.is og TölvuMyndir höfðu gert með sér samkomulag um að sameina Viðskiptavef Við- skiptablaðsins og Fjármálatorg TölvuMynda í einn öflugan upplýs- ingavef um viðskipti og atvinnulíf á Vísi.is Með sameiningu Viðskiptavefs Viðskiptablaðsins, sem heldur úti öflugri fréttaþjónustu um viðskipti og efnahagsmál á visir.is, og Fjár- málatorgs TölvuMynda, fjarmal.is, sem veitir ítarlegar upplýsingar af Verðbréfaþingi íslands og fjár- málamörkuðum, er lagður grunn- ur að uppbyggingu öflugrar upp- lýsingaveitu um viðskipti og avinnulíf á Internetinu. Viðskipta- vefurinn verður hluti af netmiðlin- um Vísi.is sem á síðustu mánuðum hefur styrkt sig í sessi sem öflug- asti netmiðill landsins. „Viðskiptablaðið hefur verið leiðandi í umfjöllun um efnahags- mál og atvinnlíf á íslandi, Tölvu- Myndir er eitt stærsta hugbúnað- arfyrirtæki landsins sem m.a. hef- ur sérhæft sig í þjónustu við fjár- málamarkaðinn og sjávarútveg. Vísir.is hefur á skömmum tima fest sig í sessi sem stærsti íslenski netmiðillinn. Sameiginlega geta þessi fyrirtæki tryggt að Viðskipta- vefurinn bjóði upp á besta mögu- lega aðgang að hagnýtum upplýs- ingum fyrir atvinnulífið, lifandi tengingu og upplýsingar af inn- lendum sem erlendum fjármála- mörkuðum, öfluga fréttaumfjöllun og greiningu á upplýsingum," sagði Örn. Hann sagði enn fremur að notendur Vísis.is gætu vænst þess mjög fljótlega að sjá árangur af samstarfi Viðskiptaþlaðsins, TölvuMynda og Vísis.is. -hlh FáskrúösQ öröur: Sjúkrabílstjórar segja upp DV, Fáskrúösfirði: Allir sjúkrabílstjórar á Fá- skrúðsflrði sögðu upp störfum firá og með áramótum. Ástæðan er kjaradeila. Fyrir ári var gerður samningur milli RKÍ og ríkisins um tilhögun sjúkraílutninga í landinu. í samningi þeim er kveð- ið á um að sjúkraílutningamenn séu starfsmenn heilsugæslustöðva. Bilstjórarnir benda á að ekki hafi verið aukið fjármagn til heilsu- gæslustöðvanna til að standa straum af auknum kostnaði vegna þessa. Þeir hafa veitt Landssambandi slökkviliðsmanna samningsumboð fyrir sig svo hægt sé að gera einn kjarasamning á landsvísu fyrir alla sjúkrabílstjóra á landsbyggð- inni. Þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir til að fá fulltrúa ríkisins að samningaborði hefur það ekki tek- ist. Sveitarstjóri Búðahrepps hefur ásamt Landssambandi slökkvið- liðsmanna sent bréf til RKÍ og Landssamband slökkviliðsmanna sent heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins, án þess að fá svar. Sjúkrabílstjórar á Fáskrúðsfirði höfðu fengið þóknun fyrir akstur sjúkrabílanna í formi óskatt- skyldra tekna. Hefur verið tekið tillit til þess í þeim greiðslum en nú er greiddur fullur skattur af þessari þóknun án þess að hún hafi nokkuð hækkað vegna skatts- ins. Þetta eru þeir ekki ánægðir með og hafa þess vegna sagt upp störfum, þó þeir hafi í raun aldrei skrifað undir neinn ráðningar- samning og telja sig ekki samn- ingsbundna þess vegna. Þess má geta að sjúkrabílstjórar á Fá- skrúðsfirði hafa einnig þjónað heilsugæslustöðinni á Stöðvarfirði með akstur sjúklinga. -ÆK Afgreiðslustaðirsparisjóðanna verða lokaðir í dag, mánudaginn 4. janúar. Verið velkomin í Sparisjóðinn strax í fyrramálið, þriðjudaginn S. janúar. Sendum öllum landsmönnum óskir um gæfuríkt ár og þökkum viðskiptin á liðnu ári. X SIARISJQÐURINN -fyrir pig og pína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.