Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 29
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999
33
Fréttir
Verslunarferðir til útlanda:
Flogið á vit ævintýranna
Heimsækja ættingjana á
íslandi
Mæðgurnar Sigrún Hansen og
Sigrún Jónsdóttir skera sig úr far-
þegahópnum frá Glasgow að því
leyti að þær nýttu sér ferðina til að
heimsækja ættingja sína hér á
landi. Þær hafa nefnilega verið bú-
settar á eyjunni Mön í írlandshafi
siðustu fjögur ár. Eyjalífíð á vel við
þær og voru þær útiteknar og
hraustlegar og hefðu eins getað ver-
ið að koma frá sólarströnd.
„Við erum komnar til að heim-
sækja alla ættingjana. Ætlunin er
að vera hér á landi í tæpar þrjár
vikur og búa hjá fjölskyldunni í
Hafnarfirði. Við fórum i verslunar-
leiðangur í Glasgow á leiðinni hing-
að. Það er gríðarlega mikið af góð-
um verslunum í borginni og þægi-
lega stutt á milli þeirra. Það auð-
veldar allt að hafa stuttar fjarlægðir
og ég læt aldrei hjá líða að kíkja í
búðir þegar ég á leið um borgina,"
sagði Sigríður.
Ekki meira mál en að
skreppa bæjarleið
Tveggja daga verslunarferð til
Glasgow er fljót að líða en vinkon-
urnar Ásdís Ármannsdóttir úr
Sandgerði og Fanney Magnúsdóttir
frá Keflavík voru hæstánægðar með
ferðina. Ásdís var sjálfskipaður leið-
sögumaður í ferðinni enda hennar
þriðja skipti en Fanney var að fara
í fyrsta sinn.
„Þetta er ekki meira mál en að
skreppa bæjarleið að fara til Glas-
gow,“ sagði Sigurrós, móðir Ásdís-
ar, en hún var að sækja þær í Leifs-
stöð
„Við erum báðar í vinnu í vetur
og þess vegna gátum við leyft okkur
að gera innkaup í búðunum úti.
Ætli við verðum ekki að viður-
kenna að við höfum keypt talsvert
mikið í ferðinni. Það er alveg
frábært að versla í Glasgow og
mikið af skemmtilegum búð-
um,“ sögðu Ásdís og Fanney.
Aðspurðar hvort þær teldu
sig hafa gert góð kaup svör-
uðu þær játandi. Margir hlut-
ir væru miklu ódýrari en hér
heima.
„Við gerðum lítið annað en
vera í búðum enda tíminn
mjög knappur í ferðinni. Við
nutum þess bæði kvöldin að
fara fínt út að borða en það er
nóg af góðum veitingastöðum í
borginni. Við gætum ekki ver-
ið ánægðari með þessa ferð,“ sögðu
vinkonumar einum rómi.
Erum ekki verslunarglaðar
Þær Eygló Sigurjónsdóttir og Jak-
obína Jónsdóttir hafa oft ferðast
saman. Þær eru starfsfélagar og búa
í Keflavík. „Við ákváðum að
skreppa í nokkra daga og lyfta okk-
ur upp,“ sögðu þær Eygló og Jak-
obína. Þær hafa oftsinnis heimsótt
Glasgow og eru öllum hnútum
kunnugar þar í borg.
„Við erum langt frá því að vera
verslunarglaðar. En við fórum auð-
vitað aðeins í búðir og gerðum
nokkum verðsamanburð. Það kom
á daginn að margt af því sem við
vorum að leita að reyndist ódýrara
í Glasgow en hér heima.“
í fyrri ferðum hafa þær haft fyrir
sið að skreppa út fyrir borgina og
meðal annars heimsótt Edinborg.
„Við erum vanar að leita uppi sýn-
ingar og skemmtilega menningar-
viðburði og skoða merkar bygging-
ar. Við ákáðum hins vegar að fara
ekki út fyrir borgina í þetta sinn en
ferðin í heild var mjög vel heppn-
uð,“ segir Jakobína Jónsdóttir að
lokum.
Vorum aðallega á pöbbunum
„Við keyptum dálítið af jólagjöf-
um og einnig aðra hluti. Þetta var
þó alls ekki verslunarferð heldur
miklu frekar kærkomið frí og
skemmtiferð," sagði Helgi Rafnsson
Helgi Rafnsson og Þórdís Sigurjónsdóttir
fóru í skemmtiferð til Glasgow.
Sigrún Hansen og Sigríður Jónsdóttir voru ánægðar að koma i heimsókn til
íslands.
Árið um kring fjölmenna íslend-
ingar til útlanda í skemmti- og
verslunarferðir auk þeirra fjöl-
mörgu sem stefna til suðrænna
landa um stórhátíðir.
Mörgum sögum fer af innkaupa-
gleði landans og því kaupæði sem
rennur á þá þegar þeir stíga inn úr
dyrum stórverslana, hvort heldur er
í Glasgow, Newcastle eða Dublin.
En er ekki orðin breyting á eftir
að almennt verðlag hér á landi hef-
ur lækkað á síðastliðnum árum?
DV ræddi við nokkra íslendinga
nýkoma frá Glasgow og komst að
þeirri niðurstöðu að innkaup væru
ekki aðalatriðið í ferðinni heldur og
ekki síður að lyfta sér upp i skamm-
deginu.
Móðir Ásdísar, Sigurrós Tafjörd, var að taka á móti þeim Ásdísi og Fanney f
Leifsstöð.
Eygló Sigurjónsdóttir og Jakobína Jónsdóttir voru að koma frá Glasgow. Dætur þeirra, þær Ester Rúnarsdóttir og
Guðný Guðmundsdóttir, voru að sækja þær á flugvöllinn.
en hann var að koma ásamt Þórdísi
Sigurjónsdóttur úr þriggja daga ferð
til Glasgow.
Þetta var fyrsta ferð Þórdísar til
Skotlands en Helgi hafði farið einu
sinni áður. Þótt þau hafi ekki dval-
ið mikið í verslunum sögðust Þórdís
og Helgi viss um að margt væri
ódýrara í Glasgow en hér heima. Þó
væru hlutir, eins og til dæmis ýmis
konar merkjavara, sem væri jafn-
dýr og jafnvel dýrari en hér.
„1 svona stuttri ferð gefst ekki
tími til að gera margt. Við ákváðum
að fara ekki út fyrir borgina í þetta
sinn. Við létum líka söfn og sýning-
ar bíða betri tíma. Það má segja að
við höfum aðallega verið á pöbbun-
um og reynt að slappa af,“ segir
Helgi og kímir.
Þórdís og Helgi sögðust almennt
ánægð með ferðina enda hefðu þau
verið á fínu hóteli með ágætri þjón-
ustu. -AG
Þú sest inn í heitan og notalegan bílinn, þegar
þú hefur lokiö viö morgunkaffiö og þarft ekki
aö skafa rúðurnar.
Verö 18.000 kr. meö ísetningu.
H. Hafsteinsson, sími 895 0900
Fjarstýröur
ræsibúnaður/samlæsingar
I Cart
umboðsskrifstofa
íslenskra listamanna
Ó s k u m
í s I e n s k u m
listamönnum,
G&G VEITINGAR, HÓTEL L0FTIEIÐIR
m
œœ
FÍNN MIDILL
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF
styrktaraðilum
þ e i r r a o g
þjóðinni allri
farsældar
á n ý j u á r i .
vegabréf íslenskrar
listar árið 1999
SlMAR 552 6296 • 862 8023
f NÝtJU LJÓBt
wivWiiNwie
í NÝJU UÓSI
ÆKf éSÆ
ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLA6IÐ HF
MYNDSKJÓÐAN MARGMIÐLUN
TVG - ZIMSEN
tf