Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 Afmæli___________________ Einar Þ. Þorsteinsson Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Organleikari Pavel Smid. Vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra. Foreldrafundur eftir guðsþjónust- una i kirkjunni. Bamaguösþjónusta kl. 13.00. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með bömum. Prestamir. Áskirkja: Bamaguðsþjðnusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 15.30. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bessastaðakirkja: Leikskóiaguðsþjón- usta kl. 14. Guðsþjónusta kl. 14. Bókin um Kötu og Óla afhent. Leikskólinn á Álftanesi kemur til athafnarinnar. Sunnudagaskólinn hefst eftir jólaleyfi. Sóknarprestur þjónar við athöfnina. Brciðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Kjartan Jónsson prédikar. Kynning á starfi íslenska kristniboðsins. Kanga- kvartett syngur. Organisti Daníel Jónas- son. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Bjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskyld- una. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagaskóiinn á sama tima í umsjá Steinunnar Leifs- dóttur og Berglindar H. Ámadóttur. Létt- ar veitingar eftir messu. Kl. 20.30 hjóna- starf, fyrirlesari Ólafur M. Hakansson læknir. Dómkirkjan: Guösþjónusta kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friöriksson. Elliheimilið Grtind: Guðsþjónusta kl. 10.15. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Lenka Mátévoá. Bama- guösþjónusta á sama tíma. Umsjón: Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Ragnar Si hram. Prestarnir. Frfkirkjan í Reykjavik: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Farið niður að tjöm i lok- in og fuglunum gefið brauð. Guðsþjón- usta kl. 14 í Safnaðarheimilinu. Barn borið til skimar. Kaffisopi eftir guðs- þjónustu. Organisti er Sigrún Þórsteins- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Hiörtur Magni Jóannsson. Glerárkirkja: Gamasamvera og guðs- þjónusta kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að mæta með bonunum. Ftmdur æskulýðsfélagsins er kl. 20. Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli i Grafarvogskirkju kl. 11. Umsjón Hjörtur og Rúna. Sunnudagaskóli í Engjaskóla k) 11. Umsjón Ágúst og Signý. Guðsþjón- ucta kl. 14. Sr. Lárus Guðmundsson, fyrr- vtrandi sendiráðsprestur i Danmörku, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti H-önn Helgadóttir. Unglingakór Grafar- vogskirkju syngur. Prestarnir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Muniö kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11. Barna- kór Grensáskirkju syngur undir stjóm Margrétar Páhnadóttur. Organisti Ami Arinbjamarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa og bamastarf kl. 11. 5 ára börn i Hallgrímssókn boðin sérstaklega velkomin og verður þeim af- hent bókin Kata og Óli. Organisti Dou- glas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Bryndís Valbjömsdóttir og sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Org- anisti Jakob Hallgrlmsson. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta ki. 11. Sr. fris Kristjánsdóttir þjónar. Þnrey Heiödal syngur við píanóundirleik Alberts Guömundar Jónssonar. Félagar úr kór Hjallakirkju leiða safhaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bama- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag, kl. 18. Prestamir. Kálfatjamarsókn: Munið kirkjuskól- ann á laugardag, kl. 11-12, í Stóru-Voga- skóla. Kópavogskirkja: Bamastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11. Prédikunarefni: Trúarreynsla - kristin mystik. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Einsöngur Guðriður Þóra Gisladóttir. Kaffisopi eftir messu. Bama- starf í safnaðarheimili kl. 11 1 umsjón Lenu Rósar Matthíasdóttur. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingiieif Malmberg. Kveðjumessa sr. Jóns Bjarmans. Laugameskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Prestur sr. Bjami Karlsson. Organisti Gunnar Gunnarsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kL 14. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Fermingarböm og foreldrar þeirra era sérstaklega velkomin. Bamastarfið á sunnudagsmorgnum er í safnaðarheimil- inu kl. 11. Rúta frá Mosfellsleið fer venju- bundinn hring. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. Selfosskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Flóki Kristinsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Gunnar Björnsson. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Org- anisti Kristín G. Jónsdóttir. Prestur sr. Guöný Hallgrímsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Seljakírkja: Krakkaguösþjónusta kl. 11. Fræðsla og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irtna Sjöfn Óskarsdóttir prédik- ar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknar- prestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Ásta, Sara og Stein- ar aðstoða ásamt fermingarbömum. Baldur Rafn Sigurðsson. Vidalínskirkja: Guösþjónusta kL 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safhað- arsöng. Sunnudagaskóli, yngri og eldri deild, á sama tíma i kirkjunni. Sr. Tómas Guðmundsson þjónar við athöfhina. Sóknarprestur. Einar Þór Þorsteinsson, prófastur að Eiðum í Eiðahreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Einar fæddist á Löndum í Stöðv- arfirði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni, lauk stúd- entsprófum í Reykjavík 1952 og embættisprófí í guðfræði við HÍ 1956. Einar var sóknarprestur í Kirkju- bæjarprestakalli 1956-59, hefur ver- ið sóknarprestur í Eiðaprestakalli frá 1959 og er prófastur Múlapró- fastsdæmis frá 1988. Jafnframt sinnti hann aukaþjónustu í Hof- teigsprestakalli 1956-59 og í Kirkju- bæjarprestakalli 1959-70. Þá var Einar stundakennari við Alþýðuskólann á Eiðum 1956-91 og stundakennari við Grunnskólann á Eiðum 1960-90. Einar var formaður Prestafélags Austurlands 1958-59 og 1967-68, var formaður Kirkjukórasambands Austurlands 1957-67, formaður Fé- lags áfengisvarnanefnda á Austur- landi 1962-72 og kirkjuþingsmaður 1982-90 og 1994-98. Einar sat í hreppsnefnd Eiða- hrepps 1970-82, var formaður Sam- virkjafélags Eiðaþinghár 1965-75, var vatnsveitustjóri Eiðahverfis 1965-93, sat í sumarbúðanefnd Prestafélags Austurlands frá 1966, er umsjónarmaður Kirkjumiðstöðv- arinnar á Austurlandi frá 1991, hef- ur verið endurskoðandi Kaupfélags Héraðsbúa um árabil og hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Lionsklúbb- inn Múla á Fljótsdalshéraði. Fjölskylda Einar kvæntist 18.8. 1956 Guð- rúnu Sigríði Zophoniasdóttur, f. 15.2. 1934, húsmóður. Hún er dóttir Zophoníasar Zophoníassonar, bif- reiðarstjóra á Blönduósi, og k.h., Guðrúnar Einarsdóttur, húsmóður. Böm Einars og Sigríð- ar eru Zophonías, f. 29.10. 1959, kennari og garð- yrkjufræðingur á Hall- ormsstað, kvæntur Sif Vigfúsdóttur, skólastjóra á Hallormsstað, en þau eiga tvö börn; Guðrún Áslaug, f. 15.9. 1962, iðju- þjálfl og guðfræðinemi í Reykjavík, gift Davíð Brandt forritara; Hildur Margrét, f. 10.2.1970, guð- fræðinemi í Reykjavík. Systkini Einars: Krist- ján, f. 19.2.1905, d. 19.4.1977, útvegs- bóndi á Löndum í Stöðvarfirði; Guttormur, f. 3.4. 1906, d. 3.10. 1991, bóndi á Löndum; Þórhildur, f. 25.5. 1907, d. 13.3. 1940, húsfreyja á Odda við Fáskrúðsfjörð; drengur, f. 25.5. 1907, d. s. d.; Jón Nikulás, f. 30.10. 1908, d. 16.12. 1985, verkamaður í Hátúni í Stöðvarfirði; Guðleif Mar- grét, f. 9.11. 1914, lengst af húsfreyja að Stóra-Botni í Hvalfirði, nú til heimilis að dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Foreldrar Einars: Þorsteinn Kristjánsson, f. 28.9. 1877, d. 30.5. 1960, útvegsbóndi á Löndum, og k.h., Guðlög Guttormsdóttir, f. 8.9. 1884, d. 8.1. 1971, húsfreyja. Ætt Þorsteinn var sonur Kristjáns, b. á Löndum, Þorsteinssonar, b. á Heyklif, Sigurðssonar. Móðir Þor- steins var Kristborg Erlendsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum, Gunnlaugs- sonar. Móðir Erlends var Oddný Er- lendsdóttir, ættföður Ásunnarstaða- ættar, Bjamasonar. Móðir Kristjáns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Keldu- skógi, Guðmundssonar, bróður Guð- mundar, langafa Finns listmálara og Ríkharðs myndskera, Jónssona. Móðir Guðbjargar var Guðrún Guð- mundsdóttir, pr. í Berufirði, Skafta- sonar, bróður Árna, langafa Magda- lenu, ömmu Ellerts B. Schram, for- seta ÍSÍ. Móðir Þorsteins á Löndum var Margrét Höskulds- dóttir, b. á Þverhamri í Breiðdal, Bjarnasonar, bróður Jóns, langafa Jóns, föður Eysteins, fv. ráðherra, og dr. Jakobs, pr. Jónssona. Bjarni var sonur Stefáns, b. á Þver- hamri, Magnússonar, pr. á Hallormsstað, Guð- mundssonar, föður Sig- riðar, langömmu Bene- dikts, afa Þórbergs Þórð- arsonar. Móðir Margrétar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugs- sonar, bróður Erlends á Þorgrims- stöðum. Móðir Sigríðar var Stein- unn Jónsdóttir, systir Páls, langafa Eysteins og Jakobs Jónssona. Móðursystir Einars var Guðríð- ur, móðir Péturs, fyrrv. sýslumanns í Búðardal, Skúla, fyrrv. náms- stjóra, og Pálínu Þorsteinsdóttur, móður Björns Guðmundssonar laga- prófessors. Guðlaug var dóttir Gutt- orms, prófasts á Stöð, bróður Páls, afa Hjörleifs Guttormssonar alþm. og Sigurðar Blöndals skógræktar- stjóra. Annar bróðir Guttorms var Björgvin, afi Helga Þorlákssonar sagnfræðings. Guttormur var sonur Vigfúsar, pr. á Ási, Guttormssonar. Móðir Vigfúsar var Margrét Vigfús- dóttir, systir Guttorms, langafa Mciríu, ömmu Hrafns Gunnlaugs- sonar. Systir Margrétar var Ingunn, langamma Þorsteins, skálds og rit- stjóra, fööur Gylfa, fyrrv. mennta- málaráðherra. Móðir Margrétar var Bergljót Þorsteinsdóttir, systir Hjör- leifs, langafa Einars Kvaran. Bróðir Bergljótar var Guttormur, langafi Þórarins, föður Kristjáns Eldjáms forseta. Móðir Guðlaugar var Þór- hildur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu, Steinssonar, b. á Harðbak, Hákonarsonar. Móðir Steins var Þórunn Stefánsdóttir, pr. á Prests- hólum, Scheving, bróður Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar. Einar er að heiman á afmælisdag- inn. DV Tll hamingju með afmælið 22. janúar 80 ára Einar B. Sturluson, Æsufelli 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Andrésdóttir. Þau taka á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 16.00. Karl Júlíus Eiðsson, Laugavegi 159 A, Reykjavík. Þóranna Guðlaugsdóttir, Kirkjubraut 19, Njarðvík. 75 ára Jóhann Guðmundsson, Stapa, Varmahlíð. Lýður I. Magnússon, Vitabraut 9, Hólmavík. 70 ára Ármann Þórðarson, Ægisgötu 1, Ólafsfirði. Guðmundur Magnússon, Fossvogsbletti 13, Reykjavík. 60 ára Hafsteinn Guðnason skipstjóri, Faxabraut 59, Keflavík. Eiginkona hans er Eydís Blómquist Eyjólfsdóttir móttökuritari. Hann verður að heiman. Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Brekkubyggð 34, Blönduósi. Gréta Elín Guðmundsdóttir, Lyngbrekku 23, Kópavogi. Gunnar Emilsson, Teigaseli 11, Reykjavík. 50 ára Benjamín Baldursson, Ytri-Tjömum II, Eyjafiarðarsveit. Bergur Eiriksson, Hátúni 10 A, Reykjavík. Guðrún Helga Sigurðardóttir, Dalb'raut 9, Bíldudal. Gunnlaugur Magnússon, Krókahrauni 2, Hafnarfirði. Ólafur Bjömsson, Krithóli 2, Varmahlið. Sigríður Eggertsdóttir, Keilufelli 13, Reykjavík. 40 ára Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Engjavegi 10, Mosfellsbæ. Hanna Ólafsdóttir, Krammahólum 45, Reykjavik. Ingveldur María Tryggvadóttir, Reykjabyggð 15, Mosfellsbæ. Jón Gunnarsson, Laugamesvegi 67, Reykjavík. Ólöf Ásgeirsdóttir, Álfaskeiði 84, Hafnarfirði. Stefán Oddsson, Reynimel 84, Reykjavík. víkurhöfn föstudaginn 22. janúar kl. 20-23. Bryndísarjazzbandið leikur og syngur, Ari Skúlason flytur ávarp. Allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Kosningaskrifstofa opnuð Jón Gunnarsson, þátttakandi í prófkjöri samfylkingar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Sam- taka um kvennalista, mun opna kosningaskrifstofu sína að Hafnar- götu 88, Reykjanesbæ, í kvöld, föstu- daginn 22. janúar, kl. 20.30. Hreinn Guðmundsson listmálari hefur sett upp myndlistarsýningu á skrifstof- unni og eru allar myndirnar til sölu. Skrifstofan mun síðan verða opin virka daga frá kl. 18-22 og um helg- ar frá 16-22. Síminn á skrifstofunni er 421-7147. Vernharður Sigurgrímsson Vemharður Sigur- grímsson, bóndi að Holti II í Flóa, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Vernharður fæddist i Holti og ólst þar upp viö öll almenn sveitastörf. Barnaskólanám fékk hann í farskóla Stokks- eyrarhrepps, stundaði síð- an nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni í tvo vetur og útskrifaðist þaðan 1947. Vemharður stundaði síðan sjó- mennsku, vörubílaakstur og um- ferðarvinnu á jarðvinnsluvélum fyr- ir Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps. Vernharður stofnaði félagsbú í Holti 1955 með foreldram sínum og bræðrum, þeim Jóni og Herði, og hefur búið þar síðan. Vemharður sat í hreppsnefnd i sextán ár, þar af oddviti í átta ár, sat í stjórn Hraðfrystihúss Stokkeyrar í fimmtán ár, sat í stjórn framsóknarfélags Ámessýslu og var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Ámes- inga í nokkur ár. Fjölskylda Vemharður kvæntist 27.11. 1954 Gyðu Guðmundsdóttur, f. 19.12. 1932, húsfreyju. Hún er dóttir Guð- mundar Ingimarssonar og Guð- bjargar Þórðardóttur. Börn Vernharðs og Gyðu eru Guðbjörg, f. 28.2. 1956, verslunar- maður, böm hennar era Vemharð- ur Reynir Sigurðsson en kona hans er Ingibjörg Birgisdóttir og dóttir þeirra Guðbjörg Lára, f. 28.4. 1995, Ólafur Magnús Ólafsson f. 1.9. 1977, Sigurgrímur Unnar Ólafsson, f. 29.7. 1979, og Gyða Björg Sigurðardóttir, f. 3.5. 1989; Sigurgrímur Vemharðs- Vernharður Sigurgrímsson. son, f. 7.1. 1958, d. 9.8. 1992, búfræðingur, bóndi og vélaverktaki, var kvæntur Herborgu Páls- dóttur og eru dætur þeirra Herdís, f. 29.8. 1980, og Hildur, f. 12.1. 1986, en seinni maður Herborgar er séra Úlfar Guðmundsson og er þeirra dóttir Guðrún, f. 14.8. 1996; Guðmundur Vernharðsson, f. 17.9. 1962, garðyrkjufræðingur en kona hans er Sigríður Helga Sigurðardóttir og era þeirra börn Andri, f. 3.2.1986, Gyða, f. 26.5. 1990, Elinóra, f. 25.1. 1993, Guðný, f. 17.9. 1996; Jóhanna Katrín Vem- harðsdóttir, f. 13.11. 1964, mat- reiðslumaður. Systkini Vernharðs era Jón, f. 7.5. 1922, fyrrv. bóndi og vörubilstjóri í Holti, kvæntur Jónu Ásmundsdóttur frá Eyrarbakka og eiga þau sex böm; Hörður, f. 29.6. 1922, bóndi í Holti, kvæntur Önnu Guðrúnu Bjarnadóttur og eiga þau fimm börn en eitt þeirra er látið; Ingibjörg Þóra, f. 17.7.1925, verslunarmaður á Stokkseyri, gift Sveinbimi Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn; Áslaug, f. 30.7. 1927, húsmæðrakenn- ari í Garðabæ, gift Guðjóni Ólafs- syni en Áslaug á eina dóttur; Skúli Birgir, f. 11.3. 1931, fyrrv. bankafull- trúi í Kópavogi, kvæntur Elínu Tómasdóttur og eiga þau fimm börn; Ragnheiður, f. 21.11.1933, skrifstofu- maður og bóndi í Keldnakoti i Stokkseyrarhreppi, og á hún tvö börn; Grímur, f. 16.8. 1935, matsfull- trúi hjá fasteignamatinu , Reykja- vík, kvæntur Elínu Frímannsdóttur og eiga þau fiögur börn; Hákon Gamalíel, f. 15.8. 1937, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, búsettur í Kópavogi, kvæntur Unni Stefáns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Vemharðs vora Sigur- grímur Jónsson, f. 5.6. 1896, d. 15.1. 1981, bóndi í Holti, og k.h., Unnur Jónsdóttir. f. 6.1. 1895, d. 3.4. 1973, húsfreyja. Ætt Foreldar Sigurgríms voru Jón Jónsson frá Jórvík og Ingibjörg Grímsdóttir frá Gljákoti. Þau bjuggu í Holti í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar Unnar voru Jón Þor- kelsson, Fjalla-Jón, frá Víðikeri, og Jóhanna Katrin Sigursturludóttir, frá Gautlöndum. Þau bjuggu lengst af á Jarlsstöðum í Bárðardal. Vemharður tekur á móti gestum í íþróttahúsinu á Stokkseyri milli kl. 15.00 og 19.00. Tilkynningar Handverk & hönnun Ferðaþjónusta Akureyrar og Handverk & hönnun standa fyrir sölusýningu á list- og gæðahand- verki í Laugardalshöll í annað sinn í vor. Sýningin hefst þann 22. apríl og stendur til 25. apríl. Umsóknar- frestur fyrir sýnendur er til 15. febr- úar. Allar nánari upplýsingar i síma 551-7595 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-15. Stuðningsmenn Bryndísar Hlöðvers- dóttur Samkoma stuðningsmanna Bryn- dísar Hlöðversdóttur í kosningamið- stöðinni Austurbugt 3 við Reykja- Einar Þór Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.