Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 10
10 enning FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 DV Flautur og kertaljós Frú Klein hjá Hvunndagsleikhúsinu Fjórir flautuleikarar voru í sviðsljósinu í Salnum á miðviku- dagskvöldið: Áshildur Haraldsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir, Kol- beinn Bjarnason og Martial Nardeau. Á efnisskrá tónleikanna sem voru liður í Myrk- um músikdögum voru eingöngu verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Hugmyndaauðgi Atla Heimis virðast engin takmörk sett enda áttu verkin fimm lítið sam- eiginlegt annað en að vera samin fyrir flaut- ur. Fyrsta verkið, Grand duo concertante I: Handanheimar fyrir tvær flautur og tón- band, var samið 1991 fyrir Guðrúnu og Martial. Verkið er í raun á tveimur plön- um, hér og handan Fjórir flautusnil|ingar; henna þar sem ton- hildur Haraldsdóttlr. bandið gefur þvi óraunveruleikablæ með alls konar hljóðum, raulandi kvenrödd- um, barnaröddum og hlátri og rytmískari smellum og höggum. Stundum var líkt og flauturnar væru í hrókasamræðum; í upp- hafi æstum, eins og verið væri að fjalla um mikil hitamál; annar þátturinn var and- stætt því hægur og veikur og svolítið draugalegur því einhvern veginn hefur prentast í mann eftir ófáar hryllingsmynd- irnar að barnaraddir og raul að handan séu besta ráðið til þess að fá hárin til að rísa. Þriðji þáttur var öllu taktfastari þar sem heimarnir mætast i verulega skemmtiiegu rythmasamspili og sá fjórði í ætt við þann fyrsta sem síðan fjarar út. Verkið var væg- ast sagt frábærlega leikið af þeim Guðrúnu og Martial sem greinilega nutu þess að miðla þessu skemmtilega verki til áheyr- enda. Næsta verk var ekki síður skemmtilegt Kolbeinn Bjarnason, Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir og Ás- DV-mynd Pjetur Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir og þó af allt öðrum toga, Xanties frá 1975, samið fyrir Manúelu Wiesler en leikið nú af Áshildi Haraldsdóttur og tónskáldinu sem lék á píanó við bjarma frá kertaljósum sem gerðu umgjörðina alla ósköp notalega. í efn- isskrá segir að Xanties, sem þýðir næt- urfiðrildi á frönsku, sé ímyndaður óperu- þáttur án söngvara og sviðs. Lítil saga eftir Proust er uppistaða verksins og er hún skreytt með glitrandi tónum, oft fljótandi frönskum, um leið og hún er sögð. Ég gat ekki annað en dáðst að Áshildi sem talaði næstum þvi um leið og hún spilaði (gefur auga leið að það get- ur ekki verið auð- velt) og kom sögunni til skila bæði með tali og glansandi leik - að sjálfsögðu með dyggum stuðningi Atla við píanóið. Lethe fyrir bassaflautu frá 1986 var næst, flutt af Kol- beini Bjarnasyni. Þetta er tónlist sem maður vill helst hlusta á aleinn með lokuð augun því öll áreiti virka sem vandarhögg, svo brothætt er hún og tímalaus ef maður gefur sig henni á vald. Það var auðvelt við flutning Kolbeins sem var í einu orði sagt magnþrunginn. Eftir hlé stilltu flautuleikararnir fjór- ir sér upp í hornum salar- ins og léku Tónamínútur frá 1981. í verk- inu eru rúmlega 20 lög sem hvert er 1 mínúta að lengd og bera nöfn eins og Blómatónar, Tónatónar, Barnatónar og Snjótónar sem hitta stundum vel í mark. Lögin eru svo leikin frjáls í hvaða röð sem er og gafst nú tækifæri til að heyra sum þeirra leikin saman og var útkoman ágæt þó ég hafi verið fegin því að hafa prógrammið fyrir framan mig til þess að vita svona nokkurn veginn hvað væri í gangi. Að lokum var fluttur Kvartett númer 1 fyr- ir fjóra flautuleikara þar sem spilað er með áferð, andstæður bæði í tónsviði og styrk- leika og lit þar sem auk fjögurra flautna er leikið á Sögur piccaló, tvær altflautur og tvær bassaflautur. Þetta krefjandi verk var leikið af miklu öryggi og spilagleði og var flytjendum og tónskáldi vel fagnað að leik loknum. Steppað á sinfóníutónleikum Mozart virðist oft hafa heyrt tónlist sína fullkláraða innra með sér og skrifað hana svo niður án þess að þurfa nokkru sinni að lagfæra neitt. Svona var Beethoven ekki; hann var eitt mesta tónskáld sögunnar, en honum fannst erfitt að semja. Til eru frum- handrit af verkum þar sem hann hefur strikað yfir heilu kaflana og krotað inn í alls konar breytingar. Sumar þess- ara tónsmíða tók hann meira að segja til endurskoðunar löngu eftir að þær voru full- kláraðar og breytti þeim í Tónlist Jónas Sen grundvallaratriðum. Þannig útreið fékk óperan Fidelio, og samdi Beethoven hvorki meira né minna en fjóra for- leiki við hana. Sá þriðji þótti of voldugur til að geta tilheyrt óperu og öðlaðist sjálfstætt líf sem sinfónískt tónaljóð. Hann ber heitið Leonora-forleikur nr. 3 og dregur nafn sitt af að- alpersónu óperunnar. Sinfón- íuhljómsveit íslands lék for- leikinn feiknarlega vel í Há- skólabíói í gærkvöldi, strengirnir voru silkimjúkir og tandurhreinir og samspilið alls staðar til fyrirmyndar. Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari átti nokkur falleg sóló og var þetta góð byrjun á tónleikunum. Næst á dagskrá var fjórða sinfónía Beet- hovens-sem þykir hvorki standa jafnfætis þeirri þriðju né hinni fimmtu. Sinfóníur númer 4, 6 og 8 eru ekki eins djúpar og magnþrungnar og þær sem merktar eru Rico Saccani: steppaði í takt við Beethoven en stjórnaði vel. oddatölu, enda ekki ólíklegt að Beethoven hafi þurft að hvíla sig eftir átökin í sinfóní- um nr. 3, 5 og 7 með því að semja léttari tón- verk. Fjórða sinfónían var samin á tiltölu- lega skömmum tíma, og hún rennur áfram án þess að manni opinberist einhver al- heimssannindi eða sjái inn í guðlega heima. Sinfóníuhljómsveit íslands spilaði hana nokkurn veginn hnökralaust, en hljóm- sveitarstjórinn Rico Saccani virtist á tíma- bili hafa misst stjórn á sjálfum sér, a.m.k. bar hann sig óþarflega til- gerðarlega, fetti sig og bretti og bað- aði út öllum öngum. Á tímabili stappaði hann niður öðrum fætin- um í takt við tónlistina, það heyrð- ist greinilega og skemmdi áhrifln. Gott að hann var ekki á háhæluð- um skóm. Svona tilburðir eru yflr- borðslegir og eiga ekki heima í Beethoven, reyndar á steppdans yf- irleitt ekkert heima á sinfóníutón- leikum. Öllu ánægjulegra var að hlýða á hinn svonefnda Keisarakonsert Beethovens, þar sem bandaríski pí- anóleikarinn Jeffrey Siegel var í einleikshlutverki. Hann er frábær listamaður og lék konsertinn af gíf- urlegum krafti, án þess þó að missa taumhald á sér. Aliar nótur voru skýrar, og var túlkunin heildstæð og glæsileg. Á eftir spilaði hann auka- lag, As-dúr valsinn fræga eftir Brahms, en öllum að óvörum um- breyttist hug- ljúf stemningin fyrirvaralaust í I Got Rhythm eftir Gerswhin, með blúsuðum eldglæringum og tilheyrandi látum. Var þetta góður endir á tón- leikunum, enda raulaði fólk Gershwin á leið- inni út, brosandi út að eyrum. Sinfóníuhljómsveit islands í Háskólabíói í gærkvöld. Á efnisskrá Beethoven: Le- onora-forleikur nr. 3, Sinfónía nr. 4, Píanó- konsert nr. 5 - Keisarakonsertinn Einleik- ari: Jeffrey Siegel, hljómsveitarstjóri: Rico Saccani. A sunnudagskvöldið frumsýnir Hvunndags- leikhúsið Frú Klein eftir breska höfundinn Nicholas Wright undir stjórn Ingu Bjarnason. • Þrjár leikjkonur fara með hlutverk í sýningunni: p Margrét Ákadóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Guð- björg Thoroddsen. Leikritið gerist í London árið 1934 á heimili sálgreinisins fræga frú Klein. Við sjáum hana fást við eigin tilfinningar sem móðir og fræði- P kona og kljást við dóttur sína Melittu sem var læknir og sálgreinir. Nærvera Pálu sem frú Klein hefur nýráðið sem aöstoðarkonu sína' varpar sterkara ljósi á átök þeirra mæðgna. Ytra umhverfi verksins er upphaf gyðingaofsókna síðari heimsstyrjaldar, en Klein var af gyðinga- r ættum . Verkið hefur farið sigurför um Evrópu og Bandaríkin undanfarið. Þýðandi er Sverrir Hólmarsson. Vika með Sömum Samavika í Norræna húsinu hefst kl. 16 á laugardaginn með ávarpi forsætisráðherra og stendur til 31. janúar, með sýningum á myndlist | og handverki, kynningu á samískum sögnum og | ævintýrum, kennslu í joiki, fyrirlestrum, tón- leikum, kvikmyndasýningum og fleiru. Samavikan er samstarfsverkefni Norræna hússins og sendikennara í norsku, sænsku og finnsku við Háskóla íslands. Þrjár myndlistar- sýningar verða opnaðar við upphaf vikunnar á morgun, Sofia Jannok joikar og fjölsýn- ing verður á litskyggnum um líf Fjallasama í Svíþjóð. Á sunnudaginn hefst fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna kl. 14. í kaffistofu Norræna hússins verða á boðstólum samískir réttir, hreindýrakjöt og flat- brauð, alla vikuna. Blásið á Myrkum músíkdögum Á morgun kl. 20.30 verða nýstárlegir tónleikar á Myrkum músíkdögum í Seltjamarneskirkju. Þá leikur í fyrsta skipti glæsileg nýstofnuð 60 manna Blásarasveit Reykjavíkur. Flutt verða fjögur tónverk, þar af þrjú sem ekki hafa heyrst áður hér á landi: Víkingasvar eftfr Jón Leifs, Or- etheyia eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem bæði hafa verið flutt erlendis, og Köld sturta eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem er flutt í allra fyrsta sinn og verður leikin tvisvar á tónleikun- um, í upphafi og í lokin. Konsert Páls P. Pálsson- ar er fjórða verkið, eitt af kennileitum islenskra blásarabókmennta. Frá Bjargtöngum að Djúpi Hallgrímur Sveinsson hefur tekið saman nýtt og gamalt efni frá Vestfjörðum í mikla bók sem hann nefnir Frá Bjargtöngum að Djúpi. “Tilgangurinn með útgáfunni," segir Hallgrímur í formála, „er að halda ýmsu til haga á einum stað úr sögu kynslóðanna á Vest- fjörðum í gegnum aldimar, á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi, auk almennrar kynn- ingar á mannlífi hér vestra." Bókin hefst á ræðu Ólafs Thors sem hann flutti á Austurvelli 17. júní 1961, þegar minnst var 150 ára afmælis Arnfirðingsins Jóns Sigurðssonar forseta; eftir það er efni rað- að eftir hreppum. Fjölmargar ljósmyndir eru til skrauts og skýr- ingar í bókinni. Hún er gefin út af Vestfirska for- laginu á Hrafnseyri. Titanic söluhæst Stórmyndin Titanic kom út á myndbandi fyrir röskum þremur mánuðum og hefur nú þegar selst í yfir 30 milljónum eintaka. Kon- ungur ljónanna hefur trónað á stalli sem söluhæsta myndbandið í þrjú ár en nú hefur Titanic fellt það þaðan. „Þetta er ekkert minna en kraftaverk!“ sagði for- stjóri myndabandadeildar Twentieth Century Fox. Það sem munaði um var japanski markað- urinn sem nú tók verulega vel við bandarísku myndbandi í fyrsta sinn. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.