Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 19
T>V FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
19
kvikmyndir
Fávitum boðið í kvöldverð
Nú fer að síga á seinni hluta Kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík. Aðsókn hefur verið mjög
góð og verða nokkrar kvikmyndanna sýndar
áfram eftir að hátíðinni lýkur, meðal annars
Velvet Goldmine og The Spanish Prisoner.
Ein mynd er frumsýnd í kvöld, Le diner de
cons í Regnboganum. Um er að ræða nýja
franska gamanmynd sem notið hefur mikilla
vinsælda í Frakklandi. Segir frá nokkrum ná-
ungum sem alltaf snæða saman á miðviku-
dagskvöldum. Sú kvöð fylgir þessum félags-
skap að hver og einn þeirra verður að hafa
I kvöld verð-
ur franska
kvikmyndin
Le diner de
cons frum-
sýnd á Kvik-
myndahátíð
í Reykjavík.
einn fávita með sér i kvöldverðinn og felst
síðan skemmtunin i að heyra hugmyndir og
áhugamál fávitanna og finnst gestgjöfunum
þetta hin besta skemmtun. í lokin er svo val-
inn Fáviti kvöldsins. -HK
Karakter
Feðraveldið skorað á hólm
★★★ Jacob Willem Katadreuffe (Fedja Van
Huet) er tekinn til yfirheyrslu í upphafi
myndarinnar en lögreglan grunar hann um
morðið á hinum hataða kaupsýslumanni
Dreverhaven (Jan Decleir). Jacob tekur að
rekja ævi sína fyrir lögreglunni og um leið
okkur áhorfendum. Slík frásagnarinnrömm-
un er vandmeðfarin en gengur ágæt-
lega upp að þessu sinni.
Frásögn Jacobs hefst með ástj
arfundum Dreverhavens og'
Jobu Katadreuffe (Betty Schuur-I
man) sem leiða til getnaðar hans sjálfs
Þrátt fyrir ítrekuð bónorð Dreverhavens
hafnar móðirin honum með
öllu. Og ekki var það létt verk KvÍkíílVíldð
fyrir Jobu að ala ein upp son #
sinn snemma á öldinni og kom fi n M |
það niður á samskiptum 811 §» i «'*■
mæðginanna. Er fram líða
stundir talast þau minna og minna við og
Jacob leitar á mið iilræmds fóður síns. Sá
virðist hafna honum með öllu og gerir það
soninn staðráðinn í að etja kappi við hann.
Þrátt fyrir að fjölmargar aðrar persónur
komi við sögu og margar hverjar áhuga-
verðar snýst sagan um þessar þrjár persón-
ur. Þær kastast öfganna á milli og virðast
stundum fylltar kaldlyndu hatri og eldheitri
ást á sömu stundu og gjörðir þeirra slæmar
og góðar í senn. Það er ekki síst vegna þessa
sem myndin hefur nokkra sérstöðu meðal
epískra mynda þar sem skilin á milli góðs
og ills eru jafnan ljós.
Svarblár bjarmi litar myndina
alla og gefur hennar einkar heil-
steypt og heillandi útlit. Tökur
eru einnig oft skemmtilega útfærð-
ar, einkum á vinnustað Jacobs. Þá
vinnur Karakter úr fjölmörgum öðr-
um þemum samhliða örlagasögu íjölskyld-
unnar sem aldrei varð. Þau beinast ekki síst
að þeirri sögulegu samfélags-
ólgu sem einkenndi tíma at-
burðarásar myndarinnar.
Barátta öreiganna við hand-
hafa fjármagns og hvers kon-
ar valds er í brennidepli og
segja má að Jacob verði nokkurs konar tákn
nýrra tíma þótt uppgangur hans sé dýru
verði keyptur. Sú saga er vissulega allrar at-
hygli verð.
Leikstjóri: Mike van Diem. Kvikmyndataka:
Rogier Stoffers. Aðalhlutverk: Fedja Van
Huet, Jan Decleir, Betty Schuurman, Victor
Löw og Tamar van den Dop. Hollensk,
1997.
The Tango Lesson
Potter í tangó
★** Sally Potter vakti verðskuldaða athygli
með Orlando, athyglisverðri og eftirminni-
legri mynd um ungan mann sem eldist ekki
og breytir um kyn.
Hún var full af at-
hyglisverðum pæl-
ingum og lagði
einnig áherslu á
sjónræna þáttinn í
fáguðum, draum-
kenndum senum.
Hún fylgir þeirri
mynd eftir með
þessari afar per-
sónulegu mynd, þar
sem hún fjallar um
ást sína á
tangódansinum.
Hún leikur í raun
sjálfa sig, eins og
reyndar flestir
helstu leikararnir.
Hún fær áhuga á
tangó eftir að hún
villist inn á tangósýningu hjá hinum argent-
ínska Pablo, sem lætur tilleiðast að taka
hana í tíma, þar sem hann er að vonast eft-
ir kvikmyndahlutverki. Fljótlega breytist
áhuginn í ástríðu og hún ferðast til heima-
lands tangósins, Argentínu, þar sem hún
lærir hjá tveimur tangómeisturum. Hún
snýr síðan aftur þegar áhugi
vaknar í Hollywood fyrir.
handriti eftir hana. Samband
hennar og Pablo þróast í ástar-
samband, en það kemur að þvi
að hún sættir sig ekki við það
passífa hlutverk sem henni er ætlað, bæði í
dansinum og í sambandinu.
í myndinni er Sally Potter ekki síst að
fást við þessi kynjahlutverk sem tangóinn
túlkar, þar sem maðurinn er hinn sterki
stjórnandi, en konan á að vera veik og eftir-
gefanleg og fylgja manninum í einu og öllu.
K v i k m y n d a
GAGNRÝNI
Hún snýr síðan blaðinu við með því að upp-
fylla ósk Pablo um kvikmyndahlutverk og
leikstýra honum í mynd um tangó. Pablo
neyðist þá til að
lúta stjórn hennar.
í staðinn fyrir að
hún fylgi honum,
fylgir hann henni.
Barátta kynjanna,
valdabarátta í
tangó, kvikmynda-
gerð og lífinu
sjálfu, en einnig til-
finningar og ástríð-
ur, eru viðfangsefni
þessarar myndar,
sem eins og Or-
lando býður upp á
athyglisverðar pæl-
ingar í bland við
sjónræna fágun.
Myndin er tekin í
svart-hvítu, utan
ímyndaðra atriða
úr kvikmynd Sally Potter, sem eru í lit.
Gallinn er að myndin er of hæggeng, og
stöðug tangóatriði verða leiðigjörn, sama
hversu glæsileg þau eru. Kosturinn við hæg-
gengar myndir er að þá gefst áhorfandanum
timi til að hugleiða það sem myndin hefúr
fram að færa, en ef of langt er gengið fer
áhorfandinn fremur að bíða
eftir að myndinni ljúki. Þessi
mynd fellur a.m.k. hálfa leið
ofan í þá gryfju. Hún er bæði
flott og athyglisverð, en aðrir
en tangó-aðdáendur verða að
sýna nokkra þolinmæði.
Leikstjórn og handrit: Sally Potter. Kvik-
myndataka: Robby Muller. Klipping: Herve
Schneid. Tónlist: Sally Potter. Leikarar:
Sally Potter, Pablo Veron, Carolina Lotti og
Gustavo Naveira.
Pétur Jónasson
Föstudaíur 22. janúar
Regnboginn
Kl. 4:45 The General (enskttal)
Kl. 5 The Dinner Game (isl. texti)
Kl. 7 The Dinner Game (ísl. texti)
Kl. 7 Funny Games (enskurtexti)
Kl. 9 The Dinner Game (ísl. texti)
Kl. 9 Salaam Cinema (enskur texti)
Kl. 11 The Dinner Game (ísl. texti)
Kl. 11 Idioterne (enskur texti)
Bíóborgin
Kl. 4:40 Eve's Bayou (enskttal)
Kl. 4.50 Butcher Boy (enskttal)
Kl. 9 Eve's Bayou (enskt tal)
Kl. 6:55 Butcher Boy (enskt tal)
Kl. 11:10 Butcher Boy (enskt tal)
Háskólabíó
K1. 5 Welcome to the Dollhouse (ísl. texti)
*KI. 5 Festen (ísl. texti)
Kl. 5 Men with Guns (enskurtexti)
Kl. 5 Four Days in September (danskur texti)
Kl. 5 Spanish Prisoner (ísl. texti)
Kl. 7 Festen (ísl. texti)
Kl. 7 Welcome to the Dollhouse (ísl. texti)
Kl. 7 Spanish Prisoner (ísl. texti)
Kl. 9 Festen (ísl. texti)
Kl. 9 Spanish Prisoner (ísl. texti)
Kl. 11 Festen (isl. texti)
Kl. 11 Men witli Guns (enskur texti)
Kl. 11 Four Days in September (danskur texti)
Kl. 11 Spanish Prisoner (ísl. texti)
Laugarásbíó
Kl. 9 Velvet Goldmine (ísl. texti)
Stjörnubio
Kl. 7
The Ugly (enskttal)