Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 Neytendur Könnun á þorrabökkum og súrmat í fötum: Þorrabakkar við flestra hæfi Væntanlega hafa margir beöið með óþreyju eftir að smakka á súr- matnum og öðrum þjóðlegum rétt- um sem tilheyra þorranum. Sumir hafa þó væntanlega tekið forskot á sæluna því alls kyns þorramatur hefur verið á boðstól- um í mörgum verslunum alla vik- una. Neytendasíðan fór á stúfana og kannaði innihald, úrval og verð á tilbúnum þorrabökkum og súrmat í fötum í átta stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Þeir eru: Bónus, 10-11, Fjarðarkaup, Nettó, Hagkaup, Ný- kaup, Nóatún og Múlakaffi. Auk tilbúnu bakkana seija sum- ar verslananna einnig alls kyns þorramat í lausri vigt úr kjötborð- um sínum. Rétt er að taka fram að magn í bökkunum er nokkuð mismuandi og því verðið ekki algjörlega sam- bærilegt á milli tegunda. Einnig skal tekið fram að ekki er lagt mat á gæði einstakra bakka. 10-11 Fyrst lá leiðin í 10-11 þar sem seldur er tilbúinn þorramatur frá þremur fyrirtækjum. Fyrst er að nefna 1 1/2 kg fötur með súrmat frá Borgarnesi sem kosta 2248 krónur. í fötunum eru svínasulta, sviðasulta, bringur, lundabaggar, hrútspungar, blóömör, lifrarpylsa og mysa. 10-11 selur einnig tvenns konar þorrabakka frá Borgarnesi sem kosta 1093 krónur kílóið og 1252 krónur kílóið. í ódýrari bakkanum eru hrútspungar, bringur, sviða- sulta og svinasulta en í dýrari bakkanum er að auki hangikjöt. Einnig er hægt að fá súrmats- fötu frá SS sem vegur 1350 grömm og kostar 1011 krónur eða 749 krónur kílóið. í fötunni eru bring- ur, lundabaggar, hrútspungar, blóðmör og lifrarpylsa. Að lokum selur 10-11 þorra- bakka frá KEA. Bakkarnir eru misstórir og kostar sá minni sem ætlaður er fyrir einn kostar 705 krónur en tveggja manna bakkinn, þ.e. sá stærri, kostar 1274 krónur. Innihald bakkanna er svipað. í þeim er sviðasulta, hrútspungar, bringukollar, lundabaggar, lamba- kjöt, hangikjöt, saltkjöt, nýtt kjöt, magáli, ný sviðasulta og kæstur hákarl. Fjarðarkaup Þar næst lá leiðin í Fjarðarkaup. Þar eru seldir tvær stærðir af þorrabökkum frá Kjamafæði. Sá minni, sem er ætlaður einum, veg- ur 1/2 kg og kostar 669 krónur en sá stærri, sem vegur 1 kg og er Þorrabakkar Margir hafa beðið lengi eftir að smakka á súrmatnum og öðrum þjóðlegum réttum sem tengjast þorranum sem byrjar í dag. Fjarðarkaup Kjarnafæði. 1/2 kg 669 kr. KEA 4-500 g 705 kr. 10-11/Nóatún Borgarnes, 1 kg 1093 kr. 10-11/Nóatún Borgarnes, 1 kg 1252 kr. Hagkaup Kjarnafæði, 1 kg 1329 kr. Fjarðarkaup/Nettó Kjamafæði,l kg 1639 kr. Múlakaffi Þorratrog 1590 kr.* Súrmeti í fötum . Nýkaup Goðafata, 1200 g 998 kr. ■ í: . -v. Fjarðarkaup SS-fata, 1350 g 1189 kr. pMWIIÉ Hagkaup SS-fata, 1350 g 1189 kr. Nettó KEA-fata, 2 kg mmmmsmmaamsssmmsmamam 2299 kr. Hagkaup selur bakkana frá Kjarnafæði á 899 krónur og 1329 krónur. Auk þess selur Hagkaup súrmetisfötuna frá SS á 1189 krón- ur. Bónus og Nóatún Nóatún selur mikið af þorramat í lausri vigt úr kjötborði sínu en auk þess selur það þorrabakka frá Borganesi og súrmetisfotuna frá SS. Borgarnesbakkarnir kosta 1093 krónur og 1252 krónur. Sá ódýrari inniheldur hrútspunga, bringu, svinasultu og sviðasultu en sá dýr- ari inniheldur auk þessa hangi- kjöt. Súrmetisfatan frá SS kostar 1189 krónur í Nóatúni. Bónus selur síðan 1 kg Kjarna- fæðisbakka á 1147 krónur og 1 kg Bónusbakka á 679 krónur. í Bónus- bakkanum er súr sviðasulta, blóð- mör, lundabaggar, magáll, lifrar- pylsa og hrútspungar. Þorrabakkarnir innihalda ýmsa þjóðlega rétti, s.s. hrútspunga og magál, sem fáir leggja sér til munns dags daglega. Nettó og Múlakaffi í Nettó eru seldir 1/2 kg og 1 kg Kjarnafæðisbakkar á 899 krónur og 1639 krónur. Auk þess eru seldar 2 kg fötur frá KEA á 2299 krónur. í þeim eru hrútspungar, lambabringur, lundabaggar og sviðasulta. Múlakaffi er þekkt fyrir þorra- mat sinn og margir venja komur sínar þangað á þorranum. Þar má fá svokallaða hjónakassa sem eru fyrir tvo á 1990 krónur og þorra- trog fyrir fimm manns og fleiri á 1590 krónur á manninn. í hjóna- kössunum eru súrir hrútspungar, sviðasulta, lundabaggar, bringu- kollar, blóðmör, lifrarpylsa, rófu- stappa, hangikjöt, harðfiskur, síld, hákarl, rúgbrauð, flatbrauð, smjör og ítalskt salat. í trogunum er sami súrmatur en auk þess er ný sviðasulta, hangikjöt, harðfiskur, hákarl, tvær tegundir af síldarsa- lötum, rófustappa, ítalskt salat, rúgbrauð, flatbrauð og smjör. Það er því ljós að allir ættu að geta fundið þjóðlegan mat við sitt hæfi til að gæða sér á um helgina. -GLM Magnús Ingólfsson á stjornmal.is sendibfla ætlaður tveimur, kostar 1639 krón- ur. Bakkarnir innihalda hangikjöt, reykta bringukolla, saltkjöt, mag- ál, hrossabjúgu, hákarl, harðfisk, svínasultu, súra sviðasultu, súrar bringur, súr eistu, súra lunda- bagga, rúgbrauð, flatbrauð og kart- öflusalat. Fjarðarkaup selur einnig 1350 g fötu með súrmat frá SS, eins og 10- 11, á 1189 krónur. Nýkaup og Hagkaup Nýkaup selur stóra og litla þorrabakka frá Kjarnafæði eins og Fjarðarkaup og kostar minni bakkinn 899 krónur og sá stærri 1349 krónur. Nýkaup selur einnig súrmats- fötu frá Goða sem vegur um 1200 g með lundaböggum, bringukollum, blóðmör, lifrarpylsu, hrútspung- um og sviðasultu á 998 krónur. Tómatsalat með jalapenopipar Þetta gimilega tómatsalat hentar vel sem léttur hádegisverður eða sem meðlæti með stærri máltíð. Uppskrift 2-3 stórir tómatar 150 g pepperoni lítið knippi af vorlauk 2 msk. saxaður niðursoðinn jala- penopipar ögn af grófu salti 2-3 msk. sólblómaolía svartar ólífur ný basilíkublöð Aðferð Skolið tómata og vorlauk. Skerið tómata og pepperoni í sneiðar og vorlaukinn í þunnar ræmur. Raðið til skiptis pepperoni, grænmeti og pipar á djúpt fat eða beint á diska. Strá- Þetta girnilega tómatsalat hentar vel sem léttur hádegisverður eða sem með- læti með stærri máltíð. ið ögn af salti ofan á réttinn og loks svartar ólifur og basilíkublöð dreypið á hann ögn af olíu. Setjið ofan á. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.