Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 Fréttir Umdeildur hlutur íslenskrar erfðagreiningar í Gagnalind: Viðvörun landlæknis - engin lög banna að sami aðili hafi aðgang að gagnagrunni og sjúkraskrám Landlæknisembættið: Bæklingur um gagna- grunn á hvert heimili - um 100 manns hafa hafnað þátttöku Landlæknisembættið vinnur nú að leiðbeiningabæklingi um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Áformað er að senda bæklinginn inn á hvert heimili í landinu. Leiðbeiningar eru þar um það hvernig fólk geti hafnað því að sjúkraupplýsingar um það fari í grunninn. Þá er útskýrt það ferli sem sjúkraupplýsingar fara í gegnum og hvemig þær verða dulkóðaðar áður en þær fara í gagnagrunninn. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að tilkynningar hafi borist embættinu frá um 100 aðil- um þess efnis að þeir vilji ekki að upplýsingar um þá fari í gagna- granninn. -rt DV í Glasgow! Tveir piltar frá Akureyri skelltu sér til Glasgow þar sem þeir komust yfir DV. Héðinn Ólafsson tók þessa mynd af félaga sínum, Jóni Sverri Fririkssyni, þar sem hann gluggar í blaðið í miðborginni. aukast og þetta truflar þá frekar samskipti milli rnanna," segir Sig- urður. Hann segir erfitt að fyrirbyggja að meirihluti Gagnalindar komist í meirihlutaeigu einhverra aðila. Fé- lagið sé á frjálsum markaði þar sem hlutabréf gangi kaupum og sölum. „Ég hcifði samband við hluthafa í Gagnalind og varaði þá við þvi að komi til þess að meirihluti félags- ins fari í eigu einkaleyflshafans kunni öll samskipti við lækna að vera í uppnámi. Þetta yrðu mjög óeðlileg hagsmunatengsl. Ég vænti þess að menn hugsi málið út frá því. Það er hins vegar augljóst að opinberir aðilar verða að stíga var- lega til jarðar og þeir geta ekki ráð- ið flutningi fjármagns á frjálsum markaði. Það sem rétt er að gera er að benda fullorðnu fólki á hætturn- ar af því,“ segir Sigurður. -rt Eignaraðild íslenskrar erfða- greiningar að 20 prósenta hlut í Gagnalind, sem setur upp sjúkra- skráaforritið Sögu, veldur ólgu meðal lækna. Eins og DV greindi frá í gær telur Tómas Zoéga, yfir- læknir á geðdeild Landspítalans, að eignaraðild ÍE að Gagnalind geti sett allt samstarf um gagna- grunn í uppnám og til greina komi frá hendi lækna að hætta skrán- ingu í sjúkraskráakerfið Sögu. Lög um um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði kveða ekki á um það hvort sami aðili megi eiga það fyrirtæki sem setur upp sjúkra- skrár og það sem fær einkaleyfi á gagnagrunninum. Þetta er gagn- rýnt af læknum sem telja sjúkraupplýsingar vera galopnar þeim sem eru í slíkri aðstöðu. Á það er bent að upplýsingar um sjúklinga í sjúkraskráakerfinu Sögu eru ekki dulkóðaðar. Dulkóð- un fer fyrst fram hjá landlækni og síðan fara upplýsingarnar áfram í gagnagrunninn. Þannig mun sá sem ræður fyrirtækjum beggja vegna dulkóðunar hafa ótakmark- aða yflrsýn yfir sjúkrasögur ein- staklinga. Bent er á að Gagnalind muni ekki aðeins setja upp kerfið heldur væntanlega einnig þjónusta það í framtiðinni. Mögulegt er þó að ráðuneytið taki sér vald til að ítök Kára Wjk Sigurður Guðmundsson landlæknir varaði hiuthafa Gagnalindar við því að meirihluti falli í hendur sama að- ila og fer með einkaleyfi á gagna- grunninum umdeilda. DV-mynd ákveða hver þjónusti kerfið og loki þannig á aðila sem eru tengdir einkaleyfishafanum. Áhyggjur landlæknis Sigurður Guðmundsson land- læknir staðfesti við DV að læknar hafi rætt þessi mál við sig og lýst áhyggjum vegna þessa máls. Hann segist taka undir þau sjónarmið. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að Gagnalind geti komist í eigu sama aðila og fari með einkaleyfi á gagnagrunninum. Slíkt gengur ekki upp og getur sett samstarf við lækna um gagnagrunn í uppnám. Tortryggni manna á framkvæmd þessa miðlæga gagnagrunns mun Landlæknir Qvj\Kóhun Frumskráning erfðagreining gagnagrunnur Gagnalind hf. Eigendur Gagnalindar hf. íslensk erfðagreining hf. 20 ‘ Landssíminn hf. 20 ‘ Þróunarfélag íslands hf. 15 i Skýrr (Opin kerfi eiga 51 %) 15 5 I flpknar <ítarf«fnlk 30 c. Gamli vatnsgeymirinn á Höfn: Endurbætur kostuðu 3 milHónir DV, Höfn: Lokið er viðgerðum og endurbót- um á gamla vatnsgeyminum á Fisk- hól á Höfn. Ákveðið hafði verið að rífa geyminn en það gátu bæjarbúar ekki sætt sig við og var bæjarstjóra færður undirskriftalisti þar sem fjöldi bæjarbúa mótmælti þessari ákvörðun. Geymirinn fékk að standa áfram og skipaður var starfshópur til að sjá um lagfæringu á honum. Kostnaður við endurbæturnar, þrjár milljónir króna, var greiddur með framlagi frá Hornafjarðarbæ, styrkjum frá fyrirtækjum og ein- staklingum og sölu auglýsinga sem verða á geyminum. Einnig gáfu margir vinnu sína við viðgerðina. Arkitektastofan Kim hafði yfirum- sjón með verkinu. Vatnsgeymirinn á Fiskhól á sér merka sögu því fyrsta málið á dag- skrá hjá fyrstu hreppsnefnd Hafn- arhrepps, 17. maí 1946, var vatns- veitumál. Á þeim tíma var notað brunnvatn á Höfn og einnig var sótt vatn i tunnur í Bergá, um 6 km leið. Ákveðið var að reyna boranir en byggja samhliða upp nýtt vatns- dreifikerfi ásamt nýju dæluhúsi og vatnsgeymi sem svo var reistur á Fiskhól árið 1949. Heildarkostnað- ur við þessar framkvæmdir reikn- aður á núverandi verðlagi var um 18 milljónir króna sem hefur verið mikið fyrir tæplega 400 manna byggð. Árið 1991 var vígður nýr vatns- geymir á Syðri-Klettum, spölkom norðaustan við Fiskhólinn, og þar með lauk eiginlegu hlutverki gamla vatnsgeymisins. Hann er nú góður minnisvarði þeirra miklu breytinga í vatnsveitumálum sem urðu á Höfn með tilkomu hans. -JI Stuttar fréttir :dv Skerða háar greiðslur Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra segir koma til greina að skerða háar líf- eyrisgreiðslur til að jafha betur kjör lífeyris- þega. Að mati eldri borgara þarf að ná sátt- um milli kyn- slóða þar sem aldraðir hafi lágar tekjur og þunga greiðslubyrði af fasteignum. Sjón- varpið greindi frá. Listaskáli lokaður Listaskálanum í Hveragerði, sem Einar Hákonarson á og rek- ur, hefur verið lokað. Opnað verð- ur aftur í mars eða apríl. Einar segir að lokað sé vegna reynsl- unnar frá því i fyrra. Þá var opið allt árið en traffikin minnkaði rosalega eins og hann segir. Dag- ur greindi frá. Salan jókst um 22% Heildarsala Iceland Seafood Ltd., dótturfélags íslenskra sjávarafurða í Bretlandi, jókst um 22% á síðasta ári en verðmæti sölunnar nam þá um 5,3 milljörðum króna. Að sögn Jóns Þórs Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, er um að ræða aukningu á sölu á flestum teg- undum. Morgunblaðið greindi frá. Vilja sameiningu Mikill meirihluti mjólkurfram- leiðenda á félagssvæði Kaupfélags Þingeyinga skorar á stjórn KÞ að hefja fyrir alvöru viðræður um sameiningu afurðasölufyrirtækja á Norður- og Austurlandi. Kúa- bændur á félagssvæði KÞ telja brýnt að hraða sameiningu mjólkuriðnaðar á svæðinu og skapa þannig mótvægi við fram- leiðendur á Suövesturhorninu. Sjónvarpiö greindi frá. Þurfa að borga framlag Einungis 15 af 124 sveitarfélög- um landsins ætla að taka þátt í nýja félagslega íbúðalánakerf- inu. Hvað varð- ar að sveitarfé- lögin fara ekki inn í þetta kerfi segir Jóhanna Sigurðardóttir skýrast m.a. af því að til þess þurfi þau að borga ffamlag, 5% viðbótarlánsins, í varasjóð til að mæta útlánatöpum. Dagur greindi frá. Flyst til Selfoss Lánasjóður landbúnaðarins flyst væntanlega til Selfoss á árinu. Guðni Ágústsson, formaður stjóm- ar sjóðsins, segir að undirbúningur fyrir flutning fari nú í fullan gang. Auglýst hefur verið eftir fram- kvæmdastjóra sjóðsins og tekið fram að til standi að flytja höfuð- stöðvarnar. Dagur greindi frá. Hættuástandi aflétt Ákveðið var á fundi Almanna- varna á Siglufirði í gær að aflétta hættuástandi í bænum. íbúar 29 húsa í bænum þurftu að gista hjá vinum og vandamönnum í fyrr- inótt vegna þess sem kallast fyrsta stigs rýming vegna snjóflóðahættu. Vísir greindi frá. 235 bíða eftir rými 235 aldraðir bíða eftir dvalar- rými i Reykjavík og 203 aldraðir bíða eftir að komast í hjúkrunar- rými. Biðtíminn getur verið allt að tvö ár. Ástandið er verst á höfuð- borgarsvæðinu. Morgunblaðið greindi ffá. Bara íslensk tónlist Um næstu mánaðamót mun ís- lenska fjölmiðlafélagið hefja út- sendingar á nýrri útvarps- stöð, Útvarp ís- land. Stöðin mun senda út allan sólarhring- inn og verður eingöngu leikin islensk tónlist. Útvarp ísland mun heyrast á öllu Faxaflóasvæðinu. Jón Axel Ólafs- son verður útvarpsstjóri. Dagur greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.