Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 Pólitískt skömmt- unarkerfi „Mér sýnist það vera að koma fram sem við spáðum þegar þetta var knúið í gegn, að verið sé að koma upp póli- tísku skömmtun- arkerfi þar sem fólk þarf að vera með betlistaf við dyr bæjar- stjóma til að fá íbúð.‘ Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður um nýja fé- lagslega íbúðalánakerfið, í Degi. Þjóðfélagsmein, ekki unglingavandamál „Við getum sagt með full- um rétti að hér sé ekki um unglingavandamál að ræða. Hér er um þjóðfélagsmein að ræða, en það erum við sjálf sem með sofandahætti okkar höfúm búið það til.“ Marjatta Isberg kennari, í DV. Sameign þjóðarinnar „Rætt er um landið sem sameign þjóðarinnar. Þessi gjaldtaka skapar vont fordæmi. Ég spyr mig hve oft ég muni þurfa að taka upp veskið á hringferð um landið til þess eins að skoða eigin náttúruperlur." Magnús Oddsson ferða- málastjóri um hugmyndir að gjaldtöku við Geysi, i DV. Brothætt paradís „Ég tel að Island ráði yfir miklum samkeppnismögu- leikum. Ég veit hins vegar vel, að þessi þjóð er miklu brothættari paradís en landið og sagan gefa tUefni tU að ætla.“ Jim Rogers, viðskiptajöfur og ævintýramaður, í Morg- unblaðinu. Brosað í bankanum „Ég hef alveg verið ótrú- lega rólegur yfir því þó hér hafi skóflast upp milljóna skuldir. Ég er rólegur i jafnvel þó ég hafi ekki komið neinu frá mér í eitt ár, bara myndað og myndað en brosað í bankanum.“ Örn Ingi Gíslason, myndlist- armaður, í Degi. Hévunibií siíf- aðv6rí„ Bómmfff Harpa Birgisdóttir hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta íslands: Fyrir náttúruna Harpa Birgisdóttir er 24 ára og hef- ur lokið þremur og hálfu ári af fimm í umhverfisverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. í vikunni hlaut hún Nýsköpunarverðlaun forseta ís- lands fyrir verkefnið Fokgimi og bindieiginleiki foksands. „Þetta er starfsvettvangur sem aukin þörf er fyr- ----------------- ir,“ segir Harpa Maðlir um umhverfisverk- __________________ fræðina. Áður en hún hélt til Danmerkur stundaði hún nám á náttúrufræðibraut Flensborg- arskólans í Hafnarfirði. „Umhverfis- verkfræði er mjög breitt svið. Áður en ég byrjaði í náminu fannst mér heillandi að hafa möguleika á að vinna líka úti í náttúrunni en ekki bara skrifstofuvinnu." Þess má geta að aðaláhugamál Hörpu er útivera og íþróttir og hún reynir að vera eins mikið úti í náttúrunni og hún getur. Harpa vann hjá Línuhönnun i fyrrasumar þar sem hún vann verk- efnið sem hún fékk verðlaunin fyrir. Verkefnið vann hún í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Tilgangur verkefnisins var að prófa einfaldar aðferðir til þess að bæta árangur við sáningu melfræs á sandfokssvæði. „Sandurinn er svo þurr og bindieiginleikar hans litlir að þegar sáð er fýkur hann burt og oft fræin og áburðurinn með. Árang- ur sáningar er því oft ekki eins góð- ur og maður hefði viljað. Verkefnið gekk út á að prófa einfaldar aðferð- ir til að auka rakastig Harpa Birgisdóttir. sandsins en í DV-mynd Pjetur hann var blandað efni sem heitir bentonite. Því var hægt að binda sandinn betur þannig að hann fauk ekki í burtu á meðan fræin voru að spíra.“ Augljóst er að betri árangri við sáningu er hægt ná með þessari nýju aðferð. „Þetta er hlutur sem ég haföi ekk- ert lært um úti,“ segir Harpa um ----------------- verkefnið. „Ég dassins kynnist náttúr- ” lega ekki um- hverfismálum á Islandi í Dan- mörku. í náminu hef ég hins veg- ar reynt að komast í kynni við íslensk um- hverfis- vandamál og tengja þau náminu. Eg gat nýtt mér þekkinguna úr umhverfisverkfræð- inni óbeint til að vinna þetta verk- efni.“ Harpa segir að umhverfismál verði sífellt meira áberandi á íslandi. „í gær var til dæmis haldinn stofnfund- ur fyrstu umhverfisverndarsamtak- anna á íslandi. Ég get líka nefnt að umhverfisráðuneytið í Danmörku er mun eldra en það íslenska. Við höf- um mikið getað komist hjá umhverf- isvandamálum þar sem við búum á svo stóru landsvæði miðað við Dani en í Danmörku býr margt fólk á litlu svæði.“ Harpa heldur til Danmerkur um helgina þar sem danskur sambýlis- maður hennar bíður. Hann stund- ar líka nám í verk- reynt Alan James er heimsflakk- ari sem sest hefur að á ís- landi. Stór og litrík verk Á neðri hæð Gerðubergs er þessa dagana myndlistar- sýning á verkum eftir Alan James. Um er að ræða stór og litrík verk sem flest eru unnin á síðasta ári, en einnig eru eldri verk til sýnis. Verkin bera merki höfundar sem hefur komið víða við á lífsleiðinni. Alan James fæddist í Lundúnum 1963 og ólst þar upp.Þegar hann var nítján ára helltist ævintýraþráin yfir hann og næstu ellefu ár ferðaðist hann um Evrópu og Suðaustur-Asíu þar sem hann bjó og starfaði um tíma. Ferðum hans lauk svo Sýningar hér á landi 1993 og hann hóf myndlistarnám við Mynd- listarskóla Akureyrar. Hann hélt sína fyrstu einka- sýningu 1995 og sýndi síðast í Listaskálanum i Hvera- gerði. Sýningin stendur til 31. janúar. Myndgátan Sveitalimur EypoR—<— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Nýtt verk eftir Áskel Másson verð- ur flutt á tónleikunum í kvöld. Myrkir músíkdagar: Ævintýratónleikar Á tónlistarnátíðinni Myrkir mús- íkdagar verða tónleikar í Tjarnar- biói í kvöld sem hafa yfirskriftina Ævintýratónleikar. Verða flutt sex verk og eru fjögur þeirra ný. Tón- leikarnir hefjast á nýju verki fyrir slagverk eftir Áskel Másson, önnur ný verk eru Tölva, eftir Ríkharð H. Friðriksson, Verk fyrir kontra- bassablokkflautu og tónband eftir Kjartan Ólafsson og Steinaspil eftir Elias Davíðsson. Hin tvö verkin eru 4 bagatellur eftir Tapio Tuomela og Gloriosa eftir Jónas Tómasson. Flytjendur eru Camilla Söderberg, Tónleikar blokkflautur, Guðrún Óskarsdóttir, sembaU, ÁskeU Másson, slagverk, Ríkharður H. Friðriksson, tölva og EUas Davíðsson, steinaspU. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Annað kvöld verða tónleikar á Myrkum músíkdögum í Seltjarnar- neskirkju kl. 20.30. Þar kemur fram Blásarasveit Reykjavíkur og flytur Köld sturta eftir Tryggva M. Bald- vinsson, um er að ræða nýtt verk sem er tvíflutt, Oretheyja eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Konsert fyrir blásara og slagverk eftir Pál P. Páls- son og Víkingasvar eftir Jón Leifs. Verkin samdi hann 1962 og hefur það aldrei verið flutt áður hér á landi. Stjómandi er Kjartan Óskars- son og einleikari Magnea Árnadótt- ir. Bridge Naumur sigur vannst á liði Tékka (16-14) á móti yngri spUara í Hollandi á dögunum. Leikurinn við Tékka var í þriðju umferð mótsins og fór 32-28 í impum talið. Stærsta sveiflan tU íslendinga var í þessu spUi. Tékkarnir komust að því í sögnum að veikleiki væri í spaða- litnum og völdu fimm tígla sem lokasamning á hendur NS. Sigur- björn Haraldsson og Guðmundur HaUdórsson voru fljótir að hnekkja þeim samningi með því að taka tvo fyrstu á lauflitinn og síðan stungu í litnum. Frímann Stefánsson og PáU Þórsson höfnuðu í betri samningi í opnum sal: ♦ 6 «* 10 ♦ KG8742 ♦ DG1053 é K8743 «* KG65 ♦ D ♦ ÁK9 ♦ Á105 «* ÁD74 ♦ Á105 ♦ 874 ♦ DG92 9832 ♦ 963 ♦ 62 Lokasamningurinn var 3 grönd sem var mun gæfulegri til vinnings eftir að austur hafði sýnt punktastyrk í sögnum. ÚtspUið var spaðadrottn- ing og aðal- vandamálið var hvort 6 slagir fengjust á tíg- ullitinn. Legan var hagstæð í tíglinum og hjartakóngurinn lá fyrir sviningu eins og búast mátti við af sögnum. Tékkarnir missstigu sig einnig Uli- lega i vöminni og sagnhafi fékk 12 slagi í þessum samningi, 6 á tigiU, 4 á hjarta og 2 á spaða! íslendingar græddu því 11 impa á spUinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.