Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 9 Stuttar fréttir Utlönd Mannfall í Indónesíu Að minnsta kosti 40 manns hafa týnt lífl i átökum trúar- hópa á eyjunni Ambon, sem er rúma tvö þúsund kílómetra austur af höfúðborginni Jakarta. Níðst á Bush George Bush yngri, ríkisstjóri i Texas og hugsanlegur forseta- frambjóðandi Repúblikana- flokksins í Bandaríkjunum, varð fyrir fóst- um skotum tveggja sam- tlokksmanna, þeirra Steves Forbes og Lamars Alex- anders, sem báðir sækjast eftir tibiefningu flokksins, í gær. Forbes og Alexander hædd- ust báðir að sviknum kosninga- loforðum Bush eldri á forseta- stóli. Thulemál tekið upp Hinn 1. mars næstkomandi verður mál um áttatiu veiði- manna frá Thule á Grænlandi gegn danska ríkinu tekið upp að nýju fyrir rétti í Kaupmanna- höfn. Veiðimennimir krefjast skaðabóta fyrir nauðungarflutn- inga frá heimkynnum sínum á sjötta áratugnum. Verðfall á bréfum Verð á bandarískum hluta- bréfamarkaði lækkaði í gær vegna áhyggna manna af efha- hagskreppunni í Brasilíu. Vilja vera í Angóla Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hvatti einróma til þess í gær að stofnunin hefði friðar- gæsluliða áfram í Angóla. Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri SÞ, hefin- aftm- á móti mælt með að þeir verði kallaðir heim. Skýstrokkar í Arkansas Fjórir létust og tugir slösuð- ust þegar öflugir skýstrokkar fóru yfir Arkansas, heimaríki Clintons Bandaríkjaforseta, í gærkvöld. Vilja taka upp dollara Argentínski seðlabankinn leggur til að Bandaríkjadollar verði tekinn upp sem gjaldmið- ill í landinu svo koma megi í veg fyrir ófremdarástand eins og er í Brasilíu. Enn drepið í Freetown Uppreisnarmenn í Sierra Leo- ne á flótta undan gæslusveitum Vestur-Afríkuríkja halda áfram að drepa óbreytta borgara í höf- uðborginni Freetown. Ráðherra lasinn Aud-Inge Aure, dómsmálaráð- herra Noregs, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna truflana á blóðflæði til heilans. Ekki bannað að pissa Ríkisþingið í Norður-Dakóta lagði ekki í að samþykkja lög sem bönnuðu lötum ferðamönn- um að pissa í vegkantinn. Þung taska Albright Madeileine Albright, utanrík- isráðherra Bandarikjanna, held- ur til Rúss- lands á sunnu- dag með óvenjuþunga skjalatösku. Ráðherrann verður með bunka af skjöl- um um af- vopnunarmál, NATO, Kosovo, írak, að ógleymdum uppskrifta- bæklingum að bættum efnahag Rússlands. Kókaín tekið úti á sjó Bandarískir löggæslumenn hafa lagt hald á rúm fjögur þús- und kíló af kókaíni um borð í skipi úti á. Mexíkóflóa. Eitrið er metið á um 13 milljarða króna á götunni. Salinas dæmdur í 50 ára fangelsi Raul Salinas de Gortari, bróðir Carlos Salinas, fyrrverandi forseta Mexíkós, var í gær dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á einum leiðtoga Byltingar- flokksins. Dómarinn, Ricardo Ojeda Borges, sagði að Salinas de Gortari hefði ekki viðurkennt að hafa skipu- lagt morðið. Ekki hefðu heldur fúndist beinar sannanir sem hefðu bundið hann við glæpinn. Hins veg- ar hefður líkumar verið nægilega sterkar til að fella hann. Jose Francisco Ruiz Massieu, sem var næstæðstur í Byltingarflokkn- um, var myrtur árið 1994. Saksókn- arar fúllyrtu að Raul Salinas de Gortari hefði talið að Ruiz Massieu ógnaði pólítísku valdi Salinasfjöl- skyldunnar. Salinasbræðurnir voru sjálfír í Byltingarflokknum. Hinn dæmdi hefur alltaf haldið fram sak- leysi sínu og sagt réttarhöldin vera blóðhefnd gegn sér og bróður sín- um. Carlos Salinas fór úr landi strax eftir að bróðir hans var hand- tekinn og býr nú í útlegð á írlandi. Raul Salinas var handtekinn 1995, skömmu eftir að Carlos Salinas lét af forsetaembættinu. Litið er á dóminn sem mikinn sigur fyrir Emesto Zedillo, forseta Mexíkós, sem þótti taka áhættu með því að heimila handtöku Rauls Scd- inas. Hann hraut þar með óskrifaða reglu sem verndað hefur fyrrver- andi forseta og ljölskyldur þeirra gegn rannsóknum. Ruiz Massieu var skotinn í háls- inn þar sem hann sat í bíl sínum fyrir utan hótel í Mexíkóborg. Morðið var framið sama ár og for- setaframbjóðandi Byltingarflokks- Hinn dæmdi, Raul Saiinas. Hann er bróðir fyrrverandi forseta Mexíkós, Carlos Salinas. Símamynd Reuter ins, Luis Donaldo Colosio, var myrt- ur. Saksóknarar fullyrtu að Raul Sal- inas hefði fengið leigumorðingja fyrir óbeina milligöngu þingmanns Byltingarflokksins, Manuels Munoz Rocha. Þingmaðurinn sást síðast halda til heimilis Salinas og er nú talinn látinn. Hinn myrti, Ruiz Massieu, hafði eitt sinn verið giftur systur Rauls Salinas. Lögmenn Salinas segja að sak- sóknarar hafl að mestu byggt mál sitt á vitnisburði vitorðsmanns sem sagt er að hafi fengið um 35 millón- ir islenskra króna fyrir að bera vitni. Lögmennimir ætla að áfrýja dómnum. Raul Salinas er í ramm- girtu fangelsi utan við Mexíkóborg. i fangelsinu sitja helstu glæpamenn landsins. Jóhannes Páll páfi er væntanlegur í heimsókn til Mexíkós í dag. Landsmenn hafa verið að búa sig undir heimsókn páfans að undanförnu og í gær var verið að hnýta síðustu lausu endana. Heimsókn páfa til Mexíkós nú er hin fjórða í röðinni. Búist er við miklurn mannfjölda á messur hans í höfuðborginni. Sonur Rushdies vandist lífláts- hótununum Sonur breska rithöfundarins Salmans Rushdies sagði í gær að móðir hans hefði hlíft honum að mestu gegn öllum vandræðunum sem sköpuðust af dauðadómi írönsku klerkastjórnarinnar yflr fóður hans. „Það kom fyrir þegar maður svar- aði í símann að viðmælandinn segð- ist vita hvar maður byggi og að maður yrði drepinn. En þegar á allt er litið, varð þetta eins konar lifs- stíll sem maður venst,“ sagði Zcifar Rushdie í samtali við sjónvarps- fréttastofu Reuters. Tilefnið var að Frakkar afhentu Salman Rushdie í gær æðstu viðurkenningu sína fyrir bókmenntir. Athöfnin fór fram í franska sendiráðinu í London. Verjendur Clint- ons eru búnir Verjendur Bills Clintons Banda- ríkjaforseta luku málflutningi sín- um fyrir ríkisrétti í öldungadeild- inni í gær og sögðu að vísa ætti mál- inu á hendur forsetanum frá þar sem það stefndi stjórnarfarskerflnu í voða. í dag heíjast yfirheyrslur yf- ir saksóknurum fúlltrúadeildarinn- ar sem krefjast þess að Clinton verði vikið úr embætti fyrir emb- ættisglöp í tengslum við Lewinsky- málið. Þekktur sænskur kaupsýslumaður: Gripinn með sex kíló af kókaíni Þekktur sænskur kaupsýslmnaður á sjötugsaldri var í vikunni handtek- inn á flugvellinum í Sao Paulo í Brasiliu með sex kíló af kókaíni límd við sig. Kaupsýslumaðurinn var á leið til London. Lögreglunni á flugvellinum þótti grunsamlegt hversu dúðaður maður- inn var. Hann var í frakka og jakka undir þrátt fyrir að mjög heitt væri í veðri. Auk þess var hann áberandi magamikill. I ljós kom að kaupsýslu- maðurinn var talsvert grennri en hann ieit út fyrir að vera. Á níunda áratugnum var kaup- sýslumaðurinn kóngur í heimabæ sínum í Svíþjóð, að því er segir í sænska blaðinu Aftonbladet. Hann var vinur stjórnmálamanna og bankastjóra. Hann átti fjölda fast- eigna í Svíþjóð og erlendis og var virtur maður. Oft var glatt á hjalla á herragarði hans. Þegar besti vinur hans, sem var stjórnmálamaður, átti afmæli leigði kaupsýslumaðurinn höll til að halda veisluna í. Kostnað- urinn var hálf milljón íslenskra króna. En í upphafi þessa áratugar urðu bankamenn tortryggnir og sögðu upp lánunum. Kaupsýslumaðurinn varð gjaldþrota. Þegar rannsókn hófst á meintmn mútum og svindli hvarf kaupsýslumaðurinn. Hann fannst í Suður-Ameríku og sat þar i gæsluvarðhaldi í næstum ár áður en hann var framseldur til Svíþjóðar. í Svíþjóð fékk hann langan fangelsis- dóm. Hann var látinn laus í lok árs- ins 1997. Utsalan stendur sem hæst Laugavegur 11 s.551 6811 L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.