Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 5 Fréttir Titringur milli tannlækna og Tryggingastofnunar: Eru að eyðileggja forvarnirnar - segir Þórir Schiöth, formaður Tannlæknafélagsins Kluður logmanna ráðuneytisins segir formaður Tannlæknafélags Islands Lögfræðingar heilbrigðisyfirvalda klúðr- uðu málinu en ekki tannlæknar telur Þórir Schiöth, formaður Tannlæknafélagsins. Hann segir að samningur tannlækna og Tryggingastofnunar hafi runnið út 31. októ- ber. Þá hafi lögmenn ekki varað sig á að búið var að fella út uppsagnarákvæði. „Þama urðu mistök lögfræðinga í heil- brigðisráðuneyti. Þeir litu svo á að uppsagn- arákvæði væru inni í samningnum, ekki þyrfti að segja honum formlega upp,“ sagði Þórir Schiöth. Hann segir að í einni af nokkrum framlengingum samninga undan- farinna ára, í hittifyrra, hafi uppsagnará- kvæðið verið fellt niður. „Það eina sem við gerðum á þessum fundi, þegar allt fór í bál og brand á fóstu- daginn, var að ítreka fyrri afstöðu um að samningurinn hefði runnið út 31. október. Vegna þess að Tryggingastofnun ákvað að hætta að greiða reikninga á mánu- daginn er stofnunin búin að við- urkenna að við höfum rétt fyrir okkur, það var búið að fella upp- sagnarákvæði úr gildi. Það var ekki tannlæknum að kenna að reikningar voru ekki greiddir, það var klúðri lögfræðinganna að kenna,“ sagði Þórir Schiöth. Hann stendur fast við það að tannlæknar berjist gegn því að Tryggingastofnun rústi forvamastarf sem hefur leitt til stórminnkandi tann- skemmda hjá ungu fólki. Þórir segir það líka út í hött þegar reynt sé að telja fólki trú um að ekki hafi orðið niður- skurður á opinberu fé til forvarna. -JBP —~—____ieiagi Is J?™ »& Wð- 22gto*iiiina" °*n°U*tvut*Líruss°fi tanni íPgfesS5* hmkkmAmu!*!' mh, U „Mér finnst ófært hjá Tannlækna- félagi íslands að hafna beiðni um vikufrest frá langstærsta viðskiptavini félags- ins, sem er Trygg- ingastofnun ríkisins. Yfirlýsing formanns samninganefndar Tannlæknafélags sem hljóðar einhvern veg- inn svona: Ég bora, þú borgar og eigðu þig svo! Þetta bara gengur ekki,“ segir Guðmundur Lárus- son tannlæknir, en hann stendur utan samtaka tannlækna. Hann telur að aðeins lítill hluti stéttarinn- ar standi að aðgerðum gegn Tryggingastofnun. -*OL ■*** to % Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur gagnrýnir starfsbræður. Hann gerði það einnig í tannlæknadeilu árið 1985. Frá því var sagt í frétt DV á sínum tíma. „Tannlæknar verða að fara að átta sig á því að sjúklingarnir eru algjör undirstaða undir rekstri hverrar tannlæknastofu. Því hlýtur þeim að bera, bæði sín vegna og sjúkling- anna vegna að sjá til þess að endur- greiðslur hjá Tryggingastofnun stöðvist ekki bara vegna þess að þeir eru í fýlu,“ sagði Guðmundur í gær. Hann segir það ekki í fyrsta sinn sem svona gerist, það gerðist líka 1985. „Og þetta gerist þegar réttu týp- umar, eða réttara sagt vitlausu týp- urnar, koma í stjórnina. Núna þarf fólk að fara á milli staða og bera saman verð, það er enginn ákveðinn taxti í gangi. Ég var að frétta að ein- hver tannlæknir væri búinn að hækka verðið um 35% hjá sér. Þegar svona árar i Tannlæknafélaginu, þá set ég upp gamla skiltið mitt frá 1985 þannig að mínir viðskiptavinir viti að þeirra endurgreiösla hefur ekkert breyst og verðið ekkert hækkað. Svona stríð og hurðaskellir flnnst mér skelfílegt," sagði Guðmundur Lárusson tannlæknir í Reykjavik. -JBP Deila Tannlæknafélags íslands og Tryggingastofnunar rikisins snýst ekki um peninga, ekki enn þá alla- vega, að sögn Þóris Schiöth, for- manns félagsins. „Það er ekki rétt að deilan snúist um kaup og kjör tannlækna. Engar kröfur um launa- hækkanir hafa verið lagðar fram,“ sagði Þórir. Hann sagði að málið snerist um reglugerð Trygginga- stofnunar sem tannlæknar segja að muni eyðileggja forvamastarf sem hefur borið ríkulegan ávöxt. Tannlæknar höföu frumkvæði að því síðastliðið haust að Trygginga- stofnun voru kynntar rannsóknar- niðurstöður prófessors Sigfúsar Þórs Elíassonar. Prófessorinn gerði rannsókn sem leiddi í ljós að tíðni tannskemmda meðal 12 ára skóla- barna hér á landi hefur lækkað um 70% á einum áratug. Þórir Schiöth sagði að fram hefði komið hjá Sigfúsi Þór að þessi góði árangur hefði náðst með því að handstýra málum, peningar frá hinu opinbera hefðu verið nýttir þannig að þessar góðu breytingar hafa orðið. “En núna þegar svo góður árangur blasir við þá segir Tryggingastoöiun sem svo að nú þurfl ekki lengur að Þórir Schiöth, formaöur Tannlækna- félags íslands - leiki grunur á brot- um tannlækna á það að fara til lög- reglunnar. borga þann póst. Það þykir okkur nú nokkuð einkennilegt enda þurfum við forvamir eins og áður. Fæði Islend- inga hefur ekki breyst svo mjög á þessum árum. Það þýðir að við erum enn þá í sömu áhættu gagnvart tann- skemdum og áður, þótt þessum ár- angri hafl verið náð. Við sjáum fram á að þessum árangri verði spillt. Það var ástæðan fyrir því að við ítrekuð- um fyrri afstöðu okkar á þessum samningafundi að samningar væm þar með úr gildi,“ sagði Þórir. En það er fleira sem spilar inn í. Þórir segir að niðurskurðurinn bitni helst á þeim sem sist skyldi, bam- mörgum fjölskyldum, öldruðum, vist- mönnum stofhana, þroskahömluðum og börnum með alvarlega fæðing- argalla. “Reglugerð frá þvi rétt um jólin 1996 skerti endurgreiðsluhlutfall hjá öldruðum, setti þak við 20 þúsund krónur á ári hjá þroskaheftum, sem var reyndar aukið í 30 þúsund í haust. Um frávik þarf að sækja sérstaklega," sagði Þórir. Hann segir ljóst að Trygg- ingastofnun treysti ekki tannlæknum en styðjist við órökstuddar fullyrðing- ar undanfarin tvö ár. Hafi stofnunin einhver gögn sem sanni sekt tann- lækna beri henni að leita til Ríkislög- reglunnar og óska eftir rannsókn. -JBP Tannlæknar eiga ekki aö stjórna almannatryggingum - segir Reynir Jónsson yfirtryggingatannlæknir Guðmundur Lárusson er utan Tannlæknafélagsins og stofnaði sitt eigið fé- lag, Aðaltannlæknafélagið, sem er eins manns félag. Guðmundur gagnrýnir gerðir starfsbræðra sinna. DV-mynd Hilmar Þór Guðmundur Lárusson tannlæknir: Ég bora, þú borgar, „Núna er þetta orðið Samkeppnis- stofnunarmál, fólk verður að kanna vel hvað það er að fara út í. Það þarf að bera saman verðlag tannlækn- anna. Okkar þátttaka er fost og það er ekki víst að hún dugi í þau 50 til 75 prósent sem við eigum að greiða heldur verði hún kannski 50% af gjaldskrá ráðherra en svo aðeins 50% af því sem tannlæknirinn setur upp,“ sagði Reynir Jónsson, yflr- tannlæknir Tryggingastofnunar rík- isins, í gær. Reynir segir að vitað sé að tannlæknar hafi verið að hækka gjaldskrár sínar áður en samning- urinn rann út. Reynir Jónsson yfirtryggingatannlæknir - fólk þarf að passa sig. Reynir hafnar því alfarið að stofnunin sé að tefla í tvísýnu ár- angri sem náðst hefur í forvörnum. í rauninni skilji enginn við hvað tannlæknar eigi I því efni. „Það er ekki hlutverk Tann- læknafélagsins að stjórna almanna- tryggingum, það gerir ráðherra,“ sagði Reynir í gær. Reynir segir að samningar hafi ekki náðst við nýja stjóm Tann- læknafélagsins - komið hafi verið að lokapunktinum þegar gerð var hallarbylting í félaginu síðastliðið haust. Samningar hafl ekki tekist við nýju stjórnina. Því hafl ráð- herra geflð út gjaldskrá svo hægt verði að greiða reikninga áfram. Um framhaldið sagði Reynir allt óljóst. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.