Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 11 DV Fréttir Prófkjör framsóknarmanna á Noröurlandi eystra: Jakobi Björnssyni refs- aö vegna ÚA-málsins - Valgerður og Daníel ótvíræðir sigurvegarar DV, Akureyri: Innan við fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði í prófkjöri Fram- sóknarflokksins á Norðurlandi eystra kaus Jakob Bjömsson, fyrrum bæjar- stjóra á Akureyri, í 1. sætið. Þetta er enn athyglisverðara fyrir þær sakir að rétt um helmingur allra þeirra sem kusu í prófkjörinu greiddi atkvæði á Akureyri, í heimabæ Jakobs. Alls greiddu 2.497 atkvæði og hlaut Jakob ekki nema 615 atkvæði i 1. sæti þar sem Valgerður Sverrisdóttir, sem keppti við Jakob um það sæti, hlaut 1.343 atkvæði og yfirburðakosningu. í 2. sætið fékk Jakob einungis 159 at- kvæði, í 3. sætið 398 og i 4. sætið 672 atkvæði. Alls em þetta 1.844 atkvæði. Það þýðir að 1.882 af þeim 2.249 sem greiddu atkvæði höfnuðu Jakobi í 1. sætið og 653 sem greiddu atkvæði settu Jakob ekki einu sinni á blað meðal fjögurra efstu. Þaö fer ekki hjá því að menn leiti ástæðu þessarar slöku útkomu bæjar- stjórans fyrrverandi og kunna ástæð- umar að vera fleiri en ein. Jakob kom eins og „spútnik" inn í pólitíkina fyr- ir norðan, kom nýr inn á lista Fram- sóknarflokksins í bæjarstjómarkosn- inguniun 1990 sem bæjarstjóraefhi flokksins sem vann þá stórglæsilegan sigur og fékk 5 bæjarfulltrúa kjöma af 11. Framsókn fór í meirihluta með einum bæjarfull- trúa Alþýðuflokks og Jakob settist í stól bæjarstjóra. Kjörtimabilið gekk tiltölulega stóráfallalaust fyr- ir sig. Refsað fyrir ÚA-málið? Eitt mál kom þó upp á kjörtímabil- inu sem kann að hafa ráðið miklu um framhaldið fyrir Jakob. Það var hið svo- kallaða „ÚA-mál“ sem snerist um hvort flytja ætti afurðasölumál Út- gerðarfélags Ak- ureyringa frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna til íslenskra sjávarafúrða. Það var vilji framsóknarmanna að svo yrði gert og ÍS flytti um leið höfuðstöðvar sínar til Akureyrar. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfúlltrúi krata, var hins vegar á öndverðri skoðun og frekar en láta K V- V'" 1 K'' Æ Daníel Árnason, framkvæmda- stjóri á Akureyri, fékk góða kosn- ingu í annað sætið. Jakob Björns- son, fyrrum bæj- arstjóri, fékk vægast sagt slaka kosningu hjá flokksfélög- um sínum. Fréttaijós Gylfi Krístjánsson DV, Suðurnesjum: Fjölmennt var á fundi um sameiningarmál í samkomuhúsinu í Garöinum. DV-mynd Arnheiður Garður: Fundur um sameiningarmál Forsendur þeirrar skýrslu, sem nú liggur fyrir, voru að í síðustu sveitarstjómarkosningum var leit- að eftir áliti hreppsbúa urn hvort fara ætti í hagkvæmnisathugun um sameiningu við nágrannasveit- arfélögin. Mjög skiptar skoðanir vom með- al fundarmanna um skýrsluna og hvemig mætti túlka ýmis atriði hennar. -AG A fjölmennum borgarafundi í samkomuhúsinu í Garðinum nýlega var kynnt skýrsta VSÓ ráðgafar um hugsanlega samein- ingu við nágrannasveitarfélögin, þ.e. Sandgerði eða Reykjanesbæ. Það er mat VSÓ að vænlegast væri fyrir Garðbúa að sameinast Reykjanesbæ. brjóta á meiri- hlutasamstarfinu og fara í minni- hluta gaf Fram- sókn eftir og SH hélt afurðasölu ÚA. Vitað var að mikill ágreiningur var um þetta mál meðal framsókn- armanna og vora ekki allir ánægðir með niðurstöðuna sem Jakob réð öðr- um fremm' innan flokksins. Fyrir bæjar- stjómarkosning- amar á síðasta ári lentu framsóknar- menn í miklu basli með að koma sam- an lista simnn. Þeir höfnuðu Oddi Halldórssyni, sitj- andi bæjarfúll- trúa, og stift var róið að því innan flokksins að koma Sigfríði Þorsteins- dóttur bæjarfulltrúa úr öraggu sæti. Útkoman varð eitt allsherjarslys hjá flokknum sem endurspeglaði óeining- una. Oddur fór í sérframboð og náði kjöri í bæjarstjóm. Framsókn tapaði tveimur bæjarfúlltrúum, bæjarstjóra- stólnum og lenti í áhrifalausum minnihluta. Margir era á því að fyrir þetta hafi Jakobi nú verið refsað: einungis örfá flokksystkini hans á Akureyri hafi stutt hann gegn Valgerði og framtíð hans innan flokksins sé allt annað en sterk. En þótt þetta kunni að hafa ver- ið staðreyndin hlýtur fleira að hafa komið til sem gerir útkomu Jakobs í prófkjörinu eins veika og raun ber vitni. Kosningabandalag? Daníel Ámason, framkvæmdastjóri á Akureyri, og hans stuðningsfólk vann gríðarlega vel á lokaspretti próf- kjörsbaráttunnar. Það var á margra vitorði að eins konar „kosninga- bandalag" var i gangi á milli stuðn- ingsmanna hans og Valgerðar sem ætlaði ekki að setja Jakob ofar en í 3. sætið, og helst í það fjórða. Niðm-stöð- umar tala sínu máli. Jakob fékk ekki nema 774 atkvæði samtals í 1. og 2. sætið á meðan Daníel fékk tæplega helmingi meira, eða 1.493 atkvæði, og Valgerður 1.559 í 1. og 2. sætið. Jakon sagði undir lok kosningabaráttunnar að hann hefði heyrt af þessari „blokk“ Prófkjör Framsóknar- flokksins á Norðurlandi Eystra 1. sæti I Valgerður 1343 Jakob 615 Daníel 384 Elsa 72 1.-2. sæti Valgeröur 1559 Daníel 1493 Elsa 838 Jakob 774 1.-3. sæti Daníel 1952 Valgeröur 1869 iwwpHgnffi Jakob 1172 1.-4. sæti Daníel 1952 Valgeröur 1869 Elsa 1701 | Jakob 13.72] en hann „gæti ekkert sannað" eins og hann orðaði það. Jakob segist sjálfur hafa teflt djarft með því að fara fram gegn Valgerði sem er sitjandi þingmaður og formað- ur þingflokks framsóknarmanna: Það er öragglega hægt að taka undir það og margir telja að hefði Jakob sýnt „hógværð" og einungis sóst eftir 2. sætinu hefði niðurstaða kjördæmis- þings flokksins sennilega orðið sú að handraðað hefði verið á listann og Jakob væri þá þingmannsefni flokks- ins i dag. Niðurstaða prófkjörsins styrkir án efa stöðu Valgerðar Sverrisdóttur mjög innan flokksins þótt enn eigi eft- ir að koma í ljós hvemig hún leiðir lista flokksins í gegnum kosningamar sjálfar í vor. Úrslitin era einnig stór- sigur fyrir Daníel Ámason en fyrir fram hafði verið reiknað með að Elsa Friðfinnsdóttir myndi hafa hann í baráttunni um 2. sætið. Daníel er gamafl sveitarstjómarmaður og sveit- arsljóri á Þórshöfn, hann skipaði 5. sætið á lista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningamar 1991 og var varaþingmaður það kjörtímabil. Síðan hafa opinber afskipti hans af pólitík verið lítil. Á sama tima hefúr Elsa Friðfmnsdóttir verið nokkuð öfl- ug í flokksstarfinu á Akureyri og þótt til alls líkleg. Úrslit prófkjörsins era því vonbrigði fyrir hana eins og Jak- ob Bjömsson en Valgerður og Daníel hrósa sigri. afslátir af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Qpið 11-23.30 og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 Sími 554 6967 Gildir einungis í Kópavogi Leið til betra lífs Miðvikudaginn 3. febrúar mun aukablað um mat, líkamsrækt og heilsu fylgja DV. Meðal efnis verður: Sundleikfimi, barnaleikfimi, heilsurækt forstjóranna,leikfimi fyrir verðandi mæður, bætiefni, uppskriftir, einkaþjálfun, fjölskyldan saman í líkamsrækt o.fl. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV í síma 550 5720 sem allra fyrst, en þó eigi síðar en fimmtudaginn 28. janúar. Auglýsendur athugið! Síöasti skiladagur auglýsinga er fimmtudaginn 28. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.