Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Qupperneq 18
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 IjV «Smenning Rykfallin orð? Líp - Leitum betur. Þannig lýkur ljóðinu „Fögnuður" í fyrstu ljóðabók Hannesar Pét- urssonar, Kvæðabók, og á margan hátt virðast mér þessi orð einkenn- andi fyrir skáldskap hans. Ljóð hans eru leit að lífi, leit að merkingu þess að vera maður, að vera skáld, og það er athyglisvert þegar ljóð hans til þessa eru komin saman í eina bók hve mikil samfella er í skáldskap hans. Þar með er ekki sagt að Hannes hafi ekki þroskast á nær hálfrar aldar skáldferli, því fer fjarri, en fjölmargra yrkisefna sem hann hefur ræktað gegnum tíðina gætir strax í fyrstu bók hans. Kvæðabók var reyndar óvenjuglæst og þroskað byrjendaverk enda tekið með miklum fögnuði þegar hún kom fyrst út, ekki síst af því að margir töldu að þar væri komið skáld sem myndi takast „að sætta hina nýju stefnu við þjóðlega hefð,“ svo vitnað sé til orða Magnúsar Ásgeirssonar. En þótt Hannes kæmi fram sem „þjóðlegt" skáld sem hefði fullt vald á hefðbundnum brag þá nýtti hann þá kunnáttu og hefðina sem módemisti. Bæði i því að fella hið hefðbundna form að Bókmenntir Geirlaugur Magnússon nýjum yrkisefnum og í því hvemig hann beitir vísunum í eldri skáld, sagnir og ekki síst norræna goðafræði. Eitt snjallasta dæmi um slíkt er sonnettan „Fenrisúlfur" úr Stund og staðir: Enn að nýju úlfsins heita gin opið. Skín í vargsins rauða kok. Bíóur þar til þráöum vopnadyn þoka nœr hin spáðu endalok. Man er Gleipnir sjálfur sundur brast. Sér aó hvergi er fundinn annar nýr. Bíöur, enginn fjötur nógu fast felldur mun á þetta grimma dýr. Hvessir tönn viö tönn og hvílist rór teygir limu, spennir mjúkan háls stígur hringa, stœltur, léttur, mjór unz þýtur hann fram og svelgir sólar hvel. Sest að völdum, rœður ein og frjáls systir hans jarðarbyggð, hin bláa Hel. Öllu betur verður ekki lýst ótta nútímamannsins við tortímingu. En þótt Hannes fjalli um vanda nútímans, ógnir tæknihyggjunnar og leit mannsins að merkingu í ráðvilltum heimi er það ekki eini strengur- inn í hörpu hans. Hann er einnig eitt okkar indælasta náttúmskáld eins og í þessum lokahendingum „Leiðslustundar" úr Innlöndum: Samt er órofa þögn því allar söngraddir móans hverfðust í liti. Nú hlusta ég á þœr glóa! Þannig mætti lengi telja. En við að fletta þessu ljóðasafni verða ekki aðeins fyrir gamlir kunningjar. Sífellt birtist eitthvað nýtt sem þér áður sást yflr eða þú hljópst framhjá. Rímblöð sem ég taldi áður standa til hlés í skáldskap Hannesar, svo gripið sé til orðalags Njarð- ar P. Njarðvík í formála, eru mér nú sem fersk vindhviða þar sem skáldið nær snilldartökum á ferhendunni, nær að segja mikið í ein- földu „útjöskuðu" formi; sjá seinna erindið „Úr minnisblöðum tungl- fara“: Fögurfannst mér þá Jöröin. Hún framundan bláleit skein rétt eins og daggardropi dottinn af fjarlœgri grein. Með Heimkynnum við sjó, sjöundu ljóðabók Hannesar urðu nokkur straumhvörf í skáldskap hans, ljóðin urðu styttri, nokkuð frjálslegri í formi og yrkisefnin „hversdagslegri". Skáldið fer um fjörur á Álfta- Hannes Pétursson með Silfurhestinn, verðlaun bókmenntagagn- rýnenda dagblaðanna, árið 1974. Hann fékk hestinn sfðastur skálda. nesi, íhugar náttúruna og tilvistina, eða eins og segir í einkunnarorð- um þeirrar bókar: „Ég legg að nýju / leið gegnum stundir mínar“. Sú bók og hin næsta, 36 ljóð, hafa mér fundist og finnst enn vera hápunkt- urinn á skáldferli Hannesar Péturssonar. Það er með slíkt mat eins og önnur smekksatriði að seint verður stutt rökum, en í þessum bókum ljóma ljóðin af tærum einfaldleika, hvergi er of né van. Ekki skal þó gert lítið úr síðustu bók skáldsins, Eldhyl. Þá ber fyrst að nefna hið langa ljóð „Vorgest“ þar sem náttúruskoðarinn Jónas Hallgrímsson stígur út úr koparstyttu sinni og ávarpar ungan pilt í lok stríðs og við fæðingu lýðveldis. Og í Eldhyl er einnig ljóðperlan „Nótt í vetrarbyrjun": Hljótt er úti. Allir laufvindar farnir hjá. f tjarnarsefi situr döpur álfastúlka meö hvítan tunglsgeisla á hné sér, eins og dáið barn. Líkt og öll góð skáld er Hannes Pétursson í senn einfari engum öðr- um líkur og vitnisberi síns tima. Skáld sem okkur öllum kemur við og sem verður að taka tillit til þegar fjallað verður um skáldskap aldar- innar sem senn er liðin . Og þó að þetta ljóðasafn geymi vonandi ekki allt hans kveðskaparstarf er að því mikill fengur sem og að skilmerki- legum formála Njarðar P. Njarðvík. Hannes Pétursson: Ljóöasafn. Formáli efir Njörö P. Njarövík. Iðunn 1998. Hver vinnur kapphlaupið? Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs þegar þau verða veitt í 38. skipti í ár. Af íslands hálfu eru tilnefndir Hallgrímúr Helgason fyrir 101 Reykja- vík og Þórarinn Eldjárn fyrir Brotahöfuð en ís- lensku nefndarmennirnir eru Dagný Kristjáns- dóttir og Jóhann Hjálmarsson. Frá Danmörku eru tilnefndar ljóðabókin Dronningeporten eftir Piu Tafdrup og greina- söfnin Jeg har set verden begynde (1996) og Jeg har hort et stjemeskud (1997) eftir blaðamann- inn og rithöfundinn Carsten Jensen þar sem hann nýtir sér að sumu leyti form hefðbundinna ferðafrásagna en brýtur það líka upp. Pia hefur verið í fremstu röð danskra skálda síðan hún gaf út sína fyrstu bók 1981 og varð fyrst nor- rænna kvenna til að gefa út sina eigin skáld- skaparstefnuskrá í bókinni Over vandet gár jeg (1991). Finnar leggja fram skáldsöguna Naurava neitsyt eða Jómfrúna hlæjandi eftir Irja Rane Bsem gerist sumpart í Frakklandi á 14. öld og sumpart i Þýska- landi nasismans og hlaut Fin- landiaverðlaunin þegar hún kom fyrst út 1996. Einnig kemur þaðan skáldsagan Diva eftir Moniku Fagerholm sem lýsir til- vistarbaráttu þrettán ára súper- Þórarinn stúlku á frumlegan hátt. Eldjárn. Grænlendingar senda smá- sagnasafniö Det andet dyr eftir Ole Korneliussen sem varpar skæru ljósi á sam- félagsvandann í heimalandi höfundar. Færey- ingar senda ljóðabókina Pentur eftir Jóannes Nielsen sem stillir hinu alþýðlega og gróteska gegn leiðinlegri alvöm borgaralegs hversdags- lífs. Norðmenn leggja fram skáldsöguna Hutchin- sons Eftf þar sem síðasti afkomandi Hutchin- sons ættarinnar rifjar upp margvíslegar ástríð- ur hennar þar sem hann situr aleinn á hótelher- bergi í London. Einnig greina- safnið Storytellers eftir Jan Erik Vold sem tekur fyrir stök ljóð eftir fjórtán skáld og notar öll brögð til að komast að kjaman- um í frásögn þeirra. Loks leggja Svíar fram Klangemas bok, sautjándu ljóða- Hallgrímur bók Görans Sonnevi og þá per- Helgason. sónulegustu, og leikverkið Per- sonkrets 3:1 eftir frægasta núlif- andi leikskáld Svía, Lars Norén. Þetta er hans viðamesta verk, tekur þrjár stundir í flutningi og fjallar um utangarðsfólk, dópista, mellur og geðsjúklinga en hefur slegið í gegn í heimalandi höfundar og endurnýjað og stækkað áhorfenda- hóp hans. Dómurinn verður kveðinn upp í þinghúsinu í Kaupmannahöfn kl. 12 á hádegi að staðartíma á morgun. Verðlaunin era 350 000 danskar krónur eða tæplega 4 milljónir íslenskar, skattfrjálsar. PS ... Kári Tryggvason kvaddur Kári Tryggvason, hinn ástsæli barnabóka- höfundur, er látinn - á 94. aldursári. Hann var bóndasonur og bóndi sjálfur um tíma en þó fyrst og fremst kennari, lengst í Hveragerði. Fyrsta barnabókin hans kom út 1943, Fuglinn fljúg- andi, elskuleg kvæði handa börn- um, en vinsælastur varð hann fyr- ir sögurnar um Dísu á Grænalæk (frá 1951) vinkonu allra lítilla stúlkna á íslandi á sinni tið. Þegar Kári var að verða sjötug- ur mætti hann kröfum nýs tíma með bókinni Úlla horfir á heiminn (1973), hversdagsraun- særri sögu af lítilli stúlku sem elst upp hjá ein- stæðri móður og er á barnaheimili á daginn. Úlla er lifandi og skemmtileg persóna og saga hennar var kærkomin á mörgu heimili - lesin upp til agna á heimili þess sem þetta skrifar. Bókin fékk bamabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavikur 1974 og Kári naut þess að eignast aðdáendur meðal nýma kynslóða barna. Það má svo vera PS að Úlla litla í bókinni er engin önnur en Úlfhildur Dagsdóttir, barna- bam Kára, sem er lesendum DV að góðu kunn meðal annars fyrir skrif sín um kvikmyndir. Ævisaga Georgs Brandes í Danmörku er kominn út fjórði hluti ævi- sögu Georgs Brandes, eins áhrifamesta menn- ingarvita Norðurlanda fyrr og síðar, eftir Jorgen Knudsen. Þessi hluti heitir Magt og af- magt og fjallar um árin 1896-1914, en Brandes var uppi frá 1842 til 1927. Brandes var þekktur um alla Norð- ur-Evrópu á sinni tíð sem skarpur og óvæginn gagnrýnandi og átti í útistöð- um við rithöfunda og aðra andans menn, einkum heima fyrir, en Dan- mörk þótti honum óttalega staðnaður andapollur miðað við stóm grannlönd- sem hann heimsótti reglulega. „Af hverju kom hann þá alltaf aftur heim?“ spyr Knudsen. Jú, heima fannst honum svo ágætt að vera of- sóttur og yfir aðra hafinn - og alveg ómissandi aðdáendum sínum. Þar gat hann líka þráð aðra staði, önnm- lönd, sem buðu frægð og frama sem hann gat svo aftur notað i stríðinu heima fyrir. Eftir Brandes liggur óhemjumikið efni - bækur, fyrirlestrar, greinar og bréf. Hann skipti sér af öllum sköpuðum hlutum og er því upplagt efni fyrir höfund sem vill sýna menn- ingarstrauma og tíðaranda gegnum persónu- sögu. Það var ekkert lítið á seyði meðan Brand- es var upp á sitt besta. Þá varð „det moderne gennembrud", þegar nútiminn gekk í gai-ð og mddi úr vegi gömlum gildum og siðvenjum feðraveldis og bændasamfélags. Ekki spillir heldur fyrir hvað Brandes var virkur í einka- lifi sínu, eignaðist marga nána vini sem hann flæmdi svo frá sér með skapsmunum sínum og harkalegri gagnrýni, og ekki færri ástkonur sem töfruðust af þessu ofurmenni og héldu tryggð við hann þótt hann sviki þær allar. Þessi saga biður blátt áfram um aö vera sögð. i Sjálfskoðun íslendinga f íslenskir aðdáendur Times Literary Supplement geta horft stoltir á forsíðu þess 8. | janúar sl. Þar sést Strokkur gjósa fallegu gosi I* og slæðingur af fólki í kring. En náttúrlega segja þeir í myndartexta að þetta sé Geysir sjálfur. Greinin sem myndin vísar tU er eftir Caro- lyne Larrington miðaldafræðing og fjallar um tvær bækur, A Place Apart eftir Kirsten Hastr- up og Ring of Seasons eftir Terry G. Lacy. En I hún byijar á að vitna í Björku: „Á íslandi sitj- | um við öll saman á kvöldin og lesum íslend- ingasögumar upphátt hvert fyrir annað,“ hafði 1 söngkonan sagt í útvarpsviðtali á rás 4 í Bret- | landi sem samsvarar Rás 1 hjá okkur. Hvað meinti nú Björk með þessu? spyr grein- í arhöfundur. Er hún að dekra við löngu úrelta ■ ímynd Breta um ísland sem „sögueyjuna" af | þvi að hlustendur rásar 4 vUja trúa því aö nú- p tíma íslendingar eyði löngum vetrum eins og |í forfeður þeirra gerðu, í stað þess j aö horfa á sjónvarp, fiakka um á j Netinu eða tala við vini sína í sima? Eða er Björk á tvíræðan hátt að vísa til þess hvemig ís- j lendingar kynna sig í Evrópu - | sem þjóð sem heldur fast í fbrna | menningu og fom gildi? j Bækurnar tvær snúast einmitt j mikið um spurninguna hvernig íslendingar líta j á sjálfa sig, hvemig öömm finnst íslendingar j líta á sjálfa sig og hvernig íslendingar líta á I þessa aðra sem skoða hvemig Islendingar líta á j sjálfa sig, eins og Larrington orðar það svo I ágætlega. msm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.