Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 13 Fréttir Tannlæknakostnaður: Fáir hafa hækkað taxta - en einstaka hefur hækkað umtalsvert Vart hefur orðið við tannlækna- reikninga sem komið hafa til endur- greiðslu hjá Tryggingastofhun sem hækkað hafa, eftir að samningslaust varð við Tryggingastofnun. Þetta staðfesta Reynir Jónsson yfirtrygg- ingatannlæknir og Lára Hansdóttir afgreiðslustjóri að Tryggvagötu 28. „Nokkrir tannlæknar eru búnir að hækka sig og við greiðum út eft- ir gjaldskrá ráðuneytisins. Þegar um er að ræða hækkun þá lendir hún á fólkinu," sagði Lára í gær. Hún sagði að yfirleitt væri ekki mikið um stórar hækkanir, þetta 7-8% væri algengt, en hækkunin væri misjöfn. Reynir Jónsson tók undir þetta, sagði að fáir tannlækn- ar hefðu hækkað sig mikið. Þó væru dæmi um umtalsverðar hækkanir. Tannlæknaþjónusta er endurgreidd af almannafé til ellilífeyrisþega, grunnskólanema og öryrkja, mis- hátt hlutfall, eða frá 50% til 75%, jafnvel að öllu leyti til eldri borgara á sjúkrastofnunum. Lára segir að tafir hafði ekki orð- ið miklar á afgreiðslu nema fyrstu einn til tvo dagana. „En það verða talsverðar útskýringar hjá okkur, fólk vill greinilega ekki tala við tannlæknana um þessi mál, frekar við okkur. Eitthvað er fólk þó að spá i þetta,“ sagði Lára. „Það á að hittast á mánudaginn og ræða málin, þá kemur í ljós hvort deilan leysist, alla vega munu menn halda áfram að ræða saman,“ sagði Reynir Jónsson i gær. -JBP Ráðherraskór frá Loake Handunnir G.Y. welted gæðaskór. o Nú á 8.800 Áður 13.800 Stæðir: 41-46 Litir: svart, brúnt.j TatmiHi Kringlunni - sími 553 2888 Snjóþungt er víða á höfuðborgarsvæðinu en þó hefur þiðnað nokkuð. Þórður Guðlaugsson notaði snjóbiásara til að ryðja snjónum frá bílskúrsdyrunum hjá sér í gærmorgun með hámarksárangri. DV-mynd Pjetur Grundarfjörður: Yngsta sveitar- félagið DV, Vesturlandi: Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var íbúafjöldi í Eyrarsveit allri (dreifbýli og þétt- býli) 943 1. desember og hefur íbúum því fjölgaö á árinu um 2%. Frá árinu 1988 hefúr Grundfirð- ingum fjölgað um 17,7% en það ár var íbúafjöldinn 801. Sveitarfélagið hefur þá sérstöðu að 32,4 % íbúanna eru á aldrinum 0-15 ára og er það hæsta hlutfall í 46 stærstu sveitarfélögum lands- ins, þ.e. sveitarfélögum með yfir 600 íbúa skv. upplýsingum úr Ár- bók sveitarfélaga 1998. Meðaltal þessa aldurshóps í sömu sveitarfélögum er 27,2% af heildarfjölda íbúa. Það má því segja að í þessum hópi sé Grund- arfjörður yngsta sveitarfélagið, þ.e með mestan barnafjölda. -DVÓ Snæfellsnes: 30 milljónir til hafnanna DV, Vesturlandi: Tilllaga til þingsályktunar um hafna- áætlun fyrir árin 1999-2002 var fyrir skömmu lögð fram á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu milljóna króna framlagi til hafnanna á Snæfells- nesi í ár. Langstærstur hluti fjárins, eða 21 milljón, mun fara til lengingar á stóru bryggjunni í Grundarfirði. Til Stykkishólmshafnar fara samkvæmt áætluninni 6,2 milljónir, til hafskipa- bryggju og frágangs á steinbryggju. Rúmar þrjár milljónir fara síðan til uppgjörs fyrri framkvæmda. -DVÓ hel<l,,r ( Leðurökklaskór , Verðfrá 2.900 (Leðurstígvél Á Verð frá 3.900 líiímilii Kringlunni - sími 553 2888 Rúskinns-mokkasíur frá Aerosoles. V____Verð frá 1.950 y Hornsófi J Mjög slitsterkt nælonáklæði / Einnig fáanlegur í leöri Húsgagnaverslunin Stóllinn Smiðjuvegi 6D • Kópavogi • Sími: 554 4544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.