Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Qupperneq 19
19 f FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 i>v Fréttir Enn eru jólapakkar Friðar 2000 fastir i London. Ástþór Magnússon, formað- ur samtakanna, barðist fyrir þvf um jólin að koma pökkum sínum til íraks. Hér má sjá Ástþór ásamt jólasveini að ieggja fram kæru á utanríkisráðherra fyrir að hafa stoppað pakkana af. Jólagjafir íslendinga til stríðshrjáðra: Norðurpólspakkarnir komnir til Bosníu - en pakkar Ástþórs enn fastir Jólapakkamir sem safnað var saman í jólasveinabænum Norður- pólnum á Akureyri eru komnir til bæjarins Sanski Most í Bóshíu, að sögn Jónasar Þórissonar hjá Hjálp- arstofnun kirkjunnar sem tók að sér að koma pökkunum á áfanga- stað. Flugfélagið Cargolux tók að sér að fljúga með pakkana frá íslandi til Lúxemborgar og gerði það endur- gjaldslaust. Flogið var með pakkana utan um síðustu helgi og þeir fóru þaðan áleiðis til Bosníu á mánudag. Pakkarnir og húfur, sem einnig voru fluttar með, vógu samtals um 2,5 tonn. Að sögn Jónasar Þórisson- ar lá ekki á að koma pökkunum til Bosníu fyrr en nú því þar hafi skól- ar og leikskólar verið lokaðir að undanfómu en fari í gang nú um mánaðamótin. Jólapakkar Friðar 2000, sem áttu að fara til íraks, em aftur á móti enn í geymslu á Lundúnaflugvelli, mánuði eftir að þeir fóm úr landi. Ástþór Magnússon sagði í gær að hann vissi ekki hver kostnaðurinn yrði af geymslu jólagjafanna sem áttu að fara til bama í írak en strönduðu í London. „Ég get ekkert sagt um það sem ég ekki veit. En þetta fór til London án þess að ég vissi af þvi. Ég hef gengið frá pökkunum í ömggri geymslu en það er ekki búið að semja um geymslukostnaðinn," sagði Ástþór. Framtíð jólapakkanna er á huldu. Ástþór segir að unnið sé að lausn málsins, það taki sinn tíma, en hann vonast til að börn í nauð njóti gjafanna í næsta mánuði. Þrennt kemur til greina: Að senda pakkana til íraks eins og til stóð, senda þá til stríðshrjáðra landa fyrmm Júgóslavíu eða jafhvel til Indlands. -JBP/-gk Ný smáplata og myndband frá Björk DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir mun á næstu mánuðum gefa út smáplötu undir heitinu All Is Full of Love. Ekki er búið að ákveða útgáfúdag smáskífunnar samkvæmt fréttum frá heimasíðu Bjarkar á veraldar- vefnum. Hafiiar em tökur á mynd- bandinu All Is Full of Love í London og er leikstjórinn enginn annar en Chris Cunningham sem stjómaði þremur myndböndum sem vöktu óskipta athygli. Það vora Aphex Twin, Squarepusher og Letfield. Því má búast við að nýja myndbandið muni vekja mikla athygli. -DVÓ Dalvíkurbyggð: Meöferöarheimili fýrir unglinga? DV.Dalvik: Nú eru til umfjöllunar hjá forsvars- mönnum Dalvíkurbyggðar hugmynd- ir um að koma á fót meðferðarheimili fyrir unglinga í Dalvíkurbyggð. Á þriðjudaginn áttu Halldór Guðmunds- son félagsmálastjóri og Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson bæjarstjóri fund með Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra þar sem þessi mál voru til um- ræðu. Engar beinar niðurstöður feng- ust á fundinum en fjallað verður um málið í ráðuneytinu. Að sögn Halldórs Guðmundssonar era þessar hugmyndir til komnar vegna umræðna á síðasta ári um skort á meðferðarúrræðum fyrir ung- linga og langa biðlista eftir meðferð sem væri alls ekki forsvaranlegt. Svæðið hér hentar mjög vel fyrir slíka starfsemi, hér er húsnæði og starfs- fólk fyrir hendi og allar aðstæður hin- ar bestu. Slíkt heimili gæti skapað 12-14 ný störf í byggðarlaginu. Málinu hefur einnig verið hreyft við forsvarsmenn bamaverndarstofú en þar era allar fjárveitingar ársins 1999 bundnar. Málinu hefur nú verið komið á rekspöl og hugsanlegt að eitthvert fiármagn fáist árið 2000. Halldór segir að þessar hugmynd- ir hafi fengið jákvæð viðbrögð og áfram verði unnið að framgangi þeirra. hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.