Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir íslenskt vitni sem átti að mæta fyrir dóm í morgun en er statt á Spáni: Fórnaði Bretanum - til að geta fengið að vera í friði með eigin innflutning á fíkniefnum íslenskur karlmaður á þrítugs- aldri sem átti að mæta sem vitni í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun en er staddur á Spáni, sagði við DV í símtali í gær að hann hefði í raun „fórnað" Bretanum Kio Alexander Briggs í lok ágúst, þegar hann sagði lögreglunni frá fyrirhuguðum inn- flutningi hans frá Spáni á rúmum 2 þúsund e-töfium til íslands - allt í því skyni að gera samning við fíkni- efnalögregluna hér heima, eins og hann segir að raunin hafi orðið, til að fá að vera í friði fyrir henni við eigin innflutning á jafnmiklu magni. íslandsbanki: Einn og hálfur milljarður í gróða íslandsbanki hagnaðist um tæpan hálfan annan milljarð á siðasta ári og sló þar með eigið met í gróða. Hreinn hagnaður bankans og dótturfélaga hans nam nákvæmlega einum millj- arði og fjögur hundr- uð og fimmtán millj- ónum króna. „Ég veit ekki hvort þetta er mesti gróði sem íslenskt fyrirtæki hefur sýnt," sagði Val- ur Valsson, banka- stjóri bankans, í gær. „Ég er einfaldlega ekki með neinar haldbærar tölur um það. Mig minnir þó að Póst- ur og simi og Landsvirkjun hafi ein- hvern tíma sýnt viðlíka tölur. En þetta er ívið betri útkoma en við gerð- um ráð fyrir." íslandsbanki seldi umtalvert af eignum á síðasta ári en þær sölur skipta hverfandi máli í hagnaðartöl- unum. „Nei, við verðum ekki með nein sérstök hátíðahöld vegna þessa," sagði Valur Valsson aðspurður. -EIR Aldamótavandinn Landssími íslands hf. áætlar að leggja um 200 milljónir í það að leysa aldamótavandann. Þegar er búið að leysa um 70-80% fyrirsjáanlegra vandamála en stefnt er að því að allur tölvubúnaður fyrirtækisins verði 2000- hæfur í sumar að sögn Tölvuvísis. Blárefir frá Vasa Á sunnudaginn komu 66 blárefir með flugvél til Egilsstaða frá Vasa í Finnlandi. Loðdýrabændur á Héraði ætla að nota þá til að kynbæta hjá sér bústofninn. Karl Jóhannsson á Þránd- arstöðum segir að finnsku dýrin séu miklu stærri en blárefir hér og skinn- in bæði betri og stærri. Ríkisútvarpið greindi frá. Valur Valsson. Réttarhöld í máli Bretans héldu áfram í morgun. Maðurinn átti þá að mæta sem vitni en hann er fjar- verandi. Hann kvaðst reyndar óvænt fyrir dómi í síðustu viku hafa gert samning við lögregluna - nokkuð sem víst er talið að lögregl- an muni neita i réttarhöldunum í dag, enda er ekkert í gögnum máls- ins, samkvæmt upplýsingum DV, sem styður þessar fullyrðingar. Maðurinn hélt af landi brott eftir vitnisburðinn í siðustu viku. Maðurinn sagði við DV að Bret- inn Briggs hefði sjálfur átt hluta af efnunum. „En hann vissi ekki eins og ég og aðrir að hann yrði handtekinn við komuna til íslands," sagði maður- inn sem fjármagnaði farmiðakaup fyrir Bretann frá Alicante á Spáni til íslands og gerði fyrir hann upp- drátt af Leifsstöð - m.a. af því rými þar sem tollskoðun fer fram. Helgi Jóhannesson, verjandi Kio Briggs, hefur haldið því fram að ásetningur hefði myndast hjá fram- angreindum íslendingi um að flytja fikniefni tfl íslands með vitneskju hans um efhin - þ.e. þegar hann sá Kio stinga þeim í tösku á heimili sínu á Spáni - fjármögnun hans á farmiða Bretans og þáttar hans í að gera uppdráttinn af Leifsstöð. Maðurinn var grunaður í máli Bretans í haust og var þá handtek- inn. Honum var sleppt eftir að hafa verið í haldi í tæpan sólarhring. En af hverju mætti maðurinn ekki við réttarhöldin í morgun eins og hann hafði verið boðaður til? „Af því að þegar ég fór hingað út í síðustu viku vissi ég ekkert um að ég ætti að mæta aftur. Ég fékk ekk- ert að vita um boðunina fyrr en um klukkutíma eftir að ég kom hingað út." -Ótt Alþingi hóf störf að nýju í gær eftir langt jólaleyfi og lokasprettur tyrir kosnlngar er að hefjast. Frá vinstri: Arni Ragn- ar Árnason, Guðný Guðbjörnsdóttlr og Arnbjörg Svelnsdóttir. „Það eru spennandi mál fram undan og mikil vinna," sagði Árni Ragnar í morgun og nefndi byggðaáætlun og skaðabótalögin sem verða réttarbót fyrir fólk sem verður fyrir slysum og örorku. Mörg mál eru að koma fram frá ríkisstjórninni. DV-mynd Hllmar Þór Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Búið að gangsetja ofnana - umtalsvert framleiðslutap vegna rafmagnsskömmtunarinnar Kveikt var á síðari ofni járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga í fyrradag eftir að skömmt- un Landsvirkjunar á um- framorku var aflétt. Landsvirkjun skar niður um- framorku til margra stórkaup- enda raforku sl. haust vegna fá- tæklegs vatnsbúskapar í uppi- stöðulónum virkjana. Vatnsskort- urinn varð vegna óvenju lítillar úrkomu í fyrravetur og -sumar. í haust og vetur hefur úrkoma hins vegar verið mun meiri og hefur verið hægt að draga úr skömmt- uninni. Að sögn Bjarna Bjarnasonar, framkvæmdastjóra íslenska járn- blendifélagsins var vegna skömmtunarinn- ar slökkt á öðrum ofninum 1. nóv- ember og var hann ekki í gangi í nóvember, des- ember og janúar. Á hinum ofhinum var slökkt í einn mánuð og fimm daga á tímabil- inu. Hann sagði að tekjutap vegna þessarar skömmtunar hefði verið Bjarna- umtalsvert en vildi ekki nefna töl- ur að svo stöddu. Þær kæmu síð- ar. Ofnarnir eru að öllu jöfhu kynt- ir allan sólarhringinn allan árs- ins hring þegar aflt er með felldu og er framleiðslugeta beggja á fuflum afköstum 72 þúsund tonn. Það þýðir að hvor ofn um sig framleiðir um 3000 tonn á mánuði þannig að 12 þús. tonna fram- leiðslutap hefur orðið hjá verk- smiðjunni á skömmtunartímabil- inu. -SÁ Kristnitökuhátíö á næsta ári: 80 þúsund manns á Þingvöllum - áhersla á bílastæði og malbik Gert er ráð fyrir að 80 þúsund manns verði á Þingvöllum 1. og 2. júlí á næsta ári þegar haldið verð- ur upp á þúsund ára kristni í land- inu. Til samanburðar má geta þess að 1974, þegar menn minntust ell- efu hundruð ára byggðar í landinu, voru 60 þúsund manns á Þingvöll- um og 1994, á fimmtíu ára lýðveld- isafmælinu, mættu 50 þúsund en 14 þúsund þurftu frá að hverfa vegna samgönguörðugleika. „Við leggjum ofuráherslu á að svipað ástand myndist ekki aftur og því verður vegakerfið til og frá Þingvöllum stórbætt," sagði Júlíus Þingvellir - kristni í þúsund ár. Hafstein, framkvæmdastjóri hátíð- arinnar. „Bílastæðum verður fjölg- að mjög og verða þau að stærstum hluta vestan þjóðgarðsins við Brúsastaði. Slitlag verður sett á Grafninginn svo hægt verði að nota Nesjavallaveginn. Þá verður settur ofaníburður á Uxahryggi og á Lyngdalsheiði," sagði Júlíus. Hátiðahöld til að minnast kristnitökunnar hefjast strax á þessu ári víða um land en hátind- urinn verður á Þingvöllum fyrstu dagana í júlí á næsta ári. Dagskrá- in þar er í mótun. -EIR Rörindýr Borgarstjóri Reykjavíkur seg- ir að íbúar í Bessastaða- hreppi greiði ekki of hátt verð fyrir heita vatn- ið frá Reykjavík. Þá greiði íbúar Álftaness helmingi lægra verð fyrir vatnið eftir að Hitaveita Reykjavik- ur keypti Hitaveitu Bessastaða- hrepps. Stöð 2 sagði frá. Tekur ekki afstööu Davið Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisfiokksins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöld að hann ætlaði ekki að taka afstöðu til kjörs á varaformanni flokksins sem fer fram á landsfundi flokksins ímars. Deilt um fundarstjórn Enn var deilt um fundarstjórn borgarstjóra á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Félagsmálaráðu- neytið hefur úrskurðað að formaður borgarráðs skuli stýra fundunum. Landsbanki fjármagnar Landsbankinn tekur þátt í að fjár- magna kaup Jóns Ólafssonar í Skif- unni á Arnarneslandi í Garðabæ sem kostaði 700 mflljónir króna. RÚV sagði frá. Kratar og Framsókn Samtök jafnaðarmanna og óháðra og framsóknarmenn í Grindavík samþykktu i gær málefnasamning nýs bæjarsrjórnarmeirihluta. Jafn- aðarmenn eiga þrjá bæjarfulltrúa en framsóknarmenn tvo. Einar Njáls- son verður áfram bæjarstjóri. Loðnuskipin á sjó Hátt á annan tug loðnuskipa lögðu af stað á loðnumiðin snemma í morgun eftir þriggja daga óveður á miðunum. Ekki að hætta Björn Bjarna- son menntamála- ráðherra segir við Vísi. is að sögur um að hann sé á leið út úr póHtík séu ósannar. Hann geri fastlega ráð fyrir þvi að skipa annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyr- ir alþingiskosningarnar í vor. Sá af 40 milljóna skuld Ríkissjóður hefur séð af 40 millj- óna króna skuld Eyrbekkinga vegna þess að ábyrgðarsamningar voru löglausir. Ríkisútvarpið greindi frá. Landnámsbær finnst Aldursgreining hefur leitt i h'ós að leifar mannvirkja skammt frá Gufuskálum á Snæfellsnesi eru frá landnámsöld. Rústir yfir tíu bygg- inga hafa fundist, en auk þess brunnur og kuml. Morgunblaðið sagði frá. Tekiö af láglaunafólki Munur hæstu og lægstu tekna hefur aukist á undanfómum árum, að hluta með vaxandi launabili, en langmest með tiifærslum ríkisvalds- ins frá lægst launuðu hópunum til þeirra hæst launuðu. Þetta kemur fram í úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr skattframtölum landsmanna. Dagur sagði frá. 9 milljaröa rannsóknir íslendingar vörðu um 9 milljörð- um króna til rannsókna á árinu 1997. Þorsteinn Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs íslands, segir að senn komi að þeim tíma að íslend- ingar verji 2% af þjóðarframleiðsl- unni til rannsókna. RÚV greindi frá. Betri orkunýting Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- ráðherra kynnti frumvarp til laga um orkunýtni- kröfur á ríkis- stjórnarfundi i gær. Tilgangur frumvarpsins er fyrst og fremst að stuðla að bættri nýtingu orku með því að ýta undir þróun og útbreiðslu búnaðar sem nýtir orku vel. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.