Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
33^-
íþróttir
Bland i poka
Helgi Kjartansson, HSK, sigraði með
yfirburðum og fékk hæstu einkunn
keppenda á Þorramóti GLl í glímu sem
fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans um helgina. Helgi hlaut 25 stig og
einkunnina 8,33. Ólafur H. Kristjúns-
son, HSÞ, varð annar með 5 stig og Pét-
ur Eyþórsson, Víkveija þriðji með 2
stig.
Dagar David Platts í starfi þjáifara
ítalska A-deildarliðsins Sampdoria eru
taldir. Platt gerði þriggja ára samning
við félagið í desember. Honum tókst
ekki að stýra liöinu til siprs í þeim
leikjum sem hann stjómaði því og eftir
tap um helgina er liðið í næstneðsta
sæti. Þetta sættu forráðamenn Uðsins
sig ekki við og því var Platt látinn
víkja.
islenska landsliöiö i snóker tekur
þátt í sterku alþjóðlegu snókermóti sem
fram fer í Lyon i Frakklandi dagan 4.-7.
febrúar. 12 þjóðir senda lið á mótið en
Frakkar eru með fjögur liö svo þátt-
tökuUöin eru 16 taisins. Lið íslands
skipa: Jóhannes B. Jóhannesson,
Brynjar Valdimarsson og Jóhannes
R. Jóhannesson. Mörg liðin eru skip-
uð toppatvinnumönnum og verður
íróðlegt aö sjá hvemig okkar mönnum
reiðir af. Liðunum hefúr skipt í fjóra
riðla og em íslendingar meö Hollend-
ingum, þriðja liði Frakka og einni þjóð
tU viðbótar sem ekki er vitað hver er.
Siguröur Sigurðarson hestamaður, i
hestamannafélaginu Herði, hefur verið
kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar
1998. í öðra sæti varð Nina B. Geirs-
dóttir, kylfingur i Golfklúbbnum KiU
og Rafn Árnason, frjálsíþróttamaður
varð i þriðja sæti í kjörinu sem íþrótta-
og tómstundanefnd Mosfellsbæjar stóð
fyrir. Þess má geta að Sigurður var
einnig kjörinn hestaiþróttamaður árs-
ins 1998 og þykir mikiU afreksmaður í
hestamennskunni.
Þórey Edda Elísdóttir náði sínum
besta árangri i stangarstökki innan-
húss á móti í Svíþjóð um síðustu helgi.
Hún stökk 4,14 metra, jafhhátt og Vala
Flosadóttir sem sigraði á færri tilraun-
um. Þórey Edda á best 4,21 metra utan-
húss.
Guörún Arnardóttir náði mjög góðum
tíma í 400 metra hlaupi innanhúss,
53,22 sekúndum, á fyrsta móti sínu i
Bandarikjunum á þessu tímabUi. ís-
landsmet hennar er 53,08 sekúndur og
hún hefur ekki áður byrjaö timabU
svona vel.
Hiltnar Ingi Rúnarsson, 18 ára knatt-
spymumaður úr Leiftri, er genginn í 1.
deUdar lið Þróttar úr Reykjavík. Hiim-
ar lék einn leik með Leiftri í úrvals-
deUdinni i fyrra.
Bjarni Jóhannsson, ÍBV, var útnefnd-
ur þjálfari ársins í meistarafiokki karla
og Jörundur Áki Sveinsson, Breiða-
bliki, í meistaraflokki kvenna á aðal-
fundi Knattspymuþjálfarafélags ís-
lands um síðustu helgi. Þá tók Sigurö-
ur Þórir Þorsteinsson við sem formað-
ur félagsins af Bjarna Stefáni Kon-
ráðssyni.
Chris Jackson, sem lék með ÍR í úr-
valsdefidinni í knattspyrnu síðasta
sumar, tryggði C-deUdarliði Stirling
Albion óvæntan sigur, 2-1, á toppliði
B-deUdar, Hibemian, í skoska bik-
arnum í gærkvöld. Jackson var seld-
ur frá Hibernian til Stirling 1 haust.
Ólafur Gottskálksson var aö vanda
í marki Hibemian en átti enga mögu-
leika 1 mörkunum tveimur. Queen’s
Park, sem leikur í skosku D-deUd-
inni, gerði markalaust jafntefli við
Sigurö Jónsson og samherja hans i
Dundee United í bikamum.
Siguröur Örn Jónsson og Bjarni
Þorsteinsson léku loks með varaliði
enska félagsins Watford í fyrrakvöld
en leikjum þess hafði verið frestað
tvær vikur i röð. Sigurður Öm lék
aUan leUíinn og Bjami í 75 mínútur
þegar varalið Watford sigraöi utan-
deUdaliðið Royston, 4-0, 1 svæðisbik-
arkeppni.
-VS/GH/SK/JKS
íkvöld
1. deild kvenna í handknattleik:
Fram-ÍR ...................18.30
FH-Valur ..................18.30
Grótta/KR..................18.30
Stjaman-ÍBV (frestað í gær) . . 18.30
KA-Víkingur................20.00
1. deild karla i handknattleik:
Stjarnan-KA................20.30
FH-lBV.....................20.30
Selfoss-lR ................20.30
Grótta/KR-HK...............20.30
Valur-Fram.................20.30
Afturelding-Haukar.........20.30
Hlynur Birgisson:
Ekki samningur
að svo stöddu
- Dundee vill fá hann aftur í sumar
Forráðamenn skoska knatt-
spymufélagsins Dundee ákváðu í
gær að bjóða ekki Hlyni Birgissyni
úr Leiftri samning að svo stöddu en
hafa hug á að fá hann aftur til sín í
sumar með næsta tímabil í huga.
Hlynur var til reynslu hjá
Dundee í síðustu viku eins og fram
kom í DV. Hann lék í fyrrakvöld
með liðinu í æfingaleik gegn Fal-
kirk. Heimildarmaður DV hjá
Dundee sagði að ljóst væri að Hlyn-
ur væri mjög sterkur varnarmaöur,
en hann væri greinilega ekki í leik-
formi, sem væri eðlilegt því hann
spilaði síðast i Svíþjóð í nóvember-
byrjun. Það tæki of langan tíma fyr-
ir hann að komast í form til að
raunhæft væri fyrir Dundee að hafa
full not af honum á yfirstandandi
tímabili. Dundee þyrfti varnarmann
sem gæti byrjað að spila strax.
Hlynur gekk í vetur til liðs við
Leiftur eftir að hafa leikið í fjögur
ár með Örebro í Svíþjóð.
-VS
8-liða úrslit meistaradeildar Evrópu í handbolta:
Kiel tapaði heima
- Veszprem og Barcelona skildu jöfn
Þýska stórliðið Kiel tapaði fyrri
leiknum fyrir spænska liðinu San
Antonio Portland í 8-liða úrslitum
meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik. Spánverjamir komu Kiel
í opna skjöldu strax í byrjun og
höfðu frumkvæðið alla leikinn en í
hálfleik var staðan, 11-12. í síðari
hálfleik breikkaði bilið og lyktir
leiksins urðu, 21-24, og því er ljóst
að róðurinn veröur erfiður fyrir
Kielar-liðið í síðari leiknum á Spáni
um næstu helgi. Perunicic og Peter-
sen skoruðu 5 mörk hvor fyrir Kiel
og Jillaldes skoraði 8 mörk fyrir
Portland.
Fotex Veszprem og Barcelona
gerðu jafntefli, 29-29, í Ungverja-
landi en í hálfleik var staðan, 14-15,
Enski bikarinn:
Tottenham
í 5. umferð
Tottenham komst í 5. umferð
ensku bikarkeppninnar í gær-
kvöld með því að leggja
Wimbledon að velli á White Hart
Lane með þremur mörkum gegn
engu. Andy Sinton skoraði
fyrsta markið strax á 3. mínútu
en í síðari hálfleik fylgdu tvö
mörk í kjölfarið frá Allan Niel-
sen. Tottenham mætir Leeds í
næstu umferð sem leikinn verð-
ur laugardaginn 13. febrúar.
Hermann Hreiðarsson og sam-
herjar í Brentford gerðu jafntefli
við Carlisle, 1-1, í D-deildinni.
-JKS
fyrir Barcelona sem varð Evrópu-
meistari í fyrra. Það þykir nokkuð
öruggt að spænska liðið fari áfram
en Börsungar hafa ekki tapað leik á
heimavelli í nokkur ár. Josep Eles,
sem íslenskir handboltaáhugamenn
þekkja vel, var í essinu sínu í þess-
um leik og skoraði 10 mörk fyrir
Fotex.
Slóvenska liðið Celje ætti að eiga
góða möguleika á að komast áfram
eftir útisigur á rússneska liðinu
Volgograd, 18-22. Aouskov skoraði 6
mörk fyrir Rússana og Pongartnik
skoraði 6 mörk fyrir Celje.
Loks sigraði Badel frá Zagreb
úkraísnka liðið Zaporozhje, 21-22, á
útivelli og á heimaleikinn inni
næsta sunnudag. -JKS
Birkir lík-
legast
til Eyja
- gaf Fram afsvar
Flest bendir til þess að Birkir
Kristinsson, landsliðsmarkvörð-
ur í knattspymu, gangi til liðs
við ÍBV fyi'ir komandi tímabil -
nema honum verði boðinn nýr
samningur hjá Bolton. Hann
samdi sem kunnugt er við enska
félagiö til 17. mars.
Birkir hefur átt í viðræðum
við Framara en í gær gaf hann
þeim endanlegt afsvar.
-VS
Glenn Hoddle gerði stuttan stans á blaðamannafundinum í London í gærkvöld. Hann gaf út stutta yfirlýsingu og hélt síðan
á brott. Howard Wiikinson mun stjórna enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn heimsmeisturum Frakka. Reuter
Glenn Hoddle rekinn í gær:
„Nornaveiðar"
- Wilkinson tekur við í bili - óvíst hver verður ráðinn
Howard Wilkinson tók í gærkvöld
við stjórn enska landsliðsins í knatt-
spyrnu eftir að Glenn Hoddle var vikið
úr starfi sínu sem landsliðsþjálfari.
Hann stýrir liðinu gegn Frökkum í
næstu viku en óvíst er hvort hann
heldur áfram með liðið eða hvort ann-
ar maður verður ráðinn.
í viðtali við blaðið The Times um
síðustu helgi var haft eftir Hoddle að
fatlað fólk væri að taka út refsingu fyr-
ir syndir á fyrri tilverustigum.
Hoddle segir að skoðanir sínar hafi
verið afbakaðar af blaðamanni The
Times en bað í gærkvöld fatlað fólk af-
sökunar á þeim sársauka sem þetta
hefði valdið því síðustu daga.
Ljóst er að enska knattspymusam-
bandið var tvístígandi í afstöðu sinni
til málsins en almenningsálitið í Bret-
landi og þrýstingur stjórnmálamanna
réð greinöega úrslitum um að Hoddle
var rekinn. Sú ákvörðun var tilkynnt
laust fyrir klukkan 7 í gærkvöld.
„Það vom fjölmiðlarnir sem hröktu
Hoddle úr starfl. Þetta vom hreinar
nornaveiðar. Hann er greinilega of góð-
ur til að starfa í þessu landi,“ sagði
Eileen Drewery, læknamiðillinn um-
deildi, sem hefur aðstoðað Hoddle um
árabil.
Bryan Robson hjá Middlesbrough
var talinn líklegsti eftirmaður Hoddles
en hafnaði því alfarið í gær. Bobby
Robson, fyrrum landsliðsþjálfari sem
nú þjálfar PSV Eindhoven, bauð í gær
fram krafta sína en þykir ekki líklegur
eftirmaður. Terry Venables, sem var
með liðið á undan Hoddle, hefur einna
helst verið nefndur ásamt Kevin Keeg-
an hjá Fulham og John Gregory hjá
Aston Villa. -VS
Lasse Kjus kemur í markið í gærkvöld og
deildi gullinu með Hermann Maier. Reuter
Heimsmeistaramótiö í alpagreinum:
Tveir hnífjafnir
Sá einstæði atburður átti sér stað
í gærkvöld í fyrstu grein heims-
meistaramótsins í alpagreinum
skíðaíþrótta að tveir keppendur
fengu sama timann upp á sekúndu-
brot í risasvigi karla.
Þetta voru þeir Norðmaðurinn
Lasse Kjus og Austurríkismaðurinn
Hermann Maier og skiptu þannig
með sér gullinu. í risasvigi fara
skíðamennimir aðeins eina ferð og
fengu þeir Kjus og Maier tímann
1:14,53 mínútur.
Sá sem kom i þriðja sætinu, að-
eins 1/100 úr sekúndum á eftir, var
Hans Knauss frá Austurríki.
í Colorado verður í dag keppt í
risasvigi kvenna en fresta varð
keppninni í fyrradag vegna snjó-
komu. íslensku keppendumir koma
til Colorado á föstudag en Kristinn
Bjömsson kemur á laugardag. Þeir
hefja síðan keppni eftir helgina.
-JKS
Jacques Rogge í framkvæmdanefnd Alþjóöa Ólympíunefndarinnar:
í lagi að múta
Alþjóða Ólympíunefndin,
IOC, hefur ákveðið að hætta
við rannsókn á vinnubrögðum
Ástrala við að fá Ólympíuleik-
ana á næsta ári tU Sydney.
Fulltrúar í IOC frá Kenýa
og Úganda hafa viðurkennt að
hafa þegið milljónir króna frá
Áströlum skömmu áður en at-
kvæði voru greidd árið 1993
um staðarval leikanna árið
2000. Þá hefur forseti Ólymp-
íunefndar Ástraliu viður-
kennt ofangreindar mútu-
greiðslur.
í síðustu viku lýstu Juan
Antonio Samaranch, forseti
IOC, og Jacques Rogge,
belgískur meðlimur í fram-
kvæmdanefnd IOC, því yfir að
Rogge væri á fórum tfl Sydn-
ey til að fara ofan í saumana
á málinu.
Nú hefur þessum heiðurs-
mönnum skyndilega snúist
hugur. „Það er engin þörf fyr-
ir IOC að rannsaka þetta mál.
Frá okkar sjónarhorni hafa
Ástralar ekki gert neitt sem
stangast á við reglur,“ sagði
Rogge i gær. Þar með hefur
hann staðfest að IOC leggur
blessun sína yflr mútugreiðsl-
ur og hlýtur það að teljast til
tíðinda.
Reyndar koma þessi við-
brögð ekki á óvart ef mið er
tekið af þeirri spUlingu sem
búið er að draga fram í dags-
ljósið.
Fulltrúi Kenýa í IOC,
Charles Mukora, hefur sagt af
sér. Hann hefur ekki getað
gefið fullnægjandi skýringar
á því í hvað miUjónirnar frá
Áströlum fóru. IOC getur ekk-
ert gert frekar í málinu þar
sem svissnesk lög leyfa ekki
rannsóknir á athæfi manna
sem sagt hafa af sér.
I gær hófst tveggja daga
ráðstefna IOC um lyfjamál
innan íþróttahreyflngarinnar
í Lausanne í Sviss. Skuggi
spUlingar og siðleysis með-
lima IOC hvílir yfir ráðstefn-
unni og látlausar kröfur þess
efnis að Samaranch segi af
sér.
-SK
Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, setur ráðstefnu um lyfjamál
innan íþróttahreyfingarinnar í Lausanne í Sviss í gær. Samaranch er enn
hvattur til að segja af sér um víða veröld. Reuter
íþróttir
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um úthlutun Afreksmannasjóðs:
Fáum allt
of lítið
- kallar á breytt vinnubrögð og áherslur í störfum sjóðsins, segir Eggert
Afreksmannasjóður ÍSÍ og Ólymp-
íufjölskyldan hafa ákveðið 30 millj-
óna króna styrkveitingu til íþrótta-
manna og sérsambanda á þessu ári.
Knattspyrnusambandið fær 1
milljón króna vegna A-landsliðs
kvenna en umsókn KSÍ um styrk
vegna A-landsliðs karla var hafnað.
„Okkur sem stöndum að knatt-
spymunni, vinsælusu íþrótt heims,
fannst úrslitin hjá karlalandsliðinu
í haust, jafntefli gegn heimsmeistur-
um Frakka og sigurleikur gegn stór-
þjóð á borð við Rússa, standa ansi
mikið upp úr í íslensku íþróttalífi á
liðnu ári. Ég bjóst kannski alveg við
þessum úrslitum en það kallar þá
bara á að það þarf breytt vinnu-
brögð og breyttar áherslur í starfl
Afreksmannasjóðs," sagði Eggert
Magnússon, formaður Knattspymu-
sambands íslands, í samtali við DV.
Á meðan KSÍ fær 1 milljón króna
fær Handknattleikssambandið 3
milljónir vegna undirbúnings þátt-
töku á Ólympíuleikunum í Sydney
árið 2000 og Frjálsíþróttasambandið
ásamt afreksmönnum innan frjálsí-
þrótta fá samtals 8,7 milljónir.
Það verður að viðurkenna
starf okkar
„Það verða átök um afreksmálin í
íslensku íþróttalífi, sérstaklega eftir
sameiningu ÍSÍ og Óí, í nánustu
framtíð. Eftir þvi sem peningamir
aukast er ljóst að átökin um þá
aukast og við í knattspymuhreyf-
ingunni teljum okkur fá allt, allt of
litið af þeim peningum sem eru til
úthlutunar í íþróttalífinu miðað við
okkar starf, umfang og flölda iðk-
enda. Við erum að eyða miklu fé í
landsliðin okkar. Ég er ekki að telja
það eftir en það er alveg ljóst að það
verður að viðurkenna það starf.“
„Ég er auðvitað mjög ánægður
með að kvennaliðið skuli fá viður-
kenningu og það gerist einmitt þeg-
ar við eram að bæta við einu
kvennalandsliði, u-18 ára liði,“
sagði Eggert.
- Fyrst styrkur fékkst ekki
núna fyrir frábæran árangur
karlaliðsins hvenær fæst hann
þá?
„Það era vitlausar reglur sem eru
settar út frá sjónarmiðum ein-
staklingsíþróttanna. Þeim verður að
breyta og við verðum að vinna að
því. Það er erfltt að setja út á úthlut-
unina á meðan reglurnar era svona.
Á sama hátt er ég ánægður með
körfuboltinn skyldi fá smá úthlutun
(800.000) núna. Þar er verið að vinna
mjög gott starf en KKÍ er í sömu
vandamálum og við í KSÍ að fá við-
urkenningu," sagði Eggert að lok-
um.
-GH
ENGIAND
John Scales, varnarmaður Totten-
ham, leikur líklega ekki meira með á
þessari leiktíð. Hann gekkst undir að-
gerð í kálfa en meiösli þar hafa verið
að plaga hann í tvö ár.
Bryan Robson, stjóri Middlesbrough,
og Steve Gibson, stjórnarformaður fé-
lagsins, voru á Spáni í gær að freista
þess að að fá Brasilíumanninn Junin-
ho aítur til Boro en hann fór frá félag-
inu til Atletico Madrid fyrir 18 mán-
uðum. Aston Villa hefur ekki gefið
upp alla von um að fá Juninho en
hann átti fimd með Villa-mönnum í
Englandi í síðustu viku. Fréttir frá
Middlesbrough herma að búið sé að
semja um að fá Juninho, en forráða-
menn Atletico harðneituðu því í gær-
kvöld og sögðu að hann færi hvergi.
t
Kevin Campbell gæti verið á leiðinni
til Nottingham Forest á nýjan leik en
hann seldur með látum frá félaginu í
sumar til tyrkneska liðsins Trabzon-
spor. Nú eru Tyrkirnir reiðubúnir að
láta Campbell til baka fyrir 250 millj-
ónir eða sömu upphæð og þeir keyptu
hann frá Forest. FYamherjanum sterka
líkar ekki vistin í Tyrklandi og þá hef-
ur harrn ekki verið sáttur við að launa-
greiðslur til hans hafa dregist.
Colin Todd, knattspymustjóri Bol-
ton, hefur verið útnefndur stjóri janú-
armánaöar í ensku B-deUdinni í
knattspyrnu. Bolton vann alla þrjá
leiki sína í deildinni í janúar og er
komið upp i 3. sæti deildarinnar. Þá
var Kevin Keegan útnefndur knatt-
spyrnustjóri C-deildarinnar. Undir
hans stjóm er Fulham efst í deildinni
og sló út tvö A-deildarlið í bikarnum,
Southampton og Aston Villa.
Tore Andre Flo, Norðmaðurinn
snjalli hjá Chelsea, er byrjaöur að æfa
á ný, fyrr en áætlað var, en hann
gekkst undir aðgerð á ökkla fyrir fjór-
um vikum. Þetta era ánægjulegar
fréttir fyrir Chelsea enda hafa mikil
meiðsli herjað á leikmenn liösins á
undanfornum vikum. Síðastur til að
fara sjúkralistann var varnarmaður-
inn sterki Michael Duberry sem
tognaði í læri í leiknum gegn Arsenal.
-GH
ENGIAND
Colin Todd, framkvæmdastjóri Bol-
ton Wanderers, notaði Arnar Gunn-
laugsson óvænt um liðna helgi i sig-
urleik Bolton gegn Norwich. Amar
lék þá síðustu 15 mínútur leiksins.
Eitthvað virðist Todd vera að mýkj-
ast í afstöðu sinni til Arnars.
Fyrir nokkrum vikum sagði Todd að
Amar væri gráðugur eftir að Amar
neitaði nýjum samningi við Bolton
sem átti að tryggja honum 690 þús-
und krónur í laun á viku. I gær sagði
Todd hins vegar að þrátt fyrir að
Amar væri á sölulista stæði hann
heils hugar með íslendingnum.
Enn hefur ekkert tilboð borist í Am-
ar, hvað sem síðar verður. Það
skýrist í þessari viku hvort áhugi
Leicester er fyrir hendi en félagið
bráðvantar sóknarmann. Todd segir
að Martin O’Neill, stjóri Leicester,
hafi talað við sig um Arnar í síðustu
viku, en síðan hafi hann ekkert heyrt
frá honum né öðrum.
Taliö er víst að bakvörðurinn Rob
Jones gangi frá samningi við West
Ham í þessari viku og fari þar með
frá Liverpool. Talað er um 4 milljón-
ir sem kaupverð. Arsenal og Celtic
hafa einnig haft augastað á kappan-
um.
Dennis Irwin, bakvörður Manchest-
er United, hefur verið látinn vita af
því að nærvera hans sé óskað á Old
Trafford i framtíðinni. Martin Ed-
wards, stjómarformaður United,
sagði í gær að gengið yrði frá nýjum
samningi við Irwin á næstu vikum.
Gerard Houllier, framkvæmdastjóri
Liverpool, hefur lýst því yfir að hann
muni á næstu vikum styrkja lið sitt
verulega. Eric Meijer, leikmaður
Bayer Leverkusen, er sagður skrifa
undir hjá Liverpool í þessari viku en
hann þykir mjög öflugur leikmaður.
Þá hafa forráðamenn Liverpool gefið
i skyn undanfama daga aö fleiri leik-
menn kynnu að vera á leið til félags-
ins.
Kasey Keller, markvörður Leicester
og bandaríska landsliðsins, gæti ver-
ið á fóram frá liðinu eftir timabilið í
vor. ítalska liðið Udinese hefur fylgst
með Keller um tima og hrifist mjög af
honum. Samningur Kellers rennur út
hjá Leicester i vor og hefur Keller lát-
ið uppi aö hann vilji leika á Ítalíu.
-SK/VS/JKS
Næstu leikir í þýsku úrvals-
DEILDINNI Á BREIÐBANDINU:
10.02 Essen - Nordhom
(Patrekur Jóhannesson og Páll Þórólfsson)
17.02 Schwartau - Eisenach
(Róbert Duranona)
24.02 Lemgo - Nettelstedt
Nú býðst öllum þeim sem tengdir era breiðbandinu eða
kapalkerfi Hafnarfjarðar að fylgjast með þýsku úrvals-
deildinni í handbolta í beinni útsendingu næstu átta
vikurnar. Margar af okkar bestu handboltahetjum leika
með úrvalsliðunum í Þýskalandi og í kvöld kl. 19:25
spila í beinni útsendingu Frankfurt og Íslendingaliðið
Wuppertal, með þá Geir, Valdimar og Dag innanborðs.
Þýski handboltinn er sýndur beint í opinni dagskrá á
Sýnishornarás breiðbandsins á miðvikudögum.
Öllum leikjunum er lýst af margreyndum íþróttafrétta-
mönnum Sjónvarpsins.
yfir 25.OOO HEIMIXI EIGA ÞBSS NÚ KOST AS
TENGIAST BREIDBANDINU Á HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐINU OG 800 HEIMILI Á HÚSAVÍK.
Hringdu strax og kynntu
»ÉR MÁLID!
HTíTn 7474
1» iiON—ai_____
BREIÐVARPIÐ
SJÓNVASPSMÓNUSTA SÍMAIJS
V
Opið allan sólarhringinn