Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Útlönd Bandarísk stjórnvöld senda út enn eina viðvörunina: Milosevic skipað að taka þátt í viðræðum Bandarísk stjómvöld ítrekuðu viðvcU'anir sínar í garð Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta i gær og sögðu að hann yrði að fallast á friðarviðræður um Kosovo, ella eiga á hættu á fá yfir sig sprengjuregn herflugvéla Atlantshafsbandalags- ins (NATO). í Washington spunnust heitar um- ræður um hvort senda ætti banda- ríska hermenn til Kosovo. Nokkrir öldungadeildarþingmenn settu þegar skilyrði fyrir þátttöku Bandaríkja- manna í gæslustörfunum. Skæurliðar albanskra aðskilnað- arsinna í Kosovo lýstu því yfír í gær að þeir myndu taka þátt í friðarvið- ræðunum sem eiga að hefjast í Frakklandi um helgina, undir for- sæti svokallaðs tengslahóps Vestur- veldanna og Rússa. „Við erum ánægðir með að Kosovo-Albanir virðast ætla að Albanir frá Kosovo efndu til mótmælaaðgerða í Haag í Hollandi í gær og kröfðust meðal annars frelsis heimahéraðsins. koma að samningaborðinu. Það er mjög mikilvægt," sagði James Rubin, talsmaður bandaríska utan- rikisráðuneytisins. „Um leið bíðum við eftir ákvörð- un Serba um hvort þeir ætli að taka þátt í viðræðunum. Svo ég tali tæpitungulaust, þá hefúr NATO gef- ið til kynna að ef Serbar taki ekki ákvörðun um það verði afleiðing- arnar fyrir þá mjög alvarlegar," sagði Rubin enn fremur. Breskir embættismenn sögðu í Lundúnum í gær að Evrópusam- bandið kynni að slaka á viðskipta- þvingunum sínum gagnvart Júgóslavíu ef stjórnvöld í Belgrad gerðu gagn í friðarviðræðunum. Öryggisráð SÞ frestaði í gær þar til síðar í vikunni að taka fyrir beiðni Júgóslava um neyðarfund vegna hótana NATO um aðgerðir. Noregur: Sigur fyrir rétti í Tyrklandi DV, Ósló: Öðru sinni hefur Mette Solli- hagen Hauge unnið sigur fyrir tyrkneskum undirrétti í forræðis- deilu við bamsfoður sinn. Mál Mette er í öllum aðalatriðum eins og mál Sophiu Hansen og nú er beðið eftir hvort málið fari öðru sinni fyrir hæstarétt. Mál Mette hefur verið að flækj- ast fyrir tyrkneskum dómstólum í tvö og hálft ár. Upphaflega var henni dæmt forræðið fyrir 14 mánuðum. Úrskurðurinn var kærður til hæstaréttar sem vísaði málinu aftur til undirréttar vegna galla á málsmeðferðinni. Mette sendi dóttur sína Selmu í frí til föðurins í Tyrklandi sumar- ið 1996 og hefúr ekki séð hana síð- an. Selma er nú níu ára gömul. GK Hussein fékk beinmerg á ný Hussein Jórdaníukonungur gekkst í gær undir beinmergs- skiptaaðgerð á ný. Konungurinn, sem nýlega sneri aftur til Jórdan- íu eftir hálfs árs meðferð í Banda- ríkjunum við krabbameini, var í skyndi fluttur aftur á sjúkrahúsið þar í síðustu viku. í upphafi síðustu viku kom konungur landsmönnum sínum á óvart með því að svipta Hassan bróður sinn krónprinstitlinum sem hann hefúr haft í þrjá ára- tugi. í staðinn útnefndi konungur elsta son sinn, Abdullah, arftaka sinn. Daginn eftir var flogið með konung til Minnesota. ESB-skriffinnar svelta af nísku Skriffinnamir í Evrópusam- bandinu, ESB, eru hæst launuðu embættismenn heims. Samt hafa þeir ekki efni á að borga tæpar 400 krónur fyrir hádegismat sinn í vinnunni. Hækka á matinn um 100 krónur vegna spamaðar innan ESB. Á súpan til dæmis að hækka um 10 krónur. SkrifFmnamir segja þetta hneykslanlega árás á félagslega stöðu þeirra og hefur starfsmanna- félagið dreift ókeypis samlokum til þeirra fyrir utan matsalina. Eiga þeir að snæða brauðiö í matsaln- um í mótmælaskyni. Bill Deeley fær þann heiður að halda á múrmeldýrinu Phil í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu. Múrmeldýr þetta spáir árlega fyrir veðri næstu vikna og mánaða um þetta leyti, á svoköliuðum Groundhog Day, eins og Ameríkanar kalla hann. Skepnan sá ekki skuggann sinn í gær sem þýðir að vorið kemur snemma á þessum slóðum. Yfirlýsingin um hugsanlegt sjálfstæöi Austur-Tímor: Ibuarnir vita ekki ■ hvorn fótinn þeir eiga að stíga Þjóðir heims fögnuðu kannski óvæntri yfirlýsingu stjómvalda í Indónesíu um að Austur-Tímor fengi hugsanlega sjálfstæði. Sömu sögu er ekki hægt að segja af heima- mönnum sem vita varla í hvom fót- inn þeir eiga að stíga. „Ég er alveg ragluð í þessu, alveg eins og hinir,“ segir Rita Dos Santos, átta bama móðir, sem selur nauðsynjavörur á markaðstorgi í höfuðborginni Dili. Bensínsölumaður á markaðinum segir að allir vilji sjálfstæði en hann viti ekki hvemig landsmenn eigi komast af. „Það er mál leiðtoga okk- ar,“ segir hann. Utanríkisráðherrar Indónesíu og Portúgals ætla að hittast um helg- ina og ræða framtíð Austur-Tímor með nokkrum embættismönnum Kofi Annan býður til viðræðna um framtíð Austur-Tímor. Sameinuðu þjóðanna. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, bauð ráðherranum tveim- ur til fundarins sem verður haldinn í New York á sunnudag. Ræddar verða tillögur um fullveldi Austur- Tímor sem samdar voru eftir margra mánaða viðræður fyrir milligöngu SÞ. Indónesar lögðu Austur-Tímor undir sig árið 1967 en sú innlimun hefúr aldrei hlotið viðurkenningu þjóða heims. Sameinuðu þjóðimar hafa lengi reynt að komast að ásætt- anlegri niðurstöðu fyrir alla sem hlut eiga að máli. Sjálfstæðissinnar á Austur-Tímor hafa átt í erjum við Indónesa allan þennan tíma og situr leiðtogi þeirra nú í fangelsi í Jakarta. Talið er að honum verði sleppt fljótlega. Stuttar fréttir dv Eldur í birgðaskipi Breskt oliubirgðaskip með 22 skipverja var á reki í morgun imdan suðvesturströnd Bretlands eftir að eldur kom upp í vélar- rúmi skipsins. 3 milljarðar horfnir 31 árs gömul sænsk kona, verð- bréfasali í Marita-Nordbanken, hefur verið handtekin vegna grans um að hafa svikið út úr bankanum nær 3 milljarða ís- lenskra króna. Lág einkunn Þýskir fjölmiðlar gefa ríkis- stjóm Gerhards Schröders, kansl- ara Þýskalands, lága einkunn eftir fyrstu 100 dagana 1 emb- ætti. Skoðana- kannanir sýna hins vegar að Jafnaðar- mannaflokkur Schröders njóti mest fylgis fyrir kosningamar til þings Hessens á sunnudaginn. Era það fyrstu kosningamar í Þýskalandi frá því að þjóðin kaus nýtt sambandsþing í september síðastliðnum. Feitir fá ekki vinnu Atvinnumiðlunin á Borgundar- hólmi býður nú upp á 20 vikna megrunar-, snyrti- og tölvunám- skeið fyrir feitar konur. Feitum konum hefur reynst erfitt að fá vinnu. Umskar 50 stúlkur Kona, sem sökuö er um að hafa umskorið 50 ungar stúlkur, kom í gær fyrir rétt í París. Frönsk lög banna umskurð. Bankabækur gyðinga Rannsóknarnefnd á vegum franska rikisins hefur komist að því að það hafi ekki bara verið franskir bankar sem lögðu undir sig bankabækur gyðinga á meðan Frakkland var hertekið af Þjóð- verjum heldur einnig bandarísk- ir. Gephardt ekki í framboð Leiðtogi minnihlutans í fuO- trúadeOd Bandaríkjaþings, Dick Gephardt, hefur ákveðið að sækjast ekki eft- ir að verða for- setaefni demókrata fyrir kosningamar árið 2000, að því er haft er eftir heimOdarmönnum. Þykir víst að ákvörðun Gephardts muni styrkja stöðu Als Gores, varafor- seta Bandaríkjanna. Er talið að Gephardt muni í dag tilkynna áhuga sinn á að verða forseti fuO- trúadeUdarinnar. Dæmdir í fangelsi Tveir Svíar vora í gær dæmdir í 6 og 3 ára fangelsi fyrir morð á breskum leiðtoga vélhjólagengis í Stokkhólmi í fyrra. Vændishús iögleidd HoOenska þingið samþykkti í gær að lögleiða vændishús frá og með næstu áramótum. Sam- kvæmt núgUdandi lögum er vændi löglegt en ekki vændishús. Missir hönd og hengd íranskur dómstóll hefur úr- skurðað að höggva skuli hönd af 38 ára konu fyrir að kyrkja aldr- aða kynsystur sína. Konan verður síðan hengd. Ógn af flugskeytum George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjón- ustunnar CIA, lýsti því yfir að Bandaríkjimum stafaði nú mikU ógn af langdræg- um flugskeyt- um, einkum Uugskeytum frá lenskar leyniþjónustur hafa lengi fuUyrt að N-Kórea hafi þróuð flug- skeyti og sennilega kjarnavopn. N-Kóreu.Vestur-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.