Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 29
MIÐVEKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 45 Þorsteinn Gunnarsson er meðal upplesara í kvöld. Leiklestur sí- gildra ljóðleika í desember sl. hófst leiklestra- syrpa Leikfélags Reykjavíkur á lestri tveggja leikrita: Lífið er draumur eftir Calderón de la Barca og Ofjarlinum eftir Pierre Corneille. Var þetta í fyrsta sinn sem leikrit þessi voru flutt opin- berlega á íslandi. Nú í febrúar verður lestri haldið áfram. í kvöld verður harmleikur Evrípídesar, Hippólítos, fluttur og miðvikudag- inn 17. febrúar Kóriólanus eftir William Shakespeare. Öll eru leikritin í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikhús Ekkert þessara sígildu leikrita hafa verið flutt áður á íslensku þrátt fyrir að vera meðal mögnuð- ustu verka leiklistarinnar. Um leið sýna þau framúrskarandi og ómetanlega hæfileika þýðandans, Helga Hálfdanarsonar, sem hefur af stakri snilld þýtt mörg höfuð- verka leiklistarinnar. M.a. alla grísku harmleikina og öll leikrit Williams Shakespeares. Allt eru þetta leikrit í bundnu máli enda er stór hluti leikbókmennta heimsins, allt frá dögum Hómers, með þeim hætti. Grísku harmleik- imir og leikrit Shakespeares er það sem hæst ber. Óþarfi er að telja upp allt þýðingarverk Helga, flestir þekkja það og margir kunna að meta það. Þáttakendur í leiklestrinum í kvöld era Bjöm Ingi Hilmarsson, Friðrik Friðriksson, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Valgerður Dan og Þor- steinn Gunnarsson Fé án hirðis í fyrramálið boðar Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga til morgunverðar- fundar frá kl. 8-10 á Hótel Sögu, Sunnusal. Framsögumað- ur á fundinum verður Pétur H. Blöndal alþing- ismaður. Að lokinni fram- sögu verða pall- borðsumræður sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri, Þorgeir Eyjólfsson forstjóri og Óli Bjöm Kárason ritstjóri, taka þátt í ásamt Pétri. Samkomur Pétur H. Blöndal. Evrópudómstóllinn Hádegisverðarfundur verður hald- inn á vegum Félags stjórnmálafræð- inga á morgun kl. 12 á efri hæð veit- ingastaðarins Lækjarbrekku. Óli Jón Jónsson stjórnmálafræðingur heldur framsögu um hvort hlutleysi eða hagsmunatengsl við aðildarríki Evr- ópusambandsins einkenni túlkun Evrópusdómstólsins á lögum ESB og dómsniðurstöður hans. ITC deildin Fífa Fundur verður í kvöld kl. 20.15 að Digranesvegi 12, Kópavogi. Gestir velkomnir. Bubbi Morthens á Fógetanum Bubbi Morthens skemmtir á Fógetanum í kvöld. Bubbi Morthens ætlar á næstu þremur mánuðum að bregða sér öðru hverju út á land og halda tón- leika enda á hann marga aðdáendur í hverju landshorni og hafa tónleik- ar hans á landsbyggðinni ávallt ver- ið vel sóttir. Á þessari tónlistarreisu sinni mun Bubbi meðal annars heimsækja Vestmannaeyjar, ísa- fiörð, Dalvík, Sauðárkrók og Akur- eyri. Auk þess mun Bubbi halda tónleika í ýmsum skólum landsins. Skemmtanir í kvöld verður Bubbi aftur á móti í höfuðborginni og heldur tónleika á Fógetanum í Aðalstræti. Bubbi er að venju með mikið af efni í far- angrinum og fá væntanlegir áhorf- endur að heyra ýmsar perlur af hin- um fjölmörgu plötum kappans ásamt nýju efni en af nógu er að taka. Tónleikarnir á Fógetanum hefjast kl. 22. Papar á Gauknum Seinna skemmtikvöld Papanna á Gauki á Stöng i þessari lotu verður í kvöld. Hljómsveitin, sem upprana- lega rekur ættir sínar til Vest- mannaeyja en telur einnig rætur sínar liggja hjá íram ætlar að halda uppi stanslausu fjöri með hressileg- um drykkjuvísum og gamanmáli. Annað kvöld er það svo bandaríska neðanjarðarhetjan Will Oldham sem skemmtir á Gauknum ásamt Sigurrós og KK. Nánar veröur sagt frá þessum atburði í blaðinu á morgun. Veðrið í dag Gengur í hvassa suðvestanátt Um 500 km vestur af Snæfellsnesi er 985 mb. lægð sem þokast austnorð- austur og dýpkar smám saman en 700 km suðsuðvestur af landinu er 998 mb. lægð sem hreyfist allhratt norð- austur á bóginn. í dag verður sunnan- og suðvestan- kaldi eða stinningskaldi og þykknar upp og fer að snjóa sunnan til. Geng- ur í allhvassa eða hvassa suðvestan- átt með kvöldinu en vestan og norð- vestan stormur eða rok á Norður- landi í nótt. Snjókoma eða él viða um land í dag, þó síst á Austurlandi. Hiti kringum frostmark en kólnar talsvert í kvöld og nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður all- hvöss suðvestanátt og éljagangur með kvöldinu. Hiti verður kringum frost- mark, kólnar talsvert í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.21 Sólarupprás á morgun: 10.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.33 Árdegisflóð á morgun: 8.47 Veðrið kl, . 6 í morgun: Akureyri snjóél 2 Bergsstaóir skafrenningur 1 Bolungarvík haglél á síö.kls. 1 Egilsstaóir 0 Kirkjubœjarkl. alskýjað -1 Keflavíkurflv. léttskýjaö 1 Raufarhöfn heiöskírt -1 Reykjavík hálfskýjaö 0 Stórhöfói úrkoma í grennd 3 Bergen alskýjaó 3 Helsinki snjókoma -8 Kaupmhöfn alskýjaö 5 Ósló léttskýjaö -1 Stokkhólmur 2 Þórshöfn alskýjaö 6 Þrándheimur skúr á síö.kls. 2 Algarve heióskírt 8 Amsterdam þokumóöa 5 Barcelona heiöskírt 2 Berlín þokumóöa 4 Chicago hálfskýjaö 2 Dublin skýjaö 9 Halifax skýjaö -1 Frankfurt súld á síö.kls. 4 Glasgow mistur 9 Hamborg þokumóóa 6 Jan Mayen snjóél -6 London alskýjaö 6 Lúxemborg þokumóöa 2 Mallorca skýjaö 6 Montreal 3 Narssarssuaq heiöskírt -20 New York þokumóöa 8 Orlando skýjaö 19 París skýjaö 3 Róm heiöskírt -1 Vín skýjaö 3 Washington þokuruöningur 6 Winnipeg alskýjaó -6 Sunneva Líf Sunneva Lif heitir litla telpan á myndinni. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítalans 20. júlí síð- Barn dagsins astliðinn og var við fæð- ingu 4050 grömm að þyngd og 53 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Sindri Öm Garðarsson og er hún þeirra fyrsta barn. Góð vetrarfærð Góð vetrarfærð er á öllum aðalþjóðvegum lands- ins en hálkublettir era þó víðast hvar nema síst á Suðausturlandi. Þar sem vegir liggja hátt, til að mynda á heiðum á Vestfjörðum, Norður- og Austur- Færð á vegum landi, er snjór á vegum og sumar heiðar illfærar og einstaka ófærar og bara fyrir vel búna bíla að aka um þessi svæði. Ástand vega Q) ^ Skafrenningur m Steinkast B HSIka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarka m Þungfært © Fært fjallabílum Ófært Susan Sarandon og Julia Roberts leika konurnar tvær í lífi barnanna. Stjúpmamma í Stepmom, sem Stjömubíó og Laugarásbíó sýna, segir frá Luke (Ed Harris) sem áður var giftur bókaútgefandanum Jackie (Susan Sarandon) en er nú farinn að búa með atvinnuljósmyndaranum Isa- bellu (Julia Roberts). Böm Lukes frá hjónabandi hans og Jackie, Anna, 12 ára, og Ben, 7 ára, eiga erfitt með að sætta sig við stjúp- mömmuna eins og oft vill verða. Isabelle er öll af vilja gerð en á margt ólært í móðurhlutverkmu. Hún vinnur fullan vinnudag og á það til að gleyma hvenær á að sækja börnin úr skóla. Hún reynir þó allt sem hún getur en hefur ekk- ert að segja I hina einu sönnu mömmu. '//////// Kvikmyndir Ekki bætir það úr að Jackie og Isabellu kemur illa sam- an og er Jackie í raun afbrýðisöm út i sér yngri konu og gerir í því að gera henni erfitt fyrir. Þrátt fyrir að bömin fari i taugarnar á Isa- bellu er hún ekkert á þvi að gefast upp. Á ýmsu gengur en með þrjóskunni og viljanum fara börn- in að meta Isabellu en þá skellur reiðarslagið yfir ... Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: The Waterboy Bíóborgin: Ronin Háskólabíó: Elizabeth Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: Wishmaster Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: The Siege Stjörnubíó: Stjúpmamma Krossgátan h 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárétt: 1 andlit, 4 útlit, 8 tala, 9 málmur, 11 þykkni, 12 haldast, 14 róta, 16 leiða, 17 ánægju, 19 fljótum, 20 mynt, 22 harmi, 23 flas. Lóðrétt: 1 ákveðni, 2 hryðja, 3 berja, 4 klappir, 5 ákefð, 6 inn- heimta, 7 hopa, 10 lengdarmál, 13 gljáhúð, 15 skelin, 18 ílát, 19 mönd- uÚ, 21 átt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 konsert, 8 árátta, 9 skratta, 11 sauð, 13 ein, 14 afl, 16 ata, 18 bötnuðu, 19 ær, 20 urrar. Lóðrétt: 1 kássa, 2 orka, 3 nár, 4 staðan, 5 et, 6 rati, 7 trantur, 10 tet- ur, 12 ultu, 15 för, 17 aöa, 18 bæ. Gengið Almennt gengi LÍ 03. 02. 1999 kl. 9.15 Eininfl Kaup Sala Tollnenfli Dollar 70,010 70,370 69,930 Pund 114,600 115,180 115,370 Kan. dollar 46,200 46,490 46,010 Dönsk kr. 10,6770 10,7360 10,7660 Norsk kr 9,2100 9,2600 9,3690 Sænsk kr. 8,8890 8,9380 9,0120 Fi. mark 13,3440 13,4240 13,4680 Fra. franki 12,0950 12,1680 12,2080 Belg. franki 1,9668 1,9786 1,9850 Sviss. franki 49,6800 49,9600 49,6400 Holl. gyllini 36,0000 36,2200 36,3400 Þýskt mark 40,5700 40,8100 40,9500 it. líra 0,040980 0,04122 0,041360 Aust. sch. 5,7660 5,8010 5,8190 Port. escudo 0,3957 0,3981 0,3994 Spá. peseti 0,4768 0,4797 0,4813 Jap. yen 0,622900 0,62670 0,605200 írsktpund 100,740 101,350 101,670 SDR 97,630000 98,21000 97,480000 ECU 79,3400 79,8200 80,0800 Simsvari vegna gengisskráningar wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.