Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 1 _^B^_^ ^M ^ ^^H Vl™,„ Utgáfufélag: FRJALS FJÓLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aostoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsíngar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Nátttröll nútímans Sumar stofnanir lifa sitt eigiö ágæti en halda áfram sjálfstæöu, tilgangslitlu og fremur innihaldslausu lífi. Aðrar taka breytingum í takt við tímana - aðlagast breyttum aðstæðum og taka upp nýja starfshætti. Fáar stofnanir hins opinbera leggja hins vegar upp laupana baráttulaust, enda oftar en ekki undir sérstökum vernd- arvæng stjórnmálamanna sem telja það skyldu sína, og á stundum sinn eina tilgang, að stunda fyrirgreiðslu sem greidd eru úr vösum annarra. Undantekningar frá regl- unni eru fáar, fyrir utan Skipaútgerð ríkisins sem Hall- dór Blöndal hafði dug í sér að leggja niður og selja, þrátt fyrir að almenningi hefði verið talin trú um að fyrirtæk- ið væri þjóðarnauðsyn. Annað kom í ljós. fbúðalánasjóður tók til starfa í byrjun þessa árs og byggir á grunni gömlu Húsnæðisstofnunar. í takt við tíð- arandann hefur orðið stofnun verið fellt niður og nú- tímalegra orð, sjóður, tekið upp. Þannig er reynt að „nú- tímavæða" úrelta ríkisstofnun eins og nú er í tísku víða í atvmnulífinu. Auðvitað er sú tilraun dæmd til að mis- takast. Lífdagarnir verða að vísu fieiri en nytsemin verð- ur ekki meiri þó nafni sé breytt. íbúðalánasjóður er dæmi um nátttröll nútímans og það sem verra er; nátt- tröll á nýrri öld. Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum fjármálamarkaði undanfarin ár þar sem bönd ríkisvalds og stjórnmálamanna hafa verið losuð. Hörð samkeppni milli fjármálastofnana hefur komið í stað miðstýringar og tilheyrandi ofstjórnar á fjármálakerfmu. Samhliða hefur Seðlabanka íslands verið gefið svigrúm til að fylgja aðhaldssamri og nokkuð sjálfstæðri peningastefnu. Upp- skeran er stöðugt verðlag. Á þessum grunni hafa fjár- málastofnanir, bankar og sparisjóðir fetað inn á nýjar brautir, aukið og bætt þjónustu. Fyrir nokkrum árum riðu verðbréfafyrirtæki á vaðið og hófu að bjóða einstak- lingum sérstök fasteignalán. Nú hafa bankar fylgt í kjöl- farið. Þannig eru fjármálastofnanir hægt og bítandi að taka yfir hlutverk íbúðalánasjóðs þó að samkeppnisstaða þeirra sé í raun engin. Ekkert bendir hins vegar til ann- ars en að bankar og sparisjóðir séu fullfærir um að veita einstaklingum þá þjónustu sem íbúðalánasjóður veitir sé þeim gefið tækifæri til þess. Húsnæðisstofnun hin nýja er til óþurftar og hamlar framþróun á íslenskum fjár- málamarkaði, eykur sóun og kemur í veg fyrir eðlilega verðmyndun og samkeppni. íbúðalánasjóður er hins vegar fjarri því að vera eina nátttröllið í fjölskrúðugri flóru íslenskra ríkisstofnana og -fyrirtækja. Byggðastofnun (sem ef til vill verður „nú- tímavædd" á komandi öld og skírð Byggðasjóður) er sér- stakt tæki stjórnmálamanna til misnotkunar og minnir helst á flugvél sem hefur það hlutverk eitt að fljúga yfir mannfjölda 17. júní og henda út karamellum til barn- anna. Námsgagnastofnun er undarlegt fyrirbæri sem ger- ir lítið annað en koma í veg fyrir að einkafyrirtæki hasli sér völl á námsbókamarkaði grunnskóla af einhverri al- vöru. Búnaðarsjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Lánasjóður landbúnaðarins undirstrika enn frekar hversu mikilvægt það er að stofnanir fái ekki að lifa af þeirri ástæðu einni að þær eru til og hafa, eftir því sem elstu menn muna, alltaf verið til. Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins var komið á laggirnar þar sem friða þurfti einhverja aðila vegna uppskipta nokkurra sjóða sem tengdir voru atvinnulífinu. Og Ferðamálasjóður, man einhver eftir honum? Óli Björn Kárason Máliö þolir ekki langa biö og því þarf Alþingi aö ríöa á vaöiö og hrista af sér sleniö - helst fyrir kosningar, seg- ir m.a. í grein Hjörleifs. Stjórnarskráin og löggjafinn Nýlega gengnir hæstaréttardómar, sem ómerkt hafa stjórn- valdsaðgerðir ráðherra og lög sett af Alþingi, vekja upp grundvallar- spurningar um stöðu þingsins og möguleika til að rækja hlutverk sitt sómasamlega. Sér- staklega á þetta við þegar um afar mikils- verð mál og almanna- hagsmuni er að ræða sem kveðið er á um í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Nægir þar að vísa til hæsta- réttardómsins þar sem ómerkt voru ákvæði í lögum um stjórn fisk- veiða. Viðbrögð Alþingis við þeim dómi með breytingu á lögunum nú nýverið eru um- deild og áfram teflt í mikla tvísýnu með til- liti til stjórnarskrár- varinna réttinda. Al- þingismenn og ráð- herrar rýndu í dóminn og sýndist sitt hverj- um. Skilaboð Hæsta- réttar þóttu nokkuð óskýr og engin viðhlítandi fræði- leg úttekt var lögð fyrir þingið. Við svo búið má ekki standa. Vilji löggjafarsamkoman halda sínu verður hún að bregðast við skjótt og af myndugleik. Á sama hátt er þörf á að styrkja óháð dómsvald í landinu en byggja jafnframt brýr á milli þannig að hvor viti af öðrum. Dreift eða miöstýrt eftirlit Miklar breytingar hafa orðið á réttarfari ríkja á seinnihluta ald- arinnar. Á þetta ekki síst við um aukið vægi stjórnarskrárákvæða Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur og alþjóðlegra skuld- bindinga þjóðríkja á fjölmórgum sviðum. Stjórnarskrá er æðsta réttarheimild í hverju landi og löggjafanum ber að hlíta ákvæðum hennar. Á sama hátt ber dómstólum að vaka yfir að ekki sé gengið gegn þeim og lýsa ómerk lagaá- kvæði sem fara á svig við stjórnar- skrá. Vegna réttar- þróunar sem hefur verið hraðfara í tið núlifandi kynslóða er rík þörf á því fyr- ir alla valdhafa, „Fjólmórg álitaefni koma upp þegar sfyrkja á eftiriit með að stjórnarskrárvarin réttíndi séu í heiðri höfð. Skynsamlegt sýnist að afía strax yfirlits um þær leið- ir sem önnur þjóðríki ogþjóðþing hafa valið í þessu efni og sníða okkur síðan stakk að vexti." hvort sem er á sviði löggjafar-, dóms- eða framkvæmdavalds, að leggja sig fram um að meta stöðu sína og fyrirmæli. Nægir í þessu sambandi að benda á ákvæði um mannréttindi og jafnræði þegn- anna. Tvenns konar form hefur verið á eftirliti með að stjórnarskrár- bundin réttindi séu haldin, annars vegar að fela það almennum dóms- stólum eins og hér tíðkast eða sér- stökum stjórnlagadómstólum. Leið hinna almennu dómstóla á rætur í bandarískum hefðum og felur í sér dreift eftirlit, þar sem höfða verð- ur mál út af tilteknum ágreiningi. Sérstakir stjórnlagadómstólar eiga upptök sín í Mið-Evrópu, og óx fiskur um hrygg eftir seinni heimsstyrkjöld. Þar er um að ræða miðstýrt eftirlit, þar sem almennt mat er lagt á lóggjöf og þangað sem stjórnvöld og einstaklingar geta skotið málum og úrlausnir hafa víðtækt gildi. Stjórniagaráö hugsanleg réttarbót Fjölmörg álitaefni koma upp þegar styrkja á eftirlit með að stjórnarskrárvarin réttindi séu í heiðri höfð. Skynsamlegt sýnist að afla strax yfirlits um þær leiðir sem önnur þjóðríki og þjóðþing hafa valið í þessu efni og sníða okkur síðan stakk að vexti. Skoða ber siðan hvort rétt sé að koma upp sérstökum stjórnlagadómstóli eða hvort viðaminni leiðir séu við hæfi fyrst um sinn. Þar gæti komið til skipuleg lögfræðiráðgjöf fyrir þing og framkvæmda- vald með brú yfir í helstu fræðabrunna á því sviði. Ég hef nefnt í því sambandi stjórnlagaráð sem yrði til með tilnefningu frá Hæstarétti, lagadeild Háskóla íslands og umboðsmanni Alþingis. Slíkt ráð veitti Alþingi og ef til vill einnig ráðuneytum óskuldbindandi ráð- gjöf með tilliti til stjórnarskrár- innar. Fordæmi eru fyrir því með- al annars annars staðar á Norður- löndum að srjórnvöld geti leitað ráða hjá æðsta dómstóli en æski- legt væri vegna óhæðis dómsvalds að koma þvl fyrir með öðrum hætti. Þetta mál þolir ekki langa bið. Því þarf Alþingi að ríða á vað- ið og hrista af sér slenið - helst fyrir kosningar. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Varaformaður Sjálfstæðisflokksins „Stöður formanns og varaformanns eiga sér sterkar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Ýmsir af áhrifamestu leiðtogum flokksins hafa gegnt embætti varaformanns í lengri eða skemmri tima. En stund- um hefur sá forystumaður Sjálfstæðisflokks, sem því starfi hefur gegnt orðið annar póll i Sjálfstæðis- flokknum og ákveðin spenna skapast á milli for- manns og varaformanns. Þótt slík spenna hafi vald- ið vandamálum hefur hún líka orðið til þess að breikka þá mynd, sem birzt hefur af Sjálfstæðis- flokknum gagnvart ahnennum kjósendurm." Úr forystugrein Mbl. 2. febr. Ekki er allt sama tobakiö „Ég hef aldrei hitt reykingamenn sem ekki vita að reykingar eru óhollar. En þeir reykja samt. Sjálf er ég ekki reykingamanneskja en ég stunda þó nokkrar óhollar iðjur eins og til dæmis óhóflegt sykurát. Ég ætla að halda áfram að stunda mína óhollustu, jafnvel þótt líf mitt syttist um einhver ár. Maður verður, jú, að drepast úr einhverju, og ég vil hafa einhverja skemmtun af lífinu áður en ég kveð það...Ég skora á reykingamenn, hvar í flokki sem þeir standa, að fylkja liði í komandi kosningabar- áttu undir kjörorðinu: „Reykingamenn í ríkis- stjórn!" Síðan geti reykingamenn í hinum ýmsu flokkum auglýst undir kjörorðinu: „Ekki er allt sama tóbakið"." Kolbrún Bergþórsdóttir í Degi 2. febr. Virðingarleysi við skattgreiðendur „Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir mikilli óánægju vegna þeirra áforma ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar að eyða fjórum milljörðum króna af skattfé til byggingar tónlistarhúss. Ljóst er að engin brýn nauðsyn réttlætir þessi fjárútlát held- ur er þetta enn eitt dæmið um undanlátssemi hins opinbera við háværa þrýstihópa og virðingarleysi sumra stjórnmálamanna við skattgreiðendur...Þar að auki fara áformin um þessa húsbyggingu þvert gegn grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um að halda skattheimtu í lágmarki." Úr ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna 31. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.