Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 28
ýf 44 (S£^)Ö MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Ui Flokkakerfinu wákað til hliðar „Þessi úrslit skákuðu flokka- f kerfinu til hliðar og af því leiðir' að það er mjög erfitt, eftir að fólkið hefur talað með þessum afgerandi hætti, að ætla að, fara að stilla upp sem leiðtoga { kosningabarátt- unnar einhverj- um í krafti þess áð viðkomandi er forystumaður í stjórnmálaflokki sem ekki skípt- ir lengur meginmáli." Össur Skarphéðinsson alþingis- maður, í Morgunblaðinu. Er tíminn kominn? „Jóhanna getur enn ekki sagt J að sinn tími sé kominn, til þess | þarf hún að ná leiðtogahlutverk- \ inu um allt land." Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur, í Degi. Leiðtoginn „Ég lít svo á að verkefnið núna sé að leiða samfylkinguna til j sigurs í Reykjavík. Þar er ég leiðtogi. Síðan verðum við að sjá til með i framhaldið. Það er ekkert ofar- lega í mínum huga að gera kröfu til þess að ég sé leiðtoginn." Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður, í D V. Gleðistefha Margrétar „Er Bryndis þó kampakát yfir úrslitum. Má segja að afstaða hennar sé í anda þeirrar gleði- j stefnu sem Margrét Frimanns- dóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins, hefur fylgt undanfarna mánuði, þegar sífellt hefur fækk- að í þingflokki Alþýðubanda- lagsins við mikinn fögnuð Mar- grétar." Björn Bjarnason menntamála- ráöherra, á heimasíðu sinni. Binkaklúbbur borgarstjóra „Ef borgarstjóri kýs að gera miðborgarstjórnina að einkaklúbbi fyr- ir sig þá handvelur hún væntanlega i einstaklinga í þessa stjórn," Vilhjálmur Þ. VII- hjálmsson borgar- fulltrúi, í DV Gamaldags kerfisflokkur „Mótmælin sýna svart á hvítu að flokkur minnihlutans er gam- aldags kerfisflokkur sem vill al- ræðisvald stjórnmálaflokkanna á öllum sviðum." Helgi Hjörvar borgarfulltrúi, í DV. Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunar NLFÍ: Ekki aðeins gamalt fólk heldur fólk á öllum aldri DV, HveragercS: Um áramótin tók Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur við starfi hjúkrunarforstjóra Heilsustofn- unar NLFÍ í Hveragerði. Hulda hefur starfað við Heilsustofnun síðan 1994 með eins árs hléi þegar hún valdi að búa hjá eiginmanni sínum sem er í námi við Samvinnuháskólann á Bif- röst. Sá heitir Sigurður Guðmundsson lögreglumaður og er nú á lokaári náms i rekstrarfræðum. Hulda vann þetta ár á Sjúkrahúsi Akraness og bjuggu þau hjónin ásamt tveimur börnum sínum þá á Bifröst. Nú býr Hulda í Hveragerði og Sigurður kem- ur heim um helgar. Um starfsemi og framtíð Heilsu- stofnunar sagði Hulda að hún væri í sífelldri endurskoðun. „Hér á „hæl- inu", eins og mér fmnst notalegast að kalla það, fer aðallega fram almenn endurhæfing. Fólk kemur hingað af ýmsum ástæðum, t.d. í endurhæfingu vegna slysa og uppskurða af ýmsum toga, m.a. af vóldum krabbameins og bæklunaraðgerða. Dvöl hér er ekki dýr miðað við að í henni er falin margvísleg meðferð, sniðin fyrir hvern einstakling, frjáls afnot af tækjasal auk fulls fæðis. Ódýrasta gisting og meðferð innifalin er nú kr. 1300 á sólarhring en það er ódýrara en að búa heima og sækja þjónustu ann- að hjá hinum og þessum aðilum." Hulda segist hafa fundið fyrir því, að í sumum viðtölum við dvalargesti í fjölmiðlum hafi jafnvel komið fram of jákvætt fólk sem ekkert virtist ama að. Hún skýrir mál sitt þannig: „imynd Heilsustofnunar finnst mér stundum vera sú að hér sé ýmist um að ræða gamalt fólk, oft ríkt, sem kemur til þess að hvíla sig og fá til- breytingu. Staðreyndin er hins vegar sú að hingað kemur fólk á öllum aldri, allt niður í 15 ára, og af ýmsum ástæð- Maður dagsinT" um. Flestir yngri dvalargesta eru hér vegna offitu, í endurhæfingu vegna slysa eða reykinga. Annars getur utanaðkomandi aðili yfirleitt ekki séð á fólki hvað nákvæmlega hrjáir það. Því koma sumir fyrir í fjölmiðlum sem hraust fólk þar sem fæstir kæra sig um að bera sjúkdóma sína á torg." Ein af sérmeðferðum á Heilsu- stofnun eru námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þessi nám- skeið eru yfirleitt vel sótt og hinu fyrsta á þessu ári er nýlokið. Námsdvölin stendur í sex daga og gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi drepið í sinni síðustu sígarettu í upphafi námskeiðs. Öllum þátttakendum er síð- an boðið eftirlit í eitt ár að meðferð lok- inni. Auk þessara námskeiða eru DV-mynd: Eva megrunarnámskeið sem standa mun lengur eða í 4 vikur. Þar koma saman hópar fólks sem eiga við ofíituvanda- mál að stríða, þeim er leiðbeint og kennt að nærast á heilsusamlegan hátt og halda sinni kjörþyngd eftir að hafa náð henni. „Heilsustofnunin er eini staðurinn sinnar tegundar á landinu og þótt víð- ar væri leitað. Ekki er leyfilegt að auglýsa starfsemi stofnunarinnar en hún er í samkeppni við marga smáað- ila, t.d. nuddstofur og líkams- ræktir úti um allt land. Þannig hefur stofn- unin ekki tök á að markaðssetja þjón- ustu sína og kynna hvað í raun fer fram annað en ein- göngu að annast eldra fólk, eins og margir virðast halda." -eh Gabríela Fri&riksdóttir vinn- ur viö eitt myndverka slnna. Persónur og tilfinningar Um síðustu helgi opnaði Gabríela sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls og ber sýningin yfir- skriftina Persónur og til- finningar. Gabríela er stúd- ent frá MR. Hún var í myndlistarskólanum Rými 1992-1993 og í fornámsdeild Myndlista- og handíðaskól- Sýningar ans 1993-1994, sumarið 1994 í tréiðnaðardeild Iðnskól- ans, þá í Myndlista- og handíðaskólanum 1994-1997 og var síðan í sjálfstæðu námi við Academie Výt- varnich Umeníe, myndlist- arakademíuna í Prag, 1998. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2319 Fastur her Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Afturelding og Haukar leika aö Varmá í kvöld. Mynd- in er frá fyrri viöureign li&anna. Spennandi leikir í handboltanum Það verður mikið um að vera í handboltanum í kvöld því fjöldi leikja er bæði í meistaraflokki karla og kvenna. 11. deild karla verður i kvöld leikin 18. umferðin. Aftureld- ing situr á toppi deildarinnar hjá og á heimaleik 1 kvöld gegn Haukum sem eiga á að skipa sterku liði þótt Afturelding sé sigurstranglegra. Aðr- ir leikir í 1. deild karla eru: Stjarn- an-KA, sem leikinn er í Garðabæ, í Kaplakrika leika FH-ÍBV, á Selfossi Selfoss-ÍR, á Selrjarnarnesi leika Grótta KR-HK og í Valsheimilinu leika Valur-Fram. Allir leikirnir hefjast kl. 20.30. Iþróttir 14. umferðin í l. deild kvenna hófst í gærkvóld með leik Stjörnunn- ar og ÍBV. í kvöld verða síðan fjórir leikir. í Kaplakrika leika FH-Valur, í Framhúsi Fram-ÍR og á Seltjarnar- nesi leika Grótta/KR-Haukar. Þessir þrír leikir hefjast kl. 18.30. Kl. 20 leika KA og Víkingur í KA-heimninu á Akureyri. Ekkert er leikið í körfu- boltanum í kvöld enda stutt i úrslita- leikina í Bikarkeppni KSÍ en þeir verða um helgina. Bridge íslandsmótið í parasveitakeppni fór fram um helgina og því lauk með öruggum sigri sveitar Ljósbrár Baldursdóttur sem skoraði 139 stig. Það er góður árangur þvi sveitin skoraði liðlega 20 stig að meðaltali í leik. Sveit Æðsta Strumps hafnaði í öðru sæti með 126 stig. I sveit Ljós- brár spiluðu auk hennar: Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Björn Eysteinsson, Gylfi Baldursson og Magnús Magnússon. Spiluð voru forgefm spil, sömu spil í öllum leikj- um. í þessu spili úr sjöttu umferð var algengast að spilaðir væru 6 spaðar. Örfá pör náðu þó 7 spöðmn á spil n-s en það er alls ekki svo gal- inn samningur. Vestur gjafari og AV á hættu: * KG97 »4 ? Á96 # ÁK843 * 1062 * K875 * G1043 * 105 N * 3 w 1032 * KD85 * D9762 * AD854 w ÁDG96 * 72 * G Sjö spaða er hægt að vinna á opnu borði með því að taka trompsvíningu í hjartalitnum en það er fjarri þvl besta leiðin í úrspil- inu. Gerum ráð fyrir að suður sé sagnhafi í 7 spöðum og útspil varn- arinnar sé tígulgosi. Besta leiðin til vinnings samkvæmt líkindafræð- inni er að drepa á ásinn í blindum, taka ÁK í laufi og henda tigli hehna. Spila síðan hjarta á ás, trompa hjarta, trompa tigul, trompa hjarta og trompa tigul heima. Hjarta er trompað fjórða sinni og þá fellur hjartakóngurinn. Spaðakóngurinn er nú orðinn eft- ir berrassaður í blindum en sagn- hafi á eftir ÁD8 í spaða og fríslag í Ljosbrá hjarta. TU greina Baldursdóttir. kemur að spila spaðakóng og yfir- drepa heima í þeirri von að spaðatí- an láti sjá sig í fyrsta eða öðrum slag. Hins vegar er mun betri leið að spila laufi úr blindum og trompa heima með spaðaáttunni. Þá vinnst spilið ef vestur átti 3 eða fleiri lauf í upphafi, eða heldur ekki á spaðatí- unni. Hins vegar eru þessar for- sendur ekki fyrir hendi og sagnhaf- ar í 7 spöðum þurftu að bíta í það súra epli að fara niður á þessum annars ágæta samningi. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.