Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Fréttir Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra: Þessi úrslit koma mér nokkuð á óvart - segir Kristján L. Möller sem sigraði Önnu Kristínu Gunnarsdóttur DV, Akuieyri: „Ég verð að segja það að þessi úr- slit komu mér nokkuð á óvart. Ég skynjaði málið þannig síðustu dag- ana að ég myndi ekki ná 1. sætinu, það myndi koma í hlut Önnu Krist- ínar en ég taldi mig alltaf nokkuð öruggan með 2. sætið,“ sagði al- þýðuflokksmaðurinn Kristján L. Möller frá Siglufirði sem sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra um helgina. Kristján háði harða baráttu um 1. sætið við Önnu Kristínu Gunnars- dóttur, Alþýðubandalagi á Sauðár- króki, og í lokin munaði ekki nema 42 atkvæðum á þeim. Kristján L. Möller, sigurvegari á Norðurlandi vestra. Geysileg þátttaka var í prófkjör- inu en alls greiddu 2480 manns at- kvæði sem er um 500 fleira en þeir flokkar sem standa að Samfylking- unni fengu í kosningunum 1995. Úrslitin þýða að í enn einu kjör- dæminu hlýtur frambjóðandi Al- þýðuflokksins efsta sætið, en flokkurinn hefur ekki þingmann á Norðurlandi vestra nú en þar er Ekki ánægð - segir Anna Kristín DV, Akureyri: „Ég er ekki ánægð. Hins vegar komu úrslitin mér ekki á óvart þegar ég sá hvernig þátttakan var á Siglufirði. Þegar ég sá hvað var að gerast þar sá ég að allt gæti gerst,“ segir Anna Kristín Gunn- arsdóttir, alþýðubandalagskona á Sauðárkróki, sem hafnaði í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Anna Kristín var af mörgum tal- in sigurstranglegust í baráttunni um 1. sætið en varð að sætta sig við 2. sætiö og hún var að vonum vonsvikin með úrslitin. „Þetta eru mikil vonbrigði, ekki bara fyrir mig heldur allt alþýðubandalags- fólk. En dreifing atkvæðanna milli mín og Jóns Bjarnasonar hafði vissulega einnig sitt að segja." - Ert þú óhress með hvemig stuðningsmenn keppinauta þinna unnu í prófkjörsbaráttunni? „Ég held ég tjái mig ekkert um það. Það sýnir sig hins vegar auð- vitað sjálft hvernig var unnið - þessi mikla kjörsókn á Siglufirði þar sem rúmlega 800 manns kusu í bæ með rúmlega 1100 á kjörskrá." - Tekur þú 2. sætiö? „Það er ekkert sem bendir til annars. Ég skoða þetta í rólegheit- unurn". -gk Prófkjör Samfylkingar á Norðurlandi-vestra Skipting atkvæða 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti Rööin: Kristján Möller 852 1.018 1.153 1.344 1. Kristján Möller A. Anna K .Gunnarsdóttir 810 1.117 1.359 1.600 2. Anna K .Gunnarsdóttir Abll Signý Jóhannesdóttir 89 571 1.060 1.468 3. Signý Jóhannesdóttir Abl. Jón Bjarnason 580 844 1.038 1.906 4. Jón Bjarnason Abl. Pétur Vilhjálmsson 12 144 504 876 5. Jón Sæmundur Sigurjóns. A. Jón Sæmundur Sigurjónsson 26 663 1.020 1.274 6. Steindór Haraldsson A. Steindór Haraldsson 11 208 614 974 7. Pétur Vilhjálmsson Abl. Pétur Vilhjálmsson 12 144 504 876 j 8. Björgvin Þ. Þórhallsson Abl. Björgvin Þ. Þórhallsson 14 223 434 Kosning í tvö efstu sætin er bindandi Ragnar Arnalds þingmaður Al- þýðubandalagsins. Kristján naut þess örugglega að vera eini krat- inn sem sóttist eftir 1. sætinu en eftir því sæti sóttust þrír alþýðu- bandalagsmenn og atkvæðin dreifðust því á þá. Þetta voru auk Önnu Kristínar þau Signý Jóhann- esdóttir, Siglufirði, og Jón Bjarna- son, skólastjóri á Hólum. Kristján fékk 852 atkvæði í 1. sætið en Anna Kristín 810 at- kvæði. Jón Bjamason 580 og Signý 89. Prófkjörið var án allra „girð- inga“ og úrslitin varðandi tvö efstu sætin bindandi þannig að þau sæti skipa Kristján og Anna Kristín. Signý fékk 1160 atkvæði í 1.-3. sæti en Jón 1020 og urðu þau í 3. og 4. sæti. Jón Sæmundur Sigur- jónsson, krati og fyrrverandi þing- maður, sem sóttist eftir 2. sæti, fékk ekki nema 663 atkvæði í 1.-2. sæti og hafnaði i 5 sæti með 1274 atkvæði, Steindór Haraldsson krati fékk samtals 974 atkvæði og Húnvetningarnir og alþýðubanda- lagsmennirnir Pétur Vilhjálms- son, Hvammstanga, sem fékk 876 Anna Kristín Gunnarsdóttir sem lenti í öðru sæti. atkvæði, og Björgvin Þór Þórhalls- son, Blönduósi, sem fékk 734 at- kvæði, ráku lestina. Nokkuð var um það rætt að V-Húnvetningar myndu flykkjast um Pétur og kjósa hann í 1. sætið en fyrir þvi reyndist enginn fótur og Pétur fékk einungis 12 atkvæði í það sæti. Líst vel á framhaldið „Auðvitað naut ég þess að vera einn úr Alþýðuflokknum að sækja á 1. sætið en þau voru þrjú úr Al- þýðubandalaginu sem sóttu í það sæti. Þá hefur það án efa komið mér til góða að Siglufjarðarlistinn kom vel út í kosningunum á síð- asta ári og þar hafa menn úr þess- um flokkum starfað vel saman,“ sagði Kristján Möller. „Mér líst mjög vel á framhaldið og þá baráttu sem fram undan er. Hér eins og víðs vegar um land hefur Samfylkingin góð sóknar- færi og er komin á beinu brautina eftir erfiðleika við að velja vinnu- reglur við að koma saman fram- boðslistum. Þessi mikla þátttaka í prófkjörinu er í samræmi við það sem hefur verið að gerast í öðrum kjördæmum, það virðist vera mik- ill áhugi fyrir prófkjörum um þess- ar mundir, einhver bylgja í gangi," sagði Kristján. -gk Maður sem framdi vopnað rán í 11-11 verslun við Norðurbrún á föstudagskvöld er hér leiddur út úr íbúðarblokk við Kleppsveg skömmu eftir ránið. Verkfæri mannsins og þýfið, um 100 þúsund krónur, fundust í íbúð í blokkinni. Maðurinn hefur fengið dóma fyrir rán og líkamsárásir og var á skilorði þegar hann framdi ránið. DV-mynd HH Læknaslagur Katrín Fjeldsted heilsugæslu- læknir settist á þing eftir að Frið- rik Sophusson réðst til starfa hjá Landsvirkjun. Katrín hefur á und- anförnum árum barist harkalega gegn einkafram- taki innan heil- brigðiskerfisins og skilgreindi sig í viðtali í Degi fyrir nokkru sem „vinstri sjálf- stæðismann“, hvað sem það þýðir. Nú mun Katrín hafa ýft öldur í Valhöll þar sem hún gerði kröfu um að uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins ákvæði fram- boðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Enda mun hún áköf i þingsæti. Læknar munu hins veg- ar ekki allir jafhglaðir yfir að fá Katrínu á þing en skoðanir henn- ar þykja fráleitt endurspegla skoðanir allra lækna landsins. Þeirra helsti talsmaöur mun vera Ólafur F. Magnússon, heimilis- læknir og borgarfulltrúi, sem hef- ur barist fyrir einkaframtaki í heilbrigöiskerfinu ... Tökum lokið Tökum á mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur, Ungfrúin góða og húsið, mun nú vera lokið og hafa að sögn gengið alveg bærilega. Tökur fóru m.a. fram í Flatey á Breiðafirði og í Sví- þjóð. í tökum ytra lét ein af helstu leikkonum Dana til sín taka í auka- hlutverki. Það er engin önnur en Ghita Nörby sem margir þekkja sem frú Skjem úr Matador- þáttunum. Mörgum er enn fremur í fersku minni þegar Ghita heim- sótti Frón, lék við hvern sinn fingur og fór i útreiðartúr... Niggarar Völsungurinn Arnar Bjöms- son sá um að lýsa vináttuleik Englendinga og Frakka í knatt- spyrnu á miðvikudagskvöld. Hon- um til hjálpar var Logi Ólafsson, fyrmm landsliðs- þjálfari. Ekkert var út á lýsingu þeirra félaga að setja en á einum stað, er nálgaðist leiks- lok, þótti mörg- um Logi fara yfir strikið. Var hann þá ekki að tala um knattspyrn- una heldur hraut orðið niggari af vörum hans og kom satt að segja illa við ófáa. Spyrja hinir sömu nú hvort Andy Cole, Paul Ince og fleiri verði framvegis kallaðir niggarar í lýsingum af enska bolt- anum ... Kaupum skjálftana Reglulega heyrum við fréttir af jarðskjálftum á Hengilssvæðinu og sumir eru svo einstakir að finna fyrir titringnum alla leið til Reykjavíkur. Borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, er mjög líklega einn þeirra þegna Reykjavíkur sem er svo næmur, þrátt fyrir að búa vestaiiega í bæn- um. Ingibjörg Sólrún hefur nefnilega snúið vöm í sókn, og í stað þess að þola titring og pirring frá annarra manna landi hefúr hún ákveðið að kaupa landið, enda hef- ur sveitarfélagið sem nú ræður þar ríkjum, enga stjóm á jarðskjálftum á sínu eigin landi. Næsta skref borgarstjóra er væntanlega að gera skjálftana brottræka... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.