Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 48
Vinniiigstölurlaugardagmii: 13. Jókertölur vikuimar: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5af 5 2 11.571.440 2. 4 af 5+<^ 6 217.230 3. 4 af 5 234 9.600 4. 3 af 5 8.184 640 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Fundu loðnu Rannsóknarskipið Ámi Friðriks- son fann um helgina talsvert af loðnu á svæði út af sunnanverðum Austfjörðum, svokölluðum Fæti, sem eru fiskimið sunnan við Reyð- arfjarðardjúp. k „Hún er um landgrunnsbrúnina, nær ekki langt út fyrir hana en tals- vert upp á grunnið og inn í Reyðar- fjarðardýpið,“ sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur við DV í gær. „Meiriparturinn af þessu er hrygningarloöna, smávaxin eins og gerist nú í ár. Hún var ekki svo þétt að hún væri í veiðanlegu ástandi.“ Hjálmar sagði að verið væri að reyna að finna meira magn en sem næmi bráðabirgðakvótanum sem úthlutað hefði verið í sumar áður en vertíðin byrjaði. „Það virðist vera komið eitthvað yfir rauða strikið en hversu mikið það er get ég ekki sagt til um enn.“ Góð loðnuveiði hefur verið á sið- jfcustu sólarhringum suður af land- inu í vestanverðum Meðallands- bugnum, nærri Skarðsfjöruvitan- um. Andrés Sigurðsson, 1. stýri- maður á Sigurði VE, sagði við DV í gær að þeir hefðu fyllt skipið í tveimur köstum sem voru 600 og 800 tonn. -JSS Bolludagurinn er í dag. Margir tóku þó forskot á sæluna og úðuðu í sig rjómabollum af öllum gerðum og stærðum um helgina. Víða mynduð- ust langar biðraðir í bakaríum og starfsfólk hafði vart undan að af- greiða viðskiptavinina. DV-mynd Hilmar Þór Siglfirðingar í prófkjörsham - DV, Akureyri: Siglfirðingar eru í prófkjörs- ham. Margir undruðust í prófkjöri Framsóknar á dögunum að þar kusu um 400 manns. Var talað um smölun. En í prófkjöri Samfylking- ar um helgina fóru rúmlega 800 Siglfirðingar á kjörstað sem þykir merkilegt þar sem ekki eru nema umllOO manns á kjörskrá í bæn- um. „Þetta sýnir vankanta prófkjör- anna,“ segir Unnar Ingvarsson, formaður kjörstjórnar Samfylking- arinnar á Norðurlandi vestra. Hann segir ljóst að prófkjörið hafi snúist upp í byggðakosningu þar sem Siglfirðingar hafi sigrað. f Sjá nánar á bls. 6. -gk Sindrl Snær ásamt bekkjarfélögum sínum sem tóku konunglega á móti honum við komuna til Eskifjarðar á föstu- daginn. DV-mynd Þórarinn Báturinn kvótalausi með 35 tonn á leið til lands: Kæri þá ef þeir kæra mig ekki - segir útgerðarmaðurinn sem segir kerfið hrunið „Ef þeir kæra mig ekki þá kæri ég þá fyrir að kæra mig ekki,“ sagði Svavar R. Guðnason, útgerðarmaður á Patreksfírði, en bátur hans, Vatn- eyri BA 238, hefur verið kvótalaus að veiðum um helgina. Báturinn var hættur veiðum í gær, enda aflinn þá orðinn 35-40 tonn. Hann var þá stadd- ur út af Norðfirði og var á leiðinni vestur. Þangað kemur hann í kvöld eða á morgun en ekki fékkst uppgefið hvar hann mundi landa aflanum á Vestfjörðum. Svavar sagðist ætla láta reyna á hvort fiskveiðistjórnunarkerfið væri hrunið. Ef hann yrði sýknaður í hér- aðsdómi og hæstaréttardómur félli eins og líkur væru á þá væri kerfið hnmið. „Ef þeir gera ekki neitt þegar báturinn kemur inn eru þeir að vinna sér tíma til að breyta lögunum sjálfir á Alþingi eins og þeim hentar. Þá mun ég kæra þá til þess að fá málið fyrir dóm. Ef þeir gera ekkert heldur hver einasti kvótalaus koppur á land- inu þegar til veiða. Kerfið er hrunið og þeir vita það.“ Svavar sagði samstöðuna meðal hinna kvótalausu ekki merkilega - að enginn skyldi láta reyna á kerfið nema hann. „Þetta eru aular og gung- ur. Þeir eru búnir að gefa út yfirlýs- ingu, renna svo á rassgatið og eru skríðandi í Reykjavík enn þá.“ Svavar er hættur viðskiptum við um,“ sagði Hilmar Baldursson, framkvæmdastjóri samtaka kvóta- lausra, aðspurður um hvað þeir myndu hafast að í kjölfar aðgerða Svavars. „Hann skýtur fyrst og spyr svo. Þetta er frumhlaup. Það er mið- ur að hann fer af stað óundirbúinn Kvótaþing. Hann sagðist myndu fá 120-130 krónur fyrir kílóið nú. Með viðskiptum við Kvótaþing hefði hann þurft að leigja kílóið á 105 krónur. Þá hefði aflaverðmætið dugað fyrir olíu og fæði. Eftir stæðu ógreidd laun. „Þetta er ekki hægt.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði við DV að viðbrögð í þessu máli væru alfarið hjá Fiski- stofu. -JSS og án svara gagnvart stjórnvöldum." Á laugardag verða samtökin með opinn fund á Hótel Loftleiðum þar sem forsvarsmönnum stjómmála- flokkanna verður boðið að svara hvort þeir ætli að láta kvótamálið til sín taka. „Við ákveðum um aðgerðir í framhaldinu,“ sagði Hilmar. -JSS Vilja svör frá stjórnvöldum „Við viljum svör frá stjómvöld- Veðrið á morgun: Kuldi um allt land Norðvestangola eða kaldi og él verða norðan- og austanlands á morgun, þriðjudag, en bjart veð- ur verður sunnanlands. Búist er við talsverðu frosti. Veðrið í dag er á bls. 53. Sindri Snær heim: Konunglegar móttökur DV-Eski£irði: Sindri Snær Einarsson kom heim á Eskifjörð á fostudag eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi síðan í byrjun ágúst, í kjölfar alvarlegs brunaslyss. Dvölin verður þó stutt því hans bíða erfiðar aðgerðir á hálsi í mars. Bekkjarfélagar Sindra tóku á móti honum með jólaljósum, blöðmm og borða sem strengdur var yfir götuna þar sem hann býr. Þegar inn kom biðu margar skálar af nammi. Krakk- arnir vora búnir að vinna að þessu allan daginn og biðu í felum þar til Sindri birtist. Sindri var mjög ánægður með móttökurnar. Á laugardag fór hann í afmæli. Ingibjörg Sverrisdóttir, móðir Sindra, segir að hann sé svolítið kvíðinn að koma í skólann en meiningin var að hann færi þangað í dag. Sindri hefur verið í tölvusam- bandi við bekkinn sinn frá áramót- um. Ingibjörg vill koma á framfæri þakklæti til allra sem veitt hafa stuðning á erfiðum stundum. -ÞH Fiskistofa: Löglaust og refsivert „Við lítum svo á að þetta sé löglaust og refsivert," sagði Ámi Múli Jónas- son aðstoðarfiskistofustjóri um veiðar kvótalausa bátsins Vatneyrar BA 238. Málið verður tekið fyrir hjá Fiski- stofu í dag og ákvörðun tekin um við- brögð við veiðunum. Ámi Múli sagði að útgerð og skip- stjóri heföu bakað sér ábyrgð með þessu atferli. Málinu yrði þvi vísað til lögreglu. Stórfelld brot gætu varðað háum sektum eða varðhaldi. „Allur afli sem fenginn er án þess að kvóti sé nægilegur er ólögmætur. Því leggur Fiskistofa á gjald sam- kvæmt sérstökum lögum sem nem- ur andvirði hans.“ -JSS Náðist á flot Rúmlega þúsund tonna mjölflutn- ingaskip strandaði í höfninni á Þórs- höfn um hádegi í gær. Skipið, sem er danskt, átti að lesta á Þórshöfn en strandaði austast í höfninni. Skipið átti að sigla frá Þórshöfn til Reykja- víkur. Á níunda timanum í gærkvöld náðist skipið svo aftur á flot þegar vindáttin varð hagstæðari. -hb Banaslys Roskinn maður lést í vinnuslysi í Skagafirði á laugardagskvöldið er grafa sem hann stjórnaði rann fram af bakka og lenti á kafi í vatni. Ekki er unnt að greina frá nafni manns- ins að svo stöddu. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.