Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 Fréttir i>v Grundarfjöröur: 40 m.kr. hagnaður DViVesturlandi: Rekstrartekjur Guðmundar Run- ólfssonar hf. í fyrra námu 565,2 millj- ónum króna og hækkuðu þær um 5,1% frá í hittifyrra. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðarfæra- sölu til eigin nota nam heildarveltan 744,1 milljón króna. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins rúmlega 40 milljón- um króna samanborið við rúmlega 3 milljónir króna árið áður. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir og vexti var 137,5 milljónir króna samanborið við 100,9 milljónir árið á undan. Veltufé Hringur SH-535, togari Guðmundar Runólfssonar hf. DV-mynd DVÓ frá rekstri jókst úr 58,1 milljón króna í 95,3 milljónir. Hagnaður ársins varð rúmlega 12 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir í rekstraráætl- un. Meginskýringar á þessum mis- mun eru að afskriftir eru lægri sam- kvæmt ársreikningi vegna sölu á Runólfi SH 135 á árinu. Gert er ráð fyrir að afkoma félagsins í ár verði sambærileg og í fyrra. Bókfært eigið fé í árslok nam 275 milljónum króna en þar af nemur hlutafé 88,1 milljón króna. Hlutafé var aukið á árinu um 21,4 milljón króna með sölu nýrra hluta. Arð- semi eigin fjár í fyrra var um 19,32%. Meðalfjöldi starfsmanna í fyrra var 73 og launagreiðslur og launatengd gjöld námu 185,8 milljón- um króna. Hluthafar í Guðmundi Runólfssyni hf. voru 73 í árslok og ijölgaði þeim um 27 á árinu. Einn hluthafi á yfir 10% hlut í félaginu og nam hlutafiár- eign hans 11,2%. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 13. mars í húsakynnum félagsins. Þar mun stjóm félagsins leggja til að greiddur verði 10% arður til hlut- hafa. Arður sem greiddur verður til hluthafa samkvæmt því mun nema um 8,8 milljónum króna. Greiddur arður á síðasta ári var 2,7 miiljónir króna. -DVÓ ÖöáSSffii MaftÖ sa AUSTURSTRÆTI • BARÓNSSTÍG » GLÆSIBÆ « LAUGALÆK • LÁGMÚLA • ARNARBAKKA* SPORHÖMRUM • LANGARIMA ENGIHJALLA HJALLABREKKU • SETBERGSHVERFI • FIRÐI • 0G H0LT1 HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.