Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 9 Utlönd Grænlendingar kjósa nýja heimastjórn á morgun: Ríkisumboðsmaðurinn gagnrýnir efnahagsmál Danski ríkisumboðsmaðurinn á Grænlandi, Gunnar Martens, er óvenjuharðorður í nýjustu skýrslu sinni til Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur. Mart- ens gagnrýnir í skýrslu sinni fyrir janúarmánuð efnahagsráðstafanir heimastjórnarinnar, svo sem sjö prósent launahækkun til kennara og opinberra starfsmanna. Þá er hann og harðorður í garð þess sem hann kallar óreiðuna í grænlensk- um stjómmálum. Þar nefnir hann til sögunnar slæma samvinnu heimastjómarinnar og þingsins. Danska blaðið Berlingske Tidende skýrði frá þessu í gær, að- eins tveimur dögum fyrir þingkosn- ingamar á Grænlandi. Stjórnmálaskýrendur telja að nýja heimastjórnin sem verður mynduð eftir kosningamar á morg- Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku helmastjórnarinnar, og Poul Nyr- up Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Rasmussen fékk harðorða skýrslu á dögunum um frangöngu Motzfeldts og stjórnar hans. un muni að öllum líkindum þurfa að glíma við aukna leit að bæði olíu og góðmálmum í jörðu. Að sögn Franks Kristensens, bankastjóra Grænlandsbanka, eina banka lands- ins, era Grænlendingar vel undir slíkt búnir. Fiskiðnaðurinn, einkum rækju- vinnslan, stendur undir 95 prósent- um útflutningstekna Grænlendinga. Stjórnmálaskýrendur segja að enn sé langt í að Grænlendingar verði sjáifum sér nógir í efnahagsmálum. Ríkisstyrkurinn sem þeir fá frá Danmörku nemur um 60 prósentum af útgjöldum hins opinbera. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust fyrir helgi hefur fylgi stærstu flokkanna dalað að undan- fórau en bandalag óháðra kjósenda hefur sótt á. Formaður heimastjóm- arinnar er Jonathan Motzfeldt. Bill Clinton Bandarfkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Mexíkós á miðnætti í nótt. Hann flaug til borgarinnar Mer- ida á Yucatan-skaga. Þar var þessi maður líka um helgina, svokallaðir Ijóti kóngur kjötkveðjuhátíðarinnar. Ekki er vit- að hvort hann tekur á móti Bandaríkjaforseta. Þingmenn demókrata og repúblikana sammála: Fegnir að réttarhöldunum er lokiö Geislaþolnir kjarnorkuhestar DV; Ósló: Úkraínumenn hafa ræktað upp nýtt og ódrepandi hestakyn sem ku eiga að þola geislavirkt gras eins og það sem vex í Tsjemobyl þar í landi. Tólf árum eftir kjamabranann i orkuverinu á staðnum er grasið þar enn öllum skepnum eitrað, öðrum en þess- um nýju kjarnorkuhestum Sjónvarp í Úkraínu greindi frá því í gær að 18 hestar af hinu nýja kyni væru nú á lifl, og að fimm fulifrlsk folöld hefðu fæðst í fyrra. Hestana á í framtíðinni að nota til að hreinsa geislavirkni úr grasi við kjarnorkuverið. Hestamir era bara settir á beit á geislavirk- um engjunum, og þeir skíta svo hreinum skit. Tilraunir við ræktum þessa hestakyns hafa staðið í mörg ár, og ófáir hestar hafa orðið geisla- virkninni að bráð. Sömu sögu er að segja af um 12 þúsund mönn- um sem áætlað er að látist hafi af völdum geislamengunar í ná- grenni Tsjemobyl. -GK Nýi kóngurinn styður stjórnina Abdullah, nýr konungur Jórdaníu, hefúr lýst yfir stuðn- ingi sínum við rík- isstjórn landsins, að því er Fayez al- Tarawnah forsæt- isráðherra skýrði þingheimi frá í gær. „Hann fól mér og ráðuneyti mínu að halda áfram á þeirri braut sem Hussein sálugi markaði okkur,“ sagði forsætis- ráðherrann sem hefur farið fyrir stjóminni frá því í ágúst. Um eitt era öldungadeildarþing- menn úr röðum repúblikana og demókrata sammála. Þeir eru guðs lifandi fegnir að réttarhöldunum til embættismissis yfir Bill Clinton for- seta skuli vera lokið. Þetta kom fram í fréttaskýringa- og umræðu- þáttum á bandarísku sjónvarps- stöðvunum í gær. „Við eigum það skilið, eftir árslanga þrautagöngu, að fá tvö ár þar sem við getum einbeitt okkur að málefnum þjóðarinnar," sagði demókratinn Joseph Lieberman. Öldungadeildin sýknaði Clinton á fóstudag af ákærum fyrir meinsæri og tilraunir til að hindra framgang réttvisinnar í tengslum við Lewin- sky-málið. „Það er kominn tími til að snúa sér að öðru. Ég held að félagar mín- ir úr báðum flokkum séu sama sinn- is,“ sagði repúblikaninn John McCain, sem talinn er líklegur til að sækjast eftir forsetaútnefningu flokks síns. Þingmenn sögðu að saksóknarinn Kenneth Starr, sem rannsakaði mál Clintons, ætti ekki að leitast eftir því að sækja forsetann til saka fyrir glæpsamlegt athæfi tengt Lewinsky- málinu nú þegar öldungadeildin hefur sýknað hann. Þeir sögðust vona að saksóknarinn myndi ljúka starfi sínu hið fyrsta. Fréttaskýrendur sögðu í gær að repúblikanar yrðu nú að koma fram með nýja stefhuskrá fyrir kosning- amar á næsta ári og ná aftur sam- bandi við kjósendur. Hins vegar gæti þeim reynst erfitt að gera það í tíma fyrir kosning£u,nar. Pinochet ætlaði að kaupa vopn Augusto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, var ekki bara kominn til Bretlands til að leita sér lækninga þegar hann var handtekinn á síðasta ári. Hann ætlaöi einnig að kaupa mikiö af vopnum fyrir andvirði um níu milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í breska blaðinu Independent on Sunday. Höfuðtilgangur ferðar Pin- ochets var að gera samning um eldflaugakerfi og ratsjárkerfi fyr- ir chileska sjóherinn. Breska vamarmálaráðuneytið hefur haldið því fram til þessa að tilvilj- un hafi ráðið þvi að Pinochet kom til Bretlands á sama tíma og sendinefnd í vopnaleiðangri. Margir 11'. verðflokkar m. Tfll !: Rakarastofí Klapparstí; Allar stærðir sendibfla Sólar/öryggisfilma Sól- og öryggisfilma á rúöur. Vernd gegn hita/birtu - upplitun og er góö þjófavörn. Litaöar filmur inn á bílrúöur, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Ásetninq meö hita - fagmenn .(/{<><» Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 VW Passat 1600Í Basic, 4 d., ’98, silfurl., ek.19. þ.km, bsk. ABS spoiler V. 1.590.000. VW Golf 4x4,1800i, Variant 5 d„ ‘97, silfurl., ek. 45.þ. km, bsk., álf. o.fl. V. 1.450.000. VW Polo 1400, 5 d„ ‘97, rauður, ek. 27 þ. km. bsk., álf. V. 980.000. Skoda Oktavia 1600Í, 4 d„’98 rauður, ek.14 þ. km. bsk., abs o.fl. V. 1.200.000. Subaru E-12 1200, 5 d„ ‘93 rauöur, ek. 23 þ. km„ bsk. vsk- bifr. V. 600.000. Suzuki Vitara 2000 dísil, 5 d„’98, grænn ek. 9 þ. km„ ssk., turbo, intercooler. V. 2.200.000. Gott úrval bíla á skrá og á staðnum Opið virka daga 10-12 og 13-18, laugardaga 13-17. Ij fiSMMjmJ nöldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 MMC Pajero 2800 dísil, 5 d.,’95, blár ek. 52 þ. km„ bsk.,turbo„ intercooler. 31 “. V. 2.350.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.