Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 18
18 ennmg MANUDAGUR 15. FEBRUAR 1999 Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í myndlist: Fleiri en minni Mikiö framboð er af myndlist á landinu eins og ekki fer fram hjá neinum. Þar sem eru opinberir veggir þar hanga myndir - á kaffi- húsum, hárgreiðslustofum, í bönkum og nú jafnvel á sjúkrahúsum. „Sýningarnar voru fleiri en minni á árinu 1998,“ sagði Áslaug Thorlacius, myndlistarrýnir DV. Sú stærsta var yfirlitssýning Errós í Hafnarhúsinu á Listahátíð, geysilega vinsæl sýning, yfirgrips- mikil og flott. Af Flögðum og fögrum skinnum. Innfellda myndin er af Hannesi Sigurðssyni. „Við fórum í gegnum prentmiðlana og bjuggum til lista yfir sýningar sem fréttir birt- ust um,“ segir Áslaug, „Svo riíjuðum við þær upp og veltum fyrir okkur hvar væri eitthvað nýtt, hvað skaraði fram úr eða hvar listamað- urinn hefði gert öðruvísi og betur en áður - farið fram úr sjálfum sér. Hvað hefði verið áhrifaríkast og óvæntast.“ Nefndarmenn voru ekki alltaf sammála og oft var erfitt að komast að niðurstöðu, en smám saman styttist listinn og að lokum voru aðeins fimm nöfn eftir. Eftir þeim að dæma voru framsæknustu sýningarsalirnir á síðast- liðnu ári Gallerí Ingólfsstræti 8, Nýlistasafnið og Ásmundarsalur við Freyjugötu og er þeim óskað til hamingju með tilnefningamar. í verðlaunanefnd DV í myndlist sátu með Áslaugu Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Elísa Björg Þorsteinsdóttir listfræðingur. Tilnefningar til Menningarverðlauna DV fyrir myndlist hljóta: Guðrún Gxuinarsdóttir fyrir sýningu í Ás- mundarsal en þar sýndi hún mjög finlega og fallega vírskúlptúra eða þrívíðar teikningar. Verk hennar eru alþjóðleg í hugsun um leið og þau standa fóstum fótum í íslenskri hand- verkshefð, þ.e. silfursmíði og hannyrðum. Efnisval hennar er spennandi og hefur marg- Guðrún Gunnarsdóttir. víslegar vísanir út fyrir hefðbundinn textíl en á því sviöi hefur Guðrún lengst af haldið sig. Hannes Sigurðsson og íslenska menn- ingarsamsteypan art.is fyrir Flögð og fógur skinn, umfangsmikinn og fjölþættan menningar- viðburð sem fram fór á Listahátíð í Reykjavík og með styrk frá henni. Þar var fjallað um manns- líkamann út frá ýmsum og oft óvæntum sjónar- homum og auk myndlistarsýninga, kvikmynda- sýninga, gjörninga, fyrirlestra og annarra uppá- koma kom út vegleg bók sem var í senn sýning- arskrá og fræðirit því auk listamannanna eiga yfir fimmtíu fræðimenn þar greinar. Ólafur Elíasson. Níels Hafstein og Safnasafnið sem var formlega opnað í Gamla þinghúsinu á Sval- barðsströnd á árinu. Safnasafnið felur í sér út- víkkun á safnahugtakinu þar sem það er ekki safn muna eða listaverka heldur safn safna í orðsins fyllstu merkingu. Alþýðulist af ýmsu Níels Hafstein við Safnasafnið. tagi á þar skjól, ekki síst æskulist (naíf list) en söfn ástríðusafnara á öðra en listhlutum öðl- ast þar einnig nýja ímynd í sambýlinu við listasöfnin í safninu. Að auki er í Safnasafn- inu rekið myndlistargallerí. Ólafur Eliasson fyrir sýningar sinar á Kjarvalsstöðum, Kambi og í Galleríi Ingólfs- stræti 8. Ólafur er geysilega frjór og afkasta- mikill listamaður og býr yfir sérstöku næmi fyrir umhverfinu. í verkum hans birtist ný landslagssýn sem þrátt fyrir tæknilegar for- sendur og oft flókna framkvæmd er einfóld og tær í grunninn. Verk hans eiga sér líka mjög sterka samsvöran í umræðu dagsins og má ef til vill segja að þau snúist öðram þræði um „umhverfisáhrif listframkvæmda". Sigurður Guð- mundsson fyrir sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 og ekki síður gjöm- inginn „Brún- eygður jökull" sem hann framdi í Nýlistasafninu um sama leyti. Verk Sigurðar eru gjaman hlut- gerfingar tilfinn- inga og mörg hver varða þau rætur og frjósemi, fjölskyldubönd og tengsl kynslóð- anna. í gjörningn- um í Nýlistasafninu fjallaði Sigurður um þessa hluti af slíkri hlýju, einlægni og kímni, án minnstu væmni eða hæðni, að hann hitti áhorfendur beint í hjartastað. Sigurður Guðmundsson fremur gjörning í Nýlista- safninu. Tveir meistarar Norðmaðurinn Jan Garbarek hefur ávallt farið sínar eigin leiðir innan djasstónlistar. Það era jafnvel áhöld um hvort tónlist hans geti í öllum tilvikum kallast djass. Kannski flokkast hún undir djass af því að um svo ríkulega snarstefjun er oftast að ræða. En ekki alltaf. Á Rites, sem er tveggja geisladiska útgáfa, er Garbarek að flytja tónlist sem að sumu leyti er framhald á því sem hann hefur áöur fengist við en að sumu leyti ekki. Það er mikil lýrik í músík hans eins og svo oft áður og hér er að finna ákaflega vel samin, draum- kennd og áhrifamikil verk sem jafnframt er auðvelt að nálgast, flest hver. Djass Inyvi Þór Kormáksson Tónlist Garbareks grípur hlustandann strax sterkum tökum. Ekki er hún samt alveg öll eftir galdramanninn norska. Eitt verk, Malinye, er eftir Don Cherry og annað eftir Jansug Kakhidze sem er stjómandi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Tiblisi og er það verk sungið af höfundinum við undirleik hljóm- sveitarinnar. Mjög sérstakt. Aðrir sem fram koma á þessum hljóðritunum era bassaleikar- inn Eberhard Weber og Marilyn Mazur sem leikur á trommur, drengjakórinn Sölvgutt- erne og enn fremur sér Bugge Wesseltoft um hljóðgerfla og rafræna effekta ásamt leiðtog- anum. Fjölbreytt plata Það telst alltaf viðburður þegar hinn frá- bæri píanisti og tónskáld, Herbie Hancock, sendir frá sér geislaplötu. Sú nýjasta er til- einkuð tónskáldinu George Gershwin og eins og svo oft áður fer Herbie ekki alveg hefð- bundnar leiðir að viðfangsefninu. Til að mynda eru hér lög eftir W. C. Handy, James P. Johnson og Ellington sem aðstandendum útgáfunnar finnst tilheyra veröld Gershwins. Tvö verkanna, Píanókonsert í G dúr (annar þáttur) og Lullaby eru flutt af Orpheus Cham- ber Orchestra með djasspíanó í sólóhlutverki. Chick Corea mætir í píanódúett og Embracable You er sólóstykki foringjans. Fjöldi frægra gesta hefur mætt til leiks; Stevie Wonder syngur fonkútsetningu af St. Louis Blues, Joni Mitchell syngur The Man I Love, Terri Lyne Carrington trommar, James Carter, Kenny Garrett og Wayne Shorter Jan Garbarek. Verk hans eru draumkennd og áhrifamikil. biása í saxófóna og Eddie Henderson í trompet og fleiri mætti telja. Niðurstaðan er afar fjölbreytileg geislaplata. Sumir mundu ef- laust segja hana ósamstæða. En þannig er það stundum hjá meistara Hancock. Ekki eru all- ir á eitt sáttir. Snilli hans sem píanista og út- setjara er þó óumdeilanleg. Jan Garbarek: Rites. ECM 1998 Herbie Hancock: Gershwin's World. Polygram 1998 PS Frú Emilía í Rússunum Þegar Guðjón Pedersen leik- stjóri var í viðtali hér fyrir helgi var hann spurður hvernig gamla leikhúsinu hans, Frú Emelíu, liði. Sagði hann að frúnni liði vel þó að hún hefði hægt um sig og væri um þessar mundir að skoða leikgerðir sem hún hefði aflað sér af nokkrum rússneskum snilldarverkum, Glæpi og refsingu Dostojevskís, Meistaranum og I Margaritu eftir Búlgakov og sögum 1 Tsjekovs. Spennandi verður að frétta hvað | frúin ákveður. Staðreyndir skemmtilegri en skáldskapur I grein í Times Literary Supplement frá 5. feb. ræðir Katherine Duncan-Jones tvær nýjar sögulegar kvikmyndir, Elizabeth og Shakespeare in Love. Myndirnar eiga margt sameiginlegt, segir hún; þær gefa báðar íburðarmikla og gamansama mynd af tíma Elísabetar I. Englandsdrottningar, aðalkvenhlutverkin era í báðum myndum | í höndum kvenna sem era ekki breskar I (Cate Blanchett er áströlsk, Gwyneth Pal- Itrow er bandarísk) og ástmaður beggja er leikinn af Joseph Fiennes. En það sem mestu skiptir er að handritshöfundar beggja mynda hafa ákveðið að henda stað- | reyndunum og setja skáldskap í staðinn og 1 finnst Duncan-Jones kvikmyndin um Shakespeare komast mun betur frá þeirri 1 ákvörðun en Elizabeth. Til dæmis era litríkar frásagnir til af heimsóknum Tómasar Seymore til Elísa- | betar þegar hún var 14 ára, kossa þeirra og ástríðufullt kelerí. Meðal annars segir hann frá því að einu sinni hafi hann „skorið kjólinn hennar í hundrað búta“ meðan stjúpa hennar, Catherine Parr, hélt “ henni kyrri. Hefði þessi sena fallið vel að áhuga kvikmyndarinnar á aö klæða sig úr og í. Annað atriöi er einkennilegur dauð- 1 dagi Amy Robsart áriö 1560 þegar hún féll niður stiga og hálsbrotnaði „án þess að ;; hettan á höfði hennar haggaðist" eins og segir í samtímaheimildum. Á nánast sömu stundu sagöi Elísabet við spánska sendi- ; herrann þar sem þau vora á veiöum að Amy, sem var eiginkona ástmanns drottn- ingar, Dudleys lávarðs, „væri dauð - eða | svo gott sem“. Þarna hefði kvikmynd get- að klippt smart á milli orða drottningar og dauða Amy. Ekki vottur af samkynhneigð g Duncan-Jones finnst Elísabet kvik- ! myndarinnar allt of „norrnaT miðað við heimildir um drottninguna sem átti væg- ast sagt hrikalega bemsku og unglingsár, og Shakespeare finnst henni líka sér- kennilega „normal" miðað við heimildir. Handritið að Shakespeare in Love er skrifað af Tom Stopp- ard upp úr gömlu sjón- ; varpsleikriti eftir Marc i Norman. Kannski er fátt vitað um Shakespe- ■ are, segir Duncan-Jo- nes, en tvennt vitum við þó með vissu um hann árið 1593 þegar myndin á að gerast, og hvora tveggja er sleppt í kvikmyndinni. Annað !' er að hann hafði þá ver- ið kvæntur maður í tíu ár og átti böm; hitt er að þá gaf hann út fyrsta stóra verk- | ið sitt, Venus og Adonis, og tileinkaði það jarlinum af Southampton. Sama manni játaði hann „ódauðlega ást sína“ árið eftir. Ef Shakespeare varð ástfanginn árið 1593 benda samtímaheimildir sem sagt til þess að hann hafi orðið ástfanginn af ung- um jarli, ekki imgri stúlku! Mjög bætir úr skák, segir Duncan-Jo- nes, að kvikmyndin tekur efni sitt aldrei mjög alvarlega. Reyndar er aðalviðfangs- efni hennar ekki ástin heldm- leikhúsið og aidrei hefur bíómynd gert meira fyrir lif- andi leikhús. Þessi mynd ætti ekki að virka en hún gerir það og fólk á eftir að sjá hana aftur og aftur og aftur .. . Hitt er svo með ólíkindum að Katherine Duncan-Jones finnst Joseph Fiennes „ein- kennilega apalegur" í útliti! Hvað finnst ykkur (sjá mynd)?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.