Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Blaðsíða 22
22 Fréttir MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 ZXT/Or vlo s ú k k u I a ð i TitBOÐ 39,- óú,- Sharps AMar tegundir TiLBOÐ 35,- 3ú,- llfl l| \Mf' .gaj-v' TiLBOO N5,- ?ejjr ðU,- M'/'K > -A , X.-*. h i- I a m fr I l Í1 l TiLBOO 189,- "rjr cósf,- í þinu Jweffi Samkeppnin í lyfjabúðum: Norðmenn taka okkar lög sér til fyrirmyndar - allir hafa grætt á auknu frelsi nema gömlu lyfsalarnir, segja menn í heilbrigðisráðuneyti Lyfjabúðirnar keppa sem aldrei fyrr, bæði í verðlagningu og þjónustu. Niðurstaða heilbrigðisráðuneytisins er að all- ir séu að græða nema helst gömlu lyfsalarnir. Islensku lyfjalögunum er sýndur áhugi í Danmörku og i Noregi, aö sögn Einars Magnússonar, deildar- stjóra í lyfjadeild heilbrigðisráðu- neytisins. í Stórþinginu er mikil umræða um breytingar á lyfjalög- um og títt vitnað í árangurinn á Is- landi þar sem riðið var á vaðið meö aukið frelsi til athafna í lyfsölu. Ein- ar segir að Norðmenn hafi sótt hug- myndir hingað til lands við laga- setninguna. Svíar hugsa til hreyf- ings og Danir með aldagömul lytja- lög ræða málin. „Við sjáum ekki annað en að sam- keppnin hafi nýst bæði neytendum og ríkinu, fréttir af rannsókn Önnu Birnu Almarsdóttur komu algjör- lega flatt upp á okkur,“ sagði Einar Magnússon, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, í viðtali við DV. Anna Birna telur að kostnaður hjá Tryggingastofnun hefði aukist um 120 milljónir á mánuði frá janú- ar 1993 en Einar telur ljóst að það sé misreikningur. Lyfsala eykst mikið vegna nýrra lyfja sem komið hafa á markaðinn. Þetta gerist um öll Vesturlönd, að sögn Einars Magnússonar, deildar- stjóra hjá heilbrigðisráðuneytinu. í Bandaríkjunum hefur lyfsala aukist um 17% og í Svíþjóð um 22%. Þeir gömlu græða minna Ekki er samkeppni á lyfjamark- aði allra hagur. Gömlu lyfsalarnir græða minna en þeir gerðu. Lyf selj- ast fyrir um 8 milljarða á ári á ís- landi, þar af er talið að sjúklingar borgi sjálfir 1,5 milljarða króna á ári. Hagnaður sjúklinganna af sam- keppninni á þrem árum kann að vera allt að 900 milljónir gróft reikn- að. Bónus-apótekin gera ráð fyrir að selja lyf fyrir 1,4 milljarða króna á þessu ári. Einna mestur segir Einar að sé hagnaður ellilífeyrisþega, fólksins sem þarf mest á lyfjum að halda. Sá hópur er vakandi fyrir því hvar lyíjaverðið er lægst. Einar segir að friður ríki um lyfjaverðið í dag. Fyrir nokkrum árum fór þjóðfélagiö bókstaflega á annan endann þegar Sighvatur Björgvinsson breytti greiðsluþátt- tökunni sjúklingum í óhag. „Viö höfum þá reynslu að ef ekk- ert er að gert, ný lyf berist hömlu- laust, þá sé hækkunin um það bil 13% á milli ára. Það er auðvelt að rökstyðja það að undanfarin þrjú ár hefði hún getað orðið mun meiri vegna þess að við höfum aldrei feng- ið eins mikið af mjög dýrum lyfjum inn á markaðinn, þá er ég að tala um lyf gegn Aids og MS-sjúkdómn- um, lyf þar sem kostnaðurinn getur orðið yfir milljón á ári,“ sagði Ein- ar. Hann segir að hækkun milli ára á íslandi hafi orðið mun minni vegna aukinnar samkeppi á markaðnum. Heilbrigðisráðuneytið telur að sá þáttur þýði að meðaltali um 20% lækkun á lyfjaverði, mismunandi eftir landshlutum. -JBP Frá undirritun samnings. F.v. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, Hörður Þórhallsson, stjórnarformaður At- vinnuþróunarsjóðs, Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri Uppsprettu, Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri Norðfjarðar, Vésteinn Benediktsson, sparisjóðsstjóri Hornafjarðar, og Theodór Blöndal, stjórnarformaður Atvinnu- þróunarfélags Austurlands. DV-mynd SB Fjárfestingarfélag Austurlands: Nýir möguleikar í fjármögnun DV, Egilsstöðum: Nýlega voru undirritaðir samn- ingar um stofnun Fjárfestingarfé- lags Austurlands. „Stofnun þessa fjárfestingarfélags er eitt mikilvægasta skref sem tekið hefur verið til aö styðja nýsköpun í atvinnulífi á Austurlandi," sagði Gunnar Vignisson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Aust- urlands. Að baki þessu nýja fjárfestingar- félagi standa margir fjársterkir aðil- ar, svo sem Kaupþing, Uppspretta, sem er nýr áhættufjárfestingarsjóð- ur, Lifeyrissjóður Austurlands, sparisjóðir á Austurlandi, Atvinnu- þróunarsjóður Austurlands, sem er í eigu sveitarfélaga, Atvinnuþróun- arfélag Austurlands og austfirsk fyrirtæki, Síldarvinnslan og KHB. Þegar hafa safnast 94 milljónir í hlutafé en ætlunin er að það verði 125 milljónir hið minnsta þegar fé- lagið tekur formlega til starfa. Það mun hafa aðsetur á Reyðarfirði. Framkvæmdastjóri er Hreinn Sig- marsson, stjórnmála-, viðskipta- og fiskeldisfræðingur. Stjóm skipa Brynjólfur Jóhannsson viðskipta- fræðingur, Vésteinn Benediktsson viðskiptafæðingur og Hilmar Þór Kristinsson viðskiptafræðingur. Allir stjómarmenn hafa víðtæka menntun og reynslu við fyrirtæki og eða skóla. Fjárfestingarfélagið mun m.a. gera tilboð í umsýslu á 250 milljón- um úr Framtakssjóði Nýsköpunar- sjóðs og kanna möguleika á að sinna umsýslu á framlögum úr Byggðastofnun til eignarhaldsfélaga á landsbyggðinni. Fjárfestingarfé- lagið mun starfa á landsvísu. -SB Fljót og Siglufjörður: Miklar fram- kvæmdir hjá RARIK DV, Fljótum: Á árinu em miklar endurbætur fyr- irhugaðar á vegum RARIK viö Skeiðs- fossvirkjun í Fljótum og á hitaveitu- lögn í Siglufirði. Framkvæmdimar við Skeiðsfoss munu kosta 100 milljónir króna og hefst vinna væntanlega í næsta mánuði. Samningar standa yfir við G.R. verktaka í Hafharfirði sem áttu lægsta tilboð í verkið. Að sögn Hauks Ásgeirssonar, um- dæmisstjóra RARIK á Norðurlandi vestra, em helstu verkþættir við Skeiðsfoss eftirfarandi: Stíflugarður verður endursteyptur loftmegin. Steypa í útrás stöðvarhúss verður end- umýjuð og aðrennslispípa sandblásin. Enn ffemur er áformað að endumýja hjólabúnað inntaksloku. Þá verður vatnsjöfnunartum fyrir neðri virkjun klæddur utan og lagfærður að innan. Ráðgjafl RARIK við verkið er Línu- hönnun, en tæknideild RARIK í Reykjavík mun hafa umsjón með fram- kvæmdum. í Siglufirði er áætlað að ljúka endur- nýjun aðrennslisæðar hitaveitunnar. Endumýjun á rörum hófst árið 1984 og var frarn haldið 1993. Upphafleg að- rennslisæð var 200 mm sver, úr as- besti, en sett hafa verið stálrör í stað- inn. í sumar verða lagðir liðlega 2,7 km af rörum. Verkffæðistofa Siglufjarðar hefur hannað verkið en tæknideildin á Blönduósi mun hafa umsjón með því. Þessi verkþáttur verður boðinn út inn- an skamms. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.